Vísir - 16.03.1981, Blaðsíða 13

Vísir - 16.03.1981, Blaðsíða 13
Mánudagur 16. mars 1981. vísm AlvKtun páöstefnu um terðaöiónustu á íslanðí: Burt með skatt á gjaldeyri og flugvall- arskattur lækkaður „Við ferðaþjónustu og tengdar greinar starfa nú um 4.600 manns, og nema tekjur af erlendum ferðamönnum 5-6% af gjaldeyrisöflun þjóðar- innar, segir meðal annars i ályktun sem samþykkt var á ráðstefnu um ferðaþjónustu á tslandi. A myndinni sést hluti ráöstefnugesta hlýöa á erindi [ramsögumanna. (Visismynd. EÞS) Ráðstefnan var haldin á vegum Verslunarráðs Islands og Félags islenskra ferðaskrifstofa og fór hún fram á Hótel Loftleiðum. Flutti Steingrimur Hermannsson samgönguráðherra ávarp við setningu ráðstefnunnar á fimmtudaginn. Steinn Lárusson fjallaði um skilyrði til ferðaþjónustu hér- lendis og Bjarni Snæbjörn Jóns- son hagfræðingur ræddi þátt ferðaþjónustu á þjóðarbúskapinn. Ennfremur fluttu Heimir Hannesson, formaður ferðamála- ’ ráðs, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða og Aslaug Alfreðsdóttir formaður SVG framsöguerindi um framtið ferðamannaþjónustu og möguleika Islands sem ferða- mannalands. I ályktun ráðstefnunnar segir ennfremur að islensk ferða- þjónusta starfi i alþjóðlegri sam- keppni og fjöldi ferðamanna muni fara vaxandi. Ferðaþjónustá sé óumdeilanlega mikilvæg atvinnu- grein og skipti miklu máli. að hún búi við sambærileg starfsskilyrði og best þekkist i nágrannalöndum okkar. Vakin er athygli á að 10% skattur á ferðagjaldeyri hækki ferðakostnað landsmanna og bjóði ólöglegum gjaldeyrisvið- skiptum heim. Lagt er til að skatturinn verði afnuminn. Einnig er vakin athygli á. að flugvallargjald er hærra hér á landi en i öðrum löndum Evrópu og það veki sérstaklega reiði er- lendra ferðamanna. Á sinum tima hafði gjaldið verið lagt á til að styrkja uppbyggingu flug- valla, en renni nú að hluta til almennra þarfa rikissjóðs. Lagt er til, að gjaldið verði lækkað verulega og fellt inn i fargjöld. Þá telur ráðstefnan að jafnræði eigi að rikja milli allra innlendra aðilja, er varðar skattlagningu á veitingasöiu og aðra þjónustu við ferðamenn. Landkynning Ráðstefnan taldi að verja þyrfti auknum fjármunum til landkynn- ingar, meðal annars til að hægt sé að auka hlutdeild islenskra ferða- skrifstofa i erlendum auglýsinga- bæklingum. Vakin er athygli á.að framlöghins opinbera til þessara mala hafa sifellt farið lækkandi á undanförnum árum. Minnt er á hin óhóflegu gjöld sem hið opinbera leggur á bif- reiðar og eldsneyti og hækka kostnað við ferðalög innanlands, en renni aðeins að hluta til varan- legrar vegagerðar. Þá var samþykkt að skora á yfirvöld menntamála að gera Hótel- og veitingaskólanum nú þegar kleift að sinna lögskipuðu hlutverki sinu að mennta starfs- fólk á sviði ferðaþjónustu. „„BHf 6reúie« — bá er tækfeóð núna að eignast Ef'þú e« " ot elös\^'ot Bræðraborgarstig 1 -Sími 20080- (Gengiö inn frá Vesturgötu)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.