Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ SALSA EINS OG SALSA Á AÐ VERA 26., 27., 28. og 29. janúar, fjórum sinnum einn og hálfur tími. Pantaðu tíma í síma 551 3129 milli klukkan 16 og 22. Salsa fer sigurför um heiminn. Stine og Reynold frá Kúbu halda 6 tíma Salsanámskeið fyrir börn (yngst 10 ára), unglinga og fullorðna. Sértímar fyrir dömur. Aðstoðarkennarar verða Heiðar Ástvaldsson, Harpa Pálsdóttir og Erla Haraldsdóttir, sem öll hafa lært SALSA á Kúbu. Brautarholti 4 47. starfsár Hann er svartur, hún er hvít. Þau eru frábærir dansarar og kennarar. Þau fá aðstoð frá íslenskum toppkennurum, sem lært hafa salsa á Kúbu. Hefurðu betra tækifæri til að læra salsa? OPINBER fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynja- fræðum verður í dag kl. 15 í stofu 132 í Náttúrufræðahúsinu. Fyrirlesari er dr. Cornelia Muth heimspeking- ur. Fyrirlesturinn nefnist: „Dialogue research within Gender Studies“. Í fyrirlestrinum verður sjónum beint að hugmyndum heimspekings- ins Martin Buber (1878–1965) um samræðuna (dialogue) en skilgrein- ing hans á hinu sammannlega er leið- arstefið í nýrri sýn á þá þekkingar- fræði sem beitt er innan kynjafræða. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fyrirlestur um samræður FENGUR er að bók Gísla Hall- dórssonar, Íslendingar á Ólympíu- leikum, sem Íþrótta- og ólympíu- samband Íslands hefur gefið út. Gísli var fyrst kjörinn í Ólympíu- nefnd Íslands 1951, var um árabil bæði formað- ur hennar og forseti Íþróttasambandsins, og hefur lengur en nokkur annar núlifandi maður tengst íþrótta- hreyfingunni hérlend- is. Hann þekkir um- fjöllunarefnið því vel eins og glöggt má sjá. Bókin er mikil að vöxtum, Gísli rifjar þar upp Ólympíuleikana til forna, endurreisn þeirra í lok 19. aldar og greinir síðan frá hverjum leikum allt þar til 1992 í Barcelona. Meginefni bókarinnar er þátttaka Íslendinga á leikunum, en að auki eru helstu afreksmenn hverra leika dregnir fram í dagsljósið. Rétt er þó að leggja áherslu á að Gísli einskorðar umfjöllun sína ekki við keppnina, heldur er ítarlega greint frá því sem gerist á bak við tjöldin; framkvæmdinni sjálfri og ýmsu öðru sem snertir ólympíu- hreyfinguna, hvort sem er hér heima eða erlendis; fjallað er um hlutverk nefndarinnar, undirbúning leikanna og annað það sem verið er að sýsla á milli þeirra, menn og mál- efni af ýmsum toga; lög og reglur, fjármál, fundahöld og þar fram eftir götunum. Gísli greinir frá starfsemi Ólymp- íunefndar Íslands frá upphafi og birtir nöfn allra sem setið hafa í henni. Þá fjallar Gísli í bókarlok um Smáþjóðaleikana svokölluðu, tilurð þeirra og tilgang. Íslendingar hafa tekið þátt í þeim frá upphafi, 1985, og segir Gísli frá því hvernig til hef- ur tekist í hvert skipti og birtir úrslit keppninnar. Í bókinni er fjallað um alla forseta alþjóða ólympíunefndarinnar (IOC), ýmsa þætti í störfum íslensku nefndarinnar á ítarlegan hátt. At- hyglisvert er að lesa um þær gríð- arlegu breytingar sem urðu á al- þjóða ólympíunefndinni eftir að Juan Antonio Samaranch hinn spænski tók við allt að því gjald- þrota félagsskap í Moskvu 1980. IOC var lognast út af undir stjórn Írans Killanins lávarðar, að sögn Gísla. Ýmislegt miður gott hefur verið ritað um Samaranch í gegnum tíðina en ljóst er að hann hefur lyft grett- istaki við endurreisn nefndarinnar, fjárhagurinn tók stakkaskiptum og allt starf varð mun meira eftir að hann tók við stjórninni. Þá er fróðlegt að kynnast skoðunum Gísla á innra skipulagi Ólympíuhreyfingarinn- ar og hugmyndum hans um fyrirkomuleg leikanna í framtíðinni, sem eru nýstárlegar. Hann leggur m.a. til, vegna þess hve geysi- lega umfangsmiklir Ól- ympíuleikar eru orðn- ir, að þeir verði haldnir á hverju ári en þó þannig að aðeins verði keppt einu sinni í hverri grein á fjórum árum. Gísli segir í formála bókar sinnar: „Með þessum skrifum er ætlast til að hafinn sé undirbún- ingur að 100 ára sögu íþrótta á Ís- landi á nútímavísu. Því hefur verið lögð áhersla á að greina eins ná- kvæmlega frá árangri íþrótta- manna, karla og kvenna og hægt er samkvæmt fyrirliggjandi skýrsl- um.“ Hann notfærir sér einmitt mjög skýrslur hinna ýmsu fararstjóra, til- vitnanir í þær eru margar og reynd- ar býsna ítarlegar á köflum. Því má t.d. velta fyrir sér hvort það þjóni einhverjum tilgangi að vita klukkan hvað flugvélin með íslenska ólymp- íuhópinn lenti í Moskvu árið 1980, eða hvort það skipti máli hvort fána- hylling og móttökuathöfnin fyrir ís- lensku sendinefndina í Barcelona 1992 hófst kl. 10.30 eða á einhverjum öðrum tíma dagsins. Eða þá að fyrir setningu leikanna í Róm 1960 hafi íslenski hópurinn fylkt liði kl. 3.20 í þorpinu og kl. 3.45 hafi verið gengið af stað … Þetta er ekki sagt bókinni til lasts og vel má vera að slíkar upp- lýsingar þyki skemmtilegar. Ég rakst því miður á nokkrar staðreyndavillur í bókinni, sem gerir það að verkum að hún er ekki „skot- held“ sem heimildarit, en vissulega er erfitt að koma algjörlega í veg fyrir þær í svo stóru verki. Margar skemmtilegar myndir eru í bókinni, allar að vísu svarthvítar. Ítarleg nafnaskrá er í bókarlok sem er mikilvægt í slíku verki. Fróðleikur um ólympíumálefni BÆKUR Íþróttir Höfundur Gísli Halldórsson. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands. 512 bls. ÍSLENDINGAR Á ÓLYMPÍULEIKUM Skapti Hallgrímsson Gísli Halldórsson HJÖRTUR Marteinsson er hand- hafi Ljóðstafs Jóns úr Vör sem af- hentur var í gærkvöldi við athöfn í Salnum í Kópavogi. Hjörtur hefur gefið út tvær ljóðabækur, Ljós- hvolfin 1996 og Myrkurbil 1999, og eina skáldsögu, AM00, sem hann hlaut Tómasar Guðmundssonar verðlaunin fyrir árið 2000. Tvær aukaviðurkenningar voru og veittar að þessu sinni, þeim Guð- rúnu Hannesdóttur og Nirði P. Njarðvík. „Þetta er heiður sem ég er mjög þakklátur fyrir, “ sagði Hjörtur í samtali við Morgunblaðið í gær. Í dómnefnd eiga sæti þau Matt- hías Johannessen skáld og fyrrver- andi ritstjóri, Olga Guðrún Árna- dóttir skáld og rithöfundur og Skafti Þ. Halldórsson bókmennta- fræðingur. Dagskráin í gærkvöldi var með þeim hætti að Hjörtur Pálsson skáld las upp ljóð og Sigurður Geir- dal bæjarstjóri minntist Jóns úr Vör. Þá fluttu Ólafur Kjartan Sigurð- arson barítonsöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari nokk- ur lög. Þetta er í þriðja sinn sem verð- launað er undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör. Verðlaunin eru pen- ingaverðlaun, 300 þúsund krónur, auk þess sem sigurvegari fær til varðveislu Ljóðstafinn, sem er göngustafur Jóns skreyttur af Sig- mari Ó. Maríussyni gullsmið. Hátt á þriðja hundrað ljóð bárust í keppnina frá skáldum af öllu land- inu. Fyrstur til að hljóta Ljóðstafinn varð Hjörtur Pálsson fyrir ljóð sitt Nótt frá Svignaskarði en í fyrra deildu þrír með sér verðlaununum en enginn fékk Ljóðstafinn til varð- veislu í það sinn. Morgunblaðið/Þorkell Hjörtur Marteinsson tekur við Ljóðstafnum úr hendi Jóns G. Magnússonar fulltrúa Lista- og menningarráðs. Hjörtur Marteinsson hlýtur Ljóðstaf Jóns úr Vör NÝ hádegistónleikaröð er að hefja göngu sína í Hallgrímskirkju og verða fyrstu tónleikarnir kl. 12 á laugardag. Yfirskriftin er „Klaisor- gelið hljómar“, og munu ýmsir org- anistar kynna orgelverk sem þeim eru kær. Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir þessum tónleikum, sem verða að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Fram koma ýmsir orgelleikarar bæði inn- lendir og erlendir. Tónleikunum er ætlað að stækka áheyrendahóp org- elsins, ekki síst úr röðum yngra fólks. Hvert verk verður kynnt fyrir sig og áheyrendur leiddir inn í fjöl- breytilegan hljóðheim orgelsins. Hörður Áskelsson, organisti Hall- grímskirkju, hefur leikinn með flutningi nokkurra kunnra orgel- verka, sem kalla fram mismunandi litbrigði orgelsins. Á efnisskránni eru Fantasía í G-dúr eftir J.S. Bach, Gotnesk svíta eftir Léon Boëllman, sem m.a. inniheldur vel þekkta Mar- íubæn (Priére a Notre Dame), og Tvísöngur, en það er orgelverk, sem norska tónskáldið Kjell Mørk Karls- sen hreppti fyrstu verðlaun fyrir í alþjóðlegri orgelverkasamkeppni, sem Hallgrímskirkja efndi til árið 1993. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis fyrir skólafólk. Að loknum tónleikunum, sem taka um 45 mín- útur, geta gestir keypt sér léttan há- degisverð í safnaðarheimilinu. Hörður Áskelsson kórstjóri og organisti í Hallgrímskirkju. Ný hádegistónleikaröð hefur göngu sína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.