Vísir - 29.01.1981, Side 11
Fimnitudagur 29. janúar 1981
VtSIR
Nú fer hver að verða siðastur með að gerast áskrifandi að Visi með þvi
hugarfari að eiga kost á öllum þremur vinningunum i áskrifendagetraun-
inni. — Þó er ekki öll nótt úti enn. Afgreiðsla blaðsins tekur við nýjum
áskrifendum simleiðis alveg fram að þvi að dregið verður á morgun kl.17
og til að tryggja nýjum áskrifendum þátttöku i leiknum fylla starfsmenn
blaðsins getraunaseðlana út fyrir nýju áskrifendurna. — Hætt er við að
álagið verði mikið á morgun svo betra er að hafa varann á og hringja strax
i dag.
Fyrsti vinningurinn, Mitsubishi Colt, verður dreginn út á morgun kl.17.
Coltinn hefur reynst prýðilega hér á landi, sem annars staðar, þykir traust-
ur, rúmgóður og sparneytinn. Hann hefur unnið fjölda sparaksturkeppna,
hefur verið útnefndur traustasti bill ársins með minnstu bilanatiðnina af
öllum bilum i vestur-þýska bilablaðinu ADAC. — Visis-Coltinn er gulllitað-
ur framhjóladrifinn, fjögurra dyra tilbúinn á götuna. Sá áskrifandi blaðs-
ins, sem hann hreppir verður þanndag7.4 millj. gkr. rikari.
ÞETTA
BfflST
ÞER!
Annar vinningurinn, Suzuki SS 80F, verður ■
dreginn út 31. marz nk. Suzuki er nýjasti billinn j
frá Japan hér á markaðinum. Við hann eru i
bundnar miklar vonir, sérstaklega núna i orku-
kreppunni, en hann er sagður eyða aðeins 5 litr- I
um á hundraðið. Mörgum kann að þykja billinn |
kraftlitill, þegar þeir heyra að orka hans sé að- i
eins 40 hestöfl DIN, en hann er þó sagður hafa
yfirdrifinn kraft við erfiðustu aðstæður.
Visis-Suzuki er fjögurra dyra. Þrátt fyrir litla |
fyrirferð vekur athygli hve rúmgóður hann er.
Hann er framhjóladrifinn og þvi vel stöðugur við
erfiðar aðstæður. Hann kostar út úr búð um 5.9
millj. gkr.
Þriðji vinningurinn, sumarbústaður frá Húsasmiðjunni, verður loks
dreginn út 29. mai. Lögð er áherzla á að þessi bústaður sé eins vel úr garði
gerður og hugsanlegt er. Hann er 42 fermetrar að stærð með stofu, tveimur
svefnherbergum, eldhúsi, baðherbergi og geymslu. Bústaðurinn er allur
panelklæddur með úrvals furu, með vandað sumarbústaðaparkett á gólf-
um, eldhúsinnrettingum og skápum. Lögð er mikil áherzla að vanda ein-
angrun hans sem bezt, sem kemur sér vel þó um hásumar sé, fyrir svo utan
það, að margir eru farnir að nota bústaði sina lengri tima ársins en áður
var.
Bústaðurinn verður reistur hvar á landinu, sem vinningshafi vill. Verð-
mæti hans er sagt vera 15 millj. gkr., Þeir i Húsasmiðjunni, segja þó að
sannvirði hans eins og hann verður frágenginn af hálfu Visis væri nær 20
millj. gkr.
• Þú tekur upp tólid og hringir
í síma 86611 (opið til kl. 22)
• Þú gerist Vísisáskrifandi
• Þú biður afgreiðslu Vísis að
fylla út getraunaseðilinn
• Fulltrúi borgarfógeta dregur
þinn seðil út
(ef heppnin er með)
• Þú ekur á brott í nýjum
gulílituðum Colt
AUir Vísisáskrifendur eiga kostá Coltínu
(líka þeir, sem koma á seinustu stundu)
Coltinn
unnist