Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórunn Jónsdótt-ir fæddist í Bandaríkjunum 22. janúar 1947 en var uppalin í Reykjavík. Hún andaðist á heim- ili sínu 15. janúar síð- astliðinn. Þórunn var eina barn hjónanna Sigríðar Björnsdótt- ur og Brady Vaughn. Þau skildu. Sigríður giftist Jóni Guð- mundssyni frá Gerð- um árið 1952 og var Þórunn kjördóttir hans. Systkini Þór- unnar eru Björn Jónsson, kvænt- ur Guðrúnu Valgeirsdóttur og Ingibjörg Jónsdóttir, gift Eyjólfi Bjarnasyni. Þórunn giftist Lúðvík Emil Kaaber árið 1979. Börn þeirra eru Eva Björk Kaaber, f. 13.5. 1980, og Axel Kaaber, f. 4.11. 1984. Þór- unn og Lúðvík skildu. Þórunn lauk kenn- araprófi frá Kenn- araskóla Íslands 1968 og varð stúdent frá sama skóla 1971. Hún kenndi í Banda- ríkjunum, Reykjavík og víðar. Hún varð hjúkrunarfræðingur frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1975 og starfaði síðan við hjúkrun hér heima og í Austurríki og Danmörku. Þórunn var tónlistarunnandi og tók þátt í kórstarfi með Pólýfónkórnum, Kvennakórnum og Gospelsystr- um. Útför Þórunnar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, á afmælis- degi hennar, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Þá hefur hún Þórunn frænka okk- ar lagt upp í sína hinstu ferð, kvatt þetta jarðneska líf og er nú komin yf- ir í aðra veröld þar sem birta og hlýja taka á móti henni. Fyrstu minningarnar um Þórunni frænku eru frá þeim tíma þegar hún kom í Sigtúnið að passa okkur syst- ur, hún orðin táningur og við ennþá smápeð. Átti hún það til að fara með okkur í strætó niður á Tjörn að gefa öndunum brauð og sýna okkur bæinn en það þótti okkur mjög skemmti- legt. Alltaf bar Þórunn mikla umhyggju fyrir okkur. Þegar hún kom var nokkuð víst að hún las sögur og spil- aði við okkur og gerði reyndar allt sem við báðum hana um. Í okkar aug- um var hún Frænkan með stóru F. Þórunn kom líka stundum á fund pabba okkar til að æfa sig í reikningi, eins og það hét í þá daga. Því námið var tekið föstum tökum og ekki verið að láta reka á reiðanum enda Þórunn námsmaður góður. Að reiknikúnst- um loknum bauð svo mamma upp á súkkulaðiköku og mjólk. Oft talaði Þórunn um hvað hún saknaði afa og ömmu mikið. Af afa lærði hún sínar fyrstu nótur á orgelið sem hann átti og spilaði svo undurfal- lega á. Má með sanni segja að hún hafi erft tónlistargáfurnar frá hon- um, en hún spilaði ekki einungis á pí- anó heldur söng hún líka einstaklega vel og naut þess að syngja í Kvenna- kórnum, með Gospelsystrum og í Fíl- harmóníunni á árum áður. Þórunn var elst af okkur systkina- börnunum og var því alveg í sér- flokki, rauðhærð og glæsileg, í Villta Vestrinu með túperað hár meðan við hin vorum ennþá í brennibolta og teygjó. Þegar við komum í hið árlega jólaboð á Bárugötuna var það Þór- unn sem settist við píanóið og spilaði jólalög – og við sem yngri vorum fylgdumst með full aðdáunar, hvern- ig hún spilaði eins og engill og lifði sig inn í tónlistina. En smám saman hvarf aldursmunurinn og einn góðan veðurdag var hann horfinn. Frænd- systkinahópurinn fór að hittast í partíum, sem síðar urðu að árlegum grillveislum með mat, ljúfum veigum og tilheyrandi dansstuði. Um jól hitt- ist svo stórfjölskyldan til að treysta böndin og skemmta sér saman, ungir sem aldnir. Þórunn lét sig aldrei vanta í þessar fjölskylduveislur enda fjölskyldan henni mikils virði – eins og okkur. Alltaf tók Þórunn vel á móti gest- um sem bar að garði hvort sem var á Akranesi, í bænum eða úti í hinum stóra heimi. Ég, nafna hennar, á mjög góðar minningar þegar ég heimsótti Þórunni og fjölskyldu til Washington en þar bjuggu þau um skeið snemma á níunda áratugnum. Eva Björk var þá lítil hnáta, eins árs, hress og skemmtileg. Örkuðum við frænkurnar saman vítt og breitt um höfuðborgina með þá litlu í kerru til að skoða mannlífið og menninguna. Út að borða og í bíó – það voru góðir dagar og Þórunn í essinu sínu. Þá rifjast einnig upp heimsókn í Súlu- hólana, Axel nýkominn í heiminn og við mæðgurnar mættar til að sam- gleðjast þeim með litla sólargeislann, sem nú er orðinn stór strákur. Já, lífið var henni oft bæði gjöfult og gott – en á milli reyndist hríðin hörð og erfitt á stundum þegar mykrið leitaði á hugann. Nú hefur Þórunn fundið frið í sálinni og megi guð vera með henni. Við vottum Evu Björk, Axel, Lillu, Ingibjörgu, Birni og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð á þessari erfiðu stundu. Hvíl í friði, elsku frænka. Þínar Halldóra og Þórunn Sveinsdætur. Ljósið á kertinu logar, lýsir upp dimman geim, æðrastu ekki, en áfram haltu, þú ert á leiðinni heim. Ljósið upp myrkrið lýsir og leiðir minn hug til þín. Ó, Guð minn, svo gjarna mig fýsir að gefa þér sporin mín. (Höf. ókunnur.) Drottinn gaf og drottinn tók, Þór- unn er dáinn. Saumósystur setti hljóðar þegar við fréttum af andláti okkar góðu vinkonu til 32 ára. Í sept- ember 1971 hófum við nám í Hjúkr- unarskóla Íslands. Þórunn var að okkar mati langt á undan okkur í aldri og þroska, því hún var nokkrum árum eldri en við og útlærður kenn- ari. Mennirnir eru því eðli gæddir, að allir eru til einhvers fæddir. Fyrst fannst okkur skrýtið að hún skyldi koma í hjúkrunarskólann en það leið ekki á löngu þangað til að við, ásamt sjúklingunum, þökkuðum guði fyrir að hún skyldi koma og læra með okk- ur hjúkrun. Hún hefur alla tíð verið hjúkrunarkona af guðs náð. Fljótlega á námstímanum mynd- aðist saumaklúbburinn sem hefur haldist allan þennan tíma og gegnum tíðina hefur margt verið brallað. Á stórafmælum drógum við fram gaml- ar hjúkrunarvörur og hjúkrunarbún- inga, sem hafa nú ekki alltaf passað, og sungum hver annarri og veislu- gestum frumsamdar afmælisvísur um viðkomandi afmælisbarn. Fyrir allar höfum við sungið vísuna sem við rauluðum í Hjúkrunarskólanum, Við erum allar hjúkrunar systur, allstaðar af landinu. Ekki verður munnur okkar kysstur, fyrr en í hjónabandinu ... o.s.frv. Hjúkrunarsystur, Hollsystur og Saumósystur. Systur styðja hver aðra og í gegnum þessi ár höfum við allar þurft og fengið stuðning frá hver annarri þegar við höfum þurft á því að halda vegna atvika í lífi okkar. Saumóinn okkar hefur farið í fjöl- skylduferðir þar sem börn og full- orðnir léku listir sínar, sumarbú- staðaferðir þar sem við gleymdum að sofa því við þurftum svo mikið að tala, farið í utanlandsferðir og heim- sótt hver aðra þar sem við höfum bú- ið hverju sinni. Gegnum tíðina höfum við búið víða og klúbbarnir hafa stundum verið fámennir. Þessi bjó hér og hin þar, en allar höfum við verið að sinna starfi okkar þessi 32 ár síðan við hófum nám og alltaf haldið klúbbnum gangandi. Að námi loknu starfaði Þórunn og bjó í Vínarborg, á Blönduósi, Akra- nesi, Selfossi, Stykkishólmi, Was- hingthon DC og í Reykjavík. Landa- kot var lengst af hennar vinnustaður og nú síðast starfaði hún á Grund. Þórunn fæddist í Bandaríkjunum og var alla tíð mikil heimsmanneskja, enda lágu hæfileikar hennar víðar en við hjúkrunarstörf. Hún var snilling- ur í hannyrðum, saumaði veggteppi og ullardúk sem hún var mörg ár að sauma og er algert meistarastykki. „Stelpur eruð þið ekki með handa- vinnu ...?“ læddist út úr henni þegar við vorum farnar að tala of mikið, en hún var alltaf með eitthvað á prjón- unum sínum og alveg ótrúlegt hvað hún bjó til úr hárfínu garni. Pec- anpæið hennar var í miklu uppáhaldi hjá okkur enda rosalega gott ásamt öllu öðru sem við fengum hjá henni í saumó. Hún átti það til að spila fyrir okkur hin flóknustu verk á píanó og við vorum alltaf svo menningarlega nærðar eftir saumaklúbbana hjá henni. Með Fílharmóníu, Pólýfón- kórnum og Kvennakórnum söng hún í gegnum tíðina og tók þátt í að syngja mörg stórverk. Hún kom okkur oft á óvart þegar hún var að að velja sér vinnustaði, eitt sumarið fór hún til Danmerkur og vann við hjúkrunarstörf á Fjóni. Þórunn hjólaði þar í sínar hjúkrunar- vitjanir og sagði svo við okkur „stelp- ur, þetta var svo yndislegt“. Við sáum hana fyrir okkur á gömlu dönsku reiðhjóli með tágakörfu á stýrinu, klædda í rósóttan sumarkjól með stráhatt, en fatastíll hennar var einstakur og tímalaus. Það var við- kvæði í saumó, „þetta er svo Þórunn- arlegt“. Hún kom klædd eins og drottning og við spurðum; hvar fékkstu þetta dress? „Stelpur mínar, þennan kjól er ég búin að eiga í 15 ár.“ Hún hafði sérstakt lag á að raða saman litum á fatnaði og hlutum á sinn eigin hátt, svo úr varð hlýleiki og smekklegheit, og sýndi um leið nægjusemi í hvívetna. Í langan tíma glímdi vinkona okk- ar við sjúkdóm sem kom með óreglu- legu millibili eins og þruma úr heið- skíru lofti. Hún tókst á við veikindi sín, geislaði á ný og kom svo í saumó með sinn skemmtilega hlátur. Þórunn giftist Lúðvík Emil Kaab- er en leiðir þeirra skildu. Þau eign- uðust Evu Björk og Axel, sólargeisl- ana í lífi hennar. Þau hafa verið gleði hennar og yndi, enda bæði sérlega mannvænleg og vel gerð í alla staði. Hún var mjög stolt af þeim. Kæra Eva Björk, Axel og fjöl- skylda. Við vottum ykkur okkar inni- ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR ✝ Sigrún Sveins-dóttir var fædd í Reykjavík 25. janúar 1920. Hún lést á Landspítala í Foss- vogi 16. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Sigurðardóttir, hús- móðir, f. 21. júlí 1898 í Viðey, Sel- tjarnarneshreppi í Kjós, d. 8. sept. 1979, og Sveinn Jónsson mótoristi, síðan áhaldavörður Reykjavíkurborgar, f. 13. júní 1889 í Norðurkoti í Mið- neshreppi í Gull., d. 12. mars 1966. Sigrún var þriðja elst átta alsystk- ina. 1) Haukur, f. 28. sept. 1917, d. 12. júlí 1999. 2) Sigurjón, f. 19. í Árn. Foreldrar hans voru Ingi- björg Einarsdóttir, húsmóðir, f. 1. sept. 1891 í Borgarholti í Stokks- eyrarhreppi í Árn., d. 13. júní 1975, og Jósteinn Kristjánsson, kaupmaður, f. 7. júní 1887 á Bolla- stöðum í Hraungerðishreppi í Árn., d. 30. jan. 1964. Þau bjuggu í Hausthúsum á Stokkseyri og síðar í Reykjavík. Sigrún og Jón bjuggu alla tíð í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Sveinn Agnar, f. 8. sept. 1942, d. 8. maí 1943. 2) Karen, f. 15. maí 1944. 3) Sveinn, f. 2. júní 1945. 4) Sólmundur, f. 11. des. 1951. 5) Guðni, f. 8. jan. 1957. Drífa Björk, f. 24. júní 1958. Barna- , barnabarna- og barna- barnabarnabörn eru orðin yfir 40. Sigrún ólst upp í Reykjavík og í Saltvík á Kjalarnesi. Hún starfaði lengst af sem húsmóðir en seinna sem matráðskona og meðferðar- fulltrúi á Sólheimum í Grímsnesi og á sambýli í Drekavogi í Reykja- vík. Útför Sigrúnar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. nóv. 1918, d. á fyrsta ári. 3) Sveindís, f. 11. nóv. 1922, d. 6. jan. 1989. 4) Theodóra, f. 28. maí 1924, d. 11. ágúst 1998. 5) Harald- ur, f. 4. maí 1926. 6) Guðrún, f. 6. nóv. 1928, d. 6. júlí 1991 . 7) Konráð Ragnar, f. 27. mars 1930. Hálf- systkin hennar sam- feðra voru 1) Svan- hvít Sylvía, f. 30. júní 1910, d. 1946. 2) Guðni, f. 19. okt. 1912, d. 9. febr. 1987. Sigrún giftist 31. október 1943 eftirlifandi eiginmanni sínum Jóni Jósteinssyni, vélamanni hjá Reykjavíkurborg, f. 5 júlí 1919 á Bollastöðum í Hraungerðishreppi Í dag verður mágkona okkar, Sig- rún Sveinsdóttir, sem oftast var köll- uð Stella, jarðsungin frá Bústaða- kirkju. Það eru margar minningar og all- ar góðar, sem upp í hugann koma af kynnum okkar við heimili Stellu og Jóns, bróður okkar. Ofarlega í huganum er þegar þau bjuggu á Kárastígnum og við vorum ungir, þá áttum við heima á Stokks- eyri, en vorum oft í Reykjavík af ýmsum ástæðum, bæði vegna náms og vinnu. Alltaf var farið til Stellu og Jóns, gist þar og borðað. Minningarnar um móttökurnar hjá Stellu, þegar við komum á Kárastíginn, ylja hug- ann. Alltaf var hún brosandi og og kát, allt var sjálfsagt, plata sett á fóninn og sungið og trallað. Stella hafði yndi af söng og fal- legum lögum. Hún var jákvæð og hláturmild. Þannig minnumst við hennar. Það voru margar máltíðirnar og hnallþórurnar sem við innbyrtum á Kárastígnum. Annar okkar var sjó- maður og kom á ýmsum tímum, en alltaf velkominn jafnt á nóttu sem degi. Undanfarið hefur Stella átt við vanheilsu að stríða og ljóst var orðið að hverju stefndi. En þegar spurt var hvernig henni liði, svaraði hún snöggt og brosandi: „Ég hef það bara gott.“ Við, systkini Jóns, eigum öll góðar og þakklátar minningar um Stellu, mágkonu okkar. Þrátt fyrir mannmargt heimili og annir voru móttökurnar alltaf eins, velvilji og gestrisni, maður fann að maður var alltaf velkominn. Jóni, bróður okkar, börnum þeirra Stellu og öðrum ættingjum, sendum við samúðarkveðjur og blessum minningu Stellu. Einar og Björgvin. Mér um hug og hjarta nú hljómar sætir líða. Óma vorljóð, óma þú út um grundir víða. Hljóma þar við hús þú sér hýrleg blómin skína. Fríðri rós, ef fyrir ber, færðu kveðju mína. (Steingr. Thorst.) Þetta lag, Mér um hug og hjarta nú, var uppáhaldslag hjá henni Stellu minni og það kemur upp í hugann þegar hugsað er um hana nú þegar leiðir skilja. Allt frá því ég man fyrst eftir mér hafa Jón og Stella og afkomendur þeirra verið í hópi uppáhalds frænd- fólks míns. Það var alltaf gaman, og hátíðisdagar í mínum huga, þegar Jón og Stella komu í heimsókn í sveitina í gamla daga. Og nú þegar við kveðjum Stellu er hugurinn hjá Jóni frænda og Drífu frænku sem annaðist móður sína svo vel síðustu árin. Stella hafði einstæðan persónu- leika til að bera. Hún var alltaf kát og hress og það má kannski orða það sem svo að hún hafi haft jákvæðnina að leiðarljósi þó að eitthvað bjátaði á hjá henni sjálfri; alltaf brosandi og hress. Jón og Stella voru sérlega sam- hent og glaðlynd hjón og alltaf já- kvæðir straumar í kringum þau, hvar sem þau komu eða þegar komið var til þeirra á Kleppsveginn eða Grundargerðið eftir að þau fluttu þangað með Drífu dóttur sinni. Svo var litli geislinn hún Konný, tíkin sem þeim þykir öllum svo vænt um. Ég var svo lánsamur að fá inni hjá Jóni og Stellu á Kleppsveginum þeg- ar ég fór ungur að vinna í Reykjavík og kynntist þá Stellu enn betur. Það var auðvitað sama jákvæðnin og maður hafði kynnst í sveitinni og mikið þótti skjólstæðingum hennar frá sambýlinu, sem hún var að vinna á, gaman að koma í heimsókn til Stellu á Kleppsveginn. Þá var kannski setið og horft á myndband og eitthvað spjallað eins og gengur. Og þetta var nokkuð sem Stella var að gera utan síns vinnutíma; að bjóða vinum sínum frá sambýlinu í heimsókn. Við frændfólkið á Fosshólum kveðjum öll góða vinkonu og vottum Jóni, Drífu og allri fjölskyldunni innilega samúð á kveðjustundu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Jón Þórðarson frá Fosshólum. „Jæja, hvað er næst?“ Hún Stella okkar, æðsta söngdúfan í hópnum, mun ekki spyrja þessarar spurning- ar á næsta söngdúfnakvöldi og henn- ar verður sárt saknað þar. Í nærri tuttugu ár hefur vænn hópur kvenna á öllum aldri komið saman og sungið eina kvöldstund og langt fram á nótt. Oftast á heimili Stellu og Jóns á Kleppsvegi og seinna í Grundargerði. Stella var alltaf meira fyrir að syngja en tala og þegar henni fannst við dottnar í einhvern kjaftagang heyrðist þessi setning: „Jæja, hvað er næst?“ Af nógu var að taka því aldrei var sama lagið sungið tvisvar á kvöldi nema „Fram í heiðanna ró“ í röddum og svo auðvitað ef læra átti eitthvert nýtt lag. Í þessum söngdúfnahópi þekkist ekkert kynslóðabil, Stella var reynd- ar elst en við tókum varla eftir því, hún vildi alltaf hafa líf og fjör í kring- um sig og aldrei minnist ég þess að hún færi að sofa á undan hinum. Söngdúfnahópinn mynda dætur Stellu, dótturdóttir, frænkur þeirra og við Sigga, sem tilheyrum ekki fjölskyldunni en tilheyrum henni samt. Því frá fyrstu tíð vorum við umvafðar þeirri hlýju og gestrisni sem einkennir heimilislífið í Grund- argerði. Jón með kaffikönnuna, Drífa með kræsingarnar og Stella í stólnum sínum brosandi út að eyr- um, alsæl með að fá okkur. Hún hafði einstakt lag á því að láta okkur finnast að við værum flottastar og skemmtilegastar og syngjum allra best. Ja, það var ekki leiðinlegt að sitja undir því, hvort við sperrtum stélin! SIGRÚN SVEINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.