Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 55 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú ert viðkvæm/ur og til- finningarík/ur en býrð líka yfir krafti og framtakssemi. Á komandi ári verða nán- ustu sambönd þín í brenni- depli. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur innri þörf fyrir að hjálpa öðrum. Þetta á bæði við um þína nánustu og bláókunn- ugt fólk. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samræður við einhvern þér eldri og reyndari geta reynst gagnlegar í dag. Það er þó einnig hugsanlegt að þú munir gefa einhverjum þér yngri góð ráð. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur raunhæfar hug- myndir um það hvernig þú getur gert umhverfi þitt meira aðlaðandi. Umbæturnar munu bæði koma sjálfri/sjálfum þér og öðrum til góða. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þetta er góður dagur til lær- dóms og rannsóknarvinnu. Þú ert tilbúin/n til að leggja þig fram til þess að læra það sem þú vilt læra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert meðvituð/meðvitaður um það hvernig lítið framlag getur skipt sköpum fyrir ein- hvern sem býr við lakari kjör. Þú vilt leita leiða til að hjálpa öðrum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samræður við vin þinn geta komið þér að gagni í dag. Það getur oft verið gott að fá álit annarra þótt ákvörðunin sé eftir sem áður þín. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er hugsanlegt að þú finnir lausn á vandamáli með því að ræða það við vinnufélaga þína. Fólk er samvinnufúst og tilbú- ið til að leita sameiginlegra lausna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú gætir hafið nýtt ástarsam- band í dag. Þau sambönd sem stofnað er til í dag verða að öllum líkundum einföld, traust og skynsamleg. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ert varkár í peningamál- unum í dag. Þú vilt vera viss um að þú fáir sem mest fyrir peninginn og munt því ekki fjárfesta í neinum íburði. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt erfitt með að ná sam- komulagi við þína nánustu í dag. Það er einhver tor- tryggni í loftinu. Hafðu það í huga og reyndu að bíða betri tíma. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Einhver gæti sagt eitthvað í dag sem kemur við við- kvæman blett hjá þér. Reyndu að ýta þessu frá þér. Það ligg- ur einhver neikvæðni í loftinu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu það ekki draga úr þér kjart þótt einhver þér eldri og reyndari reyni að telja þig of- an af því sem þú ætlar þér. Stundum tekst fólki að gera hluti af því það veit hreinlega ekki að þeir eru „ógerlegir“. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HAFIÐ OG FJALLIÐ Þungt gnæfir fjallið yfir okkur bert og grátt, til fangbragða ögra risaarmar hafsins, hvert má þá halda? Við kögursveinar göngum á reka milli myrkra, ef okkur bærist spýta frá suðrænum löndum, stundum skolast á land brak úr skipum, sem brotnað hafa í spón eða sokkið í djúpin, nafnlausir liggja erlendir sjómenn í garði okkar. Kirkja er okkur ströndin og hafið og fjallið, guðspjall dagsins vanmáttur mannsins í lífi og dauða. Jón úr Vör. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 75 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 22. janúar, er sjötíu og fimm ára Birgir Guðmundsson. Hann dvelur ásamt eig- inkonu sinni, Marý Mar- inósdóttur, á Kanaríeyjum. Þeim, sem vildu gleðja hann á þessum tímamótum, er bent á Foreldra- og vina- félag Kópavogshælis, kt. 450396-2309, banki 1135-26- 1109. Á AÐ kalla eða vísa frá? Það er vandi austurs í vörninni gegn fjórum spöðum: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠6 ♥K72 ♦Á9852 ♣G853 Vestur Austur ♠ ♠DG8 ♥ ♥8543 ♦ ♦K63 ♣ ♣D96 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði Pass 1 grand Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur kemur út með laufás. Hvað á austur að gera – kalla eða vísa frá? Ef útspil makkers er frá ÁKx má ná spilinu beint niður með laufi áfram. En á hinn bóginn er hættulegt að spila þrisvar laufi ef suður hef- ur byrjað með tvíspil. Þá fríast gosinn og hugsanlegur tapslagur sagnhafa í tígli hverfur. Því kemur vel til greina að frávísa laufinu og von- ast eftir tígli frá makker í öðrum slag. Það er eina vörnin ef suður á til dæm- is ÁK sjöunda í spaða, ÁD í hjarta, Dx í tígli og tvo hunda í laufi. Spilið er frá síðustu umferð Reykjavík- urmótsins á laugardaginn og suður reyndist ekki eiga dæmigerð spil fyrir stökkinu í fjóra spaða: Norður ♠6 ♥K72 ♦Á9852 ♣G853 Vestur Austur ♠1054 ♠DG8 ♥106 ♥8543 ♦DG1074 ♦K63 ♣ÁK10 ♣D96 Suður ♠ÁK9732 ♥ÁDG9 ♦-- ♣742 Austur valdi að vísa laufinu frá og vestur ákvað að skipta yfir í hjarta. Einn laufhundur fór þar með niður í tígulás og suður vann sitt spil. Fjórir spaðar voru spil- aðir við nokkur borð og unnust alls staðar, svo vörnin er greinilega erfið. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. Rgf3 cxd4 5. exd5 Dxd5 6. Bc4 Dd6 7. O-O Rf6 8. Rb3 Rc6 9. Rbxd4 Rxd4 10. Rxd4 a6 11. Bb3 Dc7 12. Df3 Bd6 13. Kh1 Bd7 14. Bg5 Be5 15. Had1 h6 16. Bh4 O-O 17. Hfe1 Hfd8 18. c3 Hac8 19. h3 Bxd4 20. Hxd4 Bc6 21. De3 Hxd4 22. Dxd4 Dd8? 23. Bxf6 Dxf6? Staðan kom upp í A-flokki Corus skákhátíðarinnar sem fram fer nú í Wijk aan Zee í Hol- landi. Michael Adams (2720), hvítt, nýtti sér gróf mistök Evgeny Bareevs (2714) í síðustu tveim leikjum til hins ýtrasta. 24. Dxf6! gxf6 25. Hxe6! og svartur lagði niður vopnin enda verður hann tveim peðum undir eftir 25... fxe6 26. Bxe6+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. júní sl. í Skarðs- kirkju, Landsveit, af sr. Halldóru Þorvarðardóttur prófasti þau Sæmundur Jónsson verkfræðingur og Guðlaug Kristinsdóttir leikskólakennari. Þau eru í framhaldsnámi í Danmörku. Skugginn/ Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst 2003 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni þau Þóra Björg Briem og Magnús Sveinsson. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR Þorrinn er hafinn hjá okkur Úrvals hefðbundinn þorramatur ásamt súrum hval og skötustöppu Sendum hvert á land sem er Gerum tilboð í veisluna ykkar Verslunin Svalbarði Framnesvegi 44, Reykjavík, sími 551 2783 Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði, sími 564 2783 Verkun, sími 562 2738 Netfang: svalbardi@isl.is Laugavegi 20b, sími 552 2515 ÚTSALAN Í FULLUM GANGI Ódýrara en nokkru sinni fyrr Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Tilboðsslárnar komnar upp Kr. 500, kr. 1.000, kr. 1.500 og kr. 2.000 Stærðir 36—60 FÉLAG eldri borgara í Reykjavík hefur í vetur haldið fundi til að fræða fólk um réttindi sín og hvað bíður fólks. Séreignasjóðir og eign aldr- aðra í slíkum sjóðum hefur komið meira inn í umræðuna. Fræðslunefnd FEB hefur því und- irbúið fræðslu- og umræðufund nk. laugardag 24. janúar kl. 13.30 í Ás- garði Glæsibæ. Þar sem þessi mál verða rædd bæði kostir og gallar. Þá kemur til athugunar verndaður einkasparnaður með mótframlagi, erfðamál og fleira. Framtak einstak- lings og tækifæri til að ávaxta sparn- að og bæta hann. Framsögumaður verður Þórhild- ur Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Íslandsbanka. Hún mun síðan svara fyrirspurnum. Fundarstjóri verður Pétur Guðmundsson, stjórnarmaður hjá FEB. Eldri borgarar ræða lífeyrismál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.