Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.12.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÖRYGGISGÆSLA á flugvöll- um, við landamærin, í verslun- armiðstöðvum og fleiri stöðum í Bandaríkj- unum var aukin í gær eftir að yfir- völd hækk- uðu viðbún- aðarstigið vegna hættu á hryðju- verkum um jólin. Emb- ættismenn í Washington sögðu að hættan á hryðjuverkum hefði aldrei verið meiri frá 11. september 2001. Tom Ridge, ráðherra heima- varna, sagði í sjónvarpsviðtali að hryðjuverkasamtökin al- Qaeda virtust vera staðráðin í að valda álíka mikilli eyðilegg- ingu og 11. september eða jafn- vel enn meiri. Ennfremur hvatti hann Bandaríkjamenn sem dvelja erlendis til að vera á varðbergi. Háttsettur embættismaður í Washington sagði að al-Qaeda legði mesta áherslu á að gera árásir í New York, Washington og Los Angeles. Mannskætt ferjuslys ÓTTAST var í gær að 74 manns hefðu farist þegar ferja sökk í óveðri undan suðurströnd Pa- lawan-eyju á Filippseyjum í gær. Hermt var að gat hefði komið á skipsskrokkinn þegar brotsjór gekk yfir ferjuna. Björgunarmenn sögðust í gær vera orðnir úrkula vonar um að fleiri fyndust á lífi eftir skriðu- föllin á Filippseyjum um helgina. Talið er að yfir 200 manns hafi látið lífið. DVD-Jón sýknaður ÁFRÝJUNARRÉTTUR í Noregi sýknaði gær ungan Norðmann, Jon Lech Johan- sen, af ákærum um að hafa brot- ið norsk lög um gagna- leynd þegar hann bjó til og setti á Netið hug- búnað sem gerir fólki kleift að skoða læsta DVD- diska á tölvunni sinni. Saksókn- arar höfðu krafist þriggja mán- aða skilorðsbundins fangelsis- dóms yfir DVD-Jóni eins og Johansen hefur verið kallaður. Uppreisn í sérsveitum Ísraelshers ÞRETTÁN hermenn í sérsveit- um Ísraelshers hafa sent Ariel Sharon, forsætisráðherra landsins, bréf þar sem þeir segjast ekki lengur vilja taka þátt í því að kúga Palestínu- menn og vernda landtöku- byggðir gyðinga á Vesturbakk- anum og Gaza-svæðinu. Zeev Boim, aðstoðarvarnarmálaráð- herra Ísraels, krafðist þess að hermennirnir yrðu leiddir fyrir herrétt og reknir úr hernum. STUTT Aukin öryggis- gæsla Jon Lech Johansen Tom Ridge MUAMMAR Gaddafi, hinn óútreikn- anlegi Líbýuleiðtogi, hefur enn einu sinni komið umheiminum á óvart. Að þessu sinni með því að lýsa yfir, að hann sé hættur öllum tilraunum til að koma sér upp gereyðingarvopnum. Að auki ætlar hann að leyfa Alþjóða- kjarnorkumálastofnuninni, IAEA, fyrirvaralaust eftirlit í landinu. Hefur yfirmaður hennar, Mohammed El- Baradei, þegar boðað komu sína til landsins í næstu viku. Eru þessi tíð- indi óneitanlega mikill sigur fyrir George W. Bush, forseta Bandaríkj- anna, og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, og heilmikill plástur á það sár, sem er árangurlaus leit að gereyðingarvopnum í Írak. Á síðustu árum hefur Gaddafi unn- ið markvisst að því að breyta ímynd sinni á Vesturlöndum og það er ekki víst, að það hafi verið einskær til- viljun, að hann nálgaðist Breta og Bandaríkjamenn í mars síðastliðnum, á sama tíma og verið var að reka Saddam Hussein Íraksforseta frá völdum. Gaddafi, sem verið hefur við völd í Líbýu frá 1969, áttaði sig á, að farið var að þjóta öðruvísi í fjöllunum og hann vildi komast inn úr kuld- anum. „Þriðja heimskenningin“ Gaddafi var aðeins 27 ára er hann steypti Idriss Líbýukonungi af stóli og svona til að undirstrika umskiptin, lét hann það verða sitt fyrsta verk að breyta tímatalinu og nefna mánuðina upp á nýtt. „Hinir fáfróðu og hatursfullu furða sig á því, að ég skuli hafa verið við völd í 34 ár en sannleikurinn er sá, að ég er ekki við stjórnvölinn. Það er fólkið, sem hefur ráðið öllu frá 1977 og það er þess vegna, sem Banda- ríkjamönnum hefur ekki tekist að koma stjórninni frá,“ sagði Gaddafi nú síðast í september er hann minnt- ist valdatökunnar 1969. Gaddafi vísaði sérstaklega til ársins 1977 en þá kom hann á fót því, sem hann kallaði „Jamahiriya“, „Ríki fólks- ins“. Þar áttu hin eiginlegu völd að vera í höndum kjörinna ráða en sjálfur bar hann titilinn „ráðgjafi bylting- arinnar“. Á þessu sama ári gaf hann einnig út „Grænu bókina“, „þriðju heimskenninguna“, sem átti að fara bil beggja milli kapítalisma og sósíalisma og vera eina von mannkynsins. Gaddafi gerði sér snemma dælt við ýmsa öfgahópa en árásir palestínskra hryðjuverkamanna, sem aðsetur höfðu í Líbýu, í flughöfnunum í Vín og Róm urðu til þess, að Bandaríkja- stjórn sleit stjórnmálasambandi við Líbýu í janúar 1986. Sprengjutilræði á diskóteki í Berlín, sem varð nokkr- um bandarískum hermönnum að bana, varð svo til þess, að Bandaríkin gerðu loftárásir á Líbýu þetta sama ár. Féllu í þeim 37 manns, þar á með- al eitt barna Gaddafis. Játa á sig hryðjuverk Mesta hryðjuverkið var þegar Pan Am-þota var sprengd upp yfir Lock- erbie í Skotlandi en þá fórust alls 270 manns. Að auki er Líbýumönnum kennt um, að frönsk farþegaþota sprakk upp yfir Níger í Afríku 1989. Fyrir fáum árum var líbýskur leyni- þjónustumaður fundinn sekur um Lockerbie-hryðjuverkið. Líbýumenn hafa gengist við þess- um glæpum og hafa nú samið við stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bret- landi um að greiða ættingjum hinna látnu 2,7 milljarða dollara í bætur, hátt í 200 milljarða ísl. kr. Í framhaldi af þessu afléttu Sameinuðu þjóðirnar refsiaðgerðum gegn Líbýu en Banda- ríkjastjórn hefur ekki gert það enn. „Israetine“ Eitt af stóru málunum hjá Gaddafi var arabísk þjóðernishyggja en til- raunir hans til að koma á einingu meðal arabaríkjanna báru sjaldnast neinn árangur. Á síðustu árum hefur hann líka snúið baki við þessari stefnu og vill nú leysa deilur Ísraela og Palestínumanna með stofnun þess, sem hann kallar „Israetine“, eins rík- is fyrir Ísraela og Palestínumenn. Gaddafi, sem var áður sakaður um að fjármagna skæruliðahópa í Afríku og ýmis öfgasamtök, hefur að und- anförnu reynt að skapa sér ímynd milligöngumannsins, hins alþjóðlega sáttasemjara, og þá oft í krafti líb- ýska olíuauðsins. Árið 2000 samdi hann um lausn Þjóðverja, sem voru gíslar ofstækisfullra múslíma á Fil- ippseyjum, og skammt er síðan hann átti þátt í frelsun 14 Evrópumanna, sem voru fangar öfgamanna í Alsír. Ágreiningurinn við arabaríkin varð til þess, að Gaddafi dró Líbýu út úr Arababandalaginu á síðasta ári en síðan snerist honum hugur um það og lýsti þá yfir, að það væri „fólksins að taka slíka ákvörðun“. Þá hefur hann einnig slakað nokkuð á sósíalískum skoðunum sínum og ætlar nú að einkavæða ýmis ríkisfyrirtæki, ekki síst í olíuiðnaðinum. Vill friðmælast við Bandaríkin Líbýa er mjög olíuauðugt land en olíuiðnaðurinn þar hefur dregist mjög aftur úr og þarf sárlega á end- urnýjun að halda. Einmitt þess vegna skiptir svo miklu fyrir Gaddafi að friðmælast við Bandaríkjamenn og fá þá til að aflétta refsiaðgerðum. Á því kann þó að verða einhver bið en Bush hefur látið að því liggja, að að því muni koma, standi Gaddafi við stóru orðin. Vitað var, að Líbýumenn réðu yfir efnavopnum og þeir voru meðal ann- ars sakaðir um að beita þeim eða sinnepsgasi í átökum í Chad 1987. Vinna þeirra að smíði kjarn- orkuvopna kemur hins vegar á óvart þótt ekki sé enn ljóst hve langt á veg þeir voru komnir. Hefur Gaddafi lengi rekið þann áróður, að arabarík- in ættu að koma sér upp kjarn- orkuvopnum vegna þess, að Ísraelar réðu yfir þeim en vestrænir sérfræð- ingar og vísindamenn hafa lengi full- yrt, að Líbýumenn muni ekki geta komið sér upp slíkum vopnabúnaði í fyrirsjáanlegri framtíð. Líbýa var auk þess aðili að samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna og því var talið, að venjulegt eftirlit IAEA væri næg trygging út af fyrir sig. Það er hins vegar mjög alvarlegt mál, hafi svo ekki verið. Sinnaskipti Gaddafis eru mikil tíð- indi og lexían, sem af þeim má læra fyrir önnur ríki, er, að taki þau upp heiðarlegt samstarf við alþjóða- samfélagið, muni þeim verða umbun- að fyrir það. Íranir hafa nauðugir vilj- ugir verið að feta sig inn á þessa slóð og ráðamenn í Norður-Kóreu hljóta að átta sig á því hvað klukkan slær. Önnur afleiðing þessarar þróunar er svo sú, að nú eru ýmsir farnir að krefjast þess, að Ísraelar geri einnig hreint fyrir sínum dyrum, en talið er, að þeir ráði yfir allt að 200 kjarna- sprengjum. Heimildir: AP, AFP, BBC. Líbýustjórn segist hætt öllum tilraunum til að komast yfir gereyðingarvopn AP Muammar Gaddafi við styttu, hönd, sem kremur bandaríska orrustuþotu, skammt frá heimili sínu í Tripoli. Hann hefur nú lagt á hilluna öll áform um að koma sér upp gereyðingarvopnum og langdrægum eldflaugum. Gaddafi vill inn úr kuldanum Sigur fyrir Bush og Blair og sárabót fyrir gereyðingarvopnaleysið í Írak ’ Á síðustu árumhefur Gaddafi unnið markvisst að því að breyta ímynd sinni á Vesturlöndum. ‘ HRÍÐ og hvassviðri ollu búsifjum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku í gær og fyrradag og kostuðu að minnsta kosti tvö mannslíf. Rafmagn fór af um 100 þúsund heimilum í Sví- þjóð og miklar tafir urðu á sam- göngum á lofti, láði og legi. Veðrið skall á í Svíþjóð á sunnu- daginn, og létust ung hjón er bifreið þeirra fór út af veginum og hafnaði í skurði í Vänersborg, sem er um 100 km norður af Gautaborg. Í gær- morgun var tilkynnt um rúmlega 50 minniháttar umferðaróhöpp í land- inu, en mikið hvassviðri gekk þá yfir. Fór óhöppum fjölgandi er leið á dag- inn. Fjölmargir þjóðvegir tepptust, þ.á m. hraðbrautin á milli Stokk- hólms og Óslóar, vegna flutningabíla sem lentu þvert á vegina í hálku. Síðdegis í gær komst aftur á raf- magn á um 35 þúsund heimili, en fulltrúi sænsku rafmagnsveitnanna tjáði fréttastofunni TT að vonast væri til að allir fengju rafmagn að nýju í gær. Á Arlandaflugvelli í Stokkhólmi var einungis annarri flugbrautinni haldið opinni síðdegis í gær og um klukkutíma seinkun orðin á flugi um völlinn. Var þess beðið að veðrið gengi niður til að hægt væri að opna báðar brautirnar. Óveðrið hafði mikil áhrif á ferju- siglingar og urðu um 300 farþegar sem fóru með ferju frá Gautaborg áleiðis til Friðrikshafnar í Dan- mörku á sunnudagskvöldið að verja nóttinni um borð þar sem ferjan gat ekki lagst að vegna veðursins. Sömu sögu var að segja af ferju frá Noregi er kom til Hanstholm í Danmörku. Ennfremur urðu tafir á siglingum finnskra ferja á Eystrasalti í gær vegna veðursins, og snjókoma tafði einnig járnbrautarsamgöngur í Finnlandi. Þar urðu og fjölmargir árekstrar. Reuters Jólainnkaupin voru tafsöm í Helsinki í gær vegna hvassviðris og snjókomu. Mannskaðaveður í Svíþjóð Stokkhólmi. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.