Morgunblaðið - 22.01.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 22.01.2004, Síða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ DREGIÐ ÚR ÖRYGGI Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir sparnaðaraðgerðir spítalans koma til með að draga úr öryggi þjónustunnar. Ekki verði í öllum til- fellum hægt að ná í mjög sérhæfða þjónustu í bráðatilfellum og sjúk- lingar eigi eftir að verða varir við skerta þjónustu. Aðgerðirnar snerta um 550 starfsmenn. Svanur strandaði Flutningaskipið Svanur í eigu Ness hf. strandaði við innsiglinguna í höfninni við Grundartanga í gær- kvöldi. Reyna átti björgun í dag. Engan sakaði. Ærumeiðingar á Netinu Samkvæmt könnun sem þrjár stúlkur í 10. bekk Hagaskóla gerðu höfðu rúmlega 40% nemenda skól- ans lesið niðrandi ummæli um sig á spjallsíðum á Netinu. Ólga í írak Vaxandi togstreita er á milli helstu fylkinganna í Írak en sjítar, sem eru í meirihluta en hafa lengst af verið kúgaðir, krefjast beinna kosninga í landinu áður en ný rík- isstjórn verður skipuð síðar á árinu. Súnnítar óttast það og mótmæla harðlega og Kúrdar segjast ekki munu fallast á neitt framtíðarfyr- irkomulag í landinu nema sjálfstjórn þeirra verði aukin og arabar, sem settust að í Kúrdahéruðunum í valdatíð Saddams Husseins, verði reknir burt. Stefnuræða Bush George W. Bush Bandaríkja- forseti flutti stefnuræðu sína í fyrra- kvöld og varði þar aðgerðir sínar í Írak og stórfellda lækkun skatta. Var henni misvel tekið og bentu margir á, að forsetinn hefði alveg sleppt að minnast á hið alvarlega ástand sem nú ríkti fyrir botni Mið- jarðarhafs. Hafa frambjóðendur í forkosningum demókrata einnig gagnrýnt ræðuna harðlega. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Erlent 12/17 Umræðan 36/39 Höfuðborgin 22 Minningar 40/47 Akureyri 22/23 Skák 50 Suðurnes 23 Bréf 52 Austurland 24 Kirkjustarf 53 Landið 25 Dagbók 54/55 Daglegt líf 26/27 Fólk 56/61 Listir 28/30 Ljósvakamiðlar 62 Forystugrein 32 Veður 63 * * * Kynning - Blaðinu í dag fylgir plakat af íslenska landsliðinu í handknatt- leik ásamt dagskrá leikja á EM 2004. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m- bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „VIÐ erum gríðarlega ánægðir með að hafa fengið þennan samning og samningurinn er mikil viðurkenning fyrir Atlantsskip,“ segir Kristinn Kjærnested, framkvæmdastjóri Atl- antsskipa, en Trans Atlantic Lines, systurfélag Atlantsskipa, og flutn- ingadeild Bandaríkjahers hafa gert nýjan samning til fimm ára um flutn- inga varnarliðsins milli Íslands og Bandaríkjanna. Áætlað virði samn- ingsins er um 15 milljónir dollara eða um 3 milljónir dollara á ári, sem sam- svarar um 210 millj. kr. árlega miðað við gengið í gær. Samningurinn, sem var undirrit- aður á þriðjudag, nær yfir erlenda hluta útboðsins, sem er um 35% af heildarflutningum í magni og um 60% af útgjöldum hersins, að sögn Kristins, en Eimskip fékk 65% flutn- inganna eins og greint hefur verið frá. „Samningurinn styrkir stöðu okk- ar á markaðnum,“ segir hann og vís- ar til þess að Atlantsskip muni líkt og undanfarin fimm ár viðhalda sam- keppni í siglingum á milli Bandaríkj- anna og Íslands. „Við höldum uppi reglubundnum siglingum milli Bandaríkjanna og Íslands sem við ættum erfiðara með að gera ef við værum ekki með þessa flutninga.“ Atlantsskip notar flutningaskipið Geysi á siglingaleiðinni en það tekur um 2.000 tonn eða 141 gámaeiningu. Kristinn segir að samhliða sigling- unum milli Bandaríkjanna og Ís- lands verði haldið áfram að byggja upp Evrópusiglingar félagsins sem hafi hafist fyrir tveimur árum, en töluverðir flutningar frá Bandaríkj- unum fari nú í gegnum Evrópuleið- ina. „Það er mjög ljúft og gott að hafa fengið þennan samning í hús, því hann er ávísun á það að við höfum gert eitthvað af viti undanfarin fimm ár,“ segir Kristinn. „Samningurinn eflir okkur í útrás fyrirtækisins, þar sem Evrópulínan hefur sífellt verið að stækka.“ Um 15 milljóna dollara samningur í höfn „Mikil viðurkenning fyrir Atlantsskip“ AÐSTÆÐUR á vellinum voru ekki upp á það besta þegar þessir strákar kepptu í fótbolta í Hljómskálagarð- inum. Líklega urðu þeir vel blautir í fæturna í slabbinu sem fylgt hefur leysingaveðri undanfarinna daga. Þeir létu það þó augljóslega ekki stöðva sig í að takast hraustlega á í sannkölluðum slabbbolta. Morgunblaðið/Rax Blautir í boltaleik LÍN lánar útlend- ingum UM 5–10 erlendir ríkisborg- arar fá að jafnaði námslán hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna á ári og koma þeir í flestum tilvikum frá ríkjum innan EES. Mjög sjaldgæft er að ríkisborgarar landa utan EES fái námslán og þurfa þeir að sýna fram á að sambæri- legar reglur séu til staðar um rétt þeirra sem námsmenn í heimalandinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins getur slík sönnunarbyrði oft á tíðum reynst námsmönnum ærin í þeim tilvikum þar sem hún kemur upp. Að sögn Steingríms Ara Arasonar, framkvæmdastjóra LÍN, berast sjóðnum mjög fá- ar umsóknir frá löndum utan EES. Þó komi slíkt fyrir og alltaf sé eitthvað um að um- sóknum sé hafnað. Breytingar á lögum um LÍN í bígerð Fyrir Alþingi liggur frum- varp um breytingar á lögum um Lánasjóðinn sem gera ráð fyrir að ríkisborgarar á Evr- ópska efnahagssvæðinu sem hafa haft fasta búsetu á Ís- landi í tvö ár samfellt eða fasta búsetu í þrjú ár af síðustu 10 árum, eigi rétt á námsláni. Felur frumvarpið í sér sam- ræmingu á rétti íslenskra rík- isborgara og annarra íbúa á Evrópska efnahagssvæðinu en samkvæmt núgildandi lögum þurfa aðrir íbúar EES en Ís- lendingar að hafa átt lögheim- ili hér í a.m.k. eitt ár áður en nám hefst til að eiga rétt á láni. Steingrímur bendir á þessu til viðbótar að maki farand- launþega eða EES-borgara eigi einnig rétt á námsláni og sé hann óháður ríkisborgara- rétti makans. Þá eigi makar ís- lenskra ríkisborgara einnig rétt á námsláni óháð ríkisborg- ararétti. Sjaldgæft að borg- arar ríkja utan EES fái námslán LÆKNANEMAR á þriðja ári í Háskóla Íslands eru ósáttir við að einingavægi prófa, sem þeir þreyttu fyrir áramót, var minnkað í síðustu viku. Stjórn Félags læknanema hefur mótmælt þess- ari ákvörðun og sagt hana óviðunandi og klár- lega ólöglega. Þórður Þórarinn Þórðarson, for- maður félagsins, segir þetta aðeins eitt af þeim atriðum sem læknanemar hafi gagnrýnt og varði breytingar á læknanámi sem nú standi yfir. Stefán B. Sigurðsson, deildarforseti lækna- deildar, segir að málið hafi verið rætt á deild- arráðsfundi í gær. Það verði svo tekið fyrir á kennsluráðsfundi á mánudag þar sem fulltrúar nemenda fái að koma sínum sjónarmiðum að. Hann segir mikla áherslu lagða á það að hafa samráð við nemendur vegna breytinga sem varði þá. Það hafi verið gert undanfarin ár við und- irbúning að breyttu læknanámi. Stefán segir ekki rétt að einingar hafi verið teknar af nemendum. Þær hafi aðeins verið færðar til á milli áfanga. Sé álagið meira nú verði það minna á næsta ári því sama fjölda ein- inga þurfi til að útskrifast. Hann tekur þó undir að námskrá hefði mátt liggja fyrir fyrr en breyt- ingar á henni voru boðaðar með fyrirvara. Vegna manneklu hafi þetta ekki legið nógu tímanlega fyrir. Forsendur ekki staðist Kennslustjóri læknadeildar hélt fund í síðustu viku með nemendum á þriðja ári og lagði til að einingavægi prófanna fyrir jól yrði lækkað. Dav- íð Gunnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir að til þess að það sé heimilt þurfi undirskrift allra sem þreyttu prófin. Hins vegar hafi breytingin gengið í gegn daginn eftir án þess að nokkur einasti nemandi hafi samþykkt það. Davíð segir að reglur Háskólans kveði á um að alls ekki megi breyta einingavægi námskeiða eft- ir að próf hafi verið þreytt. Í raun megi ekki hrófla við vægi námskeiða eftir að kennsluskrá sé tilbúin. „Það er verið að innleiða breytingar á náminu í heild sinni með það að markmiði að stytta það fyrst niður í fimm og hálft ár og síðan niður í fimm ár. Þeir bara hugsuðu ekki breyt- ingarnar til enda áður en byrjað var að innleiða þær. Það er illa að þessu staðið,“ segir Davíð og að óánægjan nú sé hluti af óánægju með breyt- ingarnar á kennslu í læknadeild. Þórður Þórarinn segir erfitt að segja hvaða áhrif þessar breytingar muni hafa. „Skipulag breytinganna lá aldrei í smáatriðum fyrir áður en farið var út í þær og skipulagið stendur enn yfir þrátt fyrir að byrjað sé að vinna samkvæmt nýrri námskrá,“ segir hann. „Forsendur fyrir því sem lagt var upp með hafa ekki staðist.“ Óánægja í Læknadeild með breytingu á vægi prófa eftir á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.