Vísir


Vísir - 29.01.1981, Qupperneq 27

Vísir - 29.01.1981, Qupperneq 27
Fimmtudagur 29. janúar 1981 vism 27 IHVABA FÖT A AO STIGA Leikfélag Reykjavikur sýnir The Taming Of The Shrew, Ótemjan, eöa Snegla tamin eftir William Shakespeare Þýðing: Helgi Hálfdánarson Lýsing: Daniel Williamsson Tónlist: Eggert Þorleifsson Búningar: Una Coliins Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir Forleikur: Böðvar Guðmunds- son Enska orðið „shrew” á sér forvitnilega sögu. A 13. öld merkti það „vond, djöfulleg mannvera” og var haft sem nafn á skrattann. Sú merking ■ Magdaiena Schram skrif- ar breyttist þó með timanum og orðið tók að þýða þorpari eða annað enn mildara lýsingarorö um karl, unz á 19. öld að það þýddi bara karlsnifsi. En sem lýsing á konu hélt „shrew” sinni upphaflegu merkingu: djöfulleg mannvera. Á timum Chaucers (seinni hluta 14. aldar) er orðið haft um konur, „sem rifast og skammast eða sýna af sér aðra andstyggilega hegöan”. Sú merking orðsins er nú sú eina sem til er og það þvi vitaskuld aldrei notað um karla nú til dags. Þetta er vitaskuld aðeins eitt dæmi af hundruðum um það hvernig mælt mál sniður sér stakk eftir framvindu timans og segir um leið sögu þeirra, sem tala það. En hverjum og einum er auðvitað frjálst, að velta þvi fyrir sér, hvaö olli þessum merkingarbreytingum á orðinu shrew hjá breskum. A sama hátt getur það verið forvitnilegt að velta þvi fyrir sér hvers vegna áhorfendur i Lond- on hlógu að gamanleik Shake- speare, The Taming of the Shrew, þegar það var frumsýnt allra fyrst undir lok 16. aldar. Þvi siðan eru liðin 400 ár og enn hlæja leikhúsgestir að Katrinu skassi og Petrútsió þeim, sem tókst að beygja hana til hlýðni og að öllum hinum körlunum og konunum, sem eru að bisa við að koma sér i hjónasængina. Vist er, að i uppsetningu þessa leikrits er einatt lögð áhersla á að undirstrika djöfulóðan skap- ofsa Katrinar og baráttu hennar og Petrútsiós og á fegurð yngri systurinnar Bjönku, hennar við- mótsþýði og undirgefni. Og á hamaganginn og galsann sem texti Shakespeares býður vissu- lega upp á i þessu leikriti hans um samskipti karla og kvenna. Kannski hefur áherslan alltáf verið þarna, allt frá þvi londonskir leikhúsgestir hlógu að leiknum i gamla daga og kannski höfum við, þrátt fyrir gjörólikan tiöaranda 20. aldar- innar, sama skopskyn og þeir? Já eða nei? Þórhildur Þorleifsdóttir hef- ur, sýnist mér i leikstjórn sinni ekki alveg viljað svara þessari spurningu játandi og þvi sáldr- að nýjum aðhlátursefnum yfir leikinnef svo má segja, t.d. með cocacola, stöðumæli, stress- tösku og smellinni tónlist. Allt varð þetta til að skemmta betur en ella. En það hefði verið mér meiri skemmtun ef Þórhildur hefði gengið enn lengra og af- neitaðmeð öllu, að leikhúsgestir nútimans séu sama sinnis og fyrri tima áhorfendur, ekki að- eins hvaö varöar skopskynið heldur skynjun og viðhorf yfir- leitt. Við erum jú nýir áhorfend- ur með ný viöhorf til efnisþráða þessa leikrits. Okkar orð hafa aðra merkingu en þau höfðu i eina tið. Þvi veröur alls ekki neitað, að sýning Leikfélagsins á The Taming of the Shrew er bráð- skemmtileg og á eflaust eftir að njóta réttmæltrar hylli En var ekki mest gaman þegar gert var grin að grininu? Svo sem þegar Petrútsió þylur lofrullu sina um imynd karlmannsins með tón- listarmenn raulandi „hrausta menn” i bakgrunninum. Eða þegar sá hinn sami Petrútsió klökknar undir hlýönisræðu konu sinnar, sem loks er orðin honum undirgefin. Eða túlkun Lilju Þórisdóttur á fyrirmynd- arkonunni. Með sliku færði leik- ritið sig um set i timanum og á- Þorsteinn Gunnarssonog Liija Guðrún Þorvaldsdóttir i hlutverkum sinum i ótemjunni. horfendur fóru að hlæja að fáránleika þeirra hugmynda, sem einu sinni voru i tisku. Ég hefði viljaö sjá meiri fylgni við slika útfærslu, sem hefði gert leikritið ferskara, forvitnilegra og hlægrilegra. Sú hugmynd t.d., að láta konur leika karla og karla konur i nokkrum hlut- verkanna tókst að þvi leyti vel, að meira var hlegið fyrir vikið, en hefði sú hugmynd verið gegnumgangandi, held ég leik- urinn hefði orðið enn fyndnari auk þess sem það hefði orðið innlegg i inntak leiksins. Eins og var, fannst mér sem leikstjór- inn vissi ekki alveg i hvorn fót- inn hann átti að stiga og skaöaöi það að minu mati yfirbragð sýn- ingarinnar. Um leið verð ég að' viður- kenna aö vita naumast sjálf i hvorn fótinn ég á að stiga, þvi þrátt fyrir allt var ég hrifin af þessari sýningu og skemmti mér bráövel. Ljóst er, að Þórhildur kann heldur betur til verka, ekki hvat sist þegar kemur að þvi aí hreyfa mannskapinn til á svið inu, Likt og áöur er áherslan á galsa og ærsl og jafnvel aukif við gamanið á hnyttinn hátt eins og áður voru nefnd dæmi um Tónlistarmennirnir áttu þar ekki hvað minnstan hlut án þess ég vilji skemma fyrir væntan- legum áhorfendum með þvi af telja fram þeirra atriði, Eggerl Þorleifsson er a.m.k. senu- hnuplari ef þá ekki senuþjófur! Leikmyndin bar fyrst og fremsl yfirbragð notagilds, réttui hlutur á réttum stað án þess af glepja athygli. Búningarnir voru dásamlegir i einu orði sagl og Una Collins hlýtur að hafa hugmyndaauðgi á við fáa. Enn eru mér i fersku minni gervi Listiós eða búningur insentiós svo eitthvaö sé nefnt. Ég m.a.s. gat fyrirgefið afskræmingu KR- búnings á Grúmió og þá er nú mikið sagt! Um leikarana er þaö aö segja, að ef ég ætti að telja upp þá sem gerðu betur en vel, yröi listinn allt of langur. Konurnar i hlut- verkum karla fóru allar á kost- um ekki sist Hanna Maria Karlsdóttir. Og Guðmundur Pálsson var forkostulegur i hlutverki bæöi ekkju og Vin- sentiós. Þau Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir i hlutverki Katrinar og Þorsteinn Gunnarsson sem Petrútsió þóttu mér bæöi hafa rétt útlit fyrir sinar rullur og á milli þeirra voru þeir straumar, sem gerðu samband þeirra raunverulegt og trúverðugt. Þorsteini tókst sérlega vel upp þegar hann var að leika mann að leika mann, þ.e. þegar Petrútsió gerirsér upp skapofsa Katrinar. Katrin, skassiö sjálft, er hlutverk sem hefur veriö svo hnytt i klafa af hefðbundnum skilningi að aðrar hugmyndir um þá konu komast ekki aö. Lilja Guðrún brá ekki út af þeirri hefð, hún var mikilfeng- legt skass, löðrandi i skapofsa og frekju en sneri fallega við blaöinu undir lokin þegar henni tókst að túlka undirgefna eigin- konuna og flytja lokaræöuna af mikilli innlifun. En einhvern timann á einhver eftir að lesa orð Katrinar með hennar eigin augum og horfa fram hjá háðslegum lýsingum karlanna i leiknum á þessum djöfli i mannsmynd. Eða bara segja orö hennar upphátt, án ofsa og heimtufrekjutóns, svo inntak þeirra kafni ekki alveg. Flest af þvi, sem Katrinu er i munn lagt, eru nú orðið aðeins sjálfsagöar kröfur kvenna. „I pray you sir, is it your will to make a stale of me amongst these mates?” Þessu þori ég ekki að snúa á islensku vitandi sem er, að Helgi Hálfdánarson hefur þegar gert það af sinni miklu kunnáttu. (Mikið hefði nú veriö gaman að hafa hans texta við hendina núna og raunar á- stæða til að gefa þýðingu hans út samtimis uppfærsl.u leikritsins) Þó bendi ég á, að orðið stale þýöir (m.a.) kjáni og mate fé- lagi og að orðið stalemate er það sem skákmenn nefna pattstöðu og a.m.k. mér er ljóst þó ekki sé nema af þessum fyrstu orðum Katrinar i leikritinu, að hún gerir aöeins þá kröfu að fá að vera meö, leika sina leiki sem félagi og jafningi á taflborði lifsins rétt eins og karlinum leyfist. (En kannski var það þessi krafa sem hljómaði svo hlægilega i eyrum allra fyrstu áhorfenda þessa leikrits?) Og i fyrstu lotu þeirra Katrinar og Petrútsiós sýnir hún vel, að hún er reyndar jafningi og gæti ver- ið félagi fremur en vel tamin undirlægja. 1 þvi atriði á hann fullti fangi með að snúa hana af sér i orðaleiknum þvi hún sýnir þar slika hugvitsemi að þaö heföi verið nefnt karlmannleg hugvitsemi i eina tið, og þvi frekja ef kona leyfði sér þvilikt og annaö eins! Sé haldið áfram aö hlusta með eftirtekt á orð Katrinar sneglu, veröur hún oft á tiðum æði nútimaleg i æði sinu og lokaræðan ekki sannleikur sem runnið hefur upp fyrir henni, heldur ræða uppgjafar, jafnvel niöurlægingar. En þegar þvilik túlkun á persónu Katrinar kemur fram á sviðinu, verður e.t.v. svo komið að orðið skass sé farið að þýða rauðsokka! Annars má svo sem geta þess i lokin, að siðustu orð Katrinar má rétt eins mæla yfir körlum sem konum og háfa fyrir vegvisi i samskiptum við hvern sem er: „Hyljiðþaðdramb, sem hlýturenga bót höndina leggið undir mannsinsfót”. (Maður þýðir jú bæði karl og kona, ekki satt?) Svona má endalaust leggja út af textanum hans Williams Shakespeares. ewrt m ml ir Qwn+hfttti oVUulUriU avvUUUUlUJ. Rauðvínspressan í norrænu samstarli ~ Arvakur hf., SkaHunni 10. a 12. Prantunj Land, þjóð, tunga ognorræntsamstarf Fáar kenningar eru eins auðveldar í smíðum og samsæriskenningar. Alls konar vanmetaskepnur í íslensku þjóð- lífi hafa fyrir margt löngu komið sér upp einni slíkri. Gengur hún út á það að smátt og smátt sé verið að hneppa okkur í viðjar norræns samstarfs, hvar við ekki eigum heima sökum „sérstæðrar menningar- arfleifðar vorrar” eins og sagt er á tyllidögum og er dulbúin þjóðremba. Þessir sömu ketuúiBgiiuöir Einstaka sinnum rýkur rauð- vínspressan til og skrifar „menningarleiðara”. t gær var fenginn til þess Aðalsteinn Ingólfsson, menningarviti, samanber nafngift Jónasar Kristjánssonar, um þá, sem taka að sér að vita allt um list. Þessi Aöalsteinn skrifar annars venjulega um málaralist í rauð- vínspressuna og birtir myndir með, sem hafa stóra líkingu við myndir i varahlutabókum um bíla. En „menningarleiðari” vitans snýst einkum um nor- ræna samvinnu. Þykir sýnt að vinstri menn I landinu ætli nú aö kveða endanlega niður öll and- mæli gegn einhliða samvinnu Norðurlandanna á sviði menn- ingarmála, og nota til þess verðlaunaveitinguna á dögun- um, þegar Snorri Hjartarson, skáld, fékk bókmenntaverðlaun vonum seinna. Aðalsteinn Ingólfson nefnir þá menn, sem hafa gagnrýnt nor- ræna samvinnu, eins og hún snýr við tslendingum, „van- metaskepnur”, enda megi allir sjá að bæði ólafur Jóhann og Snorri Hjartarson hafi fengið bókmenntaverðlaun á tuttugu ára timabili. Eitthvað mun Ingólfi og félögum hafa þótt þeir vanbúnir i glimuna viö „van- metaskepnurnar” þegar ís- lendingur fékk bókmenntaverð- launin i fyrra sinniö. Þau voru veitt fyrir ljóð, blönduðum sam- an úr tveimur verkum og látið duga. Siöan hafa ekki fleiri Ijóð fundist á þeim bæ, en aftur á móti þýtt mikið af fyrirtaks góð- um prósa eftir Ólaf Jóhann viöa um lönd. Ekki verður séð að I þvi tilfelli hafi norræn menn- ingarsamvinna ráðið úrslitum, heldur Ólafur Jóhann. Siðari út- hlutunin eftir tuttugu ára verö- launaveitingar er auðvitað einnig réttmæt. En ekki hefur norræn samvinna ort Ijóð Snorra Hjartarsonar, heldur Snorri sjálfur, þótt menningar- vita rauðvinspressunnar þyki það kannski hart eftir allar varahlutabirtingar sinar á myndlistarslöu. Ljóst er að vinstri menn eiga góða fulltrúa á rauðvinspress- unni og er það vel. Hins vegar hefur þessum hlöðukáifum öfgaafla ekki verið hleypt f leiðaraplássið fyrr en nú, og boðar þaö væntanlega enn meiri stefnubreytingu. En það er svo sem viðarbarist fyrir norrænni samvinnu en i rauðvínspress- unni, þvi Reykja vikurbréf Morgunblaðsins var uppfullt með eitthvert mærðartal um Norræna húsiðum siöustu helgi, og er gott að þaö skuli eiga já- bróður í Aöalsteini Ingólfssyni. Út af fyrir sig er ekki ástæða til að haída uppi stóru málþófi um norræna samvinnu. A það skal aöeins bent, aö Norræna húsið, eitt húsa á Norðurlöndum þá, hefði aldrei veriö byggt hér, ef Noröurlandamönnum hefði ekki þótt sem þeir væru að tapa áhrifum á tslandi. Vegur Nor- ræna hússins mælist svo á þvf að hér er varla lesin bók frá Norðurlöndum eftir nýrri skáld, eða þau skáld, sem komið hafa upp eftir strið. Hið sama gildir um fslensk skáld á hinum Norðurlöndunum. Aftur á móti hefur starfsemi Norræna húss- ins oftar en hitt gengiö erinda þeirrar Islensku menningar- maffu, sem situr ráðstefnur út um öll Noröurlönd m.a. til að telja frændum okkar trú um aö við séum minnihiutahópur f samfélagi Norðurlanda. Þessi menningarherstöð i Vatnsmýr- inni hcfur að auki haft þvi hlut- verki að gegna aö vera einskon- ar félagsheimili fyrir hernáms- andstæðinga og þaö vinstra fólk, sem heldur að upphefö þess komi aö utan meö kaffidrykkju á réttum stöðum. Næöi norræn samvinna til alira iandsmanna, væri öihim opin og heföi á sér einhvern velkom andablæ, mætti segja sem svo, að hún hefði einhverja þýðingu. Meðan svo er ekki þýðir ekki fýrir ein- hverja yfirvanmetaskepnu rauðvinspressunnar að tina til tvo menn og segja, að þeir einir og sér hafi sannað eitthvað. Og ódæmum er búið að Ijúga upp á tslendinga út af varnarskyldum þeirra fyrir atbeina norrænnar samvinnu. Svarthöfði

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.