Vísir - 16.03.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 16.03.1981, Blaðsíða 16
Mánudagur 16. mars 1981 20 vtsm 91 Gamansamur afbrotamaður” f umferðlnnl Bílstjóri skrifar: Þeir eru gamansamir „af- brotamennirnir” i umferöinni. Einn þeirra, sem brosir örugg- lega ávallt — undir stýri, sýndi mikla kimnigáfu við Tryggvagötu 12. mars, eftir að hann var sekt- aður fyrir að greiða ekki gjald i stöðumæli þann, sem hann lagði bifreið sinni — rauðri Subaru (R- 62057), við. Að sjálfsögðu var maðurinn sektaður og stöðu- mælavörður nr. 3 setti sektar- miða á bifreið hans. Þegar hinn gamansami bil- stjóri hugðist aka á brott, var hann var við sektarmiðann. Hann snaraði sér út úr bifreið sinni — tók miðann af og tróð honum und- ir þurrkuna á næstu bifreið — ók siðan að sjálfsögðu brosandi á brott, ánægður með framtak sitt þann daginn, eftir stutta viðkomu við stöðumæli nr. 494 við Tryggvagötu. Það vildi svo óheppilega til, að ég átti bifreiðina, sem hinn gam- ansami bilstjóri skildi sektartil- kynninguna sina eftir á. Ég vil nota tækifærið að þakka honum fyrir sendinguna og ég vona að hann gangi brosandi til lögregl- unnar i Reykjavik, þegar hann greiðir sektina. FRAMSÚKNARKURFUR AF VESTU GERB? Ég var að lesa i Visi, hvernig flugmálastjóri og varaflugmála- stjóri hafa i sameiningu bolað einum starfsmanna flugmála- stjórnar úr starfi. Ég get nú ekki orða bundist um þessar aðfarir. Er ekki þessi Pétur framsókn- arkurfur af verstu gerð, sem er með puttana allsstaðar og i öllu og er bara að pota sér upp i pólitikinni? Er hann ekki bæði með fasteignasölu og flugskóla? Ég veitekki betur. Og svo stendur hann undir sérstökum verndar- væng flugmálastjóra og sam- gönguráðherra og leyfir sér i skjóli þess að ráðast að starfs- manni stofnunarinnar með skömmum og svivirðingum og klykkir svo út með aö heimta, að hann verði rekinn eða hann fari sjálfur. Ég held þeir hefðu átt að láta hann fara, það væri ábyggi- lega betra fyrir stofnunina. Og hvernig er þetta með flug- málastjóra sjálfan. Er hann svona blásaklaus eins og hann þykist vera? Veit hann þá ekkert hvað fram fer i stofnuninni/ Ég er alls ekki rónni yfir svona fréttum. Er það ekki timaskekkja, að framagosar geti vaðið uppi með þessum hætti og heimtað.að reyndir starfsmenn séu reknir af þeirri einu ástæðu, að þeir leyfa sér að reyna að bera hönd fyrir höfuð sér? Ég hélt að svona aðferðir tilheyrðu liðinni tið. Einn.sem óttastum öryggisitt. Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri. Burt meö íbróttlr sjón- varps á laugardögum JGT simar: Ekki þarf að fara mörgum orð- um um blankheit Rikisútvarps- ins, eins og það hefur verið ti- undað rækilega i öllum fjölmiðl- um. En nú á sem sagt að fara að skera niður og er það vel. Timi til kominn til að rikisfyrirtæki eyði ekki meiru en þau hafa ráð á, i stað þess að seilast alltaf dýpra i vasa skattborgaranna. Hins vegar er það furðulegt að skera ekki niður dýrt efni i sjón- varpinu, sem engin þörf er á að sýna. Þar á ég við iþróttaþáttinn á laugardögum, en þá er klukku- stundum saman verið að sýna sprikl úr öllum heimshornum og gæðin ansi misjöfn, svo að ekki sé meira sagt. Fram til þessa hefur ekki mátt minnast á að hrófla við þessu efni vegna yfirgangs þeirra, sem tekið hafa ijiróttaveikina og myndað öflugan þrýstihóp. Engum sérmálum eru gerð jafnmikil skil i fjölmiðlum og iþróttum. En það hefur engu að siður komið i ljós i skoðanakönn- unum, að það er ekki stór hópur, sem les íþróttafréttir blaðanna að staðaldri og það sama mun gilda um sjónvarpið. Það er ekki stór hópur fólks sem horfir reglubund- ið á iþróttaþættina. Fyrir utan það.að mestur hluti siðdegis á laugardögum er lagður undir iþróttaefni, er sérstakur iþróttaþáttur öll mánudagskvöld. Þeir, sem á annað borð fylgjast með þessu efni, fá þvi sitt áfram þótt laugardagurinn yrði skorinn niður. Látum ekki fámennan hóp ráða þvi, að nánast allt eigi að skera niður nema iþróttaefni. Það mætti halda, að þessi klika fylgd- ist ekki með neinu öðru efni i sjónvarpinu. Leggjum áherslu á að halda góðu barnaefni inni, þar á ég ekki við HUsið, en burt með iþróttir á laugardögum. ffflftVtl.A löQOfTS KOPAVOGSBUAR HÆTTU- LEGIR I UMFERÐINNI Reiður ökumaður skrif- ar: „Vegna vinnu minnar á ég oft leið um gjána svokölluðu i Kópa- voginum, þar sem Hafnarfjarð- arvegur liggur undir brúna. Þar hef ég orðiö var við vægast sagt hættulegan leik, sem ökumenn stunda, er þeir koma neðan af brúnni og út á Hafnarfjarðarveg. Þeir, sem þetta stunda, eru i flestum tilfellum á bilum merkt- um Y — og ef menn átta sig ekki á i hverju þessi hættulegi leikur er fólginn, skal ég útskýra það. Þessir ökumenn virðast ein- faldlega ekkert taka tillit til hinn- ar hröðu umferðar á Hafnarfjarð- arveginum og aka inná hann án þess að skeyta um hvort bilar koma á fleygiferð eftir veginum og er mesta mildi, að ekki skuli hafa hlotist stórslys af, þegar Kópavogsbúar „svina” þannig inn á hraðbrautina. Það er kom- inn timi til að gera einhverjar ráðstafanir gegn þessum öku- mönnum, sem eru stórhættulegir, bæði sjálfum sér og öðrum. Um heiisugæslu í Kópavoglnum Kópavogsbúi hringdi. Ég er mjög undrandi á þvi, að heilsugæslustöðin i Kópavogi skuli ekki hafa þessa sjálfsögðu þjónustu að minna fólk á pantað- an tima fyrir börnin i barna- sprautur og ekkert eftirlit er haft með þvi. Þetta gerir heilsugæslu- stöðin i Reykjavik. Þegar barnið fær 1 árs sprautu þá er sagt við þig að koma aftur að ári liðnu á tilteknum tima. Nú er það svo.að sé barnið með kvef eða þvi um likt, þá er ekki æski- legtað gefa þvi sprautu. Getur þá komið fyrir, að þú gleymir að panta annan tima. Þvi segi ég að eins og þessar sprautur eru nauð- synlegar, finnst mér þvi nauðsyn- legt, að heilsugæsluþjónustan boði fólk i gegnum sima eða bréf- leiðis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.