Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 22
22 B MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Innanlands eru það helst breyt-ingar á eignarhaldi stórra fyr-irtækja sem hafa vakið athyglimína á árinu,“ segir Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls. „Það hefur orðið mikil breyting á fyrirtækja- landslaginu hér á landi á skömmum tíma. Auk þess er sjálfsagt að nefna merki um grósku í íslensku athafna- lífi sem tengist m.a. umsvifum vegna stóriðju, ásamt útrás fjármálafyrir- tækja og fyrirtækja á borð við Össur, Bakkavör, Pharmaco, Marel og Flögu.“ Aðspurður um þróun mála utan Íslands nefnir Ragnar fyrst að ófrið- urinn í Mið-Austurlöndum, og Írak sérstaklega, hafi valdið mönnum áhyggjum. „Ófriðurinn ásamt við- horfi til efnahagsbata í Bandaríkjun- um hefur haft áhrif á gengi gjald- miðla, sem hefur komið sér illa fyrir okkur hjá Norðuráli. Dollarinn hefur verið að veikjast of mikið gagnvart íslensku krónunni og evru.“ Hvað varðar ytra umhverfi ál- framleiðslu nefnir Ragnar að álverð hafi farið hækkandi undanfarið, en verð á súráli – hráefninu til álfram- leiðslu – hafi einnig hækkað. „Súr- álsverð hefur hækkað mikið og skammtímaverð á súráli, það er á sú- ráli sem ekki er selt samkvæmt lang- tímasamningum, hefur tvöfaldast á árinu sem er að líða. Þetta er mjög mikil sveifla og óvenjuleg.“ Ragnar rekur þessa miklu hækkun meðal annars til aukinnar eftirspurnar frá Kína. Kínverjar hafi verið að byggja upp mikinn áliðnað, en súrálsfram- leiðsla þeirra ekki haldist í hendur við aukna eftirspurn innanlands. Kínverjar eiga báxítnámur en súrál er unnið úr báxíti. Ragnar telur að framboð og eftirspurn á súráli innan Kína muni væntanlega ná jafnvægi á næstu tveimur til þremur árum. Skammtímasveiflur á súrálsverði hafa ekki haft áhrif á súrálsverð til Norðuráls enn sem komið er, að sögn Ragnars. „Okkar súrál er keypt samkvæmt langtímasamningum svo þessar skammtímasveiflur hafa ekki áhrif á innkaup okkar til núverandi rekstrar. En þessar verðbreytingar á súráli hafa haft nokkur áhrif á við- horf manna þegar kemur til samn- inga um hráefni vegna frekari stækkunar Norðuráls. Okkur er lítill akkur í háu súrálsverði þegar verið er að hugleiða samninga til lengri tíma.“ Hér innanlands voru sviptingar vegna orkuöflunar fyrir væntanlega stækkun Norðuráls það sem bar hæst á vettvangi fyrirtækisins, að mati Ragnars. „Landsvirkjun til- kynnti okkur í september síðastliðn- um að hún gæti ekki útvegað okkur orku fyrir næstu stækkun Norðuráls innan þess tímaramma sem menn höfðu sett sér. Fljótlega eftir það kom í ljós að Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja gætu hlaup- ið í skarðið og útvegað það sem á vantaði og er búið að gera samkomu- lag um það. Vonandi verður hægt að gera endanlega samninga um orku- kaupin á næsta ári.“ Að sögn Ragnars hefur rekstur Norðuráls gengið vel á þessu ári og líkur á meiri hagnaði en í fyrra. „Það er einnig útlit fyrir ágætan rekstur á næsta ári með hækkandi álverði og tiltölulega lágu vaxtastigi í dollurum talið en aukinn kostnaður vegna launa og rafskauta vegur þó þar á móti. Lán okkar eru í Bandaríkjadöl- um og dollaravextir hafa verið mjög lágir á þessu ári. Það er engin veru- leg breyting fyrirsjáanleg á næsta ári í þeim efnum.“ En hvað skyldi bera hæst í einka- lífi Ragnars? „Einar Sturluson, afi minn og kær vinur alla tíð, lést á árinu. Hins vegar fengum við hjónin þær góðu fréttir í júní að konan mín, Íris Halla Nordquist, ætti von á þriðja barni okkar í febrúar næst- komandi. Sömuleiðis er hún að ljúka námi í viðskiptafræði við Tæknihá- skóla Íslands og það er einnig stór áfangi í okkar persónulega lífi.“ Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðuráls Útlit fyrir ágæta rekstrarafkomu Morgunblaðið/Kristinn Það markverðasta í heimsmál-unum á þessu ári er niður-staða skýrslu frá þróunar-hjálp Sameinuðu þjóðanna um þúsaldarmarkmið átta helstu iðnríkja heims í þróunarmálum, seg- ir Anna M.Þ. Ólafsdóttir, fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Meðal yfirlýstra þúsald- armarkmiða er að minnka um helm- ing fátækt í heiminum fyrir árið 2015 og tryggja öllum börnum skóla- göngu, svo eitthvað sé nefnt. „Jeffrey Sachs, aðalráðgjafi Kofis Annans um þróunarhjálp, segir að ef farið væri eftir þessum markmiðum mætti uppræta örbirgð í heiminum með einni kynslóð. En til þess að svo megi verða þurfa bæði ríku og fá- tæku þjóðirnar að fara eftir skuld- bindingum sínum. Það þarf að draga úr niðurgreiðslum, gera þannig við- skiptasamninga að fátæk lönd fái að selja vörur á okkar markaði, auka framlag til þróunarmála og afskrifa skuldir þeirra sem standa verst. Við Íslendingar höfum satt að segja staðið okkur mjög illa í fram- lögum til þessara mála. En nú eru menn eitthvað að taka við sér út af setunni í öryggisráði SÞ og sjá að þetta verði þeim fjötur um fót. Þó að það sé kannski ekki sú ástæða sem maður hefði helst viljað sjá fyrir því að framlög væru aukin, er auðvitað gott að vita til þess að nú sé áhugi fyrir hendi. Í umræðunni er að kom- ast í þetta lágmark sem Sameinuðu þjóðirnar eru búnar að miða við í áraraðir og þá á 10–15 árum. Þá er kominn sá tími sem búið er að setja hvað varðar þúsaldarmarkmiðin og þar með er það orðið of seint. Sam- einuðu þjóðirnar hafa talað um að framlag skuli vera 0,7% af þjóðar- framleiðslu en nú leggjum við af mörkum 0,16%, eða þar um bil. Það er búið að tala um þetta framlag oft og mörgum sinnum í gegnum tíðina og ákveða jafnoft að hækka það, en aldrei verður af því. Að stjórnvöld séu enn að tala um það að kannski þurfi áratug til þess að ná lágmarkinu sýnir bara að ekki sé nægur vilji fyrir því á Íslandi eða í öðrum ríkum löndum. Markmið í þróunarmálum eru samþykkt aftur og aftur og ásetningur margítrekað- ur, en svo er því miður allt annað upp á teningnum í reynd. Í fyrrgreindri skýrslu koma síðan fram ábendingar um hvað þurfi að gera til þess að þús- aldarmarkmiðin náist. Auðvitað bera fátækari ríki mikla ábyrgð líka, þau þurfa að bæta stjórnarfar og efna- hag og sjá til þess að hagvöxtur nýt- ist hinum fátækustu og að frekar séu byggðir grunnskólar og litlar heilsu- gæslustöðvar í sveitum en einn há- tæknispítali í borginni,“ segir Anna. Þá segir hún mjög ánægjulegt hvað þróunarstarf Hjálparstarfsins hafi gengið vel. „Árleg jólasöfnun í fyrra, sem var fyrir vatni, tókst mjög vel. Vinnan sem farið hefur fram allt þetta ár hefur skilað feikilega mikl- um og góðum árangri til næstu ára og áratuga, því hver brunnur endist mjög lengi. Annað sem mér finnst merkilegt og ánægjulegt er það, að nú er byrjað að láta söfnunarkörfur ganga í mess- um hérlendis. Hallgrímskirkja hefur riðið á vaðið með þetta og hið sama er farið að gera í Grensáskirkju. Hér áður pirr- aði það mig að geta ekki farið í friði til messu án þess að þurfa að hugsa út í það hvort maður væri með pening eða þurfa að skammast sín fyrir að vera það ekki. En eftir að hafa unnið hjá Hjálparstarfinu og verið í kristilegu læri hjá Jónasi Þór- issyni framkvæmdastjóra hér, sem hefur verið kristniboði í 14 ár, hef ég skilið hvað þetta er mikill grundvallarþáttur í því að vera kristinn og hvað þetta er eðlilegt. Kirkjan get- ur ekki þrifist nema fólk sé til í að leggja öðrum lið.“ Hið þriðja markverðasta á árinu segir Anna vera tveggja mánaða launalaust leyfi í febr- úar og mars, er hún fór til Arg- entínu. „Ég var að koma í fyrsta sinn til Suður-Ameríku og fannst það mjög gaman. Þótt ég viti að bæði Argentína og Úrúgvæ, sem ég heim- sótti líka, séu mjög evrópsk lönd, kom mér samt á óvart að vera komin alla þessa leið og umhverfið samt svona mikið líkt okkar. Hið minnis- stæðasta í ferðinni var að skoða Iguazu-fossana. Umhverfið er mjög skógi vaxið og feikilega tilkomumik- ið og mér var ofarlega í huga kvik- myndin Mission með Jeremy Irons og Robert de Niro um Jesúítatrú- boðið á þessum sömu slóðum. Einnig stendur upp úr í minningunni flúða- sigling í Skagafirði síðastliðið sumar þar sem báturinn okkar steytti á steini í miðjum fossi og við hverfð- umst um eins og flíkur í kraftmikilli þvottavél. Ég hugsaði með mér: það er þá svona þegar fólk drukknar. Það var ævintýralegt, í það minnsta eftir á,“ segir Anna M.Þ. Ólafsdóttir, fræðslu- og upplýsingafulltrúi, að síðustu. Anna M. Þ. Ólafsdóttir, fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar Morgunblaðið/Ásdís Höfum staðið okkur illa í framlögum til þróunarmála Á alþjóðavettvangi erstríðið í Írak stærstamál ársins. Þar þóttimér eftirtektarverð sú barátta sem fram fór á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna um hvernig leysa ætti meinta ógn af völdum gereyðingarvopna í höndum Íraka – í anda fjöl- þjóðahyggju með samþykki og umboði SÞ eða með einhliða stríðsaðgerðum Bandaríkj- anna og Bretlands,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúru- verndarsamtaka Íslands. Átökin milli fjölþjóðahyggju og einhliða afstöðu Bandaríkj- anna koma einnig skýrt fram í umhverfismálum, að hans mati. „Bandaríkjastjórn hafnar nið- urstöðum vísindasamfélagsins um þá hættu sem stafar af sí- auknum útblæstri gróðurhúsaloftteg- unda og breytingum á loftslagi jarð- ar,“ segir hann. „Á nýafstöðnu þingi Loftslagssamnings SÞ kom berlega í ljós hversu erfitt það er fyrir fulltrúa Bandaríkjastjórnar að verja stefnu Bush gagnvart Kyoto-bókuninni.“ Árni segir vandræði Bush helst fel- ast í því að stjórn hans viðurkennir ekki það vandamál sem við er að eiga en Bush þykist samt vera að gera eitt- hvað til að leysa það, en þó ekki fyrr en eftir svona 10–20 ár þegar tækni- legar lausnir hafa verið þróaðar. „Hugmyndafræðingar Hvíta hússins fara jafnvel yfir frumdrög að skýrslum eigin sérfræðistofnana um loftslagsbreytingar með svörtum penna og breyta niðurstöðum til að gera þær þóknanlegar stefnu(leysi) forsetans,“ segir Árni. Árna er fleira ofarlega í huga við áramótin. Morðið á Önnu Lindh var reiðarslag. „Ég kynntist Önnu Lindh lítillega við undirbúning Norðursjáv- arráðstefnunnar 1995 þegar hún var nýorðin umhverfisráðherra Svíþjóð- ar,“ segir hann og að þar hafi hún sýnt hversu öflugur stjórnmálamaður hún var. Árni segir að hún hafi tekið gagnrýni umhverfisverndarsamtaka með stæl og bara spurt á móti: „Hvernig eigum við að leysa málið?“ Hér heima markaði úrskurður setts umhverfisráðherra, Jóns Krist- jánssonar, um Norðlingaölduveitu tímamót, að mati Árna. „Með úr- skurði Jóns – eins og hann var kynnt- ur með lónhæð í 566 metrum yfir sjávarmáli – eru friðlandsmörkin í Þjórsárverum virt,“ segir hann og að það sé mikilvægur sigur fyrir nátt- úruvernd og það beri sérstaklega að þakka framlagi heimamanna. „Eftir að ljóst varð að Alcoa hygð- ist kaupa orku frá Kárahnjúkavirkjun varð mjög erfitt að stöðva þá fram- kvæmd,“ segir Árni. „Í raun hófust framkvæmdir árið 2002. Eftir stend- ur sá möguleiki að stofna þjóðgarð á öllu vatnasviði Jökulsár á Fjöllum og þar með glæsilegt verndarsvæði sem flytja myndi hróður Íslands víða um lönd. Þessi hugmynd að þjóðgarði nýtur nú stuðnings meðal þingmanna allra stjórnmálaflokka og heima- manna.“ Umræða um umhverfismál hefur aukist að magni og gæðum undanfar- in ár. Almenningur lætur þessi mál æ meir til sín taka. Árna finnst vert að benda á að nýleg niðurstaða skoðana- könnunar Gallup sýni að 48% þjóð- arinnar telji mikilvægt að til séu al- þjóðleg umhverfisverndarsamtök á borð við Greenpeace. „Það lýsir e.t.v. best þeirri breytingu sem orðið hefur á Íslandi. Í mínum huga skiptir sú breyting mestu fyrir framtíðina,“ seg- ir hann. Um hvað sé minnisstæðast úr einkalífinu segir Árni: „Dætur okkar tvær, Lára Debaruna og Karitas Su- mati, búa mér og Hrafnhildi til skemmtilegar minningar á hverjum degi. Afmælisdagur í anda Línu lang- sokks, sumarfrí á Akureyri eða venju- legur skóladagur eru dýrmætar minningar.“ Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Einhliða stríðsrekstur í Írak Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.