Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 30
30 B MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Magnús Þór Haf-steinsson, alþing-ismaður og vara-formaðurFrjálslynda flokks- ins, segir að á innlendum vettvangi hafi alþingiskosningarnar borið hæst á árinu sem er að líða. Í kosningunum hafi Frjálslyndi flokkurinn fest sig í sessi en Magnús kveðst þó hafa orðið fyrir vonbrigðum með að ríkisstjórnin skyldi halda velli. Hann bætir því við að stuðningur íslenskra stjórn- valda við Íraksstríðið á árinu hafi sett svartan blett á ríkisstjórnina. „Frjálslyndi flokkurinn fór í gegn- um mjög skemmtilega og harða kosningabaráttu. Hún var einnig mjög lærdómsrík. Við náðum mjög jákvæðum árangri; fengum fjóra menn inn á þing, þvert á það sem margir höfðu spáð. Margir höfðu spáð því að við myndum þurrkast út í kosningunum,“ segir hann. Magnús settist á þing í byrjun sumars sem þingmaður Frjáls- lynda flokksins í Suðurkjördæmi. Aðspurður segist hann sáttur við flokkinn og starf hans á árinu. „Þetta hefur verið mikið átakaár. Ég hef sagt að þetta hafi ef til vill verið úrslitaár varðandi framtíð flokksins. Við erum þó enn að mót- ast og viðurkennum það fúslega.“ Hann bætir því við að framundan sé mikið starf. „Við þurfum að fara aftur yfir málefnavinnuna og hið innra starf flokksins. Það bíða okk- ar því mörg og mikilvæg verkefni á nýju ári.“ Magnús segir að flokkurinn hafi lent í nokkrum vandræðum á árinu en þau hafi fengið farsælan endi. „Ég dreg til dæmis enga dul á á að mál Gunnars Örlygssonar þing- manns hafi verið erfitt í haust en tel að það hafi náð farsælum endi.“ Magnús segir að frumvarpið um eftirlaun æðstu embættismanna hafi einnig verið flokknum erfitt. Einn þingmanna flokksins, Sig- urjón Þórðarson, var meðal flutn- ingsmanna þess en að lokum fór það svo að þingflokkurinn greiddi allur atkvæði gegn samþykkt frumvarpsins. „Í því máli kom reynsluleysi okkar þingmanna skýrt fram. Við létum plata okkur. Við erum hins vegar farnir að gera okkur grein fyrir því að við verð- um að passa okkur mjög mikið á Alþingi. Þar erum við innan um reynslubolta sem hafa allt að ald- arfjórðungs þingreynslu. Þar eru mjög reyndir pólitískir klækjaref- ir.“ Magnús bendir að þingmenn flokksins séu nýliðar á þingi „en við ætlum að reyna að læra hratt og örugglega,“ ítrekar hann. Íraksstríðið svartur blettur Magnús segir að stuðningur ís- lenskra stjórnvalda við Íraks- stríðið setji svartan blett á rík- isstjórnina. „Mér finnst það ófyrirgefanlegt að þeir skuli hafa skrifað upp á að við færum með hernaði gegn annarri þjóð á mjög svo vafasömum forsendum.“ Hann segir Bandaríkjamenn komna út í mikinn forarpytt í Írak. Tugir þús- unda borgara hafi fallið í Írak og nú séu þar sjálfsmorðsárásir dag- legt brauð. „Þær sýna í raun ör- væntinguna sem ríkir hjá fólkinu í Írak, þ.e. það er tilbúið til að fórna sér til að losna við þetta innrás- arafl. Mér finnst Íraksstríðið varpa mjög dökkum skugga á ár- ið.“ Aðspurður segir Magnús að hann telji að næsta ár eigi eftir að verða skemmtilegt í stjórnmálum. „Það er ákveðin spenna í loftinu. Það verður til dæmis gaman að sjá hvað Davíð Oddsson gerir og hvernig stjórnarskiptin munu tak- ast, þ.e. hvernig ríkisstjórninni muni vegna undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar. Ég er ekki viss um að henni muni vegna vel. Ég held að það verði mun veikari stjórn en núna. Ég tel að margir sjálfstæð- ismenn séu ósáttir við að þurfa að afhenda stjórnartaumana til Fram- sóknar; það er ákveðin kergja þar á bæ gagnvart því að þeir þurfi að afsala sér völdum með þessum hætti til Framsóknar.“ Magnús segir að hvað sem því líði þá muni Frjálslyndi flokkurinn halda áfram að vera í öflugri stjórnarandstöðu. „Það er okkar hlutverk að veita þeim aðhald.“ Fór í fæðingarorlof Á árinu urðu ýmsar breytingar í persónulegu lífi Magnúsar. Hann skipti um starfsvettvang og tók sæti á Alþingi í fyrsta skipti sl. sumar, eins og áður sagði, en áður hafði hann tekið við varafor- mennsku í Frjálslynda flokknum. Skömmu eftir kosningar gerðist hins vegar stórviðburður í lífi hans, eins og hann orðar það, því þá fæddist honum dóttir. Er hún fimmta barn hans og eiginkonu hans, Ragnheiðar Runólfsdóttur. Magnús fór í þriggja mánaða fæðingarorlof í byrjun nóvember sl. og tók varamaður hans sæti á þingi á meðan. „ Ég kem aftur til starfa á þingi í byrjun febrúar og hlakka mikið til að taka upp þráð- inn að nýju,“ segir hann og bætir því við að Alþingi sé skemmtilegur vinnustaður. Aðspurður segir hann að tíminn í fæðingarorlofinu hafi verið stórkostlegur og kveðst hann ekki hafa viljað missa af þeim tíma. Hann segist aldrei hafa tekið fæðingarorlof áður. „Ég var mikið í burtu í sumar og í haust þegar þingið var. Það er því frábært að fá tækifæri til að vera heima. Þetta er tími sem kemur aldrei aftur,“ segir hann en börnin hans eru á aldrinum sex mánaða til þrettán ára. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins. Vonbrigði að stjórnin skyldi halda velli Morgunblaðið/Árni Sæberg Magnús Þór Hafsteinsson: „Mér finnst það ófyrirgefanlegt að þeir skuli hafa skrifað upp á að við færum með hernaði gegn annarri þjóð á mjög svo vafasöm- um forsendum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.