Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 11 Námskeið um unglinga og sjálfsvíg BARNAGEÐLÆKNAFÉLAG Ís- lands stendur fyrir námskeiði um unglinga og sjálfsvíg. Námskeiðið fer fram á morgun, föstudaginn 23. janúar, kl. 9–15, í sal Læknafélagsins í Hlíðasmára í Kópavogi. Erindi halda: Bertrand Lauth, Sigurður Rafn A. Levy, Guðlaug M. Júlíusdóttir, Helgi Garðar Garðars- son, Hulda Guðmundsdóttir, Nicolas Georgieff, Simon R. Wilkinsson og Guðrún Oddsdóttir. Námskeiðsgjald er 5.000 krónur og er kaffi innifalið. Formenn norrænna jafn- aðarmanna- flokka funda hér Á NÝAFSTÖÐNUM ársfundi SAM- AK, sambands norrænna jafnaðar- mannaflokka og verkalýðshreyfinga, sem haldinn var í Svíþjóð var ákveð- ið að formenn flokkanna hittist á samráðsfundi á Íslandi innan skamms. Formennirnir fimm, þeir Göran Persson, Paavo Lipponen, Össur Skarphéðinsson, Jens Stoltenberg og Mogens Lykketoft, munu m.a. ræða stækkun Evrópusambandsins, áhrif hennar á vinnumarkaðinn, ekki síst í ljósi starfsemi svokallaðra starfsmannaleiga, og stöðu og sam- vinnu Norðurlandanna í Evrópu- samstarfinu. Utanríkismálahópur undir forystu Paul Nyrup Rasmussen hefur sér- staklega rannsakað áhrif stækkunar ESB á vinnumarkaðinn. Á fundinum í Svíþjóð var afráðið að Össur Skarp- héðinsson hefði forystu í hópnum varðandi þau mál sem lúta að starfs- mannaleigum og verða þau rædd á sérstökum fundi í mars með írskum stjórnvöldum sem fara nú með for- sæti í ESB. NEMENDUR Menntaskólans við Hamrahlíð fjölmenntu á fund nem- endafélagsins í gær þar sem rætt var um styttingu náms í framhalds- skólunum. Framsögu höfðu þingmennirnir Björgvin G. Sigurðsson, Samfylk- ingunni, Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði, og Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokknum, en auk þess kynnti Oddný Harðardóttir verk- efnisstjóri skýrslu mennta- málaráðaneytisins um málið. Þungar áhyggjur af fjölbreyti- leika og valfögunum Að lokinni framsögu þingmanna var opnað fyrir spurningar nem- enda úr sal og var greinilegt að nemendur við MH höfðu töluverðar áhyggjur af því að stytting námsins myndi draga úr fjölbreytileika í framhaldsskólanámi og skapa mun minna svigrúm fyrir nemendur til þess að leggja stund á ýmsar val- greinar, einkum og sér í lagi á lista- sviði. Töldu margir þeirra deginum ljósara að fækkun eininga til stúd- entsprófs myndi ekki bitna á svo- kölluðum kjarnagreinum heldur alls kyns valgreinum, s.s. á sviði bókmennta, leik- og myndlistar og tónlistar. Að tala um að ekki stæði til þess að draga úr þeim fjölbreyti- leika með styttingu námsins væri nánast hræsni. Urðu margir til að taka undir mikilvægi þess að stytt- ing námsins yrði ekki til þess að fækka valmöguleikum nemenda eða möguleikum skólanna til að halda í sérstöðu sína á ýmsum sviðum. Undir þetta síðara atriði tóku aþingmennirnir og sögðu að ólíkir framhaldsskólar með ólíkar áherslur væru einn af kostunum við framhaldsskólana. Kæmi mest við starf „bekkjarskólanna“ Sigurður Kári sagðist almennt telja nokkuð góð rök vera fyrir styttingu náms til stúdentsprófs en minnti um leið á að engar formlegar ákvarðanir hefðu verið teknar og afstaða alþingismanna misjöfn til hugmyndanna, jafnvel innan sama flokks. Hann lagði áherslu á að sveigjanleiki í fjölbrautaskólunum yrði áfram mikill þrátt fyrir stytt- ingu námsins, m.a. að því er varðaði námslengd og valgreinar og fjölda eininga sem menn tækju til stúd- entsprófs. Hins vegar taldi Sigurður einsýnt að styttingin kæmi harðar niður á skólunum með bekkjarkerfi og breytingar myndi því brenna heitar á þeim. Björgvin G. Sigurðsson sagði að markmiðið með styttingu náms hlyti að vera betri menntun og undirbún- ingur nemenda fyrir frekara nám og starf síðar á ævinni. Hann sagði nokkuð hafa vantað upp á almenna umræðu um málið en tók fram að hann teldi tillögur mennta- málaráðuneytsins eins og þær birt- ast í skýrslu þess alls ekki uppfylla þessar forsendur. Hann taldi m.a. að töluvert vantaði upp á að menn skoðuðu betur tenginguna milli grunn- og framhaldsskólanna, sam- ráð við skólasamfélagið hefði verið of lítið og eins og þessar tillögur væru nú liti vart út fyrir annað en menn myndu gengisfella stúdents- prófið. Kolbrún tók fram að VG gagn- rýndi skýrslu menntamálaráðu- neytsins harðalega og hafnaði stytt- ingu námsins á forsendum hennar enda væru margar neikvæðar hlið- ar á hugmyndunum í henni. Kol- brún sagði VG ekki vera á móti styttingu náms til stúdentsprófs út af fyrir sig en flokkurinn vildi standa vörð um öfluga mennta- stefnu og hugmyndirnar í skýrsl- unni lyktuðu um of af sparnaði. Taldi Kolbrún nauðsynlegt að fara mjög vandlega yfir málið enda væri gildandi skólastefna frá árinu 1998 góð en staðreyndin væri sú að henni hefði ekki verið hrint í framkvæmd að fullu. Morgunblaðið/Eggert Nokkur uggur var í nemendum í MH vegna valgreina sem kenndar eru við skólann. Nemendur hafa áhyggjur af minna svigrúmi í náminu ♦♦♦ KOMIÐ hafa upp tilfelli hér á landi þar sem fólk hefur veikst af smit- sjúkdómum erlendis, einkum salm- onellu, sem eru ónæmir fyrir ákveðnum tegundum sýklalyfja. Að sögn Haraldar Briem sóttvarna- læknis eru vissar bakteríur hér á landi sem hafa ákveðið sýklalyfja- ónæmi en ónæmir smitsjúkdómar eru enn sem komið er ekki algeng- ir hér á landi og enginn þeirra hefur náð útbreiðslu nema fjölónæmir pneumokokkar og klasakokkar á allra síðustu misserum. „Okkar innlendu salmonellur hafa sem betur fer verið næmar fyrir öllum þessum sýklalyfjum sem við notum gegn þeim en við sjáum að þegar fólk veikist í útlöndum þá ber svolítið á sýklalyfjaónæmi. Það eru vissar bakteríur sem eru komnar til landsins sem hafa ákveðið sýklalyfja- ónæmi, svokallaðir klasakokkar, sem eru einkum vandamál á spítöl- um og einnig má nefna penicillínó- næma pneumókokka sem valdið geta eyrnabólgum og lungnasýkingu. Mikil sýklalyfjanotkun getur stuðlað að myndun ónæmis gegn lyfjunum og því er afar mikilvægt að nota sýklalyfin rétt og sparlega,“ segir Haraldur, en að sögn hans er unnið að því að fylgjast grannt með ónæm- ismyndun og sýklalyfjanotkun hér á landi. Fjallað var um smitsjúkdóma og sýklavopn á Læknadögum á Nor- dica-hóteli í gær og flutti Haraldur m.a. erindi um mögulegan viðbúnað við sýklavopnum á Íslandi. Hættulegustu sýklavopnin bólusótt og svartidauði Meðal hættulegustu sýklavopna sem hægt er að beita eru bólusótt og baktería sem veldur svartadauða auk fjölmargra annarra sýkla sem þykja álitlegir til að valda skaða og tjóni og hægt er að nota sem vopn, s.s. miltis- brandur og bótúlín- toxín, sem er lam- andi eiturefni og búið til af tilteknum bakteríum. Þeir smitsjúkdómar sem hvað hættulegastir þykja eru þeir sem smita frá manni til manns, s.s. bólusótt og ýmsar aðrar sýk- ingar, t.d. öndunar- færasýkingar. „Okkar hætta er fyrst og fremst af þeim sjúkdómum sem berast frá manni til manns. Til dæmis ef ein hver árás er gerð úti í heimi, í New York, á Heathrow-flugvelli, Kast- rup eða öðrum stöðum sem við erum í miklum samgöngum við og menn bera veikina inn þannig. Það er heilbrigðisþjónustan í land- inu sem verður fyrst fyrir barðinu á þessu vegna þess að ef þetta er sjúk- dómur sem fer frá manni til manns þá byrja menn að tínast inn á bráða- móttökur. Þá erum við með vöktun- arkerfi í gangi sem á að finna ef eitt- hvað óeðlilegt er að gerast,“ segir Haraldur. Hættulegir smitsjúkdóm- ar eru tilkynningaskyldir og eru þeir tilkynntir til sóttvarnalæknis sem grípur til aðgerða og reynir að komast að því hver er uppruni smitsins, sér til þess að smit sé rakið og þeir fundnir sem hafa verið útsett- ir fyrir smiti. Þá geta þeir hugsan- lega verið settir í sóttkví eftir atvik- um. „En það er mjög erfitt að eiga við svona ef menn eru að koma til landsins án einkenna og veikjast svo eftir á. Það er ekki víst að menn séu orðnir veikir í flugvélinni eða Leifsstöð ef því er að skipta,“ segir hann. Síðastliðið vor kom upp grunsamlegt tilfelli norður í landi af heilkenni bráðrar alvarlegrar lungnabólgu, HABL, og var viðkomandi einstaklingur sendur suð- ur til Reykjavíkur til frek- ari rannsókna. Síðar kom í ljós að ekki var um HABL smit að ræða. Nokkur fjöldi einangr- unarherbergja er á LSH „Við höfðum þarna tækifæri til að fara mjög ítarlega ofan í hvernig bregðast á við þess háttar smitsjúk- dómum og segja má að Landspítal- inn sé nú að ýmsu leyti vel búinn. Hann er með nokkurn fjölda af ein- angrunarherbergjum og er búinn að móta innri viðbragðsáætlun.“ Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa aðgang að miklum sýklalyfjabirgð- um og einnig bóluefni gegn bólusótt sem eiga að gagnast komi upp smit- sjúkdómar hér á landi, svo fremi sem veiran hafi ekki verið þróuð sem ónæm fyrir bóluefninu. „Við erum það háð samgöngum hér á landi og þær eru það örar að ef eitthvað kemur upp þá er það fljótt að berast hingað. Ísland er auðvitað í miðri alfaraleið flugsins og í hvert skipti sem eitthvað kemur upp á í Atlantshafsflugi frá Evrópu til Bandaríkjanna, s.s. vegna bilunar eða sprengjuhótunar þá eru vélar teknar niður hér á landi.“ Harald- ur bendir á að flugvélar hafi líka þurft að lenda hér á landi vegna sjúk- dóma um borð. Áætlað er að yfir 90 þúsund flugvélar fljúgi yfir landið á ári og Haraldur bendir á að þótt ekki lendi nema brotabrot af þeim fjölda hér á landi vegna sérstakra að- stæðna sé það töluverður fjöldi flug- véla. Óttast að fuglaflensa taki stökkbreytingu „Það sem menn eru hræddastir við er að við fáum einhvern nýjan svæs- inn heimsfaraldur af inflúensu. Það er segin saga að hún kemur með ein- hverra áratuga millibili. Þá horfir maður svolítið til inflúensunnar 1918 sem var skelfileg, þá dóu að því er menn telja núna 40–50 milljónir manna í heiminum. Og hér á landi létust á nokkrum vikum 258 manns í Reykjavík og af þeim voru 125 á aldrinum 20–40 ára.“ Reiknað er með að um níu þúsund Reykvíkingar hafi veikst af inflúensu árið 1918 en íbúar voru þá um 15 þús- und. Um þessar mundir herjar fugla- flensa á hænsnfugla í Víetnam, Taívan og Japan og hafa nokkrir menn veikst í Víetnam. „Þessi flensa er ekki svo ólík inflúensunni 1918 þar sem hún fer ekki í aldurs- greiningarálit.“ Fuglaflensa smitast frá kjúklingum til manna en ekki manna á milli. Haraldur segir að menn óttist að hún taki stökk- breytingu og geti þannig borist manna á milli. „Maður á að vita af þessu og hugsa fyrir þessu og vita hvað á að gera þegar hlutirnir koma upp. Ég held að það sé eins með stríð, menn bú- ast ekki venjulega við stríði en hafa þó hernaðarlegan viðbúnað ef illa fer. Alveg eins höfum við viðbúnað ef svo ólíklega vildi til að eitthvað af þessum smitsjúkdómum kæmi upp hér á landi,“ segir Haraldur Briem. Sjúkdómar sem berast á milli manna hættulegastir Haraldur Briem Leggjast gegn laga- frumvarpi HEILDARSAMTÖK opinberra starfsmanna leggjast gegn því að frumvarp um breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna verði að lögum í um- sögn samtakanna til Alþingis. Í samtökunum eru BHM, BSRB og KÍ, og í sameiginlegri yfirlýs- ingu kemur fram að frumvarpið feli í sér breytingar á grundvallarsátt- málum ríkisstarfsmanna hvað varð- ar starfsöryggi þar sem ekki þurfi lengur að áminna ríkisstarfsmann áður en að uppsögn komi. Með þessu frumvarpi séu einnig lág- marksréttindi samkvæmt stjórn- sýslulögum tekin af ríkisstarfs- mönnum, svo sem andmælaréttur, reglur um jafnræði, meðalhófsreglu og fleira. Í umsögninni kemur fram að samtökin telji vafasamt að einblína á að jafna réttindi opinberra starfs- manna á við réttindi og skyldur starfsmanna á almennum vinnu- markaði. Bent er á að forstöðumenn ríkisstofnanna hafi allt aðra stöðu en stjórnendur einkafyrirtækja, sem oft eru einnig eigendur fyr- irtækjanna. Jarðskjálfti við Öskju JARÐSKJÁLFTI mældist við aust- anverða Öskju klukkan 23 á þriðju- dagskvöld og reyndist hann vera 3,2 á Richter. Í kjölfarið fylgdu tveir minni skjálftar, en ekki hefur orðið vart við gosóróa eða önnur merki um eldgos á svæðinu. ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.