Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ DREGIÐ ÚR ÖRYGGI Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir sparnaðaraðgerðir spítalans koma til með að draga úr öryggi þjónustunnar. Ekki verði í öllum til- fellum hægt að ná í mjög sérhæfða þjónustu í bráðatilfellum og sjúk- lingar eigi eftir að verða varir við skerta þjónustu. Aðgerðirnar snerta um 550 starfsmenn. Svanur strandaði Flutningaskipið Svanur í eigu Ness hf. strandaði við innsiglinguna í höfninni við Grundartanga í gær- kvöldi. Reyna átti björgun í dag. Engan sakaði. Ærumeiðingar á Netinu Samkvæmt könnun sem þrjár stúlkur í 10. bekk Hagaskóla gerðu höfðu rúmlega 40% nemenda skól- ans lesið niðrandi ummæli um sig á spjallsíðum á Netinu. Ólga í írak Vaxandi togstreita er á milli helstu fylkinganna í Írak en sjítar, sem eru í meirihluta en hafa lengst af verið kúgaðir, krefjast beinna kosninga í landinu áður en ný rík- isstjórn verður skipuð síðar á árinu. Súnnítar óttast það og mótmæla harðlega og Kúrdar segjast ekki munu fallast á neitt framtíðarfyr- irkomulag í landinu nema sjálfstjórn þeirra verði aukin og arabar, sem settust að í Kúrdahéruðunum í valdatíð Saddams Husseins, verði reknir burt. Stefnuræða Bush George W. Bush Bandaríkja- forseti flutti stefnuræðu sína í fyrra- kvöld og varði þar aðgerðir sínar í Írak og stórfellda lækkun skatta. Var henni misvel tekið og bentu margir á, að forsetinn hefði alveg sleppt að minnast á hið alvarlega ástand sem nú ríkti fyrir botni Mið- jarðarhafs. Hafa frambjóðendur í forkosningum demókrata einnig gagnrýnt ræðuna harðlega. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Erlent 12/17 Umræðan 36/39 Höfuðborgin 22 Minningar 40/47 Akureyri 22/23 Skák 50 Suðurnes 23 Bréf 52 Austurland 24 Kirkjustarf 53 Landið 25 Dagbók 54/55 Daglegt líf 26/27 Fólk 56/61 Listir 28/30 Ljósvakamiðlar 62 Forystugrein 32 Veður 63 * * * Kynning - Blaðinu í dag fylgir plakat af íslenska landsliðinu í handknatt- leik ásamt dagskrá leikja á EM 2004. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m- bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „VIÐ erum gríðarlega ánægðir með að hafa fengið þennan samning og samningurinn er mikil viðurkenning fyrir Atlantsskip,“ segir Kristinn Kjærnested, framkvæmdastjóri Atl- antsskipa, en Trans Atlantic Lines, systurfélag Atlantsskipa, og flutn- ingadeild Bandaríkjahers hafa gert nýjan samning til fimm ára um flutn- inga varnarliðsins milli Íslands og Bandaríkjanna. Áætlað virði samn- ingsins er um 15 milljónir dollara eða um 3 milljónir dollara á ári, sem sam- svarar um 210 millj. kr. árlega miðað við gengið í gær. Samningurinn, sem var undirrit- aður á þriðjudag, nær yfir erlenda hluta útboðsins, sem er um 35% af heildarflutningum í magni og um 60% af útgjöldum hersins, að sögn Kristins, en Eimskip fékk 65% flutn- inganna eins og greint hefur verið frá. „Samningurinn styrkir stöðu okk- ar á markaðnum,“ segir hann og vís- ar til þess að Atlantsskip muni líkt og undanfarin fimm ár viðhalda sam- keppni í siglingum á milli Bandaríkj- anna og Íslands. „Við höldum uppi reglubundnum siglingum milli Bandaríkjanna og Íslands sem við ættum erfiðara með að gera ef við værum ekki með þessa flutninga.“ Atlantsskip notar flutningaskipið Geysi á siglingaleiðinni en það tekur um 2.000 tonn eða 141 gámaeiningu. Kristinn segir að samhliða sigling- unum milli Bandaríkjanna og Ís- lands verði haldið áfram að byggja upp Evrópusiglingar félagsins sem hafi hafist fyrir tveimur árum, en töluverðir flutningar frá Bandaríkj- unum fari nú í gegnum Evrópuleið- ina. „Það er mjög ljúft og gott að hafa fengið þennan samning í hús, því hann er ávísun á það að við höfum gert eitthvað af viti undanfarin fimm ár,“ segir Kristinn. „Samningurinn eflir okkur í útrás fyrirtækisins, þar sem Evrópulínan hefur sífellt verið að stækka.“ Um 15 milljóna dollara samningur í höfn „Mikil viðurkenning fyrir Atlantsskip“ AÐSTÆÐUR á vellinum voru ekki upp á það besta þegar þessir strákar kepptu í fótbolta í Hljómskálagarð- inum. Líklega urðu þeir vel blautir í fæturna í slabbinu sem fylgt hefur leysingaveðri undanfarinna daga. Þeir létu það þó augljóslega ekki stöðva sig í að takast hraustlega á í sannkölluðum slabbbolta. Morgunblaðið/Rax Blautir í boltaleik LÍN lánar útlend- ingum UM 5–10 erlendir ríkisborg- arar fá að jafnaði námslán hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna á ári og koma þeir í flestum tilvikum frá ríkjum innan EES. Mjög sjaldgæft er að ríkisborgarar landa utan EES fái námslán og þurfa þeir að sýna fram á að sambæri- legar reglur séu til staðar um rétt þeirra sem námsmenn í heimalandinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins getur slík sönnunarbyrði oft á tíðum reynst námsmönnum ærin í þeim tilvikum þar sem hún kemur upp. Að sögn Steingríms Ara Arasonar, framkvæmdastjóra LÍN, berast sjóðnum mjög fá- ar umsóknir frá löndum utan EES. Þó komi slíkt fyrir og alltaf sé eitthvað um að um- sóknum sé hafnað. Breytingar á lögum um LÍN í bígerð Fyrir Alþingi liggur frum- varp um breytingar á lögum um Lánasjóðinn sem gera ráð fyrir að ríkisborgarar á Evr- ópska efnahagssvæðinu sem hafa haft fasta búsetu á Ís- landi í tvö ár samfellt eða fasta búsetu í þrjú ár af síðustu 10 árum, eigi rétt á námsláni. Felur frumvarpið í sér sam- ræmingu á rétti íslenskra rík- isborgara og annarra íbúa á Evrópska efnahagssvæðinu en samkvæmt núgildandi lögum þurfa aðrir íbúar EES en Ís- lendingar að hafa átt lögheim- ili hér í a.m.k. eitt ár áður en nám hefst til að eiga rétt á láni. Steingrímur bendir á þessu til viðbótar að maki farand- launþega eða EES-borgara eigi einnig rétt á námsláni og sé hann óháður ríkisborgara- rétti makans. Þá eigi makar ís- lenskra ríkisborgara einnig rétt á námsláni óháð ríkisborg- ararétti. Sjaldgæft að borg- arar ríkja utan EES fái námslán LÆKNANEMAR á þriðja ári í Háskóla Íslands eru ósáttir við að einingavægi prófa, sem þeir þreyttu fyrir áramót, var minnkað í síðustu viku. Stjórn Félags læknanema hefur mótmælt þess- ari ákvörðun og sagt hana óviðunandi og klár- lega ólöglega. Þórður Þórarinn Þórðarson, for- maður félagsins, segir þetta aðeins eitt af þeim atriðum sem læknanemar hafi gagnrýnt og varði breytingar á læknanámi sem nú standi yfir. Stefán B. Sigurðsson, deildarforseti lækna- deildar, segir að málið hafi verið rætt á deild- arráðsfundi í gær. Það verði svo tekið fyrir á kennsluráðsfundi á mánudag þar sem fulltrúar nemenda fái að koma sínum sjónarmiðum að. Hann segir mikla áherslu lagða á það að hafa samráð við nemendur vegna breytinga sem varði þá. Það hafi verið gert undanfarin ár við und- irbúning að breyttu læknanámi. Stefán segir ekki rétt að einingar hafi verið teknar af nemendum. Þær hafi aðeins verið færðar til á milli áfanga. Sé álagið meira nú verði það minna á næsta ári því sama fjölda ein- inga þurfi til að útskrifast. Hann tekur þó undir að námskrá hefði mátt liggja fyrir fyrr en breyt- ingar á henni voru boðaðar með fyrirvara. Vegna manneklu hafi þetta ekki legið nógu tímanlega fyrir. Forsendur ekki staðist Kennslustjóri læknadeildar hélt fund í síðustu viku með nemendum á þriðja ári og lagði til að einingavægi prófanna fyrir jól yrði lækkað. Dav- íð Gunnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir að til þess að það sé heimilt þurfi undirskrift allra sem þreyttu prófin. Hins vegar hafi breytingin gengið í gegn daginn eftir án þess að nokkur einasti nemandi hafi samþykkt það. Davíð segir að reglur Háskólans kveði á um að alls ekki megi breyta einingavægi námskeiða eft- ir að próf hafi verið þreytt. Í raun megi ekki hrófla við vægi námskeiða eftir að kennsluskrá sé tilbúin. „Það er verið að innleiða breytingar á náminu í heild sinni með það að markmiði að stytta það fyrst niður í fimm og hálft ár og síðan niður í fimm ár. Þeir bara hugsuðu ekki breyt- ingarnar til enda áður en byrjað var að innleiða þær. Það er illa að þessu staðið,“ segir Davíð og að óánægjan nú sé hluti af óánægju með breyt- ingarnar á kennslu í læknadeild. Þórður Þórarinn segir erfitt að segja hvaða áhrif þessar breytingar muni hafa. „Skipulag breytinganna lá aldrei í smáatriðum fyrir áður en farið var út í þær og skipulagið stendur enn yfir þrátt fyrir að byrjað sé að vinna samkvæmt nýrri námskrá,“ segir hann. „Forsendur fyrir því sem lagt var upp með hafa ekki staðist.“ Óánægja í Læknadeild með breytingu á vægi prófa eftir á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.