Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Beini framhald ... MORGUNSTUNDINN OKKAR Í DAG BER HEITIÐ: HUNDURINN ER BESTI VINUR MANNSINS. © DARGAUD © DARGAUD GET ÉG Í ÞAÐ MINNSTA FENGIÐ AÐ VITA HVERN ÉG ER AÐ KEYRA? ERT ÞÚ EINKASPÆJARI? ERTU AÐ GRÍNAST? ÉG ER EKKERT SLÍKT! ... ÞAÐ MÁ SEGJA AÐ ÉG SÉ SAND- KORN SEM ÁKVAÐ AÐ STÖÐVA HRYLLILEGA VÉL! ... NÚ ... JÁ! OG TRÚÐU MÉR, KÚTUR. ÞESSIR DRULLUSOKKAR MUNU KOMAST AÐ ÞVÍ AF HVERJU ÉG ER KALLAÐUR ÞVOTTAEFNIÐ! JÁ, JÁ ... RÓ- LEGUR ...RÓ- LEGUR! ... ÆÆÆ PASSAÐU þIG, KRAKKI! Ó! Ó! ... MATTÍ- AS! ... ER ALLT Í LAGI? ... FYRIR UTAN ÓBÆRILEGAN SÁRSAUKA Í FÆTINUM ... ÞÁ LÍÐUR MÉR BARA VEL! ... GERÐU ÞETTA EKKI AFTUR STRÁKUR, EF ÞÚ VILT LIFA LENGUR! ÞETTA VAR ÞÉR AÐ KENNA. ÞAÐ TRUFL- AÐI MIG ÞEGAR ÞÚ LÍKTIR ÞÉR VIÐ HREINSIEFNI! ÞÚ ERT HEPPINN, ÞEIR VIRÐAST EKKI HAFA ÁHUGA Á AÐ ELTA OKKUR! ÉG HAFÐI EKKI TÍMA TIL Að NÁ NÚMERINU Á BÍLNUM ... 3615 WC 75! VARAÐU ÞIG MÓRIS, ÉG ÞEKKTI KRAKK- ANN ÚR SENDI- RÁÐINU! JAMM HALLÓ? 124,7 STÖÐIN? GÆTUÐ ÞIÐ ENDURTEKIÐ ÞAÐ SEM ÞIÐ SÖGÐUÐ RÉTT ÁÐAN? ÞETTA VAR SVO FALLEGA SAGT MEÐ ÁHERSLU Á BESTI TAKK VIÐ ENDURTÖKUM…HUNDURINN ER BESTI VINUR MANNSINS. MEÐ ÁHERSLU. HANN HIKAR EKKI VIÐ AÐ FORNA SÉR FYRIR OKKUR…HANN SETUR LIF SITT Í HÆTTU TIL AÐ LÁTA EIGANDAN SINN LIÐA VEL. VIÐ HÖFUM SÉÐ HUNDA Í BRJÁLUÐU VEÐRI, GRAFA Í SNJÓ MEÐ LITLUM BLÓÐUGUM LOPPUNUM SÍNUM OG DRAGA UPP FROSNA SKÍÐAMENN. ÞETTA GERAÞEIR ÞRÁTT FYRIR ÓBÆRILEGUR SÁSAUKA. HALLÓ 124,7 STÖÐIN. MÁ ÉG SEGJA NOKKUR ORÐ VIÐ YKKUR? ER EKKI ALLT Í LAGI MEÐ YKKUR BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FYRIR nokkrum árum átti ég í orðaskiptum við konu í sundlaug. Hún geisaði mikið og fór ekki leynt með álit sitt á þingfólki voru. Um það bil sem hún hóf sig upp á bakk- ann sagði hún þingmenn vera með vitið í fótunum. Þegar ég sá að á hana vantaði annan fótinn varð mér að orði: „Það er eins gott að þeir eru ekki einfættir, þá væru þeir hálfvitar.“ Aðgát skal höfð í nær- veru sálar og mér til happs skildi konan það betur en ég og hló. Seinna vissi ég að hamfarir hennar áttu sér eðlilegar skýringar. Flokk- urinn hafði brugðist. Undir áhrifum sinnar barnslegu flokkstrúar deildi hún reiðinni jafnt á allan þingheim. Frónverjar eiga stundum í sömu erfiðleikum og konan, að beina reiðinni í réttan farveg. Ennþá blekkja auglýsingar þjóð mína til að kjósa óvini til að annast hags- muni sína. Marbendill er sífellt að hlæja að þjóðinni og sérstaklega um þessar mundir þegar einum besta syni hennar, Ómari Ragn- arssyni, fréttamanni er hótað á lævísan hátt utan úr myrkrinu. Marbendill hlær þegar þjóðin dásamar þá sem leggja náttúru- perlur hennar í rúst, líka í öll skipt- in sem hún kýs þá sem rænt hafa hana auðlegð sjávar. Það hlægir hann að ákafasti talsmaður græðg- innar skuli vera þingmaður. Hlær þegar ógn íslenskra sjómanna, leppar erlendra skipafélaga, eru verðlaunaðir. Undrast að valda- mesti maðurinn áminni, réttilega, stjórnendur KB banka fyrir óheyri- lega græðgi, en setji þó eftirlauna- lög sem skikka þjóðina til að sjá fyrir honum ævilangt eins og ör- kumla manni, en á ofurlaunum. Stjórnarskrárbrot er að mismuna fólki. Misréttið í lífeyris- og eft- irlaunamálum er blettur á sam- félagi okkar og lýsir miklum van- þroska í mannlegum samskiptum. Græðgin er lúmsk og menn þurfa að vera vel gerðir til að standast hana. Hún eyðir, drepur og spillir ásamt fylginautunum öfund, afbrýði og grátbroslegu snobbinu sem gerir margan manninn gjaldþrota. Á hverri öld eignast Íslendingar mikilmenni. Jónas Hallgrímsson, er mesta ljóðaskáld okkar Íslendinga og sem erlendur sagnfræðingur segir eitt af tíu bestu skáldum sem fæðst hafi í heiminn. Jónas vakti með snilldarljóðum þjóð sína til vit- undar um fegurð landsins og hrein- leika. Hann hvatti þjóðina úr dróma til dáða. Í ljóðunum má sjá þjóð- skáldið, heimsskáldið og fyrsta um- hverfissinnann. Hann orti um blóm- in, ástina, fjöllin, ár, læki og firðina og hafið umhverfis. Hann orti um forna menningu, glötuð tækifæri og fórnfýsi. Hann orti um Guð og veðrið. Hann var sálin á bak við ört vaxandi birtu sinnar tíðar og einn af fjórum sem stofnuðu tímaritið Fjölni árið 1835. Náttúruvísinda- maður af Guðs náð. Hann var einn af vormönnum Íslands. Þó hafa misvitrir menn hrakið hann í ljóð- um og umsögnum. Nú þegar græðgin fer hamförum í samfélagi voru og eirir engu, síst því sem þjóðum er dýrmætast, er gott að eiga góða að. Ómar Ragnarsson fréttamaður með, svo stórkostlega miklu, meiru er sannkallað óskabarn þjóðarinnar þó að henni sé meinað að skilja það eins og er. Honum fer líkt og Jón- asi, fræðir og hvetur. Ómar sýnir á áhrifaríkan hátt þjóð sína í hnot- skurn og upplýsir hana um áður óþekktar náttúruperlur. Þjóð- og náttúrulýsingar hans eru snilld. Hann hefur vakið þjóðina til vit- undar um náttúrulegt ríkidæmi sitt. Hann hefur á hógværan hátt varað við eyðileggingu umhverfisins fyrir stundargróða. Hann er sannur þjóðar- og ættjarðarvinur. Meðan fjármálamenn eru að koma eigum þjóðarinnar í eigin vasa fórna Ómar og kona hans eigum sínum til að upplýsa þjóðina. Þar er græðgin og síngirnin fjarri garði. Í mínum huga er Ómar Ragnarsson besti núlifandi sonur þjóðarinnar. Hann er sífellt að segja henni að óspillt umhverfi sé grunnurinn að góðu lífi. Hann veit að ósnortin náttúra er gulli betri. Óvinir Ómars Ragn- arssonar eru óvinir íslenskrar nátt- úru og því óvinir okkar. Því fyrr sem þjóðin skilur það, því betra. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Ómar lands og þjóðar Frá Alberti Jensen: EIN greinin enn er þar um Davíð Oddson forsætisráðherra. Þáttur Davíðs er millifyrirsögn í þessari furðulegu grein, sem ber í sér mikinn og hástemmdan orða- forða þar sem Eiríkur Bergmann lýsir óskiptri virðingu fyrir verkum Davíðs eins og eðlilegt er að gleðjast yfir og bera um vitni. Hvernig síðan Eiríkur umsnýst líkt og vindhani, eins og síðar kemur fram í grein hans, ber vott um sjúk- legan veikleika eins og t.d. þegar hann skrifar að. „Eftir situr þjóðin og klórar sér í hausnum.“ Þvílík speki ungs oflátungs. Ég tel mig til íslensku þjóðarinnar og ekki hef ég þurft að klóra mér í höfði vegna verka Davíðs, en það má sann- arlega klóra sér og það vel, ef við eig- um í vændum að eiga Eirík Berg- mann í brúnni á þjóðarskútunni. JÓHANN F.GUÐMUNDSSON, Sléttuvegi 11, Rvík Galin umræða Fréttablaðsins Frá Jóhanni F. Guðmundssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.