Vísir - 16.03.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 16.03.1981, Blaðsíða 12
12 VÍSIR Mánudagur 16. mars 1981. Gréta Finnbogadóttir, útivinnandi húsmóðii: gefur okkur upp matseðilinn fyrir næstu viku og þar kennir margra góðra og girnilegra rétta. Við skulum lita á það hvernig Gréta ætlar að haga matseldinni i næstu viku. MÁNUDAGUR. Steiktur fiskur meö hrisgrjön- um og rækjukokteilsósu: 750 gr. ýsuflök safi Ur 1 sftrónu brauömylsna hveiti salt og pipar season-all tarragon 1 egg matarolia Rækjukokteilsósa: 1 dós sýrður rjómi 1/4 peli rjómi tómatsósa Worchestersósa 100 gr. rækjur Fiskurinn er flakaður og skor- inn í hæfilega stór stykki. Látinn liggja smástund i sitrónusafan- um og salti stráð yfir. Brauð- mylsnan og eggið hrært. Fiskn- um sfðan velt upp Ur egginu og brauðmylsnunni ásamt fyigi- efnum og steiktur á pönnu i vel heitri olfu, þó ekki rjukandi, ca 3-5 mfnUtur á hvorri hlið og alls ekki lengur. Borinn fram meö hri'sgrjónum og rækjukokteil- sósu. Rækjukokteilsósan: Sýrðum rjóma, tómatsósu og Worchestersósu (smáskvetta) blandað saman, rjóminn þeytt- ur og blandað saman við og sfðan er rækjunum bætt við. ÞRIÐJUDAGUR: Fyllt hjörtu — kartöflumús — salat 5- 6 hjörtu 10-12 sveskjur 6- 7 dl mjólk og vatn 50 gr smjörlfki 50 gr hveiti salt — pipar Fyllið hjörtun með sveskjum, brUnið á ölium hiiðum. Hellið sjóðandi vatninu og mjólkinni yfir, sjóðið í 1-2 klst. Færið hjörtun upp Ur og jafniö soðiö. Salat: Iceberg, paprika, tómatar, gúrkur, laukur blandað samán. Dressing: 5 tesk. salatolia, 2 tesk. vinedik, sait, pipar og ögn af sinnepi og tarragon hrært saman og hellt yfir. MIÐVIKUDAGUR: Fiskgratin — soðnar kartöflur — kakósUpa. 750 gr. nýr soðinn fiskur 40 gr alpa-smjörliki 40 gr hveiti 3 dl mjdlk salt — pipar 2 egg brauðmylsna BUið til þykka hvita sósu, kæl- iö og aðskiljið eggin, blandið rauðunni saman við sósuna. Sið- an fiski og kryddi og siðast stif- þeyttum eggjahvitum. Sett i smurt eldfast mót og brauð- mylsnunni stráðofan á og bakaö við 225 C i 45 min. Brætt smjör borið með. FIMMTUD AGUR: Hakk og spaghetti. 300 gr nautahakk 2 meðalstórir laukar 1 græn og 1 rauð paprika 1 dos tómatpure, matarolia 225 gr. spaghetti salt, svartur pipar, oregano 1 tsk smjör vatn rifinn ostur Nautahakkið er brúnað i oliu. Smáttskornum lauk og papriku bætt Ut f ásamt salti, pipar og oregano. Látiö malla i 1. min. Þvi næst er tomatpure og 1 di. vatni hrært saman við, lok sett yfir og látið sjóða við vægan hita i ca 15-20 mín. Spaghetti er sett út i sjtíðandi saltað vatn og látið sjdða i 10-14 mfn. Hrært af og til i svo það klessist siöur. Aö lok- inni suðu er vatninu hellt af og smjörið sett i pottinn og látiö bráðna saman viö spaghettiö. Spaghettið er borið fram með Matseðlll heimlllsins nautahakkinu og rifnum osti. Gott er að salta og pipra spag- hettiö sérstaklega áður en ostin- um er stráð yfir og nautahakkið sett saman við. FÖSTUDAGUR: Kínverskar lærissneiðar með risottó. 4-6 lærissneiðar 2 laukar. Kryddlögur: 2 msk. olia safi Ur 1. sitrónu 1 1/2 tesk. lauksalt 2 1/2 tesk-salt 2 tesk. hvitlaukssalt 1 tesk. bearnaisessens 1 tesk. engifer 1/2 tesk. slotsinnep 1 matsk. tómatsósa 3 matsk. sykur 1/4 tesk. pipar li aaðSBfa Gréta Finnbogadóttir. 1 1/2 tesk. kínversk sósa 2 dropar tabasco Kjötið látið liggja i leginum i a.m.k. 4 klst. (munið að velta þvi). Laukurinn sneiddur niður og látinn i kryddlöginn með kjötinu. Kjötið siðan tekið úr leginum og grillað I 3-4 min. á hvorri hlið. Risottó: 1 bolli af hrisgrjónum og 1 stk smátt skorinn laukur. Þetta er steikt upp úr 2 matsk. af matarolíu þar til hrisgrjónin hafa tekið lit, þá er 2 bollum af kjúklingasoðihelltútiog ltesk. salti. Þetta er látiö smásjóða i 12-14 mfn. (má ekki sjóða of lengi). IAUGARDAGUR: Ungversk gúllassúpa: 3/4 — 1 kg nautagúllas 2 matsk. smjör 1 matsk. olia 4 stórir laukar 1-2 matsk. mild paprika 2 1 kjötsoð 1 lítil dós tomatpure salt og svartur pipar 1/2 selleri, 2 guirætur, 6 kartöflur 1 rauður cayenne pipar 2 tsk. kUmen persille Smjörið og olian hitað, saltiö, piparinn og paprikan látið út i, laukurinn skorinn (ekki of smátt) og steiktur ásamt kjöt- inu. Þá er soðinu hellt Ut i og lát- ið sjtíða í 3/4 — 1 klst. Þá er af- gangurinn nema persille látinn út i og allt látið malla saman i a.m.k. klukkustund. Persille er stráð yfir rétt áður en súpan er borin á borð. Með þessu er gott aö hafa heilhveitsnittubrauð með salati og smjöri og drekka ungverskt rauövin (Egri Bikavoi) með. SUNNUDAGUR: Aspargus súpa — Gamaldags- steiktur lambshryggur m/bök- uðum kartöflum og sveppasósu — Sherry fromage. Lambshryggur (2-2 1/2 kg) látinn þiðna i fsskáp I 2-3 daga. Smáttskornum hvitiauk (2-3 geirar) er stungið i kjötið. Hryggurinn nuddaður vel með salti, pipar og timian, sykri (2 tesk.) stráð yfir og siðan látinn i 200 C heitan ofn. Þegar hrygg- urinn er buinn að brúnast á að hella ca einum litra sjóðandi vatni í ofnskúffuna ásamt 1 gul- rót skorinni i bita og 1 smátt- skornum lauk. Látið sjóða i ca. eina klukkustund. Sósa: 200 gr. nýir sveppir steiktir upp Ur smjöri, 1 dl. rjóma hellt út i ásamt örlitlum kjötkrafti, saiti og 2 matsk. sherry (medi- um dry). Sherry-fromage: 4egg, 200 gr sykur, 2 dl medi- um dry sherry, 8 blöð matarlim, 100 gr rifið súkkulaði, 6 dl. rjómi. Eggjarauðurnar eru þeyttar með sherry og sykri og bræddu matarli'mi bætt i. Blandað var- lega saman viö stífþeytta eggja- hvitu og þeyttan rjóma. súkku- laöi bætt saman við. Sett I skál og skreytt með þeyttum rjóma og sUkkulaöi. Sunnudagstertan: 3 eggjahvftur 1 tesk. vanilludropar 3 dl sykur 1 tesk. lyftiduft 2 1/2 dl salthnetur 20 stk. ritzkexkökur Eggjahvítur og sykur þeytt mjög vel saman, vanilludropar og lyftidufti blandað Ut i. Kex- kökur og salthnetur settar saman í plastpoka og mulið smátt með kökukefli. Þessu er síðan blandað I deigiö. Bakað við 175 C i 30 min i miöjum ofni. Krem: 100 gr brætt sUkkulaði 60 gr fltírsykur 3 eggjarauður Þeytt saman og sett ofan á. STOFNUN SAMTAKA FORELDRAFÉLAGA 1 november á siðasta ári komu fulltrúar nokkurra forcldrafélaga við grunnskóla I Reykjavik, Kópavogi, Garöabæ og Hafnar- firði saman I Hliðaskóia I Reykja- vik til að ræða undirbúning að stofnun fleiri foreldrafélaga i iandinu, landshlutasamtaka þeirra og landssambands. Voru fundarmenn á þessum nóvember- fundi um 40 talsins og mikill áhugi rikjandi á meðai fundar- manna fvrir þvi að takast mætti að hrinda málefni þessu I fram- kvæmd. Aðalástæðan fyrir fundarboð- inu er hin brýna þörf á að byggja upp sterk samtök foreldra til stuönings skólastarfinu i landinu og á að stefna að virkari þátttöku heimilanna I uppeldis- og skóla- málum. Til þessa fundar með fulltrdum foreldrafélaga á Stór- Reykjavíkursvæðinu boðuðu As- geir Guðmundsson og Guörún L. Asgeirsdóttir, sem voru kosin i fundarlok ásamt fimm öðrum fulltrdum í undirbúningsnefnd er ynni að stofnun foreldrasamtaka á Islandi. NU i vikunni efndi nefndin til blaöamannafundar og erði grein fyrir undirbUningi og fyrirhuguö- um stofnfundi Landssambands Umsjón: Mrua Gestsdéttir. foreldrafélaga viö grunnskóla. Á fundinum kom fram að for- eldrafélög og/eða kennarafélög hafa verið til við nokkra skóla á tslandi um áratuga skeið, þótt enn hafi eigi verið stofnuð samtök meðal þeirra eða gert allsherjar átak til aö koma þeim á fót viö hvern skóla. En þau málefni hefur mikið boriö á góma undanfarið vegna þess i fyrsta lagi, hversu þörf félögin hafa reynst I samstarfi heimila og skóla. 1 öðru lagi vegna þess að gert er ráð fyrir þeim I hinum nýju grunnsktílalögum, sem senn hafa endaö reynslutima sinn og veröa lögð fyrir Alþingi aö nýju. En i lögunum segir: „NU æskir sktílastjóri, almenn- ur kennarafundur eða foreldrar, sem böm eiga i grunnskóla, að stofnað sé foreldrafélag við skól- ann í þeim tilgangi að styðja sktílastarfið og efla tengsl milli foreldra og skóla, og skal þá sktílastjóri boða til stofnfundar foreldrafélags. Foreldrafélag setur sér samþykktir til aö starfa eftir. FulltrUi foreldrafélags á rétt til setu á kennarafundum með mál- frelsi og tillögurétti”. Svo segir i grunnskólalögun- um: Nefndar hafa verið tvær ástæður fyrir eflingu foreldrafélaga og stofnun landssamtakanna og má benda á þriðju ástæöuna sem er vegna áhuga og þrýstings frá hliðstæöum félögum á hinum Norðurlöndunum, með tilliti til norræns samstarfs. En mjög öflugt samstarf foreldra og skóla er bæði i Danmörku og Sviþjóð. Störf hinna ýmsu starfandi for- eldrafélaga hafa ekki öll beinst i sama farveg, verkefni eru mis- munandi eftir skólum. Og ef dæmi um verkefni úr einu félagi eru tekin, nægir aö nefna fundi um skóla og uppeldismál, aðstoð I sambandi við námsferöir. skiöa- Starfshópurinn sem skýröi frá undirbúningi aö stofnun landssamtaka foreldrafélaga. Frá v. Kristján Ólafsson, Guörún Lára Asgeirsdóttir, Arni Guömundsson og Asgeir Guömundsson. ferðir, ennfremur aöstoð i kennslustundum, einkum föndur- starf. Við einn skóla hafa félagar I foreldrafélagi sinnt ýmsum vinnuverkefnum i þágu skólans m.a. saumaö gluggatjöld fyrir alla glugga skólans. Verkefnin eru mörg og mismunandi eftir skólum, og m.a. hvar i sveit þeir eru settir, en aðalmarkmiö og samnefnari allra starfandi for- eldrafélaga er að vinna að heill og hamingju nemenda viökomandi sktíla og styrkja skólann i hvi- vetna. Breytingar i skólamálum okkar hafa veriö örar undanfarin ár. Yfirvöld hafa skipulagt nám og störf nemenda og skólamenn barist fyrir bættum skólum fyrir nemendur sina. En segja má aö einn htípur hafi veriö fyrir utan allt skipulag, foreldrarnir. Þeir hafa veriö óskipulagöi hópurinn sem hefur verið utangátta og að- skilinn frá heimi barna sinna inn- an veggja skólans. Foreldrafélögin, þar sem þau hafa verið starfandi, hafa brotið niöur aðskilnaöarvegginn öllu samstarfi nemenda, foreldra og kennara til góðs og aukins skilnings á sameiginlegu hag- smunamáli nemendanna. Undirbúningur að stofnun sam- taka foreldrafélaga er á lokastigi, eins og kom fram á áðurnefndum blaðamannafundi með starfshópi og stofnfundur verður haldinn fimmtudaginn 26. mars i Foss- vogsskóla I Reykjavik og hefst hann kl. 20:30. —ÞG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.