Vísir - 16.03.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 16.03.1981, Blaðsíða 1
Mánudagur 16. mars 1981/ 62. tbl. 71. árg. Allt um ensku knattspyrnuna Liverpool og West Ham kepptu til úrslita i deildarbikarnum um helgina og skiidu jöfn eftir fram- lengdan leik, þannig aö liðin veröa aö leika á ný. Hér er einn leikmanna Liverpool. Graeme Souness, á fullri ferð S|á bls. 18-19 Eining á Akureyrl: Tlllögurnar voru felldar „Arangurinn af þessu brölti okkar er þó sá.að tekist hefur að vekja áhuga og umræður meðal félagsmanna um þessi mál, sem sýnir sig best i fundarsókninni á aðalfundinum”, sagði Guðmund- ur Sæmundsson öskukarl á Akur- eyri.i samtali við Visi að aflokn- um aðalfundi verkalýðsfélagsins Einingar. sem haldinn var i gær. Fyrir fundinum lágu tillögur i 5 liðum um lagabreytingar, sem komnar voru frá Guðmundi og félögum. Var greinilegt. að tillög- urnar höfðu vakið mikla athygli, þvi Alþýðuhúsið var fullt út úr dyrum og fundurinn einn sá fjöl- mennasti, sem haldinn hefur ver- ið i áraraðir. Afdrif tillagna þeirra félaga urðu þó þau, að þær voru felldar i leynilegri kosningu með allmikl- um mun, eða frá 30-60 atkvæða mun. Aftur á móti náöi Guðmund- ur Sæmundsson kosningu i stjórn, samkvæmt tilnefningu Jóns Helgasonar formanns Einingar. G.S. Akureyri. innbrol helgar- innar Nokkuð var um innbrot um helgina, en litið hafðist upp úr krafsinu. A laugardaginn var tilkynnt um skemmdarverk i undirgangi sundlaugar Fjölbrautaskólans i Breiðholti. Að sögn forstöðu- manns sundlaugarinnar, hefur nokkuö verið um innbrot i bygg- ingar skólans, en i þeim tilfellum hefur tjón ekki verið verulegt. Næturvörður er á staönum. A aðfaranótt laugardagsins var brotist inn i mótorbátinn Sporð RE 16 við Ægisgarö, liklega i leit að lyfjum. Daginn eftir var brot- istinn i Kópavogsskóla við Digra- nesveg og Kjörbúð Vesturbæjar. 1 morgun var tilkynnt um innbrot i Vighólaskóla i Kópavogi og hjólbarðaverkstæðið Hátúni 2. — AS. : Tveir menn í hrakningum við Landmannalaugar: ! „Eg var bæði hel- ikaldur og hræddur 99 - segir Baldur Þorsteinsson ,,Ég var orðinn helkaldur og hræddur um nótt- ina og það var góð tilfinning — æðisleg til- finning — þegar björgunarsveitarmennirnir komu”, sagði Baldur Þorsteinsson, sem lenti i miklum hrakningum inni við Landmanna- laugar ásamt félaga sinum um helgina. Tveir ungir menn óku snjó- sleða sinum fram af hárri snjó- hengju á föstudagskvöldið. i fallinum rotaðist annar þeirra, Baldur Þorsteinsson i rúmi sinu á Borgarspitalanum. Þrátt fyrir marga áverka var heilsan sæmiieg og Baldur stálhress. Visismynd: Friöþjófur Hafði þá kalið nokkuð um nótt- ina og þeir voru illa haldnir. Þyrla L andhelgisgæslunnar, TF-Rán, flutti mennina til Reykjavikur og lenti hún við Borgarspitalann um klukkan tólf á laugardag. Viðtal við Baldur Þorsteins- son er á blaðsíðu sex. — ATA ■ ■ ■ ■ ■■ ■■ ■ ■ ■ ■ ■ ■■ 34 kvartanir vegna lækna 1978 og 1979: Tlu heirra voru meiriháttar mál Simon Gissurarson, en hinn, Baldur Þorsteinsson, ökkla- og úlnliðsbrotnai, auk þess sem hann rifbeinsbrotnaði og stakkst brotið inn i annað lunga hans og sprengdi það. Þeir félagar máttu dúsa þarna kaldir og hraktir i ellefu klukkustundir, en þá fundu björgunarsveitarmenn þá. ,,Af þeim 34 kvörtunum eöa kærum á hendur læknum, sem vísaö var til landiæknis á árunum 1978 og 1979, reyndust 10 vera meiriháttar mál sem áframhaid varð á”. Þetta sagði Guðjón Magnússon, aöstoðarlandlæknir, i samtali við blaðamann Visis i morgun, en að undanförnu hefur nokkuð verið rætt um möguleika almennings á þvi að leita réttar sins gagnvart læknum, sem oröiðhefurá mistök i starfi. Guðjón sagði að einu þessara tiu mála hafi lokið með þvi að sjúklingurinn fékk greiddar skaöabætur, öðru lauk með áminningu til læknis, tveimur lyktaði með takmörkun á lækn- ingaleyfi, tvö fóru til dómstóla og annað þeirra vann sjúklingurinn fyrir Hæstarétti á siðasta ári. Loks fóru fjögur málanna ein- göngu fyrir læknaráð, — tvö þeirra voru afgreidd án frekari aðgerða, þriðja málið er enn óafgreitt, en i fjórða tilvikinu var lækni veitt alvarleg áminning. „Samkvæmt könnun sem land- læknir hefur gert er tiðni svona mála hér á landi mjög svipuð þvi sem gerist á hinum Norðurlönd- unum”, sagði Guðjón Magnússon. „Stór hluti af þessu kemur til af þvi að fólk er hreinlega að leita fyrir sér með upplýsingar um hvort atferli eða hegðun lækna og sjúkrastofnana væri tilhlýöileg”. Guðjón sagði að þessar kærur væru flestar þess eölis, að fólk teldi lækna hafa brugðist rangt við ákveðnum vandamálum, eöa veitt algerlega ranga meðferð. Kvartanirnar fjölluðii hinsvegar flestar um að læknar hafi ekki sinnt viökomandi kalli, eöa hafi neitað að skrifa upp á tiltekin lyf. Guðjón vildi ekki nefna ákveðin dæmi um mál af þessu tagi, en þó má geta þess aö dómurinn sem féll i Hæstarétti i fyrra fjallaöi um ólöglega ófrjósemisaðgerð á sjúkrahúsinu á Siglufirði. STERLING FJER LEYFI FYRIR 14 LEIGOFERRUM Steingrimur Hermannsson, samgönguráöherra.mun í dag af- greiöa beiöni Sterling og Sam- vinnuferða um leiguflug milli Is- lands og Danmerkur. Búist er við að Sterling fái leyfiö, en á fundi flugráðs var gerð svofelld bókun um málið: „Flugráö telur, að leyfisveit- ingum til leiguflugs á þeim leið- um. sem islensk flugfélög fljúga reglulega, beri að haga þannig, að ekki komi tilfinnanlega við hags- muni þeirra (samanber bréf samgönguráðherra dags. 25. júni 1973). Ennfremur telur flugráð æskilegt að sem stærstur hluti sliks leiguflugs til og frá tslandi verði i höndum islenskra aöila. Með hliðsjón af þeim gögnum sem lögð hafa verið fram við um- ræður flugráðs um þetta mál telur meirihluti flugráðs rétt að veita umbeöin ileyfi fyrir 14 leigu- flugsferöum á vegum Sterling Airways á leiöinni Kaupmanna- höfn — Reykjavik”. 1 fyrrihluta bókunarinnar er visaö til bréfs, sem Hannibal Valdimarsson, þáverandi sam- gönguráöherra, ritaði Flugfélagi Islands og Loftleiðúm fyrir sam- eininguna, en þar var frá þvi greint að samgönguráðuneytið muni haga slikum leyfisveiting- um þannig.aö ekki komi tilfinnan- lega við hagsmuni islenskra flug- félaga. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.