Vísir - 16.03.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 16.03.1981, Blaðsíða 19
Mánudagur 16. mars 1981. 23 vísm „Nú veröur Johnny Carson aö ávarpa mig dr. Reynolds”, — segir Burt og glottir. ,,Nú veröa þeir aö kalla mig Doktor Reynolds” — Burt Reynolds gerdur ad heidursdoktor vid Floridaháskóla Skömmu eftir 1950 lék miöherji einn i fótboltaliöi Floridaháskóla sem gekk undir nafninu „Johnson og Johnson" vegna þess aö hann var alltaf svo vafinn sárabindum aö hann sýndist tvöfaldur á leik- vellinum. Þessi hrakfallabálkur lék aöeins eitt leiktimabil meö liöinu, þvi aö i upphafi annars leiktimabilsins meiddist hann á hné og skömmu siöar sagöi hann sig úr skóla Siöan haföi bæöi honum og liöinu gengiö miklu betur. A siöastkeppnistimabili tapaöi liöiö aöeins einum leik og varö i fimmta sæti i bandarisku fót- boltakeppninni. Uppgjafa miö- herjinn, sem nú er þekktur undir nafninu Burt Reynolds, var hins vegar heiðraöur af skólanum nú nýveriö og geröur aö heiðursdokt- or við Floridaháskóla. Reynolds, sem er þekktur kvik- myndaleikari og margmilljóneri, hefuralltaf haft sterkar taugar til gamla skólans sins og látið ómælt fé af hendi rakna til uppbygging- ar leiklistardeildar hans og veriö þar tiöur gestur, bæöi sem fyrir- lesari og ráöunautur. Reynolds var greinilega hrærö- ur viö hina hátiölegu athöfn, er hann var geröur aö heiöursdoktor enda sparaöi forseti leiklistar- deildarinnar ekki lofsoröin i hátiöarræöunni: — „Þessi maöur hefur ekki aðeins gefiö skólanum peninga heldur einnig mikiö af dýrmætum tima sinum. Við elskum hann...” Dr. Burt Reynolds þakkaöi fyrir sig og lét svo um mælt, aö það skemmtilegasta viö þetta væri ef til vill þaö, aö nú þyrfti Johnny Carson aö ávarpa sig „Doktor Reynolds” og lokaorö hans voru þessi: — „Mér hefur alltaf þótt vænt um þennan há- skóla og ég mun reyna að haga mér þannig.að hann geti veriö stoltur af mér.” Forseti leiklistardeildar háskólans, Richard G. Fallon, faömar hciöursdoktorinn aö scr. Ahöld eru um hvort háskólinn sé stoltur af heiöursdoktornum sinum á þessari mvnd og vist er, aö ekki var hún tekin er hann lék stööu miö- herja i fótboltaliðinu. Fawcett haf naö Farrah Fawcett hefur ekki gengiö sérlega vel á listabrautinni frá þvi hún sagði upp hlut- verki sinu i sjónvarps- þáttunum ,,Charlie's Angles" fyrir tveimur arum. Þótt hún hafi nokkuð verið til um- ræðu i fjölmiðlum er það ekki vegna leik- listarafreka heldur einkamála og slikt dugir skammt þegar framinn er annars vegar. Hún mun nu hafa gert ör- væntingarf ullar til- raunir til að fá aftur hlutverk sitt i þáttunum en verið hafnað þar sem f ramleiðendurnir segj- ast vera fullkomnlega ánægðir með þá sem nu er i hlutverkinu, Tanyu Roberts... Fréttamat Nýlega var frá þvi skýrt i dönsku press- unni, að ferðakóngurinn og kvennamaðurinn Simon Spies hefði fengið sér nýjar tennur. Fylgdi það sögunni að Spies væri svo ánægður með nýju tennurnar að ekki einasta hefði hann greitt tannlækninum riflega fyrir heldur hefði hann einnig sent bæði blóm og vinflösku. — Og þá vit- um við það...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.