Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 24
24 B MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDIR við Kárahnjúkavirkjun, sem nefnd hefur verið mesta framkvæmd Íslandssögunnar, hófust á árinu. Í mars var byrjað að sprengja bergstál úr brún árgljúfurs Jöklu við Kárahnúka. Tilgangurinn var að gera veg niður að væntanlegum hjárennslisgöngum við stíflustæðið sem verktakafyrirtækið Arnarfell tók að sér að sprengja sem undirverktaki ítalska verktakafyrirtækisins Imp- regilo. Morgunblaðið/RAX Stóra bomban við Kárahnjúka Fréttamyndir af innlendum vettvangi ÞRÍTUGUR maður beið bana þegar stór flutningabifreið sem hann ók steyptist fram af Borgarfjarðarbrúnni og lenti í sjónum í ágúst. Bíllinn var á suðurleið með áburðarfarm. Talið er að ökumaðurinn hafi misst vald á bifreiðinni þegar hjólbarði sprakk en hún rauf brúarhandriðið á 25 metra kafla og steyptist fram af brúnni. Fjölmennt lið lögreglu, sjúkraliðs, björgunarsveita og kafara var kallað út en mað- urinn var látinn þegar kafarar komust að stýrishúsinu. Morgunblaðið/Júlíus Steyptist fram af Borgarfjarðarbrú KIRKJUGARÐUR frá árdögum kristni á Íslandi kom í ljós við forn- leifauppgröft í landi jarðarinnar Keldudals í Hegranesi í Skagafirði. Bóndinn á bænum fékk mannabein í skófluna þegar hann tók grunn fyrir nýju íbúðarhúsi. Fornleifafræðingar hafa unnið við að hreinsa ofan af kirkjugarðinum sem sagður er óvenju heillegur. Hringlaga garður umlykur hann. Þar höfðu í ágúst fundist 52 grafir og höfðu beinin varðveist mjög vel, miðað við að jarðsett var fyrir árið 1104 en gjóskulag úr Heklugosi það ár lá yfir öllum garðinum. Morgunblaðið/Kristinn Grafir frá árdögum kristni ÞRÍR bátar fóru til hrefnuveiða í ágúst samkvæmt rannsóknaáætlun Haf- rannsóknastofnunar. Njörður KÓ veiddi fyrstu hrefnuna sólarhring síðar, eftir að erlendir fjölmiðlamenn sem höfðu fylgt bátnum eftir sneru til lands. Fyrsta hrefnan var lítið karldýr og gekk aflífun þess vel, samkvæmt upplýsingum Hafrannsóknastofnunar. Dýrið var skorið úti á sjó á leiðinni til hafnar í Ólafsvík þar sem kjötinu var landað og afhent til sölu í verslunum Hagkaupa. Til stóð að veiða 38 hrefn- ur en tvö dýr vantaði upp á að kvótinn næðist þegar veiðitímanum lauk í septemberlok. Morgunblaðið/Alfons Finsson Fyrsta hrefnan skorin FORYSTUMENN stjórnmálaflokk- anna biðu eins og margir aðrir spenntir eftir fyrstu tölum að kvöldi kjördags í maí en þá var kosið til Al- þingis. Niðurstaðan varð sú að rík- isstjórnarflokkarnir héldu meirihluta sínum á þingi þótt Sjálfstæðisflokk- urinn missti nokkurt fylgi og þrjú þingsæti. Framsóknarflokkurinn hélt óbreyttum fjölda þingmanna. Sam- fylkingin bætti við sig þremur mönn- um, Frjálslyndi flokkurinn tveimur og Vinstrihreyfingin – grænt framboð tapaði einu þingsæti. Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknarflokkur end- urnýjuðu fljótlega eftir kosningar samstarf sitt um stjórn landsmála, með ýmsum breytingum. Þannig tekur Halldór Ásgrímsson við for- sætisráðuneytinu af Davíð Oddssyni næsta haust. Morgunblaðið/Golli Sviptingar í stjórnmálum ÞÚSUNDIR manna lögðu á sig ferðalög eða vökur eða að vakna óvenju snemma nótt eina í lok maí til þess að sjá óvenjulegan sólmyrkva. Var þetta svokallaður hringmyrkvi þar sem tunglið fór allt inn fyrir sólkringluna en náði ekki að hylja hana alveg. Hring- myrkvinn sýndi sig best á Norður- landi og Vestfjörðum. Hundruð manna nutu hans þar þessar ör- fáu mínútur sem það tók skugg- ann að fara yfir en skýjafar kom í veg fyrir að þúsundir gætu séð náttúrufyrirbærið. Morgunblaðið/Rax Hringmyrkvi á sólu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.