Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 14
14 B MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ PATREKUR Jóhannesson, lands- liðsmaður í handknattleik, hefur frá mörgu að segja þegar hann gerir upp árið sem senn er á enda. Það hafa skipst á skin og skúrir hjá Pat- reki hvað handboltann varðar. Hann hefur þurft að glíma við tals- vert mótlæti en framundan eru skemmtilegir tímar enda tvö stór- mót á komandi ári með landsliðinu; Evrópumót og Ólympíuleikar. „Það er búið að ganga á ýmsu hjá mér, bæði skemmtilegir hlutir en aðrir leiðinlegir. Það sem hæst ber er að ég ákvað að segja skilið við Essen í Þýskalandi eftir sjö ára dvöl og skipta yfir í Bidasoa á Spáni og það var heilmikil breyting fyrir mig og mína fjölskyldu,“ segir Pat- rekur. Lokaleikur Patreks með Essen síðastliðið vor dró heldur betur dilk á eftir sér. Hann lenti í útistöðum við dómara leiksins og var í kjölfar- ið dæmdur í sex mánaða keppn- isbann. Samningurinn sem hann hafði þegar gert við Bidasoa var í uppnámi enda hótuðu forráðamenn spænska liðsins að rifta honum. Eftir japl, jaml og fuður þar sem málið fór fyrir tvo dómstóla var úr- skurði þýska handknattleiks- sambandsins hnekkt og Patrekur fékk keppnisleyfi í tæka tíð. „Tímabilið hjá Essen var mjög gott þó svo að endirinn hafi verið ansi leiðinlegur. Við fórum í úrslit í bikar og lentum í fjórða sæti í deild- inni sem er besti árangur liðsins á þessum sjö árum sem ég var hjá því. Ég hef ekki ennþá skýringu á því hvað gerðist hjá mér í síðasta leiknum mínum með Essen. Það tók mjög á tilfinningarnar að spila þennan leik enda kveðjuleikurinn hjá mér. Ég var búinn að vera fyr- irliði liðsins í tvö ár og ég man að ég átti mjög erfitt með mig í upphit- uninni. Ég mátti ekki við miklu og í hita leiksins missti ég stjórn á mér. Það reyndist ansi dýrt og á tímabili var allt í óvissu hvað samninginn við Bidasoa varðaði. En sem betur fer leystist málið,“ segir Patrekur. Líf íþróttamanna er ekki alltaf dans á rósum og því hefur Patrekur fengið að kynnast. „Það byrjaði vel hjá mér og liðinu á Spáni en síðan varð ég fyrir því óláni að skaddast á liðþófa og þurfti að gangast undir aðgerð. Ég missti úr nokkrar vikur og á þessum tíma gekk liðinu ekki vel. Það var ansi erfitt að vera fyrir utan og geta ekkert gert en ég er sem betur fer kominn á ferðina aft- ur. Þó svo að deildin á Spáni sé mun veikari í það heila en í Þýskalandi þá sé ég ekkert eftir því að hafa far- ið til Bidasoa og er í raun mjög ánægður að ég skyldi hafa tekið þessa ákvörðun. Ég varð að prófa þetta og þó svo fyrstu mánuðirnir hafi verið erfiðir þá er ég smátt og smátt að aðlagast lífinu á Spáni. Ég hefði örugglega séð eftir því alla ævi ef ég ekki stokkið á tilboðið frá Bidasoa.“ Patrekur er 31 árs og hefur um árabil verið lykilmaður í íslenska landsliðinu. Landsliðið stóð í ströngu í upphafi ársins og á næsta ári tekur liðið þátt í tveimur stór- verkefnum. „Á HM í Portúgal má segja að við höfum náð okkar markmiðum en ekkert meira en það. Við tryggðum okkur farseðilinn á Ólympíuleikana en keppnin sem slík hjá mér og lið- inu var ekkert sérstök. Ég finn það hjá mér og strákunum í landsliðinu að það er að myndast fiðringur í maganum. Ég vona bara að við náum þeim anda sem myndaðist hjá hópnum á EM í Svíþjóð. Það var sérstök og ólýsanleg stemmning sem var þá í liðinu. Hún var ekkert fyrirfram ákveðin, heldur kom hún og jókst eftir því sem betur gekk.“ Spurður hvaða kröfur eigi að setja á landsliðið á EM segir Pat- rekur: ,,Við gerum kröfur á okkur sjálfa að ná sem lengst og auðvitað á fólk að gera það. Við fórum í und- anúrslit í síðustu keppni og mér finnst allt í lagi að gera þá kröfu að við verðum í baráttunni um verð- launasæti. Hópurinn er svipaður og flestir leikmenn á besta aldri en auðvitað verður hver og einn að laða fram sitt besta eins og við gerðum í Svíþjóð.“ Morgunblaðið/Golli Evrópumót framundan: „Við fórum í undanúrslit í síðustu keppni og mér finnst allt í lagi að gera þá kröfu að við verðum í baráttunni um verðlaunasæti. “ Sé ekki eftir því að hafa farið til Spánar Patrekur Jóhannesson HREFNUVEIÐAR hófust hér við land á árinu, eftir 18 ára hlé, en stjórnvöld heimiluðu veiðar á 38 dýrum í vísindaskyni. Þrír hrefnu- bátar héldu til hrefnuveiða um miðjan ágústmánuð, þ. á m. Hall- dór Sigurðsson ÍS frá Ísafirði. Þar ræður ríkjum Konráð Eggertsson, landsþekktur undir nafninu Hrefnu-Konni. „Þetta var kær- komin stund og löngu tímabær,“ segir Konráð. „Við vorum orðnir vondaufir um að hér yrðu leyfðar hrefnuveiðar að nýju en þó var alltaf fyrir hendi veik von í brjósti. Það er síðan ósk- andi að menn standi við fyrirheitin og haldi veiðunum áfram. Að mínu mati getum við ekki leyft okkur annað, því við verðum að nýta allar auðlindir hafsins.“ Konráð segir að veiðarnar í sumar hafi gengið vel og vill ekki kannast við að hafa verið búinn að gleyma réttu handtökunum, þrátt fyrir nærri tveggja áratuga hlé enda hafi litlar breytingar orðið á sjálfum veiðunum. „Handbrögðin gleymast aldrei og menn voru fljótir að rifja þau upp. Og veið- arnar gengu vel, við sjáum mikið af hrefnu en veiðimynstrið var nokkuð annað en fyrir 18 árum þegar við hættum. Nú virðist mun minna æti í sjónum, að minnsta kosti á einstaka svæðum. En ann- ars hafa veiðarnar sjálfar ekki breyst mikið, enda ekki verið stundaðar lengi. Við njótum þó góðs af því að Norðmenn hafa stundað hvalveiðar um nokkurt skeið og meðal annars innleitt notkun sprengjuskutuls sem er al- ger bylting í veiðunum.“ Konráð segir það vera spor í rétta átt að hefja vísindaveiðar á hrefnu en næsta skref sé vitanlega að hefja veiðar í atvinnuskyni. „Stjórnmálamennirnir okkar hafa lofað okkur því að við megum hafa lifibrauð af hvalveiðum árið 2006. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað,“ segir Hrefnu-Konni. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Landfestar leystar: „Það er síðan óskandi að menn standi við fyrirheitin og haldi veiðunum áfram. Að mínu mati getum við ekki leyft okkur annað…“ Kærkomin stund og tímabær Konráð Eggertsson ÁRIÐ hefur verið viðburðaríkt og ánægjulegt hjá Árna Brynjólfssyni, bónda á Vöðlum í Önundarfirði, og fjölskyldu. Árni og kona hans, Erna Rún Thorlacius, eru með blandaðan búskap en aðaláherslan er þó á mjólkurframleiðslu. Þau hjón réðust í að byggja nýtt fjós á árinu. Eftir töluverða undirbúningsvinnu var fyrsta skóflustungan tekin 30. maí og fjósið svo tekið í notkun 7. októ- ber í haust. „Fjósbyggingin stendur upp úr og það var mikið fjör hér í sumar, enda hraustir menn á ferð. Það er enginn bilbugur á mönnum hér í sveitinni, enda eru tveir aðrir bændur í nágrenni við mig að byggja nýtt fjós. Menn tóku hér höndum saman um að verja mjólk- urframleiðsluna í sveitinni og okkar hlutverk er að þjóna okkar neyslu- svæði,“ sagði Árni, sem jafnframt er fyrsti bóndinn til að taka mjalta- þjón (róbot) í notkun á Vest- fjörðum. Árni sagði að tíðarfarið hefði ver- ið með afbrigðum gott í sumar og heyfengur mikill og góður. „Sprett- an var snemma á ferðinni miðað við okkar svæði og maður gat bara heyjað eins mikið og maður komst yfir. Það voru ekki margir sem slógu þrisvar en það hefði þó vel verið hægt víða. Það varð gríðarleg bylting með rúllunum og heyskapur í dag er orðinn allt annars eðlis en áður. Einnig hefur gott tíðarfar hjálpað mikið til.“ Þótt ekki sé stóriðja á svæðinu, eins og Árni orðaði það, sagðist hann skynja jákvæða strauma í kringum sig. „Sveitasamfélagið er í góðum skorðum og sveitirnar og sjávarbyggðirnar styðja hver aðra. Hér eru næg verkefni og ég vil ekki kannast við annað en að hljóðið sé gott í fólkinu.“ Árni og Erna Rún eru einnig tón- listarfólk og hljómsveitin Hjóna- bandið er einmitt skipuð þeim hjón- um. Erna Rún syngur en Árni spilar á skemmtara og harmonikku í bland og syngur líka. Þau hjón hafa spilað á dansleikjum á sínum heimaslóðum og víðar um land og í febrúar sl. brugðu þau undir sig betri fætinum og spiluðu á þorra- blóti Íslendingafélagsins í Chicago í Bandaríkjunum. „Ferðin til Bandaríkjanna stend- ur upp úr á þeim vettvangi en þetta var í annað sinn sem við förum þangað. Þetta var mikil og skemmtileg tilbreyting og af því að við höfðum verið þarna áður gátum við notið ferðarinnar enn betur nú,“ sagði Árni. Líflegt: „Það var mikið fjör hér í sum- ar, enda hraustir menn á ferð.“ Fjósbygging stendur upp úr Morgunblaðið/Jim Smart Gott tíðarfar: Heyfengur var mikill og góður í sumar. „Maður gat bara heyjað eins mikið og maður komst yfir,“ segir bónd- inn á Völlum í Öndunarfirði. Myndin er tekin á heitum sumardegi í Biskupstungum. Árni Brynjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.