Vísir - 16.03.1981, Blaðsíða 17

Vísir - 16.03.1981, Blaðsíða 17
Mánudagur 16. mars 1981. vtsm Reykjavikurmeistararnir í sveitakeppni 1981. Taliö frá vinstri: Valur Sigurðsson, Sævar Þorbjörnsson, Guðmundur Hermannsson fyrirliði, Skúli Einarsson og Þorlákur Jónsson. A myndina vantar Jón Baidursson. Sveit GuOmunúar Hermannssonar varö Reykjavikurmeístari 1961 Nýlega lauk úrslitakeppni um Reykjavíkurmeistaratitil I bridge og sigraði sveit Guð- mundar Hermannssonar sveit Sigurðar Sverrissonar i spenn- andi og skemmtilegum leik. Auk Guðmundar spiluðu i sveitinni Sævar borbjörnsson, SkúliEinarsson, Þorlákur Jóns- son, Jón Baldursson og Valur Sigurðsson. Að launum hlaut sveitin silfurslegið. útskorið horn, sem verið hefur farand- gripur Reykjavikurmótsins um árabil. Keppnin fór þannig fram, að fyrst voru spiluð undanúrslit milli sveita Guðmundar og As- mundar Pálssonar annars veg- ar og sveita Sigurðar og Arnar Arnþórssonar hins vegar. Sigraði sveit Guðmundar 92-78, en Sigurðar 96-80. Má segja að „yngri kynslóðin” hafi haft bet- ur i báðum leikjunum og áreiðanlega muna hinar sveit- irnar betri daga en þá að þurfa aðspila um þriðja sætið. Sigraði sveit Arnar naumlega i þeim leik eða með 3 impum. Hér er skemmtilegt spil frá úrslitaleiknum. Tröllslegar skiptingar spilanna, sem hefðu sómt sér vel i tölvugefnum Barometer. Vestur gefur/allir á hættu AKD4 KG10872 K9 D 5 G109632 5 AD943 AD87543 6 A973 8 87 6 G102 KG105432 FIRMAHEPPNI HJA GÖFLURUM I KVÖLD Fyrir skömmu lauk Baro- meterkeppni hjá Bridgefélagi Hafnarfjarðar. Alls tóku 26 pör þátt i þeirri keppni og varð röð efstu para þessi: 1. Guðbrandur Sigurbergsson — Jón Hilmarsson 178 2. Stefán Pálsson — Ægir Magnússon 174 3. Dröfn Guðmundsdóttir — Einar Sigurðsson 162 4. Kjartan Markússon — Öskar Karlsson 137 Mánudaginn 9. mars lauk siðan hraðsveitarkeppni félags- ins með þátttöku 9 sveita. Röð og stig efstu sveita varð þessi: 1. Aðalsteinn Jörgenson 1863 2. Sævar Magnússon 1809 3. Kristófer Magnússon 1774 4. Kristján Hauksson 1734 Auk Aðalsteins spiluðu i sveit- inni Georg Sverrisson, Rúnar Magnússon, Asgeir Asbjörns- son, Stefán Pálsson og Ægir Magnússon. 1 kvöld hefst einmennings- keppni félagsins sem er jafn- framt firmakeppni og mun sú keppni standa yfir i tvö kvöld. Spilarar eru beðnir að mæta timanlega fyrir kl. 19.30 i Gafl- inn við Reykjanesbraut. Spilað verður i' 16 manna riðlum og gætu þeir sem slðastir mæta misstafspilamennskuef þannig stendur á. Fyrirtækjum er boöiö að senda spilara og er þátttöku- gjald kr. 150.-. I lokaða salnum sátu n-s Haukur Ingason og Runólfur Pálsson, en a-v Skúli Einarsson og Þorlákur Jónsson: Vestur Norður Austur Suður 1T dobl 2 S 3 L dobl 4 H! dobl pass pass pass Fjögurra hjarta sögn norðurs er frekar vanhugsuð, þótt segja megi að refsingin hafi verið i þyngra lagi. Norður fékk nefni- lega aðeins fimm slagi og a-v skrifuöu 1400 i sinn dálk. 1 opna salnum sátu n-s Sævar Þorbjörnsson og Guðmundur Hermannsson, en a-v Sigurður Sverrisson og Hrólfur Hjalta- son: Vestur Noorður Austur Suöur 1 T dobl 1S 3 L pass 3 H dobl 4 L dobl pass pass pass Austur spilaöi út spaðaein- spilinu, og Guðmundur fór strax i trompið. Sigurður drap, spilaði hjarta, trompaði spaða til baka, tdk tigulás og spilaði meiri tigli. Guðmundur var nú læstur inni i blindum og sama hverju hann spilar, Sigurður hlýtur að fá annan trompslag, eða tigul- drottninguna. Agætvörn? Já, nokkuðsvo, en hægt var að gera einum betur. Austur spilar út tigulás og meiri tigli. Vestur trompar og spilar spaðagosa. Sagnhafi drepur i blindum og nú er nokkuð sama hvað hann gerir. Vörnin fær ávalltfjóra slagi i viðbót, tvo á tromp, einn á hjarta og einn á tigul. Þetta gaf sveit Guðmundar 14 impa, en hún sigraði leikinn með 7 impum, 123-116. GUDLAUGUR OG ÖRN SIGRUDU Nýlega lauk aðaltvimenn- ingskeppni Bridgefélags Reykjavikur og sigruðu Guð- laugur R. Jóhannsson og örn Arnþórsson. Röð og stig efstu para var þannig: 1. Guðlaugur R. Jóhannsson — örn Arnþórsson 376 2. Guðmundur Pétursson — ÞórirSigurösson 352 HJADR 3. Guðmundur P. Arnarson — Sverrir Armannsson 341 4. Asmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 269 5. Jón Baldursson — Valur Sigurðsson 269 6. Jón Hjaltason — Höröur Arnþórsson 206 Næsta keppni félagsins er sveitakeppni með stuttum leikj- um. Námskeið í modelsmíði hefst þann 16. mars j) fyrir 14 ára og eldri FLUGMÓDELFÉLAGIÐ ÞYTUR TÓmSTUnDflHÚSIÐ HP LaugauegnSí-Reijkiauil: s=2T901 ALLT TIL MÓDELSMÍÐA Flugmódel i miklu úrvali, svifflugur og mótorvélar fyrir fjarstýringar linustýringar eða fritt fljúgandi. Fjarstýringar: 2ja-3ja-4ra Mikiö úrval af glóðarhaus og og 6 rása. rafmótorum. Balsaviður í flökum • Balsaviður i listum Furulistar • Brennidrýlar Flugvélakrossviður • Ál og koparrör, stálvír Smáhlutar (fittings) til módelsmíða Verkfæri til módelsmiða og útskurðar o.fl. o.fl. Höfum einnig flugmódel í sérstökum pakkningum fyrir skóla á mjög hagstæðu verði. Póstsendum Fjarstýrö bátamódel i rniklti úrvali. Fjarstýrðir bilar, margar gerðir (ná allt að 50 knt. hraða.) Hárgreiðslustofan Klapparstíg Rakarastofan Klapparstíg PANTANIR 13010 RÍKISSKIP Sími:28822 BROTTFARARDAGAR FRÁ REYKJAVfK: VESTFIRÐIR: Alla þriðjudaga og annan hvern föstudag NORÐURLAND: Alla þriðjudaga og annan hvern föstudag NORÐ- AUSTURLAND: Vikulega fimmtudaga eða föstudaga AUSTURLAND OG VESTMANNAEYJAR: Alla fimmtudaga Biðjið um áætlun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.