Vísir - 16.03.1981, Blaðsíða 28

Vísir - 16.03.1981, Blaðsíða 28
Veðurspá dagsins Kl. 6 var vaxandi 1010 mb lægö 500 km vestur af Reykja- nesi á hægri hreyfingu austur eöa aust-suðaustur en 1035 mb hæö yfir noröur Grænlandi þokaöist suö-suöaustur. Viöast hlýnar svolitiö i bili en fer svo aö kólna, fyrst á Vestfjörðum. Suöurland til Breiðafjarðar: Sunnan- eöa suðaustan 2-3 og siöar 4-5 og dálitil rigning i dag en slydda til landsins, gengur i austan eða noröaust- anátt i nótt. Vestfirðir til Noröurlands eystra: Suöaustan 3-4 og sums staöar dálitil slydda eða snjó- koma framan af degi, gengur i noröaustan 5-7 með snjókomu i nótt. Austuriand að Glettingi og Austfirðir: Hægviðri og siöan suðaustan 4-5, viða dálitil snjókoma þegar liöur á dag- inn. Suðausturland: Suðaustan 2-4 og siðar 4-6, viða slydda fyrst, siöar rigning. Veðrið hér og par Veður kl.6 i morgun Akureyri snjóél -r2, Bergen skýjað -í-3, Helsinki léttskýjað -r20, Kaupm.höfn alskýjaö -r 2, Osló skýjað -r6, Reykja- vfk súld 1, Stokkhólmur heiö- rikt -r 16, Þórshöfn skýjað 1. Veður kl.18 i gær. Aþena skýjað 15, Berlin skýj- að 7, Chicagoheiörikt 14, Fen- eyjar skýjað 12, Frankfurt léttskýjaö 6, Nuuk alskýjaö -r 3, London skúr 8, Luxem- borgléttskýjaö 6, Las Palmas skýjað 20, Montreal alskýjaö 3, New York skýjað 11, Paris skýjaö 8, Róm léttskýjaö 12, Vin skýjað 8, Winnipeg létt- skýjaö -í-1. Þaö fór vist litiö fyrir eining- unni á fundi Einingar á Akur- eyri um helgina! „Farnir að tala um ákveðna punkta í samkomulagi”: „Mlkið ber á um bæiur fyrir milli lanfl" ,,Það vantar mikiö á, aö samningar náist saman, eins og sakir standa nú”, sagði Sigurjón Lárusson, oddviti á Tindum i Svinavatnshreppi, þegar frétta- maður Visis spurði hann um stöðuna i samningum Rarik og hreppanna þriggja, Blönduóss- Svinavatns- og Torfalækjar- hreppa, sem um þessar mundir reyna að ná samkomulagi um Blönduvirkjun. „Þaö sem helst strandar á, er skoðanamunur á milli bænda og virkjunaraðila um, hvernig ætti að bæta land. Þar ber nokkuð mikið á milli eins og er”, sagöi Sigurjón. „Enhitter annaö mál, að það er alls ekki þraut- reynt”. „Að minu viti þokast þetta allt i rétta átt”, sagöi Hilmar Krist- jánsson, oddviti á Blönduósi um máliö. „Við höfum haldiö langa og stranga fundi og þetta þokast nær, viö erum farnir aö tala um ákveöna punkta i samkpmu- lagi”. Þeir Hilmar og Sigurjón sögö- ust mundu ræöa ýmsa punkta við sinar hreppsnefndir, en vildi ekki tjá sig nánar um hverjir þeir væru, sögðu málið vera á viðkvæmu stigi og ekki rétt aö ræöa þaö mikiö i fjölmiölum. Samningsaðilar munu hittast aftur til viöræbna i næstu viku og veröa fundir þá haldnir fyrir norðan. SV Flugvél Flugfélags Austurlands, sem hrap- aði i Hornafjörð í síð- ustu viku, náöíst upp um helgina, og kom í Ijós að hún var jafnvel verr farin en menn höfðu reiknað með. Er varla nokkur hlutur nýtilegur úr vélinni og Ijóst að höggið hefur verið mik- ið, er hún skall í sjóinn. Vísismynd: Bragi. SÆDÝRASAFNIÐ LOKA0 í TVO MÁNU0I: ðVÍST HVORT SAFNIB VERDUR OPNAD AFTUR Sædýrasafniö i Hafnarfiröi hefur nú veriö lokaö um nær tveggja mánaöa skeiö vegna fjár- hagsöröugleika. Hefur aö undan- förnu veriö unniö aö athugun á rekstrargrundvelli þess og sem stendur er alls óvist, aö þaö veröi opnaö aftur. „Við erum aö gera upp málin núna og athuga, hvort grund- völlur sé fyrir áframhaldandi rekstri”, sagði Jón Kr. Gunnars- son, forstjóri Sædýrasafnsins, I viötali viö Visi i morgun. „Að þeirri könnun lokinni, sjáum við til, hvort viö opnum aftúr eöa ekki. En það gerist ekki nema með auknum framlögum viðkom- andi sveitarfélaga og rikisins”. Sagöi Jón ennfremur, að helsta tekjulind safnsins heföi verið veiði háhyrninga. Heföi þeim tekjum veriö varið til þess aö fleyta safninu áfram. Ljóst væri, aö talsverð og jöfn aösókn væri að þvi og mætti nefna, aö rúmlega 34000 gestir hefðu sótt safniö heim á siöasta ári. „Þetta er fyrst og fremst spurning um peninga, sem við þurfum aö fást viö núna. Það þarf bæði aö halda rekstrinum þokka- lega gangandi og auövitað að geta gert þetta vel úr garði. En fólk hefur augljósan áhuga á þessu, þrátt fyrir vammir og skammir gegnum árin”. Aðspuröur um framlög til Sæ- dýrasafnsins, sagöi Jón, aö þau kæmu frá sjö sveitarfélögum, svo og rlkinu. Þessi framlög væru hins vegar of smá til ab þjóna sinu hlutverki. Heföu þau numið sam- tals á siðasta ári 15,5 milljónum g.króna. Hins vegar lægi ekki fyrir hversu há framlögin þyrftu að vera til aö endar næöu saman, en nú væri'unniö aö þvi aö reikna þaö dæmi til enda. Lægju þær tölur, svo og tölur um rekstraraf- komu siðasta árs fyrir innan skamms. „Það er of erfitt fyrir okkur aö berja þetta svona áfram ár eftir ár”, sagði Jón, „svo aö viö viljum fá einhvern betri grundvöll. Að öðrum kosti sjáum viö okkur ekki fært aö opna aftur”. — JSS ... næst SUZUKi.. og svo bústaðurinn Getraunasedillinn á bls. 31. — Vertu áskrifandi VÍSIR sími 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.