Morgunblaðið - 23.12.2003, Síða 56

Morgunblaðið - 23.12.2003, Síða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSIR þrír diskar eiga það sam- eiginlegt að vera að mestu teknir upp í fyrra, útgefnir í ár og skarta frábærum hljóðfæraleikurum. Allir eru þeir gefnir út af aðstandendum og eru tveir þeirra tónleikadiskar. Ég heyrði tríóið B3 fyrst í Múl- anum á Sóloni Íslandusi fyrir tveim- ur árum. Þá nefndist það tríó Ás- geirs Ásgeirssonar. Efnisskráin var að mestu djassstandarðar, margir eftir Wes Montgomery, sem er í miklu uppáhaldi hjá Ásgeiri. Á því herrans ári 2001 leit maður á Agnar Má sem píanista fyrst og fremst, en hann hafði lært fleira í New York hjá Larry Goldings, enda Goldings einna fremstur þeirra djassorgelista er leika bassann með vinstri hendi. Stíll hans er líka eins ólíkur stíl Jimmy Smiths og stíll Agnars ólíkur stíl Þóris Baldurssonar. Þessi tvö ár sem B3 hefur starfað eru ár mikilla fram- fara og á Jazzhátíð Reykjavíkur fóru þeir á kostum með kanadíska tromp- etleikaranum Ingrid Jensen. Á þess- um diski er kannski helsti gallinn hve rýþminn er veikur á stundum, sérí lagi í hraðari ópusum. Trommu- leikur Eriks og vinstri hönd Agnars vantar oft herslumuninn uppá sveiflustyrkinn. Afturá móti er tríóið best í ballöðunum og þær eru marg- ar sérdeilis fínar einsog Og hvað svo eftir Ásgeir. Þarna má finna eitt af snilldarverkum Agnars af 01, Open Door, og svo eru ýmsir samkvæm- isleikir iðkaðir einsog í Fes es blús Ásgeirs. Fals Ásgeirs er grípandi og Leeloo Agnars nýbopplína af bestu sort. Sólólínur Agnars og Ásgeirs eru margar hverjar sérdeilis fínar, fullar af ferskum hugmyndum og næmri lýrík. Það verður gaman að heyra hvað þeir bjóða uppá á næsta ári og orgeltríó er þetta þó ekki leiki það í hinum klassíska stíl Jimmy Smiths og félaga. Tónar og hugleiðsla Tónlistin á Tónn í tómið er frá tón- leikum er píanósnillingarnir Agnar Már Magnússon og Ástvaldur Traustason Zen-búddisti héldu í boði Félags íslenskra tónlistarmanna í tilefni af sjötugasta starfsári FÍH í nóvember í fyrra. Það voru ansi magnaðir tónleikar þar sem kerta- ljós juku á stemmninguna er tengja skyldi huga áheyrenda innsta kjarna þeirra og fá hann til að íhuga tilvist sína. Ekki veit ég hvort það tókst en magnað var upphafið er þeir gengu um með málmskálar skreyttar og neru með tréstautum; mögnuðu smámsaman titrandi hljóð og settust síðan við píanóin og spunnu impress- jónískt tónaljóð, sem þó leitaði á stríðari slóðir áðuren yfir lauk: Form er tóm, tóm er form. Síðan hugleiddu þeir tónaljóð Chick Corea: Barna- söngur númer fjögur, sem var oft vel rýþmískur. Stórskemmtilegur var ópus Ástvaldar: Huglægt, þar sem þeir nálguðust nýboppið á stundum. Síðan má heyra jafn ólíka tónlist og búlgarskt þjóðlag og íslenska sálma; Heyr himna smiður og Faðir vor eft- ir Þorkel Sigurbjörnsson, sem voru sérdeilis fallega fluttir. Svo lauk þessu einsog það byrjaði, Form er form, tóm er tóm og félagarnir struku skálarnar. Mér þykir þetta hljóma nokkuð vel á geislaplötunni, en ekki er ég viss um að mér veitist auðvelt að tengja mig innsta kjarna mínum við hlustunina. Þetta er fyrst og fremst fínn píanódjass. Sunna í Tékklandi Þessi fjórða geislaplata Sunnu Gunnlaugsdóttur er tekin upp á tón- leikum í Reduta-djassklúbbnum í Prag í mars í fyrra. Þá tónleikaför hóf hún á Íslandi og lék m.a. í Kaffi- leikhúsinu þar sem ég heyrði kvart- ettinn. Mikið var hann betri mörgum tónleikum síðar í Prag. Sérí lagi Ohad saxófónleikari sem var einsog útúr kortinu í Kaffileikhúsinu. Fyrsta lagið er eftir Sunnu og nefn- ist A Sleeping in The Grass, ekta New York djassslagari í nýju hefð- inni, sem líklegur er til vinsælda í djasssamfélaginu. Afturá móti blikn- aði hann, einsog flestir ópusarnir á diskinum, í samanburði við A Gard- en Someday. Einstaklega fögur ball- aða og vel leikin sem býr yfir sterkri dramatík í lokin. Sóló Sunnu er tær og töfrandi og henni tókst oft vel upp í einleiksköflum sínum þetta mars- kvöld í Prag og bassaleikur Pavolka fínn, meirað segja þegar hann brá fyrir sig boganum. Eftir dálítið stirð- an sóló Talmors í Shifting Sessions leikur Sunna við hvern sinn fingur og tekst að magna upp góða sveiflu. Afturá móti finnst mér dálítið skorta uppá slíkt í Upp á himins bláum boga, eða Upon Heaven’s Blue Bow einsog þjóðlagið okkar nefnist á ensku og er gjarnan á efnisskrá Sunnu. Ekki var ég heillaður af út- setningu Sunnu á þessum húsgangi, en það er virðingarvert að kynna þjóðararfinn á erlendri grund. Sólóspil Sunnu og bassaleikur Pavolka er það besta á þessari plötu, en Lemore er traustur trommari og einstaka sinnum hefur Talmor sig yfir meðalmennskuna í sólóum sín- um. Sunna er óhemju duglegur tónlist- armaður og í janúar leggur hún að nýju land undir fót og heldur frá New York í tónleikaför um Evrópu. Hún mun koma hér við á leiðinni vestur yfir haf og leika á Hótel Borg með nýjum kvartetti sínum þarsem Loren Stillman saxisti og Eivind Opsvik bassaleikari ganga til liðs við hana og Scott. Maður er strax farinn að hlakka til. Hljómborðssveifla og hugleiðsla DJASS Geisladiskar B3: FALS Agnar Már Magnússon orgel, Ásgeir Ás- geirsson gítar og Erik Qvick trommur. FLÝGLADÚETT: TÓNN Í TÓMIÐ Agnar Már Magnússon og Ástvaldur Traustason píanó. SUNNA GUNNLAUGSDÓTTIR: LIVE IN EUROPE Ohad Talmor altósaxófón, Sunna Gunn- laugsdóttir píanó, Matt Pavolka bassa og Scott McLemore trommur. Vernharður Linnet ÞAÐ virðist næsta lygilegt þegar hlustað er á þessa frambærilegu frumraun hljómveitarinnar Doctuz að liðsmenn hennar skuli einungis vera 14 ára gamlir. En sú er nú raun- in og varð ég fyrst vitni að þessum gríðarlegu efnum er þeir tóku þátt í Músíktilraunum í ár, þar sem Doctuz höfnuðu í öðru sæti keppninnar og var með réttu valin efnilegasta sveit- in. Til að kóróna árangurinn var sólógítarleikari sveitarinnar Gabríel Markan Guð- mundsson valinn besti gítarleikari Músíktilraunanna í ár, enginn smá heiður það fyrir þetta ungan hljóð- færaleikara í svo fjölmennri og harðri keppni. En góð- ur árangur í slíkri hljómsveitakeppni verður marklaus með öllu ef honum er ekki fylgt eftir með frekari fram- förum, næstu skrefum í lífi efnilegr- ar hljómsveitar, sem vitaskuld er að láta á samstarfið og afraksturinn reyna með því að gefa hann út. Og þá prófraun hafa Doctuz-drengir tekist á við óbangnir og standast hana í of- análag með bravúr. Friendship of 1 er sex laga plata sem tekin var upp í ágúst fyrir stúd- íótímana sem sveitin fékk að launum fyrir annað sætið. Þetta er mikið rokk. Mikill gítar. Mikil dramatík. Lagasmíðarnar eru einfaldar en uppbyggingin þeim mun marg- snúnari og útpældari hjá þeim drengjum, hvar melódían hvílir að mestu í spennandi samspili tveggja afar efnilegra gítarleikara. Hrynpar- ið gefur þeim þó lítið eftir og heldur vel um taumanna svo úr verða vel uppbyggð og frambærileg lög. Best eru upphafið og endirinn; hin tilfinn- ingaríku „Angel’s Pond“ og „Friend- ship of 1“, sérdeilis fínar og aflmiklar rokkballöður sem ættu að vekja áhuga flestra sem áhuga hafa á slíku. Eðli málsins samkvæmt þarfnast tónlistin vissrar slípunar og meiri aga til þess að verða markvissari en það er nokkuð sem ætti að lagast að sjálfum sér með meiri spilamennsku og frekari þroska. Ef þið standið saman drengir, haldið ykkur við efnið og vinnið áfram í því að finna ykkar eigin hljóm þá er framtíðin björt. Tónlist Efnilegar músík- tilraunir Doctuz Friendship of 1 Eigin útgáfa Hljómsveitina Doctoz skipa: Oddur Júl- íusson gítar og söngur, Sævar S. Guð- mundsson bassi, Gabríel Markan sólógít- ar og Júlíus Ó. Björgvinsson trommur. Skarphéðinn Guðmundsson Doctuz er tvímælalaust meðal mestu efna í íslensku rokki. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 Stóra svið Nýja svið og Litla svið CHICAGO eftir J.Kander og F.Ebb Frumsýning su 18/1 kl 20 - UPPSELT 2. sýn fi 22/1 kl 20 - gul kort 3. sýn lau 24/1 kl 20 - rauð kort 4. sýn su 25/1 kl 20 - græn kort 5. sýn fi 29/1 kl 20 - blá kort Fö 30/1 kl 20 - UPPSELT Fö 6/2 kl 20, Lau 7/2 kl 20 Miðasala: 568 8000 Opið í dag Þorláksmessu 10:00 - 20:00 Opið á aðfangadag: 10:00-12:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Forsýning fö 26/12 kl 20 - kr. 1.500 FRUMSÝNING lau 27/12 kl 20 - UPPSELT Su 28/12 kl 20, Fö 2/1 kl 20, Lau 3/1 kl 20 Lau 10/1 kl 20, Su 11/1 kl 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 9/1 kl 20, Fö 23/1 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 27/12 kl 14 - UPPSELT, Su 28/12 kl 14 - UPPSELT Lau 3/1 kl 14 - UPPSELT, Su 4/1 kl 14,- UPPSELT Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14 Su 18/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 24/1 kl 14, Su 25/1 kl 14 - UPPSELT, Lau 31/1 kl 14, Su 1/2 kl 14, Lau 7/2 kl 14 - TÁKNMÁLSTÚLKUÐ SÝNING TIL SÖLU ALLA DAGA: ***************************************************************** LÍNU-LYKLAKIPPUR, LÍNU-GEISLADISKAR, ********************************************************************* HERRA NÍELS, HESTURINN *********************************************************************GJAFAKORT Á LÍNU LANGSOKK KR. 1.900 **************************************************************** GJAFAKORT Á CHICAGO KR. 2.900 **************************************************************** ALMENN GJAFAKORT - GILDA ENDALAUST MÁN. 29/12 - KL. 19 UPPSELT AUKASÝNING SUN. 4/1 - KL. 19 LAUS SÆTI ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Frumsýning 27. des. kl. 19. - UPPSELT 2. sýn. lau. 3. jan. kl. 20 - laus sæti 3. sýn. sun. 11. jan. kl. 20 - laus sæti Miðasala í síma 552 3000 Loftkastalinn Sun. 28. des. kl. 20.00 laus sæti Lau. 10. jan. kl. 20.00 laus sæti Lau. 17. jan. kl. 20.00 laus sæti Sveinsstykki Arnars Jónssonar Nýr einleikur eftir Þorvald Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.