Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 64
Í KVÖLD rennur stóra stundin upp hjá „strákunum okkar“ í íslenska landsliðinu í handknattleik þegar flautað verður til leiks á sjötta Evrópumótinu í handknatt- leik í Slóveníu. Íslendingar eiga í höggi við heimamenn í Slóveníu í fyrsta leik sínum á mótinu og er löngu uppselt í hina glæsilegu íþrótta- höll í Celje þar sem leikurinn fer fram og hefst klukkan 19.30 að íslenskum tíma. Morgunblaðið/Sverrir Sigfús Sigurðsson gerir sig kláran fyrir lokaæfingu landsliðsins í Celje í gær. „Strákarnir okkar“ hefja leik á EM í kvöld  Íþróttir MAGNÚS Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH), sagði á blaðamannafundi í gær að sparnaðaraðgerðir spítal- ans, sem nú liggja fyrir, myndu draga úr öryggi þjónustunnar. „Enn frekari fækkun vakta hinna ýmsu starfshópa og deilda dregur úr öryggi þjónustunnar. Fyrir get- ur komið að ekki verði í öllum til- fellum hægt að ná í mjög sérhæfða þjónustu í bráðatilfellum,“ segir hann m.a. í greinargerð sem hann lagði fram á fundinum. Þá sagði Magnús að sjúklingar ættu eftir að verða varir við skerta þjónustu vegna aðgerðanna og ennfremur að erfiðara yrði fyrir þá að nálgast lækna og hjúkrunarfræðinga. Sparnaðaraðgerðir spítalans munu snerta um 550 starfsmenn, með uppsögnum, starfslokum án uppsagnar, minni vöktum og skertri yfirvinnu. Um áttatíu þeirra starfsmanna tilheyra stjórnsýslu spítalans, en um 470 svokallaðri klínískri þjónustu. „Þessar aðgerðir eru þungbærar, bæði vegna hags- muna þeirra starfsmanna sem í hlut eiga og einnig hins að þjónustan við sjúklinga og almenning skerðist óhjákvæmilega þessu samfara,“ segir Magnús í greinargerð sinni. Bið eftir hjartaþræðingu Meðal aðgerða er að loka bráða- móttöku á Hringbraut um helgar og færa hana yfir á slysa- og bráða- deild spítalans í Fossvogi. Er talið að bið eftir þjónustu á þeim tíma eigi eftir að verða lengri af þeim sökum. Einnig verða sumarlokanir deilda á lyflækningasviði spítalans lengri en áður, en það gæti m.a. þýtt lengri bið eftir hjartaþræðingu. Um 270 eru nú á biðlista eftir slíkri að- gerð. Starfsemi endurhæfingarsviðs í Kópavogi, sem sinnir fötluðum, verður lögð niður, en 32 einstakling- ar hafa sótt þangað endurhæfingu að undanförnu. Á fundinum í gær kom fram að leitað yrði að öðrum úrræðum fyrir þessa einstaklinga í samráði við félagsmálayfirvöld. Fleiri breytingar mætti nefna, s.s. lokun sérstakrar barnaeiningar í Fossvogi og skerðingu á af- greiðslu- og þjónustutímum sums staðar á spítalanum. Þá er rekstur Arnarholts, heimilis fyrir geðsjúka, enn til endurskoðunar, en samráð verður haft við félagsmálayfirvöld um ný úrræði fyrir vistmenn heim- ilisins. Aðgerðir draga úr ör- yggi þjónustu spítalans Morgunblaðið/Árni Sæberg Sparnaðaraðgerðir LSH kynntar á blaðamannafundi: Á myndinni eru m.a. Ingólfur Þórisson, Jóhannes M. Gunnarsson, Gísli Einarsson, Anna Lilja Gunnarsdóttir, Erna Einarsdóttir og Oddur Gunnarsson. Bráðamóttöku á Hringbraut verður lokað um helgar  Segir stjórnvöld/32 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga VINIRNIR Margrét, Thelma, Sindri og Sara sátu í makindum í sandkassanum á leikskól- anum í Mánabrekku á Seltjarnarnesi og drullumölluðu af mikilli list. Þau nutu blíðviðr- isins sem lék við íbúa suðvesturhornsins og kipptu sér ekki upp við að sandurinn væri blautur – enda alkunna að það er miklu betra að drullumalla úr blautum sandi. Þarna eru kannski bakarameistarar framtíðarinnar? Morgunblaðið/Ómar Kanntu brauð að baka?Mun fleiri konurvilja grennast en þurfa þess MUN fleiri konur en þurfa vilja grennast, samkvæmt nýrri skýrslu Manneldisráðs um mataræði Íslendinga sem kynnt var í gær. Ranghugmyndir um hvað teljist eðli- leg líkamsþyngd eru áberandi, ekki síst hjá ungum konum, sem gjarnan sækjast eftir að vera enn grennri, jafnvel þótt þær séu í kjörþyngd. Um 15% ungra kvenna á aldr- inum 15–24 ára teljast yfir æskilegri þyngd, en 30% vilja grennast. „Fjórða hver kona sem er í kjörþyngd er ósátt við eigin líkamsþyngd og vill vera grennri. Hjá körlum er þessu öfugt farið, þeir eru oftar sáttir, jafnvel þótt þeir teljist of þungir og nánast annar hver karl í yf- irþyngd hefur ekki löngun til að léttast. Konur fara líka frekar í megrun en karlar. Þriðja hver kona undir fertugu reyndi að grennast eða fór í megrun á árinu sem könnunin fór fram, en innan við fimmti hver karl,“ segir Manneldisráð. Offita vex mest meðal ungra karla Offita og ofþyngd verða sífellt algengari í flestum aldurshópum. Borið saman við ástandið 1990 er aukningin mest í yngsta hóp karla, þar sem nærri þrefalt fleiri flokkast nú yfir kjörþyngd. Fleiri karlar en konur eru hins vegar of þungir og hjá körl- unum er sterkt samband milli hreyfingar og líkamsþyngdar.  Helstu einkenni/26 VERKEFNI Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra, sem fulltrúi sjúklinga á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, er lokið og verður ekki framhald á því vegna samdráttaraðgerða LSH. „Ég réð mig aðeins til skamms tíma til að móta starf- ið og skila af mér skýrslu 1. febrúar,“ segir Ingibjörg, sem var í 50% starfi í átta mánuði sem fulltrúi sjúk- linga. Hlutverk hennar var að veita sjúklingum og að- standendum þeirra stuðning, koma málefnum þeirra á framfæri og beina umkvörtunum þeirra í réttan farveg til úrlausnar, en á blaða- mannafundi stjórnar LSH í gær kom fram að kostnaður vegna verkefn- isins hefði verið 2 til 3 milljónir króna. Ingibjörg segir að stjórnendur spítalans verði að forgangsraða og hugsa fyrst og fremst um það sem sé lífsnauðsynlegt. „Skýrsla um þessa reynslu er fyrir hendi og vonandi gefst tækifæri síðar til að taka þetta starf upp,“ segir hún. „Það er góð þjónusta á spítalanum og við viljum halda henni sem allra mest. Ég tel að stjórnendur spítalans vinni þannig að þessum erfiðu málum að þeir geri það sem þeir geta til að veita góða þjónustu,“ segir Ingibjörg. Verkefni Ingibjargar Pálmadóttur á LSH lokið Forgangsröðun nauðsyn Forstjórar láta af störfum GUNNAR Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF hf., og Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Brims ehf., láta senn af störf- um. Gunnar Örn óskaði eftir því að verða leyst- ur frá störfum og hættir hann 1. febrúar. Guðbrandur segir rökrétt að hann láti af störfum í kjölfar sölu á félögunum sem áður mynduðu Brim og hættir hann í lok apríl.  Verið ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.