Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 37 SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 60% Nú líður að lokum útsölunnar því hækkum við afsláttinn í ... Nýjar vörur á útsölunni Mikið um sértilboð (500.-, 1.000.-, 2.500.-) Á BLAÐSÍÐUM 364 til 365 í síð- ara bindi ævisögu Jóns Sigurðssonar, sem út kom nú í haust, segir höfund- urinn Guðjón Friðriksson frá deilum, sem voru 1867 meðal Íslendinga um fjárhagslegan við- skilnað við Danmörku. Kemur þar fram, að Jón taldi, „að til þess að Íslendingar geti staðið uppréttir gagn- vart Dönum verði þeir að standa fast á forn- um rétti sínum en byggja ekki einungis á sanngirni Dana í garð Íslendinga“ (bls. 364). Guðjón segir, að Danir hafi verið í erfiðri að- stöðu, enda fjárhagur ríkisins bágur eftir að að hafa misst hertogadæmin Slesvík, Holstein og Láenborg. (Er rétt að hafa í huga, að ríki Danakonungs náði allt suður að Hamborg fram til 1864, en suðurmörk Danmerkur voru kom- in norður á miðjan Jótlandsskaga eft- ir ósigurinn fyrir Prússum og Aust- urríkismönnum það ár, og var svo til 1918.) Í frásögn Guðjóns taldi Jón, að þessar ástæður myndu valda því, að Danir yrðu fúsari til þess en áður að samþykkja, að Íslendingar tækju fjárhag landsins í eigin hendur og fengju jafnframt sjálfsforræði í eigin málum. Síðan segir Guðjón á bls. 365: „Að vísu vænkast hagur danska ríkisins síðar á þessu ári er Danir selja Bandaríkjamönnum þrjár eyjar í Vestur-Indíum fyrir sem svarar 14. milljónum ríkisdala. Útgjöldin af Ís- landi eru smámunir í samanburði við þá upphæð.“ Guðjón rekur ekki, hvort eða hvernig þessi happasala hafði áhrif á þrætur Íslendinga og Dana, enda erf- itt, því að þessi sala átti sér ekki stað. Danir seldu Bandaríkjamönnum þessar þrjár eyjar árið 1916, og fengu ekki greitt fyrr en 1917. Það er að vísu rétt, að á árinu 1867 náðist samkomulag milli Dana og Bandaríkjamanna um, að Banda- ríkjamenn keyptu tvær af þremur eyjum Dana í Vestur-Indíum. Danir vildu selja allar þrjár eyjarnar, og var sölutilboðið upphaflega 25 milljónir bandaríkjadala. Bandaríkjamenn buðu 5 milljónir. Til hliðsjónar má hafa í huga, að Bandaríkjamenn voru þá nýbúnir að kaupa Alaska af Rússakeisara fyrir 7 milljónir doll- ara. Danir buðu 15 milljónir, 10 millj- ónir fyrir St. Thomas og St. Jan, en 5 milljónir fyrir St. Croix. Enn hækka Bandaríkjamenn sig í 7,5 milljónir, og samþykktu Danir það fyrir St. Thom- as og St. Jan, en 3,75 milljónir dala vildu þeir fá fyrir St. Croix. Endaði kaupslagið með því, að Bandaríkja- menn samþykktu að kaupa eyjarnar tvær fyrir 7,5 millj. dollara, en slepptu St. Croix. Saga þessi er rakin í bók Thorkild Hansen: Þrælaeyj- arnar, sem út kom í þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar hjá Ægisútgáfunni 1983. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hikaði hins vegar við að fullgilda samninginn, og breytti það engu, þótt Danir bættu St. Croix við og byðust til að lækka verðið um helming. Dan- ir framlengdu fullgildingarfrestinn, allt kom fyrir ekki. Þegar til átti að taka, voru Bandaríkjamenn ekki til- búnir til að kaupa. Danir reyndu nokkrum sinnum síðan að selja Bandaríkjamönnum eyjarnar. Það tókst nærri því árið 1902, og höfðu Danir þá mikinn við- búnað. Bandaríkjamenn buðu 5 millj- ónir dollara fyrir eyjarnar, og tóku Danir því. Í þessari samningalotu höfðu Danir sett það skilyrði, að íbú- ar eyjanna samþykktu söluna í at- kvæðagreiðslu, en þegar Bandaríkja- menn féllust á það skilyrði, brá Dönum, því að þeir höfðu treyst á, að Bandaríkjamenn myndu neita þeirri kröfu. Og uggur danskra ráðamanna var eðlilegur. Það höfðu nefnilega borist um það fréttir frá Vestur- Indíum, að eyjaskeggjar vildu halda tryggð við sinn arfakóng, sem hafði gefið þeim frelsi, og þótt lífskjör væru afleit, því fólk hrundi niður og íbúum fækkaði, þá töldu eyjaskeggj- ar, að verri yrði vistin undir stjórn Bandaríkjamanna. Þessi sala var samþykkt í danska þjóðþinginu en felld í landsþinginu. Bandaríkjamenn féllust þá á að framlengja fullgilding- arfrestinn fram yfir nýj- ar kosningar til lands- þingsins. Var eyjasalan hitamál í þeim kosn- ingum. Þegar málið kom aftur til kasta lands- þingsins, var allt lagt undir. Svo hart var ba- rizt, að bornir voru 83 og 97 ára gamlir lands- þingsmenn á kviktrjám til Kristjánsborgarhallar til að taka þátt í at- kvæðagreiðslunni. Fór svo að samningurinn var felldur á jöfnu, 32 at- kvæði gegn 32. Þá glöddust afkom- endur þrælanna á eyjunum, og það var gefið frí í skólum. Danir voru hins vegar staðráðnir í að losa sig við hins svörtu þegna Danakonungs, ekki sízt, ef hægt var að selja þá, og héldu viðræður áfram milli danskra og bandarískra stjórn- valda árin 1905, 1910, 1911 og 1913. Danir létu í það skína, að hugsanlega væru Evrópuveldin, t.d. Þýzkaland og Austurríki, tilbúin að greiða fyrir að mega vera með flotastöð á ein- hverri eyjunni. Bandaríkjamenn voru hins vegar ekki tilbúnir að kaupa eyj- arnar fyrr en árið 1916, en þá náðist samkomulag og var söluverð 25 millj- ónir dollara. Danska stjórnin vildi gera það að skilyrði, að þjóð- aratkvæðagreiðsla yrði meðal eyja- skeggja, en því voru bandarísk stjórnvöld andsnúin, og kærðu sig ekki um, að málið félli hugsanlega á sjónarmiðum þessara svertingja, þegar búið væri að semja um verð. Danir féllust óðara á þessa röksemd. Hins vegar fór fram þjóðaratkvæða- greiðsla um málið heima í Danmörku og í Færeyjum. Ekki á Íslandi. Úrslit urðu þau, að 26% vildu selja, 14% voru á móti, og 60% var sama um málið. Færeyingar vildu ekki selja. Kosningaþátttaka var hins vegar lítil eða 40%. Svo afhentu Bandaríkjamenn 25 milljón dollara tékkann með pomp og prakt 31. marz 1917. Eyjaskeggjar grétu sinn danska kóng. Þeir fengu engin lýðréttindi í Bandaríkjunum – þeir voru einfaldlega eign þess ríkis. Það var ekki fyrr en 1927, að þeir fengu bandarískan ríkisborgararétt, en þeir fá hvorki að kjósa til full- trúadeildar né í forsetakosningum. Aldrei virðist sú hugmynd hafa kom- ið fram, að Danir gæfu þeirri þjóð, sem þeir höfðu flutt í hlekkjum frá Afríku, einfaldlega frelsi til að ráða málum sínum sjálf. Í augum danskra stjórnvalda var þetta fátæka fólk kvikfénaður, sem mátti ganga kaup- um og sölum – að vísu í heildsölu en ekki stykkjatali. Í bók Guðjóns kemur fram, að sumir Danir höfðu alið með sér um skeið þá hugmynd, að skipta á Íslandi og a.m.k. hluta hertogadæmanna. Að þessu leytinu til vorum við í augum Stór-Dana sams konar söluvarningur og íbúar dönsku Vestur-Indía. Eyjasölu flýtt um hálfa öld Haraldur Blöndal skrifar um sagnfræði Haraldur Blöndal ’… vorum við í augumStór-Dana sams konar söluvarningur og íbúar dönsku Vestur-Indía.‘ Höfundur er hæstaréttarlögmaður. KRÓATÍA er nýr áfangastaður sem ferðaskrifstofan Heimsferðir kynnir sem valkost fyrir íslenska sumarleyfis- og sólar- landafara. Nátt- úruperlan Króatía hefur verið eitt mest umtalaða og rómaða ferðamannaland í Evrópu að und- anförnu. Króatía er ungt lýðveldi, sem stofnað var eftir upplausnina í Austur-Evrópu um 1990. Áður var Króat- ía hluti af Júgóslavíu. Ísland varð fyrst ríkja til að við- urkenna Króatíu sem sjálfstætt ríki í des- ember árið 1991 og minnast Króatar þess jafnan með þakklæti. Viðskipti þjóðanna hafa ekki verið mikil hingað til, en vonandi verður með þessum ferðum breyting á því. Margir Íslendingar hafa ferðast á eigin vegum til Króatíu á und- anförnum árum og flestir ef ekki allir borið lof á landið. Minnist ég sérstaklega greinar Eirnýjar Vals- dóttur sem hún skrifaði í Morgun- blaðið eftir heimsókn sína til Kró- atíu sumarið 2001. Þar lofaði hún land og þjóð og segir í greininni að þetta sé fyrsti sumarleyfisstað- urinn sem hana virkilega langi að heimsækja á ný. Eirný er ekki ein um þessa skoðun. Vin- sældir Króatíu sem ferðamannalands liggja víða og lofsam- legar greinar hafa verið skrifaðar um landið í þekktum blöð- um um heim allan, svo sem Newsweek. Króatía er allstaðar rómuð fyrir hrein- leika, fegurð, veð- urfar, mat, menningu, hagstætt verðlag og gestrisni heimamanna. Ég hvet ferðamenn, sóldýrkendur og áhugamenn um sögu og menningu til að skoða þennan nýja valkost. Ég óska Heimsferðum til hamingju með þeirra frumkvæði og alls hins besta í framtíðinni. Nýr valkostur Hallgrímur Ólafsson skrifar um Króatíu Hallgrímur Ólafsson ’ Króatía ervíða vinsæl sem ferðamanna- land …‘ Höfundur er kjörræðismaður Króatíu á Íslandi. Útsala - Útsala Klapparstíg 44 - sími 562 3614
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.