Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 B 27 Munið að slökkva á kertunum          Aldrei má skilja eftir kerti eða kerta- skreytingu í mannlausu herbergi s.s. í fundarherbergi eða á kaffistofu vinnustaðar Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins    KONA flýr með börn sín frá borginni Basra í Suður-Írak þegar hundruð fjölskyldna flúðu úr borginni vegna mat- vælaskorts um viku eftir að stríðið í Írak hófst. Hermt var að margir flóttamannanna hefðu særst þegar vopnaðir liðs- menn stjórnarflokks Saddams Husseins hefðu skotið sprengikúlum á brú sem flóttafólkið fór yfir. Stríðið hófst aðfaranótt fimmtudagsins 20. mars þegar bandarískum stýriflaugum var skotið á Bagdad. Stjórn Saddams féll 9. apríl og George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir 1. maí að meiriháttar hernaðaraðgerðum væri lokið í Írak. Reuters Á flótta frá Basra í Íraksstríðinu MÓTMÆLENDUR í Durban í Suður-Afríku sýna hvernig fer fyrir alnæmissjúklingum sem fá ekki nauðsynleg lyf. Þannig létu þeir í ljósi óánægju með suður-afrísk stjórnvöld sem þeir saka um að draga lappirnar í baráttunni við sjúkdóm- inn. Um 5,3 milljónir af 45 milljónum íbúa Suður-Afríku hafa smitast af HIV-veirunni sem veldur alnæmi. Talið er að í heiminum öllum hafi 40 milljónir manna smitast af veirunni. Reuters Alnæmislyfja krafist BANDARÍSKA geimferjan Kólumbía leystist upp yfir Texas 1. febrúar þegar hún var á leið til lendingar á Canaveral- höfða á Flórída eftir leiðangur til Alþjóðlegu geimstöðv- arinnar. Sjö manna áhöfn ferjunnar fórst. Hal Gehman, formaður nefndar sem rannsakaði slysið, skýrir hér frá niðurstöðum hennar. Nefndin sagði að slysið mætti rekja til óviðunandi starfshátta hjá bandarísku geim- vísindastofnuninni NASA og ófullnægjandi öryggisviðbún- aðar. Talið er að slysið hafi orðið vegna kvoðubúts sem brotnaði af eldsneytistanki ferjunnar eftir flugtak og skemmdi hlífðarflísar hennar. Reuters Geimferja ferst yfir Texas LÆKNIR skoðar tennur Saddams Husseins eftir að íraski forsetinn fyrrverandi fannst í holu sem grafin hafði verið í jörðina nálægt heimaborg hans, Tikrit. Saddam var fúlskeggjaður þegar hann fannst laugardaginn 13. desember í rúmlega tveggja metra djúpri holu sem var nógu stór til að hann gæti sofið þar. Hann hafði um 750.000 Banda- ríkjadali, tæpar 60 milljónir króna, í hundrað doll- ara seðlum. Þá hafði hann tiltækar tvær vélbyssur en veitti samt enga mótspyrnu þegar bandarískir hermenn handtóku hann. Saddam finnst í holu Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.