Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 53 SÍMON Steingrímsson birtir í gær samanburð á kafla úr Vefaranum mikla eftir Laxness um lestarferð Steins Elliða um Frakkland og Ítalíu og kafla úr bók minni um Laxness um lestarferð hans um sömu slóðir. Hann bendir á, að ég nýtti mér lýs- ingu skáldsins á lestarferð um þess- ar slóðir. Að sjálfsögðu gerði ég það. Mér fannst það sjálfsagt til að skapa rétt andrúmsloft. Halldór fór sjálfur um þessar slóð- ir, áður en hann lauk Vefaranum, og hefur nýtt sér það, sem hann sá. Það var einmitt þess vegna, sem hann fór suður til Sikileyjar. Það er fáránlegt að hneykslast á þessum vinnubrögð- um mínum. Auðvitað vísaði ég síðan í bók minni í þessa frásögn úr Vefaranum mikla, svo að ekki færi milli mála, að ég nýtti mér lýsinguna. Ég get gefið Sverri Hermannssyni, sem líka hef- ur skrifað í hneykslunartón um bók mína, sama svar: Þar sem það á við, nýti ég mér hugblæ úr skáldsögum Laxness, til dæmis Innansveitar- kroniku. Sjálfur nýtti Laxness sér á þann hátt önnur verk, og lærði ég margt af honum um margt. Hann skrifaði til dæmis ræðu Rauðsmýr- armaddömunnar í Sjálfstæðu fólki upp úr verkum þriggja manna, nýtti sér mjög vel dagbækur Magnúsar Hjaltasonar í Heimsljósi og fór um sumt nærri sögu Torfhildar Hólms um Jón Vídalín í Íslandsklukkunni, auk þess sem hann skrifaði þar upp úr bréfum Árna Magnússonar og Jóns Hreggviðssonar. Ég var að vísu ekki að skrifa skáldsögu eins og Halldór, en ég var að skrifa um mann, sem hafði ferðast um og lýst ferðalögum sínum í skáldsögum sín- um, svo að þær eru heimildir um, hvað hann sá og skynjaði. Þetta á ekki að þurfa að stafa ofan í áhuga- fólk um bókmenntir. HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Hringbraut 24, Reykjavík Lýsingar skáldsins Frá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni: Prófaðu þennan og þú reynir ekki annan eftir það. Tvö handtök og tappinn úr! Tappatogarinn Tækifærisgjöf Sendum í póstkröfu WWW.KRISTALLOGPOSTULIN.IS Bóndadagsgjöfin í ár WWW.KRISTALLOGPOSTULIN.IS BRÉF TIL BLAÐSINS Áskirkja. Hreyfi- og bænastund kl. 12.15 í neðri safnaðarsal. Opið hús kl. 14–17 í neðri safnaðarsal fyrir unga sem aldna. Organisti Áskirkju leiðir söng. Allir vel- komnir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Org- elleikur, íhugun. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu eftir stundina. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. Land- spítali háskólasjúkrahús. Arnarholt. Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Kjartan Örn Sig- urbjörnsson. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi. Gunnar Gunnarsson leikur á org- elið frá kl. 12. Þjónustu annast Bjarni Karlsson og Sigurbjörn Þorkelsson, með- hjálpari. Kl. 12.30 er léttur málsverður í boði í safnaðarheimilinu. Samvera eldri borgara kl. 14. Sr. Bjarni leiðir stundina. Guðfinna Ragnarsdóttir annast fundar- efni, en kaffiveitingar og önnur umsjá er í höndum Þjónustuhóps kirkjunnar og kirkjuvarðar. Neskirkja. Krakkaklúbburinn kl. 14.30. Starf fyrir 8 og 9 ára börn. Sögur, leikir, föndur o.fl. Stúlknakór Neskirkju kl. 16. Kór fyrir 8 og 9 ára stúlkur. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson, organisti. Uppl. og skráning í síma 896 8192. NEDÓ ung- lingaklúbburinn. 8. bekkur kl. 17. 9. bekk- ur og eldri kl. 19.30. Umsjón Munda og Hans. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 24. jan- úar, kl. 14 verður hinn árlegi þorrafagn- aður haldinn. Verði er mjög í hófi stillt eða kr. 1.500. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 milli kl. 10–12 fram á föstudag. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Helgistund í íbúðum aldraðra á Skólabraut kl. 13.30. Óháði söfnuðurinn. Tólf sporin, andlegt ferðalag í kvöld kl. 19. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 STN – starf með sjö til níu ára börnum í Selásskóla. Breiðholtskirkja. Tilvist, trú og tilgangur II: Biblíulestur í samvinnu leikmannaskólans og Reykjavíkurprófastsdæmis eystra kl. 20–22. Kennari dr. Sigurjón Árni Eyjólfs- son, héraðsprestur. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Unglingakór Digraneskirkju kl. 16.30–19. Barnastarf 6–9 ára kl. 17.15 á neðri hæð kirkjunnar. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldustund (mömmumorgnar) kl. 10–12. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12 í umsjá Lilju djákna. Stúlknastarf 8–10 ára kl. 16.30–17.30. Alfa-námskeið kl. 19. Sjá nánar: www.kirkjan.is/fella–hola- kirkja. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Dagskráin er fjölbreytt. Boðið er upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmtilegar og fræðandi samverustundir. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30– 18.30 í Grafarvogskirkju og einnig í Húsa- skóla á sama tíma. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20. Hjallakirkja. Opið hús kl. 12. Kirkjuprakk- arar, 7–9 ára starf kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf með eldra fólki kl. 14.30–16 í safnaðarheimilinu Borgum. Umsjón Sigríður Baldursdóttir. Bæna- og kyrrðarstund kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarðar eða presta. Fyrstu ár- in. Í dag kl. 17.30 heldur séra Ingþór Indr- iðason Ísfeld fræðsluerindi um Postula- söguna í safnaðarheimilinu Borgum. Fyrirspurnir og umræður að erindi loknu. Allir velkomnir. Seljakirkja. KFUM 9–12 ára kl. 17.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að koma til prestsins fyrir stundina. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Von- arhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund (sbr. mömmumorgunn) í dag kl. 13. Kjörið tæki- færi fyrir heimavinnandi foreldra til að koma saman og eiga skemmtilega stund í notalegu umhverfi. Kaffi og léttar veiting- ar, spjall, föndur, fyrirlestrar, kynningar og fleira. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára krakka kl. 16.30–18. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 9.30. For- eldramorgnar kl. 10. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í safnaðarheimilinu. Kaffi, djús og gott samfélag. Sr. Þorvaldur Víðisson. Nú fer að styttast í næstu heim- sókn. Kl. 18 Litlir lærisveinar, aukaæfing hjá eldri hóp. Kórstjóri Joanna Wlasczyk og umsjónarmaður Kristín Halldórsdóttir. Kl. 20 tólf spora vinna heldur áfram í KFUM&K heimilinu. Umsjónarfólk. Kl. 20 kóræfing Kirkjukórs Landakirkju. Kórstjóri Guðmundur H. Guðjónsson. Kletturinn. Kl. 19 Alfanámskeið. Allir vel- komnir. Fríkirkjan Kefas. Alfanámskeiðið hefst í kvöld kl. 19 með léttum kvöldverði. Kennsla í 45 mínútur og eftir stutt hlé um- ræður í hópum. Námskeiðinu lýkur kl. 22. Námskeiðsgjald kr. 4.500 fyrir 10 vikur. Skráning og upplýsingar í símum 554 3708 eða 896 3637 (Helga) og 554 1671 eða 865 7901 (Björg). www.ke- fas.is AD KFUM, Holtavegi 28. Fundur í kvöld kl. 20. Kristniboð meðal múslíma. Efni og hugleiðing í höndum Helga Hróbjartsson- ar, kristniboða. Allir karlmenn velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í safnaðarheimili eftir stundina. Glerárkirkja. Opið hús fyrir foreldra og börn kl. 10–12. Samvera eldri borgara kl. 15. Gestir sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og Ásta Garðarsdóttir ásamt nemendum úr Tónlistarskólanum. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 20 ung- lingaafundur fyrir 8. bekk og upp úr. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Kl. 20 bibl- íufræðsla og bæn. Snorri Óskarsson kennir um Salómon konung, musterið og síðan klofning Ísraelsríkis. Allir velkomnir. Dagskrá bænaviku: Fimmtudagur: Kvöldsamkoma í Hjálpræð- ishernum, Kirkjustræti 2, kl. 20. Ræðu- maður Högni Valsson, forstöðumaður í Frí- kirkjunni Veginum. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Þorrahátíð í Grensáskirkju ÁRLEG þorrahátíð starfs eldri borgara í Grens- áskirkju verður miðviku- daginn 28. jan. Dagskráin hefst kl. 12.10 með helgistund í kirkjunni í umsjá sóknarprests og org- anista. Að helgistund lokinni er gengið yfir í safn- aðarheimilið þar sem borinn verður fram þorramatur. Þorvaldur Halldórsson söngvari er gestur samver- unnar og syngur við eigin undirleik. Gera má ráð fyrir að dagskrá sé lokið um kl. 14. Kostnaði er stillt í hóf og öllum er heimil þátttaka, óháð aldri og bú- setu. Þess er þó óskað að þátttaka sé tilkynnt í síma Grensáskirkju 5 800 800 í síðasta lagi mánudags- morguninn 26. janúar. Námskeið fyrir kenn- ara í Grafarvogskirkju GRAFARVOGSKIRKJA efnir til sérstaks námskeiðs fyrir grunn- skólakennara, laugardaginn 24. janúar nk. kl. 10–14. Umrætt nám- skeið á að geta nýst grunn- skólakennurum í kristinfræði, sið- fræði og trúarbragðafræðum. Tvö erindi verða flutt fyrir há- degi þennan dag. Annað erindið ber yfirskriftina: Tilgangur og markmið kennslu í kristnum fræð- um, siðfræði og trúarbragðafræði í grunnskólum og hlutverk kenn- arans. Sr. Sigurður Pálsson, sókn- arprestur og fyrrverandi náms- stjóri í kristnum fræðum, flytur. Siðara erindið ber yfirskriftina: Hlutverk frásögunnar og klípusög- unnar í kennslu kristinfræðikenn- arans. Halla Jónsdóttir, hugmynda- og vísindasagnfræðingur, flytur. Boðið er upp á fyrirspurnir eftir hvort erindi. Eftir matarhlé mun stjórn Félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúar- bragðafræðum kynna hag- nýtar kennsluhugmyndir sem henta 1.–10. bekk. Námskeiðið er í boði Graf- arvogskirkju og er því grunnskólakennurum að kostnaðarlausu. Vinsamleg- ast látið vita um þátttöku á skrifstofu Grafarvogskirkju, sem opin er alla virka daga kl. 9–12. Síminn er 587 9070. Þorrafagnaður Neskirkju HINN árlegi þorrafagnaður Nes- kirkju verður haldinn nk. laug- ardag 24. janúar kl. 14.00. Fram verður borinn hefðbundinn þorra- matur á hlaðborði, síldarréttir, heitt saltkjöt og heit rófustappa. Sr. Hjálmar Jónsson, fyrrverandi al- þingismaður, flytur gamanmál. Þorvaldur Halldórsson leikur undir hringdansi og fjöldasöng. Verði er mjög stillt í hóf eða 1.500 kr. Kaffi og öl innifalið. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 milli kl. 10–12 fram á föstudag. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Morgunblaðið/Arnaldur Grensáskirkja. KIRKJUSTARF LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús hyggst breyta skipulagningu og þjónustu neyðarmóttöku vegna nauðgana og yfirlæknir móttökunnar hefur þegar fengið uppsagnarbréf. Frá sjónarmiði stjórnar spítalans getur þessi ákvörðun verið hagræð- ing, en fyrir þá sem þurfa á þjónust- unni að halda er það ekkert annað en skerðing á þjónustu. Yfirlæknir með sérþekkingu er að fara, ráðgjafar eru ekki lengur á sólarhringsvöktum. Það sem er verst er að þessi breyting mun eyðileggja starfsemi núverandi móttöku sem telst til fyrirmyndar á viðkomandi sviði. Ef ákvörðunin væri tekin vegna fækkunar nauðgana, myndi hún vera skiljanlegri. En stað- reyndin er ekki þannig. Að sögn Rúnu Jónsdóttur, talskonu Stíga- móta, bárust 155 nauðgunartilfelli til Stígamóta á síðast ári og fjöldi kvenna sem leitaði þangað jókst um 20 prósent. Þegar þessi skelfilega frétt kom fram brugðust flest kvennasamtök mjög snöggt við. Að sjálfsögðu mót- mæla þau öll harkalega þessari áætl- un. Hins vegar heyrist ekki mjög mikið frá hlið karlmanna. Er það líka sjálfsagt? Ég held það ekki. Er móttaka fórnarlamba nauðgana kvennamál vegna þess að flest þeirra eru konur? Slíkt viðhorf er algjör ruglingur eða einfaldur misskilning- ur. Hverjar eru þær stelpur sem sær- ast bæði líkamlega og andlega vegna kynferðislegs ofbeldis? Hverjar eru þær sem verða að berjast við trauma nauðgunar alla ævi sína sem eftir er? Hverjar eru þær sem þurfa að fá bestu meðferð sérfræðinga eftir þann atburð? Þær eru án undantekningar dætur einhverra feðra, vinkonur einhverra stráka og ómetanlegur fjölskyldu- meðlimur einhverra fjölskyldna. Hvaða karlmaður getur fullyrt að dóttir hans eða fjölskyldumeðlimur muni aldrei lenda í slíkum málum? Við verðum að sjálfsögðu að vinna að því að nauðgun eigi sér alls ekki stað, en því miður mun það ekki rætast strax á morgun. Eigum við ekki að tryggja þá þjónustu sem er best og veita hana fórnalömbum nauðgana þangað til? Málið má alls ekki snúast einungis um fjármál spítalans. Málið varðar hvers virði manneskjan er í þjóð- félaginu. Málið má alls ekki snúast einungis um konur, heldur er það mál sem varðar alla sem hugsa um börn sín og fjölskyldu. Við karlmenn eig- um að sýna skýrt hvert viðhorf okkar er í málinu og að standa saman til þess að halda okkur á réttri braut. TOSHIKI TOMA, Holtsgötu 24, 101 Reykjavík Ekki bara kvennamál! Frá Toshiki Toma, presti innflytjenda: NÚ þegar kjarasamningar eru lausir og verkalýðsforystan keppist við að segja verkalýðnum frá því hve góða samninga þeir ætli að gera fyrir hönd umbjóðenda sinna getur maður ekki annað en brosað út í annað. Af hverju hafa þessir verkalýðs- leiðtogar einhverjar áhyggjur af því hvað lægstu laun þeirra umbjóðenda eru? Verkalýðsforkólfar lepja ekki beint dauðann úr skel með hálfa millj- ón á mánuði í laun eða meira. Þeir þykjast ætla að bæta eftirlaunin því að þá fá þeir væntanlega líka betri eft- irlaun. Þeir vilja hækka laun um pró- sentur því að þá fá þeir meiri launa- hækkun en flestir umbjóðendur þeirra. Dæmi: 3% launahækkun á 150.000 krónur gera heilar 4.500 krónur sem þeir hækka um en 500.000 kallinn sem formaður verka- lýðsfélagsins er með hækkar um 15.000. Nú þegar kjarasamningar eru laus- ir er kjörið fyrir verkalýðsforystuna í landinu að öðlast traust verkalýðsins með því að binda laun starfsmanna verkalýðsfélagana, þ. á m. formanns- ins, við lægstu laun sem greidd eru í félaginu miðað við 100% vinnu. Þann- ig gæti formaðurinn verið með 2x lægstu laun sem greidd eru til fé- lagsmanns í verkalýðsfélaginu. Ef lægstu laun hækka þá hækkar for- maðurinn líka. Ef þau hækka upp fyr- ir einhver önnur laun þá breytast for- sendur formannsins þannig að laun hans taka mið af lægri laununum. Með þessari breytingu færi að skipta máli fyrir samninganefndina og formanninn að lægstu laun hækk- uðu verulega og ekki skiptir það minna máli fyrir þá sem hafa lægstu launin að vita af því að þeirra laun stjórna því hve mikið verkalýðsfélag þeirra greiðir þeim sem semja fyrir þá. Ég mæli með að verkalýðsforystan líti í eigin barm og hætti að barma sér yfir lágum launum félagsmanna nema þeir taki sér laun sem eru tengd lægstu launum þjóðfélagsins. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að laun forystumanna í verkalýðsfélög- um séu allt of há. Það er eitthvað bogið við að for- maður verkalýðsfélags sé gjörsam- lega hafinn yfir það hvernig það er að lifa af þeim launum sem þeir eru að semja um. SIGURÐUR F. SIGURÐARSON, Tjarnarlöndum 13, Egilsstöðum. Kjarasamningar Frá Sigurði F. Sigurðarsyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.