Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG hefst í Slóveníu Evr- ópukeppnin í handknattleik og eru Íslendingar þar á með- al keppenda. Íslend- ingar eru og hafa verið meðal fremstu þjóða heims í handknattleik og hafa verið þátttak- endur á helstu stórmót- um á undanförnum ár- um. Oft er talað um að handknattleikur sé þjóðaríþrótt okkar Ís- lendinga og má með sanni segja að svo sé. Ósjaldan hefur þjóðin sameinast í stuðningi við landsliðið þegar liðið hefur tekið þátt í stórmótum eins og EM eða HM í handknattleik og þá hefur um fátt annað verið rætt meðal fólks en handboltann og framgöngu íslenska liðsins. Íslenska liðið skartar glæsilegum fyrirmyndum sem hafa verið í fremstu röð í langan tíma og fer þar fremstur í flokki nýkrýndur íþrótta- maður ársins, Ólafur Stefánsson. Allir eiga þessir drengir það sam- eiginlegt að hafa lagt stund á íþrótt- ina í mörg ár með sínum félagsliðum og byrjað ungir að árum. Allir vita að forvarnargildi íþrótta er mikið, það eru ekki ný sannindi, en nýlega var framkvæmd formleg könnun hjá Rannsóknamiðstöðinni Rannsóknum og greiningu (sjá nánar á www.rannsoknir.is) á því hversu mikilvægt það er fyrir börn og ung- linga að stunda íþróttir. Niðurstaða þessarar könnunar sýn- ir að börn og unglingar sem stunda íþróttir eru miklu síður líkleg til að neyta vímuefna. Aftur á móti eru þeir sem EKKI stunda einhvers konar íþróttir líklegri til að verða vímuefnum að bráð. Það segir sig því sjálft að mikilvægi þess að fá börnin til að leggja stund á hvers konar íþróttir er mjög mikið og vil ég því hvetja for- eldra eindregið til þess að stuðla að aukinni íþróttaiðkun barna sinna. Auðvitað er það ljóst að ekki verða allir afreksmenn í þeirri íþróttagrein sem þeir leggja stund á. En hitt er einnig ljóst að félagslegi þátturinn er gríðarlega mikilvægur og mun nýtast viðkomandi um aldur og ævi. Að ekki sé talað um aukinn sjálfsaga og styrk sem viðkomandi öðlast og eru íþróttir ein besta forvörn sem til er gegn neyslu vímuefna. Samhliða Evrópumótinu í Slóveníu sem nú er að hefjast hefur Íþrótta- bandalag Reykjavíkur í samvinnu við Handknattleikssamband Íslands ákveðið að hefja handboltaátak til þess að stuðla að aukinni íþróttaiðkun barna og unglinga. Ákveðið hefur verið að nýir iðkendur geti æft hand- bolta í einn mánuð án endurgjalds frá og með deginum í dag, þ.e. þegar EM hefst í Slóveníu. Íþróttafélög í Reykjavík ætla að bjóða nýjum iðk- endum að koma og prófa að æfa handbolta. Munu þeir sem mæta á æfingar fá GEFINS HANDBOLTA í boði KB-BANKA og VISA ÍSLAND! Takmarkið er að kynna fyrir sem flestum börnum og unglingum gróskumikið starf handknattleiks- deildanna hjá íþróttafélögunum í Reykjavík auk þess að fá sem flesta til að leggja stund á íþróttir. Mig langar eindregið til að hvetja foreldra til þess að nýta sér þetta átak og styðja börnin sín til þess að leggja stund á handbolta eða ein- hvers konar íþróttir. Fyrstu skrefin geta oft verið erfið og því er mik- ilvægt að við foreldrarnir styðjum vel við bakið á börnum okkar og veitum þeim það aðhald sem til þarf. Nýtum okkur tækifærið og að- stoðum börnin okkar að taka fyrstu skrefin og leggja stund á íþróttir. Þau munu búa að því um aldur og ævi. Settu mark þitt á boltann! Geir Sveinsson skrifar foreldrum ’Opið bréf til foreldra –Íþróttir og forvarnir.‘ Geir Sveinsson Höfundur er MBA-nemi í Háskóla Íslands og fyrrum þjálfari meistara- flokks Vals í handknattleik karla. Í FRÉTTAVIÐTÖLUM í Rík- isútvarpinu og á Stöð 2 á gamlársdag uppnefndi Davíð Oddsson forsætisráð- herra Unga jafn- aðarmenn „stráklinga“ og „ein- hverja krakka“ og sagði fyrirspurnir okk- ar um málefni SPRON og eign stjórnmála- manna í sparisjóðnum vera „sprikl“ og „vandræðagang“. Í þættinum Kryddsíld á Stöð 2 sama dag kall- aði hann okkur enn fremur „kjána“ og ítrekaði þennan stimpil þrátt fyrir að vera bent á það að slíkt orðalag bæri vott um virðingarleysi í okkar garð. Mér þótti leitt að heyra þetta og ákvað því að skrifa þessa grein og taka upp hanskann fyrir mig og fé- laga mína í ungliðahreyfingu Sam- fylkingarinnar. Ungt fólk verðskuldar virðingu Ungir jafnaðarmenn eru fjöldahreyf- ing ungs fólks í Samfylkingunni. Við teljum að ungliðahreyfingar hafi mikilvægu hlutverki að gegna í okkar lýðræðisskipulagi. Í ungliðahreyf- ingum hittist ungt fólk af báðum kynjum, mótar skoðanir sínar, vinnur sjálfboðastarf og veitir eldri stjórn- málamönnum það sem við teljum vera nauðsynlegt aðhald. Meðal ann- ars með því að spyrja þá erfiðra spurninga. Aðalatriði SPRON-málsins Mér finnst mikilvægt að rifja upp efnisatriði málsins. Þegar fréttir bár- ust af sölu SPRON og það leit út fyrir að stjórnmálamenn sem ættu þar stofnfé gætu hugsanlega hagnast margfalt, ákváðu Ungir jafn- aðarmenn að spyrjast fyrir um þetta. Ýmsir stjórnmálamenn hafa tekið undir að óeðlilegt sé að stjórn- málamenn hagnist á stofnfjáreign sinni. Meðal annars hefur Halldór Ásgrímsson sagst hafa afþakkað boð um að gerast stofnfjáreigandi. Aðal- atriðið er að ekki var ætlast til þess að stofnfjáreigendur myndu fá sölu- hagnað af stofnfé sínu. Það var m.a.s. nákvæmlega skilgreint hvert slíkur afrakstur ætti að skila sér. Þ.e. til menningar- og góðgerðarmála á starfssvæði sjóðsins. Sumir segjast reyndar hafa þegið boð um að gerast stofnfjáreigendur af skyldurækni en aðrir munu hafa gripið tækifærið í von um góðan hagnað. Nú þegar að það lítur út fyrir að síðarnefndi hóp- urinn fái ósk sína upp- fyllta þá skiptir höf- uðmáli að ekki var jafnt gefið í upphafi. Ekki áttu allir kost á að kaupa. Um takmörkuð gæði er að ræða sem út- hlutað var eftir óljósu kerfi til svokallaðra „traustra“ aðila. Frjálslyndar lífs- skoðanir en rík rétt- lætiskennd Ástæða er til að árétta að Ungir jafn- aðarmenn telja að hlutafélagaformið henti augljóslega best til reksturs fjármálaþjónustu. Við samgleðjumst fólki sem nýtur velgengni í hluta- bréfaviðskiptum. Það er jafnframt fagnaðarefni að enginn hafi tapað stofnfé sínu í SPRON heldur þvert á móti þegið 12–15% arð á ári og 25% á síðasta ári skv. ákvörðun stjórnar sparisjóðsins. En það er ekki ásættanlegt í okkar augum ef ákveðinn hópur fólks fær nú í sinn hlut margföld verðmæti vegna sölunnar til KB-banka. Ekki síst ef þeim skipaðist í hóp stofnfjár- eigenda vegna trúnaðarstarfa sinna fyrir almenning. Við teljum að ef brugðist verður við þessu óréttlæti þá styrki það yfirlýst markmið um að skapa hér og viðhalda opnu og gegn- sæju samfélagi. Tilgangurinn á ekki að helga meðalið Eitt af áramótaheitum mínum þetta árið er að vera málefnalegri í gagn- rýni á pólitíska andstæðinga mína. Að gæta hófs og reyna að setja hug- myndir mínar og stefnu Ungra jafn- aðarmanna fram á jákvæðan og yf- irvegaðan hátt. Einnig vil ég reyna að gæta þess að vera ávallt tillits- samur við þá sem í hlut eiga hverju sinni. Ísland er lítið samfélag og ég tel að of mikil heift geti reynst okkur, sem fámennri þjóð, óholl og haml- andi. Þegar Davíð lét borðhaldið bíða Ég hef yfirleitt hugsað nokkuð hlý- lega til Davíðs Oddssonar. Ég lenti eitt sinn á góðu spjalli við hann í mötuneyti Kambs Hf. (frystihús á Flateyri) og var ansi ánægður með kallinn. Mér þótti hann bæði alþýð- legur og almennilegur í framkomu. Hann má hins vegar alveg vita það að ég er hundleiður á að hafa hann í stjórnarráðinu. Stundum held ég að honum leiðist þar sjálfum. Ég giska allavega á það. Ég virði Davíð svo auðvitað fyrir persónulegan árangur hans á vettvangi stjórnmálanna. Hann hefur vissulega gert ýmislegt ágætt þrátt fyrir að ég sé honum oft ósammála. Hann hefur þegar allt kemur til alls sinnt sínum störfum í krafti lýðræðislegs umboðs og við sem erum á öndverðum meiði við hann í pólitík verðum bara að drífa í því að afla okkur slíks umboðs. Þetta umboð munum við fá, og verðskulda, ef við leggjum fram ábyrga stefnu og berum fram skynsamlegar og góðar hugmyndir um framþróun þjóð- félagsins. Þar tel ég Samfylkinguna vera á réttri leið. Við eigum öll skilið gott veður Öll höfum við skap. Við móðgumst. Við leggjum jafnvel á ráðin um að hefna okkar eða svörum í sömu mynt. Sem betur fer eru margar betri leiðir til að losa um reiði og sárindi. Það er gott að geta fyrirgefið. Við gerum öll okkar mistök en mest um vert er að reyna að gera betur í dag en í gær. Gott væri ef að á þessu ári snerist pólitíkin minna um persónur og meira um hugmyndir. Ég bið um frið á nýju ári fyrir Davíð Oddsson og fé- laga hans í Sjálfstæðisflokknum. Ég held að þar tali ég fyrir munn okkar flestra í Samfylkingunni. Vonandi getum við mæst yfirveguð og sann- gjörn á stjórnmálavellinum á þessu ári og sameinast, með liðsinni fleira góðs fólks, um að bæta enn frekar okkar góða samfélag hér á Íslandi. Við eigum öll skilið gott veður Andrés Jónsson skrifar um ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar ’Ég bið um frið á nýjuári fyrir Davíð Oddsson og félaga hans í Sjálf- stæðisflokknum.‘ Andrés Jónsson Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna. F öruneyti agar ekki til að börnin verði þæg og góð. Það kennir barninu sjálfsaga til að auka líkurnar á velgengni þess. Sjálfsagi felst m.a. í því að hafa stjórn á skapi sínu og tilfinningum. Hann skipt- ir sköpum um velgengni í námi, lífi og starfi. Barnið gerir tilraunir á ung- lingsárum til að yfirgefa Héraðið. Öryggið minnkar en það er æv- intýri framundan. Sómi fylgir því að heiman en einnig önnur dulin rödd sem hefur aðra sögu að segja. Efi læðist að um að vega- nestið sé ekki nógu hollt. Aginn að heiman er góður en nú tekur við nýr tími sjálfsagans þar sem ung- lingurinn mót- ar sig sjálfur með þýðing- armiklum ákvörðunum. Hann skoðar óljósa sjálfsmynd sína og metur skilaboð jafnt innan sem utan hringsins. Suma krákustíga er aðeins hægt að fara einn eða ein. En þegar fjallið er klifið og stígurinn stiginn þá finnur unglingurinn heimamund í hjartanu og hug- anum og jafnvel í nestistöskunni. Hann skynjar ósýnilega föru- nauta sína og hlustar á þá. Hann beitir sig aga til að ganga veginn áfram í stað þess að ráfa um veg- leysur. Hann fer einhverja hringi en með einbeittum vilja rofnar hringurinn. Veganestið er einnig minning um fjölskrúðugt föruneyti, ekki einsleitan hóp. Þar er að finna ólíkar persónur og hæfileika, reynslu úr öllum heimsálfum og -djúpum. Einnig vitneskju sem reynslan kennir; að samstaða hinna ólíku (mann)gerða sé sterk- ari en hinna líku. Takist þeim, sem eru af marglitu bergi brotn- ir, að vinna saman verður erfitt að rjúfa þá vináttu. Ástæðan er að þeir samstilla frábrugðna hæfileika sína, reynslu og vitn- eskju. Verkefnið á unglingsárum er því viðamikið. Það er áskorun um að yfirgefa hreiðrið um stund, taka flugið og glíma við aðstæður. Í þessum ferðum vaknar innri spurning um hlutverk í heim- inum. Föruneytið getur ekki sagt unglingnum hvert hlutverkið er, hann verður sjálfur að finna það og taka hlutverkið að sér. Velja, stíga fram og ganga inn í það. Föruneytið þekkir ekki allt hans innra líf. Aðeins unglingurinn sjálfur getur numið innri rödd sína, vegið og metið í aðstæðum. Á veginum mætir unglingurinn öðrum. Hann má hrífast með straumnum, en þarf að kunna að nema staðar og halda för sinni áfram. Svarið um hlutverkið finnst aðeins í spennunni milli sjálfsins og heimsins. Svarið er á milli þessara tveggja turna. Unglingurinn, hálft barn og hálft fullorðið, þarf tækifæri til að reyna sig milli tveggja skauta, tveggja hliða á hinni mannlegu veru; sjálfsmynd og heimsmynd. Hann þarf ráð og aga og svigrúm til að fara að heiman. Fyrst í stuttar ferðir og svo í langferð. Margt lærist á ferðum utan hringsins. Það sem aðeins var til í sögum eða á myndum opinberast og allt lítur öðruvísi út. Það sem virtist vera skammt undan reyn- ist oft utan seilingar. Innra með unglingnum búa setningar að heiman, vísdómsorð og ráð hinna eldri. Þennan heimamund þarf að draga fram, vega og meta á lífsleiðinni. Sumt reynist vel, annað hefur misst gildi sitt. Aðeins með því að prófa og hlusta á eigin rödd tekst að reyna sanngildið. Lífið staðnar ekki og því þarf að endurmeta gildin en skilja þau ekki eftir í vegkantinum. Áður en unglingurinn heldur í eigin ferðir þarf föruneytið að hafa gefið honum gjafir; vesti, gert af dverghögum höndum til að verja þungum höggum. Sverð, til að verjast og sækja fram. Ljós, til að reka burt eitraðar hugsanir. Brauð, sem skemmist ekki. Sóma, sem fyllir hann hugrekki, gætni og skilningi á því að enginn geti borið byrðina fyrir hann, hversu þung sem hún reynist. Einhverjir geta þó e.t.v. lyft undir með hon- um um stund eða lánað snæri til að feta sig um klettótt landslagið. Á veginum sækir efinn að ferðalöngum, en hann er gollra- gjöfin sem allir verða að þiggja. En eftir að hafa efast, verða kennileitin skýrari. Efinn kennir unglingnum að gera greinarmun á sviknum vegpóstum og ósvik- unum. Sjálfsmyndin er sköpuð á ung- lingsárunum, á veginum að heim- an máta unglingar sig við hegðun, áhugamál, hugmyndir, persónur og útlit. Margir festa því pósta sína við vegarbrún til að mark- aðssetja ímyndir: Stúlkur eru sí- tengdar við líkama sinn og útlit. Strákar við vald og hroka. Hamr- að er á kynlegri hegðun og skoð- unum skaða sjálfsmyndina. Dagbjört Árnadóttir mann- fræðingur vinnur að verkefnum hjá ÍTR til að styrkja jákvæða sjálfsmynd unglinga. Eitt helsta viðfangsefnið er að finna mótvægi við útlitsdýrkun, en unglingar eru sérlega vinsælt skotmark útlits- hönnuða. „Margar stelpur og konur eru farnar að „kaupa“ þá hugmynd að verðleikar þeirra liggi í útliti, líkama og kyn- þokka,“ segir hún að strákar séu einnig fórnarlömb (Mbl. 18.10. 03). Föruneytið má alls ekki sofna þegar unglingurinn fer út fyrir garðinn. Þá fyrst verður hann fyrir áreitum úr öllum áttum. „Í vinnu okkar með unglingum tel ég það allra nauðsynlegast að kenna þeim gagnrýna hugsun og að segja sína skoðun. Þegar þau hafa lært að hafa gagnrýna hugs- un eru þau í stakk búin að velja fyrir sig sjálf.“ Það er einmitt veganesti sem föruneytið gefur. Föruneytið fylgir hinni hálfn- uðu mannveru áfram í anda, því hún þarf að geta leitað ráða hjá þeim sem þekkir framhaldið. Þríleikur um barnið: 8. jan.: Föruneyti barnsins. 22. jan.: Tveggja barna tal. 5. feb.: Barnið snýr heim. Tveggja barna tal Unglingurinn heldur í eigin ferðir eftir að föruneytið hefur gefið; vesti, gert af dverghögum höndum. Sverð, til að sækja fram. Ljós, til að reka burt myrkrið. Brauð, sem skemmist ekki. VIÐHORF Eftir Gunnar Hersvein guhe@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.