Vísir - 29.01.1981, Qupperneq 13
Fimmtudagur 29. janúar 1981
13
4 sneiðar nautabuff
(filé, entrecote eða lærvöðvi, hver
sneið ca 2 cm þykk og um 125 g).
2 tsk salt
1 1/2 msk steyttur pipar
til steikingar: 3 msk smjör
isósuna: 3-4 dl góðum kjötkrafti
2 dl rjóma
2 msk köldu smjöri
i „flamberingu” 1/2 dl koniaki
(eða armagnac)
Best er að nota hitunartækin
sem við höfun undir „fondue”
pottinum þegar við „flamberum”
piparsteikina. Malið heila pipar-
inn i piparkvörn, ef hún er ekki
við hendina, setjið þá piparinn á
smjörpappir og myljið hann.
Saltið kjötsneiðarnr og nuddið
muldum eða möluðum piparnum
vel á báðar hliðar hverrar sneið-
ar. Brúnið smjör á pönnunni og
steikið hverja kjötsneið við mik-
inn hita I 2-3 minútur á hvorri
hlið, aðeins lengur. Snúið sneið-
unum nokkrum sinnum. Hellið
koniakinu á pönnuna biðið með að
kveikja undir pönnunni i nokkrar
sekúndur, en setjið þá hitann á
fullt „blúss” og þá logar vel i.
Takið siðan pönnuna af hita
augnablik og hristið pönnuna
þannig að lögurinn fari vel yfir
allar kjötsneiðarnar á pönnunni.
Þá takið þið kjötið af pönnunni og
haldið þvi heitu á meðan sósan er
búin til.
Sósan: Hellið kjötkraftinum á
pönnuna, og látið sjóða i nokkrar
minútur. Bætið rjómanum úti og
er þetta látið malla augnablik.
Siðast bætum við smjörbitum út i
sósuna. Þegar sósan er tilbúin
setjum við kjötsneiðarnar aftur á
pönnuna og berum piparsteikina
á pönnunni fram. Með steikinni
getum við haft grillaða tómata
hrásalat, hrisgjón eða bakaðar
kartöflur látum bara smekkinn
ráða ferðinni þar.
„m vel uppiýstra neytenda
vlljum við sækja prðtt okkar’’
- segír Reynlr Ármannsson.formaður Neyiendasamtakanna
„A siðasta starfsári fjölgaði fé-
lagsmönnum um 30% og þvi ber
vissulega að fagna,” sagði Reynir
Ármannsson formaður Neyt-
endasamtakanna i viðtali við
blaðamann Visis, og áfram hélt
Reynir: ,,... en við megum ekki
láta hér staðar numið heldur
hefja sókn til að stórauka félaga-
töluna.
Það fer ekki á milli mála að
Neytendasamtökin hafa stóreflst
á siðustu misserum og á stofnun
deilda úti á landsbyggðinni og
störf þeirra átt hvað drýgstan
þátt i þeirri eflingu. A siðustu
þremur árum hafa 13 deildir ver-
ið stofnaðar viðsvegar um landið.
Það færist i vöxt að ýmsar stofn-
anir þess opinbera og ýmsir aðrir
aðilar leiti eftir upplýsingum og
samvinnu við NS á ýmsum svið-
um. Til aö anna þeirri þjónustu
þurfum við i rikari mæli á fleiri
virkum félögum aö halda.”
Hefur skilningur aukist á
störfum Neytendasamtak-
anna?
„Störf fyrir NS hafa ekki alltaf
verið dans á rósum og hefur það
ef til vill fælt ýmsa frá að starfa á
þeim vettvangi. A 27 ára starfs-
ferli samtakanna hefur þó alltaf
veriðharðurkjarni, sem ekki hef-
ur látið bilbug á sér finna, heldur
Reynir Armannsson formaður
Neytendasamtakanna
trúað á góðan málstað, þrátt fyrir
skilningsleysi og jafnvel persónu-
legt aðkast, sem ýmsir félagaar
okkar hafa orðið fyrir”, sagði
Reynir sem hefur verið formaður
Neytendasamtakanna siðastliðin
fimm ár.
,,Ég minnist þess að þegar ég
höf störf við NS fyrir fimm árum
þá komum við viðast að lokuðum
dyrum með alla áheyrn og fyrir-
greiðslu. A þessu hefur orðið mik-
il breyting til batnaðar. Aukinn
skilningur almennings og þá ekki
sist fjölmiðla hefur eflt okkur til
dáða.”
Fjárþörf samtakanna
„Ég gat þess áður að Neyt-
endasamtökin hafi eflst á siðustu
misserum. 1 þvi sambandi má
geta þess, að rikisvaldið hefur
aukið fjárstyrk til okkar og ber að
þakka það. Ég lit á þetta sem
viðurkenningu á störfum samtak-
anna. Hitt er ljóst, að við eigum
að stefna að þvi að samtökin verði
fjárhagslega sem minnst háð ein-
um aðila og sæki þrótt sinn fyrst
og fremst til vel upplýstra neyt-
enda. Ef vel tekst til mun ekki
standa á fjölgun félagsmanna,
auknum tekjum og beættri þjón-
ustu Neytendasamtakanna, sem
hafa aö leiðarljósi að sanngirni
riki I viðskiptum manna á milli”.
sagði Reynir Armannsson.
— ÞG
þaö borgar sig
aðnota
PLASTPOKA
0 Plastprent hf.
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 85600
Tökum í umboðssölu allar gérðir aí
skíðavörum fyrir börn og fullorðna.
Seljum einnig hin heimsþekktu skíði,
DYNASTAR og ATOMIC.
Ef þú vilt kaupa eða selja, komdu þá til
okkar.
UMBOÐSSALA MEÐ
SKÍÐA VÖRUR OG HUÓMFLUTNINGSTÆKI
1
GRENSÁSVEGI50 108REYKJAVÍK SÍMI: 31290