Vísir - 16.03.1981, Blaðsíða 6

Vísir - 16.03.1981, Blaðsíða 6
Mánudagur 16. mars 1981. Baldur Þorsteinsson i rúmi sinu á Borgarspitalanum, ræöir viö Philippe Patay, sem var einn þeirra er Baidur og Simon voru aö sækja inn í Sigöldu. Visismynd: Friöþjófur. „VM VISS IIM AS MISSA ANHAN FÚTINN" - segir Baldur Þorsteinsson, sem lenti í míklum hrakn- ingum inni viö Landmannaiaugar ásamt félaga sínum irísm ,,Ég er allur aö skriða saman núna og heilsan er ekki sem verst” sagði Baldur Þorsteins- son, en hann lenti i mikium hrakningum inni viö Land- mannaiaugar um heigina ásamt félaga sinum, Simoni Gissurar- syni. Þeir voru á snjósleöa og óku honum fram af snjóhengju. t faliinu siösuðust þeir og máttu dúsa kaldir og hraktir þar til björgunarsveitir fundu þá eiiefu timum siöar. Baldur sagði, að þeir Simon hefðu ætlað inn að Sigöldu til að ná i nokkra menn, meðal annars Philippe Patay, kunningja þeirra, sem var þar á skiðum með nokkrum Frökkum. Tölu- verður hópur manna fór saman á nokkrum snjósleðum, en þeir Baldur og Simon lentu i erfiðleikum við Tungnaá og blotnuðu i fæturna. Þeir sneru þá við til Landmannalauga til að fara i hlý og þurr föt. Á leiðinni bilaði sleðinn, myrkur skall á og þeir hálf villtust. Eftir nokkra stund sáu þeir ljós i fjarska og héldu það vera félaga sina og fóru þvi út af slóðinni til móts við þá. Það var þá, sem þeir óku fram af snjó- hengjunni um klukkan tuttugu á föstudagskvöldið. „Ég ökkla- og úlnliðsbrotnaði i fallinu, og svo brotnaði rifbein og það stakkst inn i annað lung- að og sprengdi það. Ég fann ekkert fyrir ökkla- og úlnlðs- brotinu, hins vegar átti ég i erfiðleikum með að ná andan- um. Simon rotaðist i fallinu og ég reyndi að ná i hjálp. Ég komst upp úr holunni og skreið fimm eða tiu metra, en þá gafst ég upp”. Baldur hreyfði sig alltaf ann- að veifið um nóttina og telur hann, að það hafi bjargað hon- um frá miklu kali. Simon rot- aðist hins vegar og svaf mest alla nóttina og kól þvi meira, en slapp að mestu leyti við áverka. „Mér leiðilla um nóttina — ég var kaldur og hræddur. Ég hugsaði litið fyrst, en þegar liða tók á nóttina fór ég að spá i framhaldið. Ég fann ekkert fyrir vinstra fæti, hann var eins og klakadröngull. Ég var alveg klár á að ég myndi missa eitthvað af tám, jafnvel allan fótinn. Ég hræddist ekki svo mjög, að okkur yrði ekki bjarg- að. Það var góð tilfinning, þegar björgunarsveitarmennirnir fundu okkur — alveg æðisleg til- finning”. Baldur sagðist ætla að fara i vélsleðaferð strax og hann væri búinn að ná sér. Þetta væri ekki hættulegt sport ef fyllsta aðgæsla væri höfð. Þeir hefðu gert tvenn mistök, að villast og fara svo út af slóðinni. „Það bjargaði okkur, hvað við vorum vel búnir. Við vorum klæddir vélsleðabúningum utan yfir ullarnærföt og lopapeysur og með þrenna ullarsokka. Þessa sokka varð hins vegar að skera utan af okkur, þvi að þeir höfðu blotnaði i ánni og frosið i einn klump”, sagði Baldur. — ATA TF-RAN flutti Baldur og Simon til Reykjavikur. Visismynd Friöþjófur^J Visismynd Friöþjófur Revndl að af- stýra áreksfri: úk á ijósa- staur Ungur maður slas- aðist nokkuð á föstu- dagskvöldið, er hann reyndi að afstýra árekstri á Réttarholts- vegi i Reykjavik. Slysið varð með þeim hætti, að þegar pilturinn ók um gatnamót Réttarholtsvegar og Sogavegar, kom bill eftir Sogaveginum og beygði hann i átt fyrir bilinn, sem kom eftir Réttarholtsvegi, þótt sá ætti réttinn. Til að reyna að af- stýra árekstri, sveigði pilturinn til hliðar, en hafnaði þá á ljósta- staur. Er bill hans talinn ónýtur en pilturinn slasaðist nokkuð, m.a. var talið, að hann hefði nef- brotnað.______gk-. Fótbroln- aði á skfðum Skiðamaður, sem var að renna sér fyrir ofan byggðina i Tálkna- firði á laugardaginn, hafði ekki erindi sem erfiði i það sinn, og endaði skiðaferð hans með þvi að hann datt illa og fótbrotnaði. Lögreglan á Patreksfirði sótti manninn og var hann fluttur á sjúkrahúsið i þorpinu. Fjðrir dans- leikir og: Mikll öivun á Skaganum ,,Það var óvenjulega mikil ölvun hérna að- faranótt sunnudagsins”, sagði lögreglumaður á Akranesi sem Visir ræddi við i gær. Dansleikir voru á fjórum stöðum i bænum og geysileg ölv- un. Var fólk á ferðinni fram á morgun, en samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar komu engin stórvægileg óhöpp fyrir. gk-. Þörarinn og valur ðukð forskotið hjá tbk Fimmtudaginn 12. mars var spiluð 15,—21 umferð i Baró- meterkeppninni. Að þeim loknum er staða efstu para þessi: 1. Valur Sigurðsson — Þórarinn Sigþórsson 445 2. Sigtryggur Sigurðsson — Óli Már Guðmundsson 310 3. Sigfús Orn Árnason — Jón P. Sigurjónsson 172 4. Dagbjartur Pálsson — Vil- hjálmur Pálsson 167 5. Gestur Jónsson ■— Sverrir Kristinsson 145 6. Rafn Kristjánsson — Þorsteinn Kristjánsson 142 Helgina 20,—22. mars verður spiluö Landsfjórðungakeppni hjá TBK. Spilarar mæta frá Bridge- féiagi Akureyrar Bridgefélagi Héraðsbúa, Austurlandi og Bridgefélagi Hornafjarðar. Spilað veröur á Hótel Esju.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.