Vísir - 16.03.1981, Blaðsíða 15
Mánudagur 16. mars 1981
19
Sögulegur endir á lelk west Ham og Llverpool á wembiey:
„Leiö eins og ég
væri á aftökupalli”
- sagðl Ray Clemence.
markvörður Llverpool
— „Mér leið eins og ég væri á
aftökupalli — ég vissi að Ray
Stewart er frábær skytta. Það
hvildi mikil ré yfir honum,
þegar hann undirbjó sig til að
framkvæma spyrnuna — ég
fylgdist með hverri hreyfingu
hans. Nei, ég átti ekki mögu-
leika á að verja”. Þetta sagði
Ray Clemence, landsliösmark-
vörðurinn snjalli hjá Liverpool,
eftir að Skotinn Ray Stewart var
búinn að jafna 1:1 úr vitaspvrnu
á Wembley — spyrna Stewart
var sú sfðasta i leik Liverpool og
West Ham, sem þurfti aö fram-
lengja. Liðin þurfa þvi aö mæt-
ast aftur — 1. april á Villa Park
i Birmingham.
100 þús. áhorfendur voru
samankomnir á Wembley og
spennan i hámarki á lokamin-
útum framlengingarinnar.
Þegar 3 min. voru til leiksloka
skoruðu leikmenn Liverpool
mjög umdeilt mark — Alan
Kennedy sendi knöttinn i netiö
hjá „Hammers”. Linuvörður-
inn veifaði flagginu — rang-
stæður, og leikmenn West Ham
voru á sama máli. Þeir töldu aö
Sammy Lee hafi veriö rang-
stæður, þegar Alan Kennedy
skaut. Clive Thomas, dómari
leiksins, var ekki sam-
mála — hann benti linuverö-
inum að setja flaggið niður og
dæmdi markið löglegt. Allir
leikmenn West Ham mótmæltu
kröftuglega — þeir umkringdu
linuvörðinn, til að mótmæla.
Það var allt komið á suðupunkt
og sigur Liverpool virtist i höfn.
Þrumufleygur Stewart
Þegar 30 sek. voru til leiks-
loka var Alan Devonshire, leik-
maðurinn snjalli hjá „Hamm-
ers” felldur niöur 18 m frá
marki Liverpool og aukaspyrna
dæmd. — „Þetta er siðasta
tækifærið, sem West Ham fær”,
sagði Dennis Law hjá B.B.C.
Leikmenn Liverpool fóru allir
inn i vitateig, til varnar — 8
þeirra stilltu sér upp i vegg.
Spennan var geysileg — þeir
Trevor Brooking, Ray Stewart
og Frank Lampard voru á vappi
við knöttinn — siöan kom hreyf-
ing á þá og Ray Stewart þrum-
aði knettinum fram hjá varnar-
vegg Liverpool. — „Knötturinn
stefnir upp i markhornið”,
hrópaði Alan Parry, þulur hjá
B.B.C. — „Frábært skot — Nei,
hreint ótrúlegt — Ray Cleme-
nce, hefur varið — honum
tókst að slá knöttinn i horn”.
sagði Parry.
Allir leikmenn West Ham, að
Phil Parks, markverði, undan-
skildum — voru komnir i sókn,
þegar hornspyrnan var tekin.
Knötturinn kom fyrir mark
Liverpool, þar sem Alvin Mar-
tin stökk upp og skallaði knött-
inn að marki Liver-
pool. — „Vitaspyrna, vita-
spyrna”, hrópaði Alan Parry,
þegar knötturinn hafnaði i
hendinni á Terry McDermott.
Ray Stewart tók spyrnuna, sem
fyrrsegir og skoraði örugglega.
Liverpool sterkari
Leikmenn Liverpool náðu
fljótlega yfirhöndinni á leikn-
um — þeir Ray Kennedy, Terry
McDermott og Graeme Souness
náði góðum tökum á miöjunni.
Sammy Lee náði aö skora
mark, eftir aukaspyrnu, en þaö
var dæmt af vegna rangstæðu,
Phil Parkes varði glæsilega
skalla frá Kenny Dalglish.
I
,Eg læt ekkl kalla
mig sKlthæi”...
- sagðl ciive Thomas. dómari. sem
skrððl naln John Lyall 1 svörtu bóklna
— Ég hef aldrei áður verið
kallaður sklthæll og þvl sætti ég
mig ekki við, að John Lyall kalli
mig það, sagði Clive Thomas,
hinn heimskunni FIFA-dómari,
sem dæmdi leik Liverpool og
West Ham á Wembley. Thomas
skrifaði nafn John Lyall, fram-
kvæmdastjóra West Ham, i
svörtu bókina, eftir að Lyall
hafði gengið að honum eftir
deildarbikarúrslitaleikinn og
kallað til Thomas: —„Sklt-
hæll”.
Ástæðan fyrir þessu var, að
Thomas hafði dæmt mark
Liverpool löglegt, þrátt fyrir
öflug mótmæli leikmanna West
Ham, sem töldu að Sammy Lee
hafi verið rangstæður, þegar
Alan Kennedy, skoraði. — „Ég
gerði ekki mistök — ég var vel
staðsettur og Sammy var ekki
rangstæður. Markið var gott.
Aftur á móti gerði ég mistök,
með þvi að fara ekki strax til
linuvarðarins og ræða við
hann — ég fór hálfa leið til hans
og benti honum að fara út að
miðju. Það voru mistök að fara
* ^ I
ekki til hans og ræða við hann
strax”, sagði Thomas eftir leik-
inn.
— „Ég vil ekki ræða um það,
sem skeði eftir leikinn”, sagði
John Lyall. — „Ég veit, að
Thomas er mjög snjall dómari
og ég er ekkert á móti honum,
þvert á móti — ég væri
ánægður, ef hann dæmdi leik
West Ham og Liverpool á Villa
Park”, sagði Lyall i viðtali við
Tony Adamson, fréttamann
B.B.C.
Adamson spurði Lyall. hvort
honum hafi ekki liðið illa, þegar
Ray Stevart undirbjó sig til að
taka vltaspy rnuna . — Það
hlytur að vera erfitt fyrir leik-
mann að taka þýðingamikla
vitaspyrnu á siðustu sekúndu?
— Ég treysti Stewart fullkom-
lega — hann er mjög snjöll
skytta og er leikmaður með
stáltaugar. Hann hefur oft sýnt
það — t.d. sl. keppnistimabil,
þegar hann tók v itaspyrnu á sið-
ustu sek, gegn Aston Villa i
8-liða úrslitum bikarkeppn-
innar, sagði Lyall. — SOS|
r
•tfrííi.
• ALAN KENNEDY... átti
góðan leik meö Liverpool.
West Ham kom ákveðnara til
leiks i seinni hálfleik — þá varði
Ray Clemence skot frá David
Cross og Paul Goodard skaut
yfir mark Liverpool i dauða-
færi.
Liverpool tók svo öll völd i
framlengingunni — eftir 6 min.
brunaði Alan Kennedy, sem
skapaði ávallt hættu, þegar
hann var með knöttinn, fram
völlinn og sendi knöttinn
tilJimmy Case, sem átti þrumu-
skot sem skall i þverslánni á
marki „Hammers” og rétt á
eftirátti hann skot, sem fór rétt
yfir slá.
Undir lokin var spennan i
hámarki, eins og við höfum sagt
frá. Liöin sem léku á Wembley,
voru þannig skipuö:
WEST HAM: — Parks, Ste-
wart, Bonds, Lampard, Martin,
Devonshire, Neighbour, Good-
ard, Cross, Brooking, Pike og
Stuart Pearson, sem kom inn á
sem varamaður.
LIVERPOOL: — Clemence,
Neal, Irwin, R. Kennedy, Han-
son, A. Kennedy, Dalglish, Lee,
Heighway, McDermott, Souness
og Case, sem kom inn á sem
varamaöur. __SOS
Brelinn bætti
heimsmetið
Keith Connor frá Bretlandi
setti nýtt heimsmet i þristökki
innanhúss á bandariska fram-
haldsskólamótinu i frjálsum
Iþróttum sem haldið var I De-
troit um helgina.
Connor stökk þar 17,31 metra,
sem er einum sentimetra lengra
en gamla heimsmetið, sem
Shamile Abbjasov frá Sovét-
rikjunum átti, en það setti hann
á Evrópumótinu innanhúss i
Frakklandi á dögunum.
Bandarikjamaðurinn Carl
Lewis náði frábærum árangri i
langstökki — stökk 8,48 metra,
sem er aðeins 6 millmetrum
styttra en heimsmetið, sem
hann á sjálfur. Mörg önnur góð
afrek voru unnin á mótinu, og
má þar m.a. nefna kúluvarp
karla, þar sem Mike Carter,
Bandarikjunum sigraöi I með
21,24 metra kasti... -klp-
Vörubílstjórar!
Vegna mikillar eftirspurnar
höfum við tekið heim
aðra pöntun af
A)v\
hemlaborðum í
Scania,
Benz,
GMC,
Henchel,
Man og
Volvo
Stilling hf.
Skeifan 11, símar 31340 og 82740
Skíéi?
Tökum í umboðssölu allar gerðir af
skíðavörum fyrír börn og fullorðna.
Seljum einnig hin heimsþekktu skíði,
DYNASTAR og ATOMIC.
Ef þú viit kaupa eða selja, komdu þá til
okkar.
UMBODSSALA MED
SK/DA VÖRUR OG HUÓMFLUTNINGSTÆKI
smm am__
Wl
*\ iVH'H VIl I
GRENSÁSVEGI50 108 REYKJA VÍK SÍMI: 31290