Vísir - 29.01.1981, Page 9
Fimmtudagur 29. jariúar 1981 : '
vísm
Niöurskuröur á orku til tsals og lokun Járnblendiverksmiöjunnar valda Landsvirkjun gifurlegu tekjutapi.
Orkuskorturlnn
Hvers vegna búa landsmenn
við orkuskort? Fram að þessu
hefur aldrei verið talað um ann-
að en íslendingar ættu nóga
orku. Eru það embættismenn-
irnir eða stjórnmálamennirnir
sem hafa brugðist? Þetta eru
spurningar dagsins. Hér verða
færð nokkur rök að sök stjórn-
málamannanna. Þeir hafa i
vaxandi mæli viljað fara eigin
leiðir i orkumálum og það hefur
hreinlega ekki tekist.
Rafmagnsskömmtunin
kemur sér illa
Rafmagnsskömmtun hófst
strax i miðjum október með
' niðurskurði á afgangsorku til
fSAL. í byrjun nóvember var
farið að skerða forgangsorku
til stóriðjufyrirtækjanna. Siðan
hefur skömmtun verið aukin
jafnt og þétt, en fram að þessu
hefur verið unnt að komast hjá
skömmtun til almennings með
þvi að keyra disilvélar, sem er
alveg griðarlega kostnaðar-
samt. Alls nemur skömmtunin
núna rúmum 80 megawöttum i
forgangsafli og áður en hún kom
til var búið að skera niður 50
megavött af ótryggu rafmagni
svo alls nemur skerðingin rúm-
um 130 megavöttum. Nú er
áætlað að minnka forgangsorku
um 40 megavött til viðbótar, en
sú skömmtun kostar að rekstur
Járnblendiverksmiðjunnar
stöðvast alveg. Landsvirkjun
verður fyrir gifurlegu tekjutapi
af þessum sökum. Tekjutapið
var áætlað 12.4 milljónir ný-
króna um áramót en það á eftir
að margfaldast áður en yfir lýk-
ur. Hið þjóðhagslega tap er enn
meira þvi til viðbótar kemur
tekjumissir verkafólks og hins
opinbera.
Við hefðum getað verið
heppin
Rafmagnið er skammtað
fyrst og fremst vegna þess að
raforkuverin hafa ekki nægilegt
vatn. Ef nægilegar vatnsbirgðir
væru i Þórisvatni, eina stóra
miðlunarlóni Landsvirkjunar,
þá eru nægar virkjanir fyrir
hendi til að framleiða rafork-
una. Ef vatnsrennsli væri jafn-
mikið I ár og 75/76 þyrfti ekki að
skammta forgangsafl.En þvi er
ekki aðheilsa. Siðasta haust var
það kaldasta i 50 ár, en það þýð-
ir litið rennsli til virkjana, og
mikla miðlunarþörf, bæði til að
mæta auknu álagi vegna kuld-
ans og til að skola is framhjá
Búrfellsvirkjun. Munaði
minnstu að framleiðsla Búr-
fellsvirkjunar stöðvaðist vegna
isgangs fyrir nokkrum dögum,
og á sú saga væntanlega eftir að
endurtaka sig einhvern tima i
vetur ef ekki bregður til betra
veðurfars.
Alltaf slaki á undan
nýrri stórvirkjun
Reyndar má alltaf búast við
einhverjum erfiðleikum við að
anna orkueftirspurn árið áður
en ný stórvirkjun er tekin i notk-
un en slikt ár er einmitt i ár, þvi
áætlað er að næststærsta virkj-
un Islendinga, Hrauneyjafoss-
virkjun verði tekin i notkun
næsta haust og takist það er
orkuskorti lokið i bili. 1 upphaf-
legum áætlunum gerðu em-
bættismenn Landsvirkjunar
reyndar ráð fyrir að fyrsta vél
færi i gang strax i ár. En hvert
ár sem hægt er að fresta svo
stórri virkjun sparar mikla pén-
inga svofljótlega varákveðið að
gangsetningin skyldi verða
haustið 81. Hjörleifur Guttorms-
son, nýbakaður iðnaðarráð-
herra, reyndi 1978 að fá gang-
setningunni frestað um eitt ár,
en stjórn Landsvirkjunar þrá-
aðist við og harðneitaði loks að
verða við þeirri beiðni og þar
við sat sem betur fer. Þegar
þessar viðræður fóru fram var
reiknað út að vanta mundi rúm-
ar 200 gigavattstundir uppá að
eftirspurn eftir forgangsorku
yrði fullnægt i ár ef vatnsárið
yrði lélegt.
Slakað á stóriðjunni
Þessi tveggja ára gamla áætl-
un virðist ætla að standast og
það án þess að skammta þurfi
raforku til almennings sem
kalla má vel sloppið, þvi hér er
um mjög sjaldgæfan atburð að
ræða. Lélegt vatnsár, árið áður
en stórvirkjun er tekin i notkun
ætti ekki að koma nema tiunda
eða tuttugasta hvert ár að
meðaltali. Viðeigum þvi ekki að
þurfa að óttast annað orku-
skortsár fyrsta kastið, nema ef
Hrauneyjafossvirkjun seinkar,
„þá verður ástandið mjög alvar-
legt næsta vetur. Hjörieifur fékk
þvi til leiðar komið að ýmsum
verkþáttum var seinkað 1978
svo að framkvæmdir við Hraun-
eyjafoss standa með tæpasta
móti. En ástandið hefur lika sin-
ar björtu hliðar. 1 öllu þessu hef-
ur uppgötvast að svona ástandi
megi mæta með þvi að slaka á
stóriðjunni. Þessi slaki jafngild-
neöanmáls
Jónas Elíasson prófessor
ræöir um hver beri á-
byrgö og sök á orkuskort-
inum. Jónas rekur sögu
siöustu ára og bendir á
þau mistök sem gerö hafa
verið. Sökin er stjórn-
málamanna# segir Jónas.
ir 60-100 megawatta rafstöð og
spararþvi 60-100 milljón dollara
fjárfestingu, orkuskorturinn er
ekki bara útgjöld.
Orkuskorturinn — af-
leiðing mistaka
Þó að orkuskorturinn sé ekki
algerlega af þvi illa, þá er þvi
ekki að neita, að raforkufram-
leiðslan stendur mjög höllum
fæti, hlutirriir standa miklu tæp-
ar en nokkur kærir sig um.
Þrjár eru orsakir fyrir þessu,
rafhitun, Krafla og leki úr Sig-
öldulóni. Nú er lekinn úr Sig-
öldulóni þessa orsaka minnstur
auk þess er varla hægt að kenna
neinum sérstökum um það að
ísland lekur. Rafhitun og Krafla
eru hinsvegar alfarið pólitisk
verk, til orðin i óþökk næstum
allra orkumálasérfræðinga
þjóðarinnar. Hvort tveggja var
sett i gang af þáverandi
iðnaðarráðherra, hvort tveggja
lét ráðherra undir höfuð leggj-
ast að stöðva þegar i óefni var
komið. Rafhitun i stórum stil
var reyndar fundin upp af
Magnúsi Kjartanssyni iðnaðar-
ráðherra 1971-1974 sem þjóðráð
hans gegn erlendum auðhring-
um og ásókn þeirra i islenska
orku. Var þá meiningin að ork-
an frá Sigöldu ætti að fara i raf-
hitun, og var byrjað á linulögn
fyrir norðan með þetta i huga.
Nú snerist Magnúsi hugur og
samdi hann siðan við Union
Carbide, en þá var rafhitunin
komin af stað og einhvern veg-
inn virðist það lögmál hér á
landi að það sem ráðherra setur
af stað verður ekki stöðvað aft-
ur, hvorki af honum sjálfum né
neinum öðrum,hvorkimeð góðu
né illu. Það er haldið áfram
hvað sem tautar og raular.
Þjóðariþrótt þing-
manna
Haldið var áfram að tengja
rafhituð hús inná kerfi Raf-
magnsveitna rikisins, þó búið
væri að selja Sigöldurafmagnið
og engin tenging komin norður.
Var nú ekki annað til b jargar en
setja hverja disilvélina á fætur
annarri á helstu rafhitunarstað-
ina. Þannig urðu rafhituðu hús-
in oliuhituð samt sem áður, en
að hita hús með oliurafmagni er
lélegasti orkuöflunarkostur sem
þekkist, þvi þá eyðir húsið þre-
falt meiri oliu en það mundi
gera með venjulegri oliukyntri
miðstöð i stað rafmagnsofn-
anna. Þessa oliureikninga þurfti
Rarik að borga og leið ekki á
löngu uns það var orðin þjóðar-
Iþrótt allra þingmanna að
bjarga fjárhagsvanda RARIK
tvisvar á ári. En ekki var dregið
úr rafhituninni. Sá siðasti sem
reyndi það var Kristján Jónsson
núverandi forstjóri RARIK.
Þegar hann tók við embætti
reyndi hann að stöðva frekari
útgkfu rafhitunarleyfa, en fékk
óðara skipun frá Gunnari Thor-
oddsen, þáverandi iðnaðarráð-
herra, að halda áfram. En við
svo búið mátti ekki standa og
endirinn varð sá, að til að
bjarga þessum hrikalega vanda
voru byggðalinurnar byggðar.
Þá var Norðurland, Austurland,
og siðast Vesturland tengt
Landsvirkjun og slökkt á disil-
vélunum. Oliurafhitun þriggja
iðnaðarráðherra og fjárhags-
vanda RARIK hafði veriö
stungið i innstunguna hjá
Landsvirkjun, án þess að nokk-
ur hafi samið um það fyrirfram.
Landsvirkjun hefur aldrei haft
tækifæri til að reikna með þessu
álagi I timasetningu Hrauneyja-
fossvirkjunar
Krafla — endahnútur
allra mistaka
Ef ráð hefðu i tima verið tekin
hefði mátt koma i veg fyrir
orkuskortinn nú, minnsta kosti
halda honum innan skynsam-
legra marka. Hægt hefði verið
að byggja 30 megavatta gufu-
stöð I Svartsengi, þar er næg
gufa þegar til. Hægt hefði verið
að byggja stiflu við Sandafell,
vatnaveitur á hálendinu, hvort
um sig hefði nægt til að gera
ástandið þolanlegt. Af hverju
var þetta ekki gert? Menn hafa
vitað að hverju stefndi i þrjú ár.
Svarið er einfaldlega: Allir
ráðamenn hafa neitað að trúa
að Kafla mundi mistakast svona
gersamlega eins og raun ber
vitni. Þar er búið að bora fleiri
holur en upphaflega var áætlað
og svo seint sem i sumar héldu
menn að Krafla mundi fram-
leiða 17 megavött i vetur. út-
koman varð aðeins 11. Undan-
farið hefur virkjunin gengið á ti-
unda hluta af upphaflega áætl-
uðu afli. Þau sextiu megavött
sem þarna vantar inná kerfið er
stærsta einstaka orsökin fyrir
þvi hvernig komið er. Kröflu
átti aldrei að byggja. Ágætt
tækifæri til að stöðva fram-
kvæmdir kom þegar Leirhnjúk-
ur gaus 1975 og þá var nægur
timi til að gera þær ráðstafanir
sem að framan greinir, Kröflu-
vélarnar hefðu meira að segja
getað farið óuppteknar suður i
Svartsengi. En það sem ráð-
herra hefur einu sinni sett af
stað fá ekki eldgos né jarð-
skjálftar stöðvað. Og Mröflu-
virkjun, fjármagnseyðir sjálfr-
ar náttúrunnar og þriggja
iðnaðarráðherra, stendur nú i
öllu sinu veldi og vaxandi von-
leysi norður i landi undir hliðum
Leirhnjúks, magnlaus og mátt-
vana af gufuskorti. Aidrei hefur
veriðeytttil islenskra orkumála
jafn miklum peningum á jafn
skömmum tima til jafn litils
gagns.
Aldrei hefur verið eytt til Islenskra orkumála jafn miklum peningum á jafn skömmum tima til jafn litils
gagns.
Jónas Eliasson.