Morgunblaðið - 23.12.2003, Page 22

Morgunblaðið - 23.12.2003, Page 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hafnarfjörður | Jólaþorpið sem hefur staðið á Thorsplaninu í Hafnarfirði á aðventunni hefur svo sannarlega vakið bæði athygli og mikla lukku. Undanfarnar helgar hefur fjöldi fólks komið saman til að njóta jólaþorpsins. Trjágróðurinn sem umlykur þorp- ið skýlir gestum fyrir vindinum og það er því notalegt að ganga um á milli húsanna og kíkja á hvað þar er á boðstólunum. Engu að síður er mikilvægt að klæða sig vel áður en komið er í heim- sókn. Í dag er síðasti dagurinn sem jólaþorpið stendur og verður það opið frá hádegi til ellefu í kvöld. Um fjögurleytið í dag koma þeir Lilli klifurmús og Mikki refur úr Hálsaskógi í heimsókn og slegið verður upp jólaballi. Kór Öldu- túnsskóla, félagar úr Þröstum og söngvarar frá Fjörukránni taka lagið og Grýla verður á svæðinu. Um klukkan átta hefst jóla- dagskrá sem Sparisjóður Hafn- arfjarðar býður gestum jóla- þorpsins en þá stíga á sviðið Björgvin Halldórsson, Margrét Eir og Hera Hjartardóttir. Síðasti dagur Jólaþorpsins Morgunblaðið/Þorkell Handverk fyrir jólin: Systir Kristína, frá Karmelítuklaustrinu, var að selja ýmiss konar handverk frá klaustrinu, til dæmis handmáluð kerti, jólakort og aðra muni fyrir jólaundirbúninginn. Nunnurnar selja handverk og muni til að halda uppi starfsemi klaustursins og starfrækja litla búð í klaustrinu þar sem fólk getur komið og verslað. Mosfellsbær | Um eitthundrað fimm ára börn úr leikskólum Mosfells- bæjar mættu á leiksýningu í Bóka- safni Mosfellsbæjar ásamt starfs- fólki leikskólanna á dögunum og máttu sáttir þröngt sitja. Það er orðin hefð að Bókasafn Mosfells- bæjar bjóði 5 ára leikskólabörnum upp á leiksýningu í safninu fyrir jól- in. Alltaf fjölgar börnunum í bæn- um og í þessum árgangi eru nú um 110 börn. Að þessu sinni var boðið upp á leikritið Heiðarsnælda, saga úr sveitinni í flutningi Möguleik- hússins. Virtust börnin skemmta sér hið besta að vanda og var þessi stóri hópur að öllu leyti til fyr- irmyndar. Leikið fyrir börnin Nýtt íbúðahverfi | Þriðjudaginn 16. desember sl. samþykkti hrepps- nefnd Bessastaðahrepps samstarfs- samning við byggingarfyrirtækið Húsbygg ehf. um uppbyggingu íbúð- arhverfis við Asparholt í Bessastaðahreppi. Húsbygg ehf. er annað tveggja fyrirtækja sem vinna að byggingu Birkiholtshverfisins. Samkvæmt samningnum munu Húsbygg ehf. annast allar fram- kvæmdir, gatnagerð og húsbygg- ingar á svæðinu, svo og öryggismál og heilbrigðismál þar á fram- kvæmdatímanum. Bessastaðahrepp- ur fer með skyldur sveitarfélags með því að annast skipulag og bygg- ingareftirlit, veita byggingarleyfi og fleira. Íbúðarhverfið við Asparholt sam- anstendur af sex fjölbýlishúsum og tveimur raðhúsalengjum, líkt og Birkiholt. Í hverfinu verða byggðar tveggja, þriggja og einkum þó fjög- urra herbergja íbúðir. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa um gatna- gerð fljótlega. Byggingarfram- kvæmdir hefjast síðan í vor.    Seltjarnarnes | Seltjarnarnesbær er óðum að taka á sig jólalegan blæ enda skammt að bíða þess að jólahátíðin gangi í garð. Í lok nóv- ember voru skreytingar settar á ljósastaura og gatnamót Suður- strandar og Nesvegar. Að þessu sinni var aukið við skreytingarnar þannig að nú er Nesvegur skreytt- ur frá bæjarmörkunum að gatna- mótunum. Þaðan taka við skreyt- ingar meðfram Suðurströnd allt að Bakkavör. Bæjarbúar hafa brugð- ist vel við aukningu á skrauti. Garð- yrkjustjóri Seltjarnarness, Stein- unn Árnadóttir, hefur veg og vanda af jólaskreytingum á Nesinu í ná- inni samvinnu við bæjarstjóra. Að hennar sögn mun örugglega verða bætt við á næstu árum þó að sjálf- sögðu verði reynt að hafa skrautið smekklegt og innan skynsamlegra marka. Markmiðið með skreyting- unum er að gleðja bæjarbúa og lýsa bæinn enn betur upp í svartasta skammdeginu. Jólalegt um að litast: Seltjarnarnesið er aldeilis jólalegt á að líta þessa dag- ana, enda er Nesvegurinn fagurlega skreyttur með alls kyns ljósum. Jólin koma á Nesinu Kópavogur | Ný álma við Mennta- skólann í Kópavogi var tekin í notk- un við hátíðlega athöfn á dögunum. Þessi áfangi er reistur á grunni eldri byggingar sem látin var víkja og er mun rýmri og einni hæð hærri en gamla álman. Auk al- mennra kennslustofa er í álmunni að finna tvo stóra lestrarsali og að- stöðu fyrir sérdeild sem einhverfir nemendur sækja. Aðstaðan sem húsnæði þetta skapar býður upp á að um tvö hundruð nemendur til viðbótar geta nú sótt nám í þennan skóla sem einnig hýsir Hótel- og matvælaskólann, en hann þykir afar glæsilegur og gjaldgengur á al- þjóðamælikvarða. Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra flutti ávarp við opnun nýju álmunnar ásamt Gunnari Birgis- syni, forseta bæjarstjórnar Kópa- vogs og Sigurrósu Þorgrímsdóttur formanns skólanefndar MK. Ný álma opnuð í húsnæði MK Rúm fyrir 200 fleiri nemendur Reykjavík | Það kyngdi niður snjó í fyrrinótt og var sums staðar allt að þrjátíu sentimetra lag af snjó þegar mest var. Þó eru allar vonir um jóla- snjó enn í óvissu, enda hlýnaði strax um þrjúleytið sömu nótt og fór að rigna. Það var því mjög þykkur og blautur snjór sem mætti íbúum höf- uðborgarsvæðisins í morgun og olli gangandi vegfarendum mikilli ar- mæðu. Nefnist slíkur snjór gjarnan „slabb“, sem minnir mjög á áferð hans og eðli. Starfsmenn sveitarfélaganna höfðu nóg að gera í morgun við að ryðja snjóinn frá helstu umferð- aræðum og gangstéttum, enda sjaldnast mikilvægara að umferðin gangi greiðlega en einmitt nú í jóla- ösinni. Jólasnjónum rutt til Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.