Morgunblaðið - 23.12.2003, Side 27

Morgunblaðið - 23.12.2003, Side 27
Kárahnjúkavirkjun | Þeir stóðu niðri við vatnsborð Jöklu í köldu morgunrökkrinu, Carlo Massetti öryggisfulltrúi hjá Impregilo S.p.A. og Oddur Friðriksson yf- irtrúnaðarmaður við Kára- hnjúkavirkjun og bentu fingrum að efstu bergbrún. Vísast hafa þeir verið að spekúlera í hæð Kárahnjúkastíflu, en gerð hennar verður nú fram haldið af fullum krafti eftir að Jöklu var veitt hjá og þurrt er að verða í stíflustæð- inu. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Spáð í það sem koma skal Kárahnjúkavirkjun | Í kringum 300 manns verða á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka yfir hátíðarnar, bæði ís- lenskir og erlendir starfsmenn verk- takafyrirtækja. 118 portúgalskir starfsmenn Impregilo flugu út í jólafrí með þotu frá Egilsstaðaflug- velli til Lissabon sl. föstudag og aðrir hafa farið með innanlandsflugi og út í gegnum Keflavík. Unnið verður á virkjunarsvæðinu til hádegis á aðfangadag, en menn eiga frí á jóladag og annan í jólum, eftir hádegi á gamlársdag og á ný- ársdag. Tvær eiginkonur ítalskra starfs- manna Impregilo komu fyrir helgi Völdu Kárahnjúka umfram Kólumbíu Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Glaðbeittir á leið í jólaleyfi heim til Lissabon. Þeir mæta í vinnu við Kára- hnjúka 5. janúar nk. og eru eflaust fegnir að komast um stund til sinna. frá Bogota í Kolumbíu með börn sín og hyggjast verja jólum og áramót- um í faðmi eiginmanna sinna við Kárahnjúka. AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 27 ÓDÝRT HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / TA K T ÍK n r. 4 0 C Stærð: D: 50 cm B: 30/40 cm H: 180 cm Stál- skápar fyrir vinnustaði kr. 7.719,- Verð frá Stálskápar (Fyrsti skápur kr. 8.840,-) ÞESSI hnýsni sveinki kíkir inn um skjáinn á húsi nokkru á Fáskrúðs- firði. Sjálfsagt er nefið frosið við rúðuna því sveinki hefur hangið á glugganum í dagafjöld og tilheyrir útiskreytingum hátíðarinnar. Morgunblaðið/Albert Kemp Nefið frosið við rúðuna Fjarðabyggð framkvæmir | Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að 1300 milljónum króna verði varið til framkvæmda í sveitarfélaginu á tímabilinu. 447 milljónir fara til hafnargerðar við væntanlegt ál- ver á Reyðarfirði og koma þrjú hundruð milljónir á móti frá rík- inu í það verkefni. Fyrstu tekjur sveitarfélagsins vegna álversins koma inn árið 2004 í formi greiðslu 30 milljóna króna vegna byggingarleyfis. Um 340 milljónir fara í stækkun og endurbætur grunnskóla sveitarfélagsins, þar af 200 milljónir í grunnskólann á Reyðarfirði. 130 milljónir renna til íþróttamannvirkja, bróðurpart- urinn í sundlaug á Eskifirði og 60 milljónir verða settar í stækkun leikskóla. Þá verður rúmlega 100 milljónum varið til áframhaldandi hitaveituframkvæmda og -rann- sókna. Fjarðabyggð hyggst taka 885 milljóna króna lán til að fjár- magna framkvæmdir næstu miss- eri, en áætlaðar tekjur sveitarfé- lagsins árið 2004 eru 1.686 milljónir og gjöld 1.656 milljónir. Reiknað er með að framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til Fjarðabyggðar nemi 156 millj- ónum á næsta ári. Dómur felldur | Erlendur starfs- maður Impregilo við Kárahnjúka, sem réðst að íslenskum vinnufélaga sínum í rútu fyrir nokkrum vikum, hefur verið dæmdur í 6 mánaða fangelsi. Þar af eru 4 mánuðir skil- orðsbundnir. Hann var og dæmdur til að greiða þolanda 250 þúsund krónur í bætur og til að greiða sak- arkostnað og laun verjanda, 350 þús- und krónur. Maðurinn er í farbanni til 16. janúar nk. og hefur tekið sér frest til að áfrýja úrskurði Héraðs- dóms Austurlands. Stíflugerð | Suðurverk hf. bauð lægst í gerð tveggja stíflna við Hálslón; Desjarárstíflu og Sauð- árdalsstíflu sem liggja munu sitt hvorum megin við Kárahnjúkas- tíflu. Fimm verktakahópar buðu í stíflurnar. Tilboð Suðurverks í Desjarárstíflu nam 1.640 milljónum, sem er ríflega 60% af kostnaðar- áætlun og tilboðið í Sauðárdalsstíflu nam 754 milljónum króna, eða 53% af kostnaðaráætlun. Egilsstaðir | Óljóst virðist hvað stórum áformum um uppbyggingu menningarseturs á Eiðum á Austur- Héraði líður. Áramótin 2001/2002 tóku nýir eig- endur við Eiðum, þeir Sigurjón Sig- hvatsson og Sigurður Gísli Pálma- son, sem ásamt Árna Páli Árnasyni lögmanni skipa stjórn sjálfseignar- stofnunarinnar Eiða ehf. Hafði félagið markað sér þá stefnu að skapa staðnum sess sem alþjóð- legu mennta- og menningarsetri og var skipuð sérstök nefnd valin- kunnra aðila sem vinna skyldi að hugmyndum um framtíðarnýtingu Eiða. Lítið mun hafa gerst áþreif- anlegtsem rennt getur stoðum undir slík áform, utan að haldið var nám- skeið á staðnum seint í sumar af hálfu Eiða ehf. Í kynningarskýrslu um verkefnið sem kom út í fyrra, sagði m.a. að ein- staklingum, fyrirtækjum og opinber- um aðilum yrði boðin aðild að starf- rækslu hinnar alþjóðlegu mennta- og menningarmiðstöðvar. Þá voru lagð- ar fram hugmyndir um alþjóðlegan umhverfislistagarð, sköpunar- og fræðasetur og miðstöð lykilverkefna í umhverfismálum, svo dæmi séu tekin. Óperustúdíó Austurlands hef- ur verið með aðstöðu á Eiðum á vor- in og þar er rekið sumarhótel Eddu. Vilja fá fleiri aðila í samstarf Virðist steyta á tilraunum eigenda til að fá sveitarstjórn Austur-Héraðs og ríkið til að koma fjárhagslega að uppbyggingunni á Eiðum og tengj- ast þær umræður m.a. áformum um fjárstuðning ríkisins til menningar- húsa á landsbyggðinni. Eigendur benda á að starfsemi á Eiðum þurfi að vera sjálfbær og því þurfi samvinna við fleiri aðila að koma til svo unnt sé að leggja út í trausta uppbyggingu. Samtök Eiðavina ályktuðu á fundi sínum í haust að skora á eigendur Eiða að vinna brautargengi hug- myndum sínum um Eiða sem menntaseturs. Jafnframt var skorað á bæjarstjórn Austur-Héraðs að skoða með opnum huga þátttöku í fyrirliggjandi hugmyndum um sviðs- listahús á Eiðum og taka afstöðu til þess sem fyrst til að eyða óvissu sem nú ríkti. Lítið að gerast á alþjóðlegu menn- ingarsetri á Eiðum Djúpivogur | Í síðustu viku var opnað nýtt bókasafn á Djúpavogi. Signý Óskarsdóttir er bóka- vörður, en hún hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði við að koma nýja safninu upp. „Í haust var tekin ákvörðun um að sameina héraðsbóka- og skóla- bókasöfnin á Djúpavogi,“ sagði Signý í samtali við Morgunblaðið. „Bæði söfnin voru flutt í nýtt hús- næði að Vörðu 2, sem áður var heimavist og kennsluhúsnæði. Með sameiningunni eykst framboð á lestrarefni fyrir almenning og hagræðing næst um reksturinn.“ Þeim sem heimsækja bókasafn- ið gefst einnig kostur á að nota tölvu við vinnu sína á safninu. „Vonandi sjá gestir safnsins sér hag í að nýta sér þá gagnabanka og upplýsingavefi sem safnið hef- ur upp á að bjóða“ bætir Signý við. Börn fengu bókargjöf Við opnun safnsins á dögunum litu margir góðir gestir inn, m.a. Guðjón Sveinsson rithöfundur frá Breiðdalsvík og Ingimar Sveins- son, fyrrum skólastjóri á Djúpa- vogi, en hann hefur verið iðinn við að skrifa sögu Djúpavogs- hrepps. Öll börn sem komu á opnunina fengu bókargjöf og boðið var upp á kaffi og piparkökur. Bókasafnið verður opið þrjá daga í viku. Signý segist vona að fólk verði duglegt að nýta sér safnið, reynt hafi verið að skipu- leggja það á einfaldan og að- gengilegan hátt og þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Signý Óskarsdóttir bókavörður er ánægð með nýja safnið: Friðrik Snær Jóhannsson, Andri Jón Sveinsson og Lára Hafrún Tumadóttir eiga eflaust eftir að finna í safninu margt til fróðleiks og skemmtunar. Betri tíð fyrir bókvísa á Djúpavogi      

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.