Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 43 legustu samúð. Guð gefi ykkur styrk um ókomna tíð. Í friðsælum faðmi þínum fel ég mig, Drottinn minn. Líf mitt allt, bæði ljós og skugga ég legg fyrir dóminn þinn. Ég veit að mér er það óhætt, þú einn þekkir öll mín sár. Og harmar lífs míns af hjarta snúast í heit og fagnandi tár. (Jónína Hallgrímsdóttir.) Hvíl þú í friði, kæra vinkona. Ásgerður, Björg, Erna Björk, Guðrún, Jórunn og Sigríður. Elskuleg og viðkvæm sál hefur brostið. Það sem við óttuðumst hefur gerst. Þórunn var ein af þeim sem ekki var upptekin af veraldlegum gæðum en bjó yfir miklum andlegum auði. Í eðli sínu var hún glaðvær og stutt í hláturinn hennar en innst í sálu hennar bjó sársauki og sorg sem hvorki hún né aðrir höfðu öðlast skilning á. Hún hikaði ekki við að brjóta upp líf sitt og afla sér starfs- reynslu á ýmsum og ólíkum stöðum. Fátt var skemmtilegra en að vera með henni og spjalla um heima og geima og miðlaði hún óspart af reynslu sinni. Auðvelt átti hún með að koma auga á hið smáa í lífinu hvort sem það var birtan úti eða kostir þeirra sem hún mætti á lífs- leiðinni. Með ótrúlegri elju tókst hún á við sinn erfiða sjúkdóm sem sigraði hana að lokum. Elsku vinkona, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar og kveð þig með ljóðlínum úr kvæði Jónasar Hallgrímssonar „Smávinir fagrir“. Hægur er dúr á daggarnótt geymi þig ljósið, sofðu rótt. Ég bið góðan Guð að geyma börnin hennar, Evu og Axel og alla hennar aðstandendur. Elinborg. Það var mikil sorg sem knúði dyra hjá mér við að heyra af andláti Þór- unnar vinkonu minnar til margra ára. Ekki verður sorgin yfirunnin án þakklætis fyrir tilveru hennar og alla þá gleði og hlýju sem hún færði okk- ur samferðafólkinu. Ein af dýrmæt- ustu gjöfunum sem okkur eru gefnar er vináttan, þessi sanna vinátta sem ræktuð er með innihaldsríkum og gefandi stundum. Það er einmitt þannig stund sem við vinkonurnar áttum saman á heimili hennar 22. desember sl. Í öllu jólastressinu ríkti þessi yndislegi friður, ljúf tónlist óm- aði og góða jólabrauðið á sínum stað sem hún hafði vökvað reglulega und- anfarið. „Þegar brauðið er tilbúið eru jólin komin hjá mér“ sagði hún og við smökkuðum þennan fína bakstur og nutum þess að hátíðin væri á næsta leiti. Þórunn var með allt tilbúið og var full tilhlökkunar að eiga ánægju- legar stundir með sínu fólki. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Þórunni á skólaárum okkar í Kennaraskólanum en atvikin höguðu því svo til, mörgum árum seinna, að við urðum einar með börn- in okkar á svipuðum tíma og áhuga- málin að mörgu leyti lík. Samveru- stundunum fjölgaði og þess vegna er hægt að minnast ótal skemmtilegra stunda við spilamennsku, á ferðalög- um, í göngutúrum og á merkum tímamótum í fjölskyldunum. Þórunn var sannkallað náttúru- barn, einlægur tónlistarunnandi og spilaði ágætlega á píanó þrátt fyrir að gera alltaf lítið úr því. Hún söng með Gospelsystrum, núna síðast í desember á eftirminnilegum jólatón- leikum þeirra í Hallgrímskirkju. Hún hafði unun af að fara á tónleika, í leik- hús og að vera í menningarlegu um- hverfi. Þórunn var rík í orðsins fyllstu merkingu þar sem fjölskyldan henn- ar var. Hún sagði oft frá skemmti- legum uppákomum í fjölskyldunni og mat hún þessar stundir mikils. Hún var vinamörg og ræktaði líka vel vin- áttuna með heimboðum því að hún hafði mikla ánægju af að fá til sín gesti. Tilgangurinn með þessum fáu orð- um var ekki að rekja lífshlaup henn- ar heldur aðeins að minnast hennar eins og hún kom mér fyrir sjónir og fá að þakka henni fyrir allt hið góða sem hún gaf okkur. Einn traustasti hlekkurinn í vinkvennahópnum er farinn. Kæru vinir, Eva Björk og Axel, megi minningin um góða móður fylgja ykkur inn í framtíðina. Móður hennar og allri fjölskyldunni votta ég innilega samúð því að missirinn er mikill. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Sigrún L. Baldvinsdóttir. Það setti að mér sorg og söknuð þegar mér barst frétt um andlát Þór- unnar. Leiðir okkar lágu saman fyrir tæpum tveimur árum er ég hóf störf á deild A-2 á Grund. Við könnuðumst vel hvor við aðra og mér þótti gott að sjá kunnuglegt andlit. Á litlum vinnustað eins og deildin okkar er, vinnum við náið saman, og varð okk- ur Þórunni vel til vina. Þórunn var eftirtektarverð, létt í spori, hnarreist og falleg. Hún var alltaf mjög vel til höfð og hafði sinn fallega og skemmtilega stíl í klæða- burði og fasi. Vinnu sinni sinnti hún af alúð og var mjög gott að leita til hennar ef upp komu vandamál eða það vantaði hjúkrunarfræðing á vakt. Þriðjudagskvöld voru frátekin fyrir æfingar með Gospelsystrum og fljótlega lærði ég að þessar stundir voru henni heilagar og ekki þýddi að biðja hana um að vinna þau kvöld. Hún var mikil áhugamanneskja um holla lifnaðarhætti, ekki síst mat- aræði og átti hún það til að koma með heimabökuð heilsubrauð í vinnuna og gefa okkur og fylgdi þá oft smápre- dikun um gildi hollustunnar. Á sumr- in og ef færð var góð fór Þórunn ferða sinna á reiðhjóli. Nú þegar hún er farin úr þessari tilvist sé ég hana fyrir mér glaða og káta hjólandi um grænar grundir og þannig vil ég geyma minningu hennar á sérstök- um stað í hjartanu sem er frátekin fyrir þá sem mér eru kærir, lifandi og liðnir. Börnum hennar, Evu Björk og Ax- el, móður og öðrum ástvinum flyt ég samúðarkveðjur frá okkur sam- starfsfólki Þórunnar á deild A-2 sem kveðja hana með söknuði. Blessuð sé minning Þórunnar Jónsdóttur. Guðrún Vilhjálmsdóttir. Við minnumst ótal sumarbústaða- ferða þar sem sungið var fram á rauða nótt og jafnvel vaknað við „Senn er klukkan orðin átta“. Öll skemmtilegu og fallegu lögin sem hún Stella kunni s.s. „Gleym mér ei, góða vor“, Álafossvísurnar og allt hitt. Kaffilögin, „opnunar“-lagið okkar, æfingarnar fyrir stórafmæl- in, gullbrúðkaupið þeirra Jóns þar sem Söngdúfurnar margslógu í gegn, Jónsmessunætursöng út undir húsvegg í Vindási og margt og margt. Já, sætið hennar Stellu verður autt á næsta söngdúfnakvöldi en henni til heiðurs munum við syngja raddað „Fram í heiðanna ró“ og gæta þess að láta ekki merkið falla. Nú veit hún Stella okkar sannarlega hvað er næst og ég er handviss um að englakórinn fagnar því að fá þessa litríku og skemmtilegu konu í sínar raðir. Ég votta Jóni, Karen og Drífu og fjölskyldunni allri innilega samúð mína og bið guð að blessa minningu æðstu dúfunnar okkar, hennar Stellu. Unnur Halldórsdóttir. Svipmikil og sköruleg kona er nú kvödd hinstu kveðju. Við hjónin kynntumst Stellu og Jóni þegar dóttir okkar giftist syni þeirra. Um leið kynntumst við alveg einstökum og fjörlegum systkinahópi. Hvenær sem tvö eða fleiri komu saman hófst söngur og gítarspil. Það geislaði af þeim gleðin og fjörið. Á þessum stundum var Stella í essinu sínu. Hún var foringinn sem leiddi og mótaði hópinn. Stella hefur kvatt stóra hópinn sinn. En eins og ævinlega þegar góð- ir hverfa á braut verða ljúfar minn- ingar eftir. Við Dagný færum hópnum hennar Stellu innilegar samúðarkveðjur. Ragnar Tómasson. Við viljum með nokkrum orðum minn- ast móðursystur okkar, Tótu á Kaðalstöðum. Við eigum margar góðar minningar frá þeim tíma að við sem börn fórum oft í heimsókn að Kaðalstöðum þar sem Tóta og Óli bjuggu alla sína bú- skapartíð. Heimili þeirra var ef til vill ekki hefðbundið miðað við það sem tíðkaðist til sveita í þá daga. Þau stunduðu ekki búskap að aðalstarfi en Óli var smiður og Tóta annaðist heim- ilið auk þess sem hún sinnti m.a. fé- lagsmálastörfum af kappi. Þau ferð- uðust mikið bæði innanlands og utan. Ber steinasafnið heima hjá þeim þessum ferðalögum vitni auk ýmissa skrítinna og skemmtilegra hluta. Þar var einnig að finna alls konar gesta- þrautir, sem flestar voru heimasmíð- aðar. Oft var líka spilað þegar við komum að Kaðalstöðum. Hafði Tóta einstakt lag á að finna upp á ein- hverju skemmtilegu. Málsháttakök- urnar sem hún bar fram í hverju jóla- boði voru til dæmis alltaf tilhlökkunarefni og ekki víða á borð- um. Garðurinn hennar er einstaklega fallegur en þau hjónin stunduðu skóg- rækt í áratugi. Tóta og Óli voru mjög samhent. Eftir að hann féll frá virðist þó hafa verið fjarri Tótu að leggja árar í bát ÞÓRUNN EIRÍKSDÓTTIR ✝ Þórunn Eiríks-dóttir fæddist á Hamri í Þverárhlíð 20. janúar 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 29. desem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Reykholts- kirkju 10. janúar. enda hefði það verið mjög ólíkt henni sem alltaf var svo framtaks- söm og dreif aðra með sér. Hún tók eftir sem áður að sér ýmis trún- aðarstörf og ferðaðist víða. Fjölskyldan var henni einnig hugleikin. Heimili Tótu stóð okkur ætíð opið og þar var jafnan tekið á móti okk- ur af hlýju. Tóta var ein- staklega fróð um menn og málefni og hafði sannarlega skoðanir á því sem átti sér stað í þjóðfélaginu. Minnisstæðar eru myndasýningar hennar. Það var ekki fyrr en við komumst á fullorðinsár að við áttuðum okkur á því hve ævin- týraleg ferðalög Tótu og Óla um há- lendi Íslands voru. Fóru þau í þessar ferðir á tímum þegar slíkt var bæði óalgengt og mun erfiðara viðfangs en nú. Á síðari árum hafa einnig verið haldin ættarmót þar sem Tóta gegndi jafnan stóru hlutverki enda var hún í eðli sínu leiðtogi sem naut þess að vera meðal fólks og gefa af sér. Það var okkur og öðrum í stórfjöl- skyldunni mikið áfall þegar í ljós kom að Tóta væri haldin ólæknandi sjúk- dómi. Hún lét þó eftir sem áður ekki deigan síga og barðist hetjulega til dauðadags af þeim eldmóð sem ein- kenndi hana. Tóta lifði lífinu svo sann- arlega lifandi og ræktaði garðinn sinn í orðsins fyllstu merkingu. Hennar verður sárt saknað en við þökkum jafnframt fyrir að hafa fengið að eiga með henni samleið. Frænkum okkar, dætrum Tótu og Óla og fjölskyldum þeirra, sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Systkinin Langholti. Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR INGI GUÐJÓNSSON, Vesturbergi 39, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 23. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Guðrún Árnadóttir, Árni Guðni Einarsson, Rannveig María Jóhannesdóttir, Böðvar Einarsson, Guðbjörg Halldórsdóttir, Ellert Valur Einarsson, Þórunn Alfreðsdóttir, Guðjón Magni Einarsson, Sif Guðmundsdóttir, Hjördís Einarsdóttir, Ólafur Bjarnason, Elín Einarsdóttir Jóhann Helgason, Jón Páll Einarsson, Tina Jepsen, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, AÐALHEIÐUR EYJÓLFSDÓTTIR frá Stokkseyri, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugar- daginn 24. janúar kl. 13.30. Margrét Sturlaugsdóttir, Hjalti Þórðarson, Viktor Sturlaugsson, Sigríður Th. Mathiesen, Einar Sturlaugsson, Svala Valgeirsdóttir, Jakob Guðnason, Oddný Ríkharðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, DÓRA S. HLÍÐBERG, Ofanleiti 25, Reykjavík, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi laugardaginn 17. janúar, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju á morgun, föstu- daginn 23. janúar, kl. 10.30. Rafn Sigurðsson, Sigurður Valur Rafnsson, Margrét Valgeirsdóttir, Rafn Yngvi Rafnsson, María Guðmundsdóttir, Kristín Hlíðberg Rafnsdóttir, Bogi Guðmundur Árnason og ömmubörnin. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRARINN MAGNÚSSON frá Hátúnum, sem lést miðvikudaginn 14. janúar, verður jarðsunginn frá Prestbakka- kirkju á Síðu laugardaginn 24. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Minningarkapellu séra Jóns Steingrímssonar. Þuríður Sigurðardóttir og dætur. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.