Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helga Péturs-dóttir fæddist á Skammbeinsstöðum í Holtum 14. mars 1917. Hún lést á heimili sínu 16. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðný Krist- jánsdóttir, f. 23. júlí 1875, d. 7. maí 1961, og Pétur Jónsson, f. 7. júní 1874, d. 29. okt. 1940. Systkini- Helgu voru Jón Ósk- ar, f. 22.5. 1900, d. 21.2. 1975, Kristrún, f. 14.7. 1901, d. 30.1. 1959, Guðjón, f. 26.4. 1906, d. 30.6. 1979, Guð- rún, f. 7.2. 1903, Sigurður,f. 19.5. 1907, d. 15.12. 1994, Kristján, f. þeirra eru 1a) Sigurður Óskar, f. 1955, maki Ingibjörg Jóhannes- dóttir, barn þeirra Jóhannes Jóns- son og maki hans Sigrún Geirs- dóttir og eiga þau þrjú börn. 1b) Ísleifur Helgi, f. 1961 maki Gunn- hildur Valgeirsdóttir, börn þeirra eru fjögur. 1c) Guðrún Hulda, f. 1971 og á hún tvö börn. 2) Skúli Ís- leifsson, f. 25.8. 1950, maki hans er Guðlaug Hallgrímsdóttir, f. 23.06.1952, börn þeirra eru: 2a) Hrafnhildur Harpa, f. 1974, maki Friðrik Ámundason og eiga þau þrjú börn. 2b) Helga Valgerður, f. 1977, maki Jón Rúnar A. Kvaran og eiga þau eitt barn. 2c) Heiða Skúladóttir, f. 1987. Helga ólst upp á Skammbeinsstöðum í Holt- um öll sín bernskuár. Hún fluttist til Reykjavíkur 1940. Lengst af átti Helga heima í Hólmgarði 32. En síðustu árin bjó hún að Hæð- argarði 33. Útför Helgu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. 17.9. 1908, d. 29.1. 1909, Kristján Karl, f. 27.11. 1909, d. 13.2. 1989, Ágúst, f. 11.8.1911, d. 8.8. 1997, Ármann, f. 25.11. 1913, d. 7.12. 1984. Hinn 23. desember 1939 giftist Helga Ís- leifi Skúlasyni, f. í Flagbjarnarholti í Landsveit 15.1. 1912, d. 28.4. 1975. Foreldr- ar hans voru Margrét Guðnadótttir og Skúli Kolbeinsson. Helga og Ísleifur eignuðust tvö börn: 1) Guðnýju Huldu, f. 28.4. 1938, maki hennar var Eggert S. Waage, f. 8.9. 1936, d. 15.8. 1996. Börn Með þessum orðum vil ég kveðja tengdamömmu mína en hún lést á heimili sínu 16. janúar síðastliðinn. Eftir að Ísleifur lést bjuggum við saman í nokkur ár. Ég að byrja bú- skap, hún með reynslu sem hún miðlaði okkur. Helga var þannig gerð að hún máttu ekki neitt aumt sjá og var hún þá tilbúin til aðstoðar. Hún var hlý og góð manneskja. Á meðan Helga hafði heilsuna til ferðaðist hún mikið og naut þess að koma á nýja staði, helst ár hvert og var hún búin að koma víða við. Sveit- in hennar var þó ávallt í fyrsta sæti, að skreppa austur og sjá austurfjöll- in var henni sérstakt yndi. Þótt hún flytti frá Skammbeinsstöðum 1940 var það alltaf heim í hennar huga. Óteljandi ferðalög, útilegur og sum- arbústaðaferðir með þér í gegnum tíðina, þú í aftursætinu á milli stelpnanna, þú að draga að þér sveitaloftið. Hlustaði hún á hneggið í hrossagauknum fyrst á vorin, og hvaðan kom það, var það í suðri, austri eða hvað? Það var þér nauð- synlegt að taka eftir þessu. Ég mun halda áfram að fylgjast með gaukn- um og minnast þín um leið. Elsku Helga, eitt var það sem þú sagðir oft við okkur: „Gerið ráð fyrir öllu, það góða skaðar engan.“ Okkur þótti vænt um þig og munt þú ávallt vera með okkur í minningunni. Að lokum vil ég þakka öllum í Hæðargarði fyrir hlýhug og hjálp- semi sem allir þar sýndu þér. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Helga. Þín tengdadóttir, Guðlaug Hallgrímsdóttir. Sú sorgarfrétt barst mér um há- degi 17. janúar að elsku amma mín væri látin. Sorglegt er að kveðja þig svona hæfileikaríka, lífsglaða og já- kvæða. Og þó svo að þú hafir þurft að eiga við erfiðan lungnasjúkdóm á efri árum varstu alltaf svo lífsglöð, brosandi og jákvæð. Það var svo gott að koma í hlýjuna til þín og svo varstu bara svo góð og elskuleg við alla. Minningarnar um þig eru óend- anlegar og munu ætíð lifa í hjarta mínu. Ég minnist þess þegar ég var hjá þér í Hólmgarðinum, gistinæt- urnar voru ófáar og þá var alltaf gaman. Þú gafst mér svo mikið í gegnum söng, spilandi á gítar, píanó eða spil. Það var líka ótrúlegt hvað þú kunnir marga leiki og alls kyns sögur. Þú kunnir að lesa úr kaffiboll- um og draumum og var mikil speki í kringum það. Þú varst mörgum kostum gædd og gerðir mörg ljóðin, löng og stutt. Þú varst svo fé- lagslynd, í kór og spilaðir brids. Náttúran var þér ofarlega í huga, fyrir austan var sveitin þín. Kostir þínir voru svo margir að ekki er hægt að skrifa allt. Amma mín, næmi þitt var ótrú- legt og er mér eftirminnilegur að- fangadagur 2000. Þegar við settumst til borðs hjá foreldrum mínum, þá var það þitt fyrsta verk að hvísla í eyra mitt að það væri yndislegt að ég ætti von á barni en þá var ég nýbúin að fá stað- festingu á þeirri gleðifrétt. Þú bara vissir þetta. Þú varst svo hrifin af Hrafnhildi og mikið að hrósa okkur Jóni fyrir hana. Síðast þegar við komum í heimsókn til þín byrjaðir þú að syngja og spila fyrir Hrafnhildi, þrátt fyrir að þú værir með súrefnið og gætir það í raun engan veginn. Sæmundur í sparifötunum var oft á borðum hjá þér og mun hann ætíð minna mig á þig. Elsku amma mín, nú ertu komin í faðm afa. Ég mun sakna þín og mun minning þín ætíð lifa í hjarta mér. Elsku amma, takk fyrir allar ynd- islegu stundirnar. Guð geymi þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín Helga Valgerður Skúladóttir. Það er með söknuði sem ég kveð þig, elsku amma mín, en ég hugga mig við það að núna ertu komin á betri stað, komin til afa, komin þangað sem ég veit að þér líður vel. Ég veit ekki hvernig ég á að geta sagt allt sem mig langar í svona fáum orðum en mig langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, þakka þér fyrir að gefa þér alltaf tíma til að segja mér sögur, spila á spilin, kenna mér að spila á orgelið, gítarinn og að lesa nóturnar. Það var alltaf gott að vera hjá þér og stundirnar sem við áttum eiga eftir að hlýja mér um hjarta- rætur alltaf er ég hugsa til þín. Ég vildi óska þess að stundirnar hefðu orðið fleiri og að drengirnir mínir hefðu haft meiri tíma með þér en ég veit að þú fylgist með okkur eins og þú gerðir þegar þú varst hjá okkur. Ég kveð þig með þessum sálmi sem þú söngst svo oft og þér þótti svo vænt um: Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Guð geymi þig, amma mín. Þín Harpa. Elsku amma litla eða ammsa eins og ég gjarnan kallaði þig (og þá fórst þú alltaf að hlæja). Ég vissi að einhvern daginn myndi ég þurfa að skrifa þessi minningarorð til þín, en það átti bara ekki að vera núna. Þú áttir bara alltaf að vera til. Ég hefði líka viljað fá að kveðja þig, en svona hlutum getur maður ekki víst ekki ráðið. Þegar ég spurði þig hvernig þér liði, þá svaraðir þú alltaf að þú værir bara eins og veðrið. Þegar ég hugsa núna um þig þá fer hugurinn á flug og ég gæti skrifað endalaust um þig, því að minningarnar eru bæði góðar og margar. Þú varst allt- af svo hvetjandi og þú sparaðir aldr- ei hrósið til mín. Reyndar áttum við eftir að gera eitt og það var að þú ætlaðir að kenna mér að hekla, þér fannst svolítið skrýtið að ég kynni það ekki. „Eins og það er auðvelt,“ sagðir þú. Þau eru ófá handverkin sem ég á eftir þig og eru þau mér mjög dýrmæt. Hvað þú nenntir að spila við Eggert og Jónu Jenný var ótrúlegt, enda fannst þeim voða gaman að koma til ömmsu. Þér fannst alltaf svo sniðugt þegar Jóna sagði við þig: Amma, ég held að þú þurfir bara að fara til læknis. Það er yndislegt að hugsa um hvað þú áttir góða og langa ævi, en ég hefði viljað hafa þig aðeins leng- ur. Nú ertu komin til afa og ég veit að pabbi og aðrir hafa tekið vel á móti þér. Sjálfsagt eruð þið að veiða núna og þú hlaupandi út um allt. Elsku ammsa, ég kveð þig með söknuði. Þín Hulda litla. Elsku amma mín, ég kveð þig með sorg í hjarta. En þakklæti er mér efst í huga fyrir að hafa haft þig sem förunaut í gegnum lífið. Þú sem áttir svo mikinn þátt í að ala mig upp, reyndist mér ávallt sem besta móðir. Þegar ég ákvað að skrifa litla minn- ingargrein um þig fór það í gegnum huga minn hvað 48 ára gamall karl- maður og 86 ára gömul amma ættu sameiginlegt til að tala um í ótal- mörgum hádegispásum, en iðulega kom ég til þín í spjall eða til sálu- hjálpar. Spjallið var oft um áhuga- mál okkar beggja en það var stang- veiði, tveimur dögum áður en þú lést sátum við saman í tvo tíma og fórum yfir alla veiðistaði ofan veiðihúss við Fremri-Laxá, sem var ykkur Ísleifi afa mjög hjartkær. En matartíminn var löngu búinn, svo við ákváðum að hittast síðar og klára umfjöllun um neðri hluta árinnar. Amma, við ljúk- um bara yfirferðinni síðar. Amma, ég veit þú lest alltaf Moggann, ég bið að heilsa pabba og öllum hinum. Elska þig, amma mín. Ingibjörg bið- ur fyrir kveðju. Sjáumst. Sigurður. Nú ert þú látin, elsku amma mín. Þú sem varst svo góð og kát alltaf þegar ég kom til þín og mér leið allt- af svo vel hjá þér. Þú sagðir mikið af sögum og áttir alltaf nóg af þeim. Þá var þín fyrsta spurning til mín hvort ég ætti kærasta og hvort mig hefði dreymt eitthvað nýtt. Við töluðum mikið um draumana okkar og suma furðulega. Þú sagðir mér hvað þeir þýddu og oftast rættust þeir. Ég man líka að alltaf þegar ég gisti hjá þér í Hólmgarðinum vildir þú fá hita frá mér í bakið. Allar bústaðaferð- irnar með þér vorum við límdar við eldhúsborðið og spiluðum ólsen ól- sen út í eitt. Er ég kom til þín var HELGA PÉTURSDÓTTIR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR, Skúlagötu 40, áður til heimilis í Barmahlíð 54, Reykjavík, sem andaðist miðvikudaginn 14. janúar, verð- ur jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 23. janúar og hefst athöfnin kl. 13.30. Margrét Guðlaugsdóttir, Friðgeir Björnsson, Sigrún Guðlaugsdóttir, Gunnlaugur Gunnarsson, Guðmunda Hr. Guðlaugsdóttir, Hulda Margrét Erlingsdóttir, Kristín Friðgeirsdóttir, Björgvin Skúli Sigurðsson, Guðlaug Friðgeirsdóttir, Morten Findstrøm. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓNAS JÓHANNSSON, Sléttahrauni 23, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 20. janúar. Ásrún Þórhallsdóttir, Sonja Jónasdóttir, Ingimar H. Victorsson, Ása Rún Ingimarsdóttir, Bjarki Þór Ingimarsson, Jónas Logi Ingimarsson, Una Dís Ingimarsdóttir. Ástkær móðir okkar, SALVÖR EBENESERSDÓTTIR frá Ísafirði, áður til heimilis á Neshaga 7, Reykjavík, lést á Hrafnistu, Reykjavík, aðfaranótt miðviku- dagsins 21. janúar. Útför hennar verður auglýst síðar. Ebba H. Gunnarsdóttir, Gunnar Kr. Gunnarsson, Árni Ág. Gunnarsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, EYSTEINN SIGURÐSSON, Arnarvatni, sem lést aðfaranótt föstudagsins 16. janúar sl., verður jarðsunginn frá Skútustaðakirkju laugardaginn 24. janúar kl. 14.00. Halldóra Jónsdóttir, Bergþóra Eysteinsdóttir, Ásta Kristín Benediktsdóttir. Bróðir okkar, SIGURÐUR JÓNSSON, Heiðargerði 21, síðast vistmaður á elliheimilinu Grund, lést sunnudaginn 11. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum starfsfólki elliheimilisins Grundar góða umönnun. Ása H. Jónsdóttir, Halldór J. Jónsson, Snorri Jónsson, Sigrún E. Jónsdóttir. Ástkær frænka mín, GUÐFINNA J. FINNBOGADÓTTIR, (Nanna) frá Tjarnarkoti, Innri-Njarðvík, verður jarðsungin frá Innri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 24. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Gylfi A. Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.