Morgunblaðið - 23.12.2003, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.12.2003, Qupperneq 24
LANDIÐ 24 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Allt til bútasaums 15% afslá ttur a f tilb únum pakk ning um Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 10-16 Sími: 482 4241 Gula línan Hellissandur | Nýtt pípuorgel var nýlega vígt við hátíðarguðþjónustu í Ingjaldshólskirkju við Hellissandi. Þá var einnig vígður og tekinn í noktun nýr hökull sem kirkjunni var gefinn og afhentur af Hildigunni Smáradóttur á hundrað ára afmælishátið kirkjunnar í október sl. Á undan guðsþjónustunni voru aðventutónleikar sem hófust með því að stjórnandi kirkjukórs Ingjaldshólskirkju Kay Wiggs lék á hið nýja orgel verkið Ferðin til Betlehem eftir Cesar Franck. Þá söng Ingveldur Ýr Jónsdóttir jóla- lög við undirleik Kay Wiggs. Einnig söng Ingv- eldur Ýr einsöng í þremur lögum með kirkju- kórnum auk þess að syngja með kórnum við guðsþjónustuna. Hátíðleg vígsluathöfn Formaður sóknarnefndar Þorbjörg Alexand- ersdóttir bauð gesti velkomna og skýrði frá að- draganda að smíði og kaupum orgelsins og þakkaði gjafir til kirkjunnar og orgelsjóðsins. Sóknarpresturinn séra Ragnheiður Karítas Pétursdóttir þjónaði fyrir altari ásamt ná- grannaprestunum þeim séra Óskari Hafsteini Óskarssyni í Ólafsvík og séra Guðjóni Skarp- héðinssyni á Staðastað önnuðust þau hina há- tíðlegu kirkjuathöfn. Kvenfélag Hellissands stofnaði minning- arsjóð um frú Jóhönnu Vigfúsdóttur á Mun- aðarhóli árið 1994. Í þann sjóð skyldi safna pen- ingum fyrir andvirði nýs orgels í kirkjuna á Ingjaldshóli. Jóhanna var organisti í Ingjalds- hólskirkju í áratugi og stjórnaði sunnudaga- skóla. Hún var félagi í Kvenfélagi Hellissands frá 14 ára aldri og var þar jafnan í forustu. Fjöl- skylda Jóhönnu kom til liðs við sjóðinn á árinu 1996. Stjórn orgelsjóðsins hafa verið þau Aldís Stefánsdóttir frá kvenfélaginu, Jón Hjartarson leikari, sonur Jóhönnu og Arnheiður Matthías- dóttir sem fulltrúi kirkjukórsins. Á vordögum 2002 leitaði sóknarnefnd til stjórnar orgelsjóðsins um samstarf við að kaupa nýtt orgel fyrir kirkjuna. Samþykkt var að hefjast handa. Eftir ráðleggingum frá Org- elnefnd þjóðkirkjunnar var ákveðið að leita til Björgvins Tómassonar orgelsmiðs um smíði á pípuorgeli. Huga skyldi vel að því að hljóðfærið færi sem allra best á kirkjuloftinu. Fengin var umsögn og samþykki Húsafriðunarnefndar um val á orgelinu. Sjö radda hljóðfæri Orgelhúsið er úr eik. Það er sjö radda með einu hljómborði og petalrödd. Hljóðfærið er vandað að allri gerð. Björgvin Tómasson og samstarfsmaður hans Jóhann Hallur Jónsson hafa skilað góðu verki og kirkjunni á Ingjalds- hóli góðum og fögrum grip. Frá stofnun org- elsjóðsins hefur Kvenfélag Hellissands lagt til hans árlegt framlag. Sjóðnum hafa borist fjöl- margar gjafir frá velunnurum kirkjunnar. Gísli Ketilsson á Hellissandi gaf fyrstu greiðslu til verksins. Hann lést 4. september sl. og hafði hann arfleitt kirkjuna af eignum sínum. Íslenskt orgel í Ingjaldshólskirkju Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Kirkjuprýði. Hið nýja orgel setur virðulegan svip á Ingjaldshólskirkju. Vestmannaeyjar | Það var hart bar- ist á Þrekmeistaramóti Hressó í Eyjum um síðustu helgi. Fimm lið skráðu sig til leiks og þegar upp var staðið munaði aðeins sekúndu á sig- urliðinu og liðinu sem varð í öðru sæti. Það lið sem vakti þó mesta at- hygli voru „ömmurnar.“ Þar voru komnar bráðhressar konur á besta aldir og margfaldar ömmur. Þær hafa verið duglegar í líkamsrækt- inni í mörg ár og fannst nú komin tími til að bera sig saman við yngri konurnar. Náðu þær góðum tíma. Morgunblaðið/Sigurgeir Að lokinni keppni. Unnur Jóna Sigurjónsdóttir, Kristjana Björnsdóttir, Emma Pálsdóttir, Aðalheiður Bernódusdóttir og Þuríður Jónsdóttir. „Ömmur“ í þrekmeistaramóti Stykkishólmur | Á undanförnum árum hefur verið vinsælt hjá fjöl- skyldum að fara í skógarferð upp í Sauraskóg með kakóbrúsann og velja jólatré. Starfsmenn Skóg- ræktarfélags Stykkishólms hafa leiðbeint fólki við valið. Á þann hátt hafa Hólmarar hjálpað félag- inu við að grisja skóginn. En fyrir þessi jól hefur orðið breyting á, því ekki verða felld tré á skógræktarsvæðum Skógrækt- arfélagsins. Ástæðan er ástand skógarins. Sitkalúsarfaraldur hef- ur herjað á grenið á þeim svæðum sem geyma jólatrén. Furan fýkur um koll Að sögn Trausta Tryggvasonar skógarvarðar er ástandið mjög al- varlegt ef veðurfarið breytist ekki í takt við árstíðina. Hann segir að furan hafi einnig fengið að kenna á veðráttunni. Það er ekki nein veruleg óværa að herja á furuna, en vegna frostleysis hafa trén ver- ið að fjúka um koll. Hann segir að ræturnar hafa ekki náð að halda trjánum föstum, en frost í jörð á veturnar hefur hjálpað til við það verk. Í haust hefur jörð verið ófrosin og því fer sem fer. Trausti segir að lúsin hafi herj- að lengi á grenitré í skógrækt- arsvæðinu við Grensás við Stykk- ishólmi. Nú í sumar var fyrst vart við lúsina í svona miklu magni í Sauraskógi sem er 8 kílómetrum ofar. Trausta þykir það leitt að fólk geti ekki komið í Sauraskóg á val- ið sér jólatré því oft skapaðist skemmtileg stemning í skóginum þegar fjöldi manns var að ná sér í tré. Til að íbúar Stykkishólms geti áfram haft lifandi tré er Skóg- ræktarfélagið með sölu á trjám, en í þetta sinn koma trén með flutn- ingabíl frá höfuðborginni. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Ekki er vitað um ætt og uppruna þessara jólatrjáa. Trausti Tryggvason skógarvörður, Róbert Árni Jörgensen, Magnús Fr. Jónsson, Ísak Hilm- arsson og Margrét Ísleifsdóttir sjá um að Hólmarar fái sín lifandi jólatré. Sitkalúsin eyðileggur jólatré Hólmara SKEMMUVEGI 36 Sími 557 2000 BLIKKÁS – ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.