Morgunblaðið - 23.12.2003, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 23.12.2003, Qupperneq 52
DAGBÓK 52 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss, Örfirisey, Arnarfell, Kristrún og Sylvia koma í dag. Sel- foss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Rubicone og Barbara koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fatamóttaka og fataúthlutun þriðju- daga kl. 13–18 og fimmtudaga kl. 15–18 sími. 867 7251. Bókatíðindi 2003. Númer þriðjudagsins. desember er 086579. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað og vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 13 postulíns- málun. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13– 16.30 smíðar, kl. 20.30 línudans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 11.30 sund, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðsla, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 vinnustofa, tréskurður, postulín, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð, kl. 9–12 hár- greiðsla, kl. 13.15– 13.45 bókabíll. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Kl. 15 söng og harmoniku- stund í borðsal. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel verður opnað aftur mánudaginn 5. janúar 2004 með hefðbundinni dagskrá. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skrifstofa félagsins verður lokuð 23. des. og 24. des., einnig milli jóla og nýárs. Opnum aftur 2. janúar. Félags- starfið fellur niður milli jóla og nýárs. Hefst aftur með dansleik 4. janúar. FEB óskar öll- um eldri borgurum gleðilega jóla og far- sældar á nýju ári. Gerðuberg, félags- starf. Opið í dag frá 9– 16.30, m.a. spilasalur, sími 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler- og postu- línsmálun, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin virka daga frá kl. 9–17. Hraunbær 105. Kl. 9 postulín og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist, línudans og hárgreiðsla. kl. 15 línu- dans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–10 boccia, kl. 9–16.30 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaað- gerðir virka daga, hár- snyrting þriðju- og föstudaga. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 skinnasaumur, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulín, kl. 10.15–11. 45 enska, 13– 16 spilað og bútasaum- ur. Vitatorg. Allt almennt félagsstarf er lokað fyrir jól en matstofan er opin alla daga, milli kl. 11 og 12.30. Óskum öllum gleðilegra jóla. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13–16 keramik, tau- málun, almennt fönd- ur, kl. 15 bókabíllinn. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, kl. 20, svarað í s. 552 6644. Minningarkort Minningarsjóður Krabbameinslækn- ingadeildar Landspít- alans. Tekið er við minningargjöfum á skrifst. hjúkrunarfor- stjóra í s. 560 1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dagvinnutíma er tekið á móti minn- ingargjöfum á deild 11-E í s. 560 1225. Í dag er þriðjudagur 23. desem- ber, Þorláksmessa, 357. dagur ársins 2003. Orð dagsins: En halt þú stöðuglega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veist af hverjum þú hefur numið það. (2. Tím. 3, 14.) Vefþjóðviljinn gagn-rýnir hömlur á rétt manna til að stunda akst- ur leigubifreiða og segir þær neytendum í óhag.     Á Vefþjóðviljanum seg-ir: „Líklega þekkja flestir sem hafa lagt leið sína í miðbæ Reykjavíkur á föstudags- eða laugar- dagskvöldi að það getur orðið býsna napurt að standa í frosti, roki og jafnvel hríð, að bíða eftir leigubíl. Biðin verður stundum óhófleg og vos- búðin ömurleg, en það er eins með þessa bið og flest annað, hún á sér eðlilega skýringu, sem er skortur á leigubílum. Til að gera út leigubíl er ekki nóg að uppfylla al- menn skilyrði á borð við bílpróf, heldur þarf að fá sérstakt leyfi. Leyfin eru takmörkuð og þannig er fjölda leigubíla haldið niðri, sem kemur sér vel fyrir þá sem hafa leyfin en illa fyrir aðra. Þeir sem hafa leyfin beita ýmsum rökum gegn því að öðrum verði hleypt að, svo sem að gæði þjónust- unnar versni og öryggið minnki.“     Vefþjóðviljinn vísar ígrein eftir Sean C. Barrett í nýjasta tölu- blaði Economic Affairs um afnám aðgangshindr- ana að leigubílamark- aðnum á Írlandi, sem leiddi til þess að leigubíl- um fjölgaði um 297% milli áranna 2000 og 2002. „En það er ekki fjölgun bílanna sem skiptir máli, heldur nið- urstaðan gagnvart not- endum þjónustunnar, og það er óhætt að fullyrða að þeir eru sáttir við breytinguna. Samkvæmt rannsókn frá því í fyrra sem Barrett vitnar til voru yfir tveir þriðju hlutar fólks þeirrar skoð- unar að breytingin hefði verið góð, en innan við sjöundi hver var því ósammála. Þeir sem voru ósammála hafa líklega ekki oft þurft að nýta sér þjónustu leigubíla á annatíma, því biðtíminn minnkaði verulega. [...] Barrett kemur í grein- inni einnig inn á öryggi farþeganna og ef marka má niðurstöðu hans er ekkert sem bendir til að það hafi minnkað.     Þeir sem ekki hafa sér-staka hagsmuni af óbreyttu leyfiskerfi á leigubílamarkaðnum ættu að geta fallist á að það væri til bóta að þeir sem uppfylla ákveðin al- menn skilyrði geti fengið leigubílaleyfi og hafið leigubílaakstur. Það sem stendur í veginum eru eingöngu sérhagsmunir ákveðins hóps sem óttast um hag sinn verði fleir- um hleypt að í greininni. Þessi ótti er út af fyrir sig skiljanlegur, þótt hann sé líklega meiri en efni standa til. Hann á hins vegar ekki að ráða því að öðrum sé bannað að framfleyta sér með leigubílaakstri, eða að fólk þurfi að híma löng- um stundum að nóttu til í nepjunni í miðbæ Reykja- víkur.“ STAKSTEINAR Aðgangshindranir á leigubílamarkaði Víkverji skrifar... Núna veit ég hvernig þér líðurþegar Arsenal er að keppa,“ sagði eiginkonan við Víkverja, þar sem þau sátu fyrir framan sjón- varpið eitt föstudagskvöldið á dög- unum. Víkverji starði á konuna. Hlessa. Og svei mér þá? Þarna sat hún á sófabrúninni, andstutt og rauðdílótt í framan. Að farast úr spennu. Þessi líka prúða kona sem að jafnaði lætur sér fátt um alla keppni finnast. Og hvað olli þessari geðshræringu hjá konunni? Stjörnuleitin á Stöð 2. Sjónvarpsþáttur þar sem nokkur ungmenni keppa sín á milli í söng og sviðsframkomu. Þar hafði hún fund- ið mann til að halda með – bindast tilfinningalegum böndum. Hann heitir Helgi Rafn og er sviphreinn og kurteis menntaskólanemi með bítlahár. Hennar Arsenal. Víkverji fagnaði þessum tíðindum enda eru fáar athafnir mannlegri en keppni, hvort sem menn taka sjálfir þátt eða styðja einhverja aðra. Blóð- rennsli af þessu tagi er hollt. En keppni hefur tvær hliðar. Eins og það er gaman þegar vel gengur nístir ósigur gegnum merg og bein. Og sl. föstudag dundi reiðarslagið yfir – Helgi Rafn féll úr keppni. Þjóðin hafnaði honum í atkvæða- greiðslu. Þvílíkur dónaskapur! Víkverji var í vinnunni og missti af þessari dæmalausu útsendingu. Hafði þó snemma spurnir af úrslit- um og hugsaði strax til konunnar. Nú liði henni líklega eins og Vík- verja þegar Arsenal laut í lægra haldi fyrir Wrexham í bikarnum 1992. Það voru jafn fáránleg og ósanngjörn úrslit. Vanlíðan vætlaði í æðum. Víkverji hringdi akút í konuna. Hún var bærilega haldin – merkilegt nokk. Víkverji kveikti þó fljótt á því að hún hlyti að vera í afneitun. Tal- aði um að símkerfið hlyti að hafa brugðist í kosningunni. Þetta gat einfaldlega ekki verið satt. Víkverji var líka kominn með bullandi sam- viskubit enda búinn að margsann- færa konuna um að Helgi Rafn myndi vinna þessa keppni, alla vega verða meðal tveggja efstu. Lagðist þar lítið fyrir poppfræðinginn, Vík- verja. Síðan eru liðnir nokkrir dagar og eiginkona Víkverja er á hægum en öruggum batavegi. Alveg eins og Víkverji eftir Wrexham-leikinn 1992. Menn læra nefnilega að lifa með ósigrunum. Það er svo ein- kennilegt. Þar fyrir utan er Víkverji búinn að sannfæra konuna um að þjóðin eigi eftir að éta þessa ákvörð- un ofan í sig. Helgi Rafn muni snúa aftur sem poppstjarna. x x x Þótt eiginkonan hafi lýst því yfirað hún sé hætt að horfa á Stjörnuleitina mun Víkverji halda því áfram. Sjónvarpsefnið er gott. Nú mun hann snúast á sveif með Jóni nokkrum Sigurðssyni. Bráð- hressum manni, sem tekur árásum dómnefndar með jafnaðargeði en hún vill bersýnilega losna við hann úr keppninni. En Jón bara brosir og heldur sínu striki. Magnaður maður. Þjóðin hafnaði þessum manni. Má ekki sitja í framsæti? ÉG las grein föstudaginn 19. desember á baksíðu Morgunblaðsins um hertar kröfur um öryggisbúnað barna í bifreiðum og þar af leiðandi mega börn lægri en 150 cm ekki sitja í fram- sæti. Þá spyr ég bara, hvað með fullorðið fólk sem er minna en 150 cm. Ég per- sónulega er 145 cm og 23 ára. Þýðir það þá að ég mætti jafnvel ekki keyra bíl fyrst börn mega ekki vera undir 150 cm? Hulda Rós. Þakkir til R-listans ÞAÐ gerist ekki oft að okk- ur í baslinu sé rétt hjálp- arhönd sem verulega mun- ar um – á tímum þegar aðrir og ónefndir gera sjálf- um sér tilboð um ríkuleg eftirlaun og síhækkandi launatékka. Því var óskap- lega gleðilegt að heyra af fyrirætlunum Reykjavíkur- borgar að lækka leikskóla- gjöld fimm ára barna og greiðslu fyrir dvöl á frí- stundaheimilum. Þetta er dæmi um aðgerð sem lækk- ar bein útgjöld fjölmargra heimila um tugi þúsunda á ári – heimila sem sannar- lega geta þegið slíka að- stoð. Fyrir hönd barnafólks í Reykjavík langar mig að færa borgarstjórn Reykja- víkur kærar þakkir fyrir þessa snemmbúnu jólagjöf sem munar svo sannarlega um. Sigþrúður Gunnarsd., Laugarnesvegi 78, R. Óánægja með Idol ÉG vil koma á framfæri óánægju minni í sambandi við úrslit Idol í gær, 19. desember. Í fyrsta lagi skildi hvorki ég né nokkur annar fjöl- skyldumeðlimur orð af því sem Egill Ólafsson sagði. Hvað þýðir þetta semitrískur? Og hvað kem- ur það söng við? Í öðru lagi stóð Helgi Rafn sig með prýði og átti ekki þessi ummæli skilin né það að vera sendur heim. Hann hefur allt til að bera til að vera poppstjarna og í mínum huga á hann ekki heima neins staðar nema á sviðinu í Smáralind. Ef það er einhver sem er sviðsdýr í þessum hóp er það Helgi Rafn. Kveðja, Idol-aðdáandi. Fuglafóður í búðirnar ÉG er með fyrirspurn til þeirra sem eru með Sól- skríkjusjóðinn. Hvers vegna er ekki hægt að fá fuglafóður í verslunum? Ég er búin að vera að leita í verslunum að fugla- fóðri en er sagt að það sé ekki fáanlegt hjá birgjun- um. Væri ekki hægt að kippa þessu í lag nú þegar vetur- inn er skollinn á og lítið er um æti fyrir fuglana? Kona í Vesturbænum. Á lægra plani ÉG er áskrifandi að Morg- unblaðinu. Eftir að Morgunblaðið fór að keppa við ruslblöðin fór það á lægra plan í stað- inn fyrir að halda sér eins og það var áður fyrr. Það er allt of mikið af aukablöðum og það vantar góða fréttaritara eins og áður fyrr. Sólveig. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 fussa, 4 snæða, 7 snúa heyi, 8 skottið, 9 lánað, 11 landabréf, 13 ofnar, 14 úði, 15 líf, 17 heiti, 20 ekki gömul, 22 dáin, 23 skrökvað, 24 krossa yfir, 25 beiskar. LÓÐRÉTT 1 dreng, 2 fljót, 3 ein- kenni, 4 fjöl, 5 glufan, 6 fugls, 10 borðaður, 12 guð, 13 skelfing, 15 loð- skinns, 16 erfið, 18 gram- ur, 19 eltir uppi, 20 elska, 21 fánýtt skraut. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 belgingur, 8 fögur, 9 gætir, 10 fag, 11 skali, 13 allur, 15 sleif, 18 hræða, 21 róa, 22 kaupi, 23 leiði, 24 burgeisar. Lóðrétt: 2 eigra, 3 garfi, 4 nugga, 5 umtal, 6 ofns, 7 þrár, 12 lúi, 14 lár, 15 sekk, 16 efuðu, 17 Frigg, 18 halli, 19 æðina, 20 alin. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16  
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.