Vísir - 29.01.1981, Side 19
Fimmtudagur 29. janúar 1981
varð fa
Dönsk fatafella, sem gengur undir lista-
mannsnafninu „Lady Jane” Jætur sér ekkitil hug
ar koma að blanda sér i það sem faðir hennar
prédikar á laugardögum i söfnuð „sjöundaiags
aðventista”. Og sálusorgarinn faðir hennar er
einnig fáorður um starf dóttur sinnar enda eru
störf prédikarans og fatafellunnar svo ólik sem
nokkuð iná vera.
Að sumu leyti kennir Lady Jane uppeldi sinu
um stöðu sina i dag, en heimilislifið einkenndist
af strangri trúrækni. Þó lætur hún þess getið, að
hún og þrjú systkini hennar, hafi notið kærleiks-
rikrar umhyggju i bernsku, en það sem geröi ef
til vill útslagið var, aö fjölskyldan var á stöðugu
flakki.
Lady Jane fæddist á Jótlandi og bjó þar fyrstu
sjö ár ævi sinnar. A eftir fylgdu fimm ár i Noregi
þar sem faöirinn sinnti trúboði og siðan flutti
fjölskyldan til Bandarikjanna og var þar næstu
þrjú árin. Siðan lá leiðin aftur til Noregs og það-
an aö lokum til Danmerkur. Skólaganga i hinum
ýmsu löndum hefur haft vandamál i för með sér
fyrir Lady Jane, einkum hvað varðar atvinnu-
möguleika. Hún er til dæmis tæplega skrifandi á
nokkru tungumáli þar sem hún ruglar saman
réttritun og setningagerð hinna þriggja tungu-
mála.
Þegar Lady Jane var 15 ára fékk hún pláss
sem nemi á barnaheimili i Bröndbyöster. Hún
gat vel hugsað sér að verða barnfóstra, en þegar
til átti að taka komst hún ekki að i skólanum.
Þegarhún svo vildi læra hjúkrun var hún heldur
ekki talin gjaldgeng á hjúkrunarfræöinganám-
skeiöi og gafst þvi upp við frekara nám.
Skömmu eftir 1970, þegár hún var tvi.tug, varð
á vegi hennar náungi einn sem haföi lausn henn-
ar vandamála á reiðum höndum. Hann var öll-
um hnútum kunnugur i Istedgade i Kaupmanna-
höfn og stjórnaði meðal annars kynlifssýningum
(liveshow), sem þar voru tiökuð.
— í þá daga vissi ég ekki einu sinni að Isted-
gade væri til hvað þá að ég vissi um þá starfsemi
sem þar var stunduð, — segir Lady Jane. — En
þó þetta hafi verið mikil umskipti frá presís-
heimilinu var ég tiltölulega fljót að aölagast
þessu lifi, — bætir hún við. Til að byrja meö fékk
hún þann starfa, að lokka inn viðskiptavini en
seinna, þegar ein fyrirsætan forfallaðist, varð
hún að hlaupa i skarðið.
Lögreglan hreinsaöi til i hverfinu skömmu sið-
ar og um skeið var Lady Jane húsmóöir á heim-
ili vinar sins, sem fékk sér heiöarlega atvinnu i
oliuhreinsunarstöð. Fjórum árum seinna stakk
hann af og hún varö að leita sér aö vinnu og tók
starf sem fatafella i Eden Club.
Siðan hefur Lady Jane tint af sér spjarirnar i
hinum ýmsu klúbbum Kaupmannahafnar og um
þessar mundir starfar hún i næturklúbbnum
Waterloo i Kaupmannahöfn.
Lady Jane hefur i hyggju að hætta striplinu við
fyrsta tækifæri að eigin sögn. — Ekki vegna þess
aö mér leiðist það að dansa heldur eru viss ald-
ursmörk i þessum bransa. Ég er nú orðin 28 ára
gömul og vil ekki fá á mig nafngiftina „ellilif-
eyrisþeginn”. En það er erfitt fyrir mig að fá
svona vel launaöa vinnu vegna þess að ég er
ómenntuð — segir hún. En önnur ástæðan fyrir
þvi, að hún hyggst hætta, er sú, að hún er trúlof-
uð ungum iönaðarmanni, og hann hefur lofaö
henni þvi, aö vinna fyrir þeim báðum.
Prestsdóttirin i þvi
hlutverki sem faðir
hennar vill helst sjá
hana i, — i hlutverki
hinnar heimavinnandi
húsmóöur.
inn á ný
Aretha Frankliri/
sem kölluð hefur verið
//Drottning Soul-tón-
listarinnar" og á að
baki 38 ár og 21 gull-
plötu/ er nú kominn á
toppinn á ný eftir
nokkurra ára þögn.
Hún leikur stórt hlut-
verk í kvikmyndinni
//The Blues Brothers",
sem hlotið hefur mikl-
ar vinsældir í Banda-
rikjunum og víðar og
nýja breiðplatan henn-
ar „Aretha" hefur
slegið í gegn á sama
markaði.
Aretha gifti sig á ný
fyrir tveimur árum,
leikaranum Glynn
Turman, sem er 33 ára
gamall, og að sögn á
hann stóran þátt í
glæsilegri endurkomu
söngkonunnar. Þau
hittust árið 1977 þegar
Aretha tók þátt í góð-
gerðartónleikum i Los
Angeles,/ en Turman
hafði þar stundað
kennslu í leiklist. Það
varð úr, að Aretha hóf
að sækja leiklistartíma
hjá honum og í april
áriðeftir voru þau vígð
saman af föður
Arethu, sem er prest-
ur. í kirkjunni mætti
söngkvartettinn „Four
Tops" og söng lagið
„Isn't She Lovely" til
heiðurs brúðurinni.
Strax eftir brúð-
kaupið fór Turman að
vinna að þvi að koma
Arethu í svíðsljósið á
ný og hann hefur svo
sannarlega haft
árangur sem erfiði.
Aretha
Franklin
á topp-