Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hann er svartklæddurfrá toppi til táar. Úfn-ir svartir lokkarnirleika lausum hala.Fas hans gefur til kynna að um sé að ræða einstakan mann sem stendur vörð um sér- visku sína. Líkt og margar þær persónur sem Tim Burton hefur gætt lífi á hvíta tjaldinu hefur leik- stjórinn verið þekktur fyrir sér- stöðu sína sem oft hefur verið sögð jaðra við kenjar. Viðfangsefni hans hefur gjarnan verið utangarðsfólk. Edward klippikrumla vakti tor- tryggni og ótta meðal samborgara, Leðurblökumaðurinn flýði sam- félag manna inn í dimman helli og leikstjórinn Ed Wood hlaut aldrei viðurkenningu samstarfsmanna sinna í Hollywood. Ofgnótt sólarljóss Þrátt fyrir eigin velgengni lítur Tim Burton á sjálfan sig sem eins konar utangarðsmann í Holly- wood. Hann segir það erfitt að halda eigin sérstöðu þar á bæ. „Ég hélt að smám saman yrði það auð- veldara en enn þann dag í dag er það sama áskorunin,“ segir Burt- on. Tim Burton er þekktur fyrir ein- stakan stíl sinn. Myndir hans hafa gjarnan drungalegt en jafnframt ævintýralegt yfirbragð. Myndir á borð við Beetlejuice, Batman, Edward Scissorhands, Ed Wood, Sleepy Hollow, Planet of the Apes einkennir dökk gotnesk sýn Burt- ons. „Ég reyni að setja kennimark mitt á allt sem ég geri,“ segir hann. Þennan drungalega stíl segir Burton að rekja megi til æskuára sinna. Frá tíu ára aldri bjó hann hjá ömmu sinni í Burbank, Kali- forníu. Hann kunni aldrei við sig í heiðskíru úthverfinu. Sem barn sat hann tímunum saman fyrir framan sjónvarpsskjáinn og horfði heill- aður á gamlar teiknimyndir og hryllingsmyndir. „Gotneskur stíll minn er eins konar viðbrögð við umhverfi mínu,“ segir Burton. „Þeir sem alast upp án sólarljóss þrá birtu í líf sitt. Sá sem elst upp við ofgnótt sólarljóss bíður myrk- urs, hann þráir gamlar byggingar, drunga, þéttvaxna skóga, skap, aðra áferð. Ég held að stíll minn sé því eins konar viðbrögð við skynjunarskorti, maður er sviptur þessum hlutum sem veldur því að maður leitar þá uppi. Ég ólst upp í sólríku, björtu og hreinu út- hverfi. Ég leita eftir því sem ég fór á mis við.“ Ferill Burtons hefur einkennst af hæfni hans til að synda á móti straumnum þrátt fyrir að starfa innan Hollywood-maskínunnar sem hefur orð á sér fyrir að vera ósveigjanleg og einhæf. Burton virðist ákaft standa vörð um sérstöðu sína og ímynd. „Þegar ég var ungur varð ég strax var við það hvernig sam- félagið dæmir fólk og skiptir því markvisst upp í ákveðna flokka sem byggðir eru á einhvers konar menningarlegri skynjun,“ segir Burton. Hann segir að sér finnist þessi flokkaskipting vera byggð á mis- skilningi og fordómum einum. „Þess vegna líkaði mér alltaf skrímslamyndir. Fyrir mér var Frankenstein ekki skrímslið, hann var mennskasta persónan. Þetta er líkt og í vísindaskáldsögum þar sem skrímslin eru hjartnæmustu persónurnar en manneskjurnar einhvers konar uppvakningar. Fólk sem lítur öðruvísi út er aug- ljóslega fyrstu fórnarlömbin til að verða misskilin. Ég hef alltaf fund- ið til samkenndar með slíkum kar- akterum.“ Sjálfur segist Burton hafa orðið fyrir barðinu á slíkum fordómum. „Tilfinningar mínar hafa alltaf ver- ið blendnar í garð Bandaríkjanna þótt ég sé þaðan og þau hafi verið heimili mitt. Mér finnst ég vera ut- angarðsmaður þar, hefur alltaf lið- ið sem útlendingi í eigin heima- landi,“ segir Burton. „Stundum er sem samfélagið útskúfi þér. Þú ert skrýtinn svo þú skalt bara halda þig innan hóps skrýtna fólksins. Það sama gengur yfir alla, allir fá sinn stimpil.“ Burton hefur nú flust til Bretlands og býr í Lund- únum. Hann segist finna minna fyrir slíkri flokkun þar í landi. „Fyrst þegar ég flutti til Lund- úna skynjaði ég aukið umburðar- lyndi fyrir sérvisku hvers og eins,“ fullyrðir hann. Burton segir að ekki sé nóg með að erfitt sé að halda í einstaklingseðlið í Banda- ríkjunum heldur sé málfrelsinu þar einnig ógnað. „Þetta er land sem á að heita land málfrelsis og er að heyja stríð á grundvelli mál- frelsis. Þrátt fyrir það má maður ekkert segja í eigin landi án þess að þeir vilji reka mann burt fyrir landráð. Þetta er fullkomlega frá- leitt og alger mótsögn.“ Aðspurður hvort gagnrýni hans á Bandaríkin sé ekki nokkuð hörð þar sem honum hafi í raun boðist fjöldi tækifæra þar er hann fljótur að viðurkenna að Bandaríkin hafi vissulega verið land tækifæranna fyrir hann. „Þess vegna mun ég ávallt elska land mitt og ég mun ávallt vera því þakklátur. Ég var feginn að flytja frá Burbank en ég elska enn úthverfið mitt því það Nýjasta mynd kvikmyndagerðarmannsins Tim Burtons heitir Sá stóri – Big Fish Hann er þekktur fyrir að synda á móti straumn- um. Einstakur myndrænn stíll hans og hugmynda- auðgi hefur náð fótfestu í Hollywood. Hann er töframaður kvikmyndagerðarinnar sem vekur furðu er hann dregur hattinn upp úr kanínunni. Sif Sigmarsdóttir ræðir við leikstjórann Tim Burton um uppvaxtarár hans, föðurlát, fæðingu sonar og nýjustu mynd hans Sá stóri eða Big Fish. „SÖGUR eru draumar okkar,“ segir Ewan McGregor sem leikur hinn ævintýragjarna Edward Bloom í mynd Tims Burtons Big Fish. „Það er þess vegna sem við segjum sögur. Þær gera okkur áhugaverð og tengja kynslóðirnar saman. Án þeirra væri ekkert eftir nema pólitík og stórmarkaðir. Hvers lags heimur væri það?“ Myndin Big Fish er fyrsta sam- starf leikstjórans Tims Burtons og skoska leikarans Ewans McGreg- ors. Er blaðamaður Morgunblaðs- ins hitti McGregor fyrir í Lund- únum á dögunum þar sem leikarinn er búsettur var hann fullur eldmóðs eftir samstarfið við Burton og jós leikstjórann lofi. „Mig dauðlangar til að vinna aftur með Tim Burton,“ segir McGregor. „Hann er frábær leik- stjóri og ég á gott með að vinna með honum. Kann vel við stíl hans og mér líkar andrúmsloftið á töku- staðnum.“ McGregor segir Burton ekki eyða neinum tíma í vitleysu við tökur á myndum sínum. „Oft býst maður við að heyra frá leikstjóra að markinu sé náð og tími sé til að snúa sér að næstu senu,“ segir McGregor, „en oftar en ekki heimtar leikstjórinn að hlutirnir séu gerðir aftur og aftur þótt öll- um öðrum sé ljóst að bestu tökunni sé löngu náð. Slíkt kom aldrei fyr- ir hjá Burton. Hann er mjög glöggur og sér hvenær tekist hef- ur vel til.“ Hlýleg og vel sögð saga Þótt McGregor sé enn ungur að árum á hann fjölbreyttan leikferil að baki. Bíógestir þekkja hann ef- laust úr nýlegum kvikmyndum á borð við Down With Love þar sem hann heillar Renée Zellweger, Star Wars Episode I og II og Moul- in Rouge þar sem hann syngur og dansar fyrir Nicole Kidman. McGregor segir helstu ástæðuna fyrir því að hann hafi kosið að taka að sér hlutverk Edward Bloom í Big Fish hafa verið frum- leiki handritsins. „Mér féll vel hvernig tekið var á sambandi föð- ur og sonar í handritinu,“ segir McGregor. „Slík sambönd hafa sjaldan verið viðfangsefni kvik- mynda og mér fannst saga feðg- anna Edwards og Wills vera mjög hlýleg og vel sögð. Þegar ég las handritið sá ég fyrir mér einstaka myndræna framsetningu Burtons og þótti hún eiga vel við söguna.“ McGregor fullyrðir að þrátt fyr- ir að Big Fish sé átakanleg kvik- mynd að því leyti að hún fjallar um banalegu aðalpersónunnar er hún ekki væmin. „Ekki er leitast við að koma áhorfandanum í tilfinn- ingalegt uppnám geðshræring- arinnar vegna,“ segir McGregor. „Myndin er mjög merkingar- þrungin og hafði Burton samband sitt við föður sinn, sem lést skömmu áður en tökur hófust, gjarnan í huga við leikstjórnina.“ McGregor segist einnig hafa hugsað mikið um sambandið við sinn eigin föður við gerð mynd- arinnar. „Sagan minnti mig á það þegar ég flutti að heiman 16 ára til að hefja nám í leiklist. Að yfirgefa Skotland er stórmál fyrir Skota. Á sama hátt og Edward varð ég að flytja burt frá hinu kunnuglega til að finna sjálfan mig. Ég lenti ekki upp á kant við foreldra mína að neinu ráði eins og kemur fyrir feðgana í Big Fish en á ákveðnum tímapunkti í lífinu hefur maður ekki áhuga á að heyra það sem foreldrarnir hafa að segja því maður þráir ákveðið sjálfstæði. Í dag er samband mitt við föður minn mjög gott. Ég flutti að heim- an og fór mínar eigin leiðir en ég var svo lánsamur að læra að meta föður minn upp á nýtt.“ Kvikmyndin Big Fish er byggð á skáldsögu eftir Daniel Wallace en hún gerist öll í Suðurríkjum Bandaríkjanna, nánar tiltekið í Alabama. McGregor segir að Burt- on hafi lagt mikla áherslu á að kvikmyndin yrði tekin þar og fór svo að haft var uppi á smábæ sem hafði lítið breyst frá því um miðja 20. öldina en þá hefst einmitt saga Edwards Blooms. „Það er ekki al- gengt að kvikmyndir séu teknar þar sem þær eiga að gerast,“ segir McGregor. „Oft eru kvikmyndir teknar í Kanada eða á Nýja- Sjálandi ef þær eru ekki teknar í stúdíói til að spara fjármuni. Sjaldnast er staðarvalið byggt á því hvar sagan á að gerast. Við tókum ekki einungis senur sem gerðust utandyra í Alabama held- „Var svo lánsamur að læra að meta föður minn upp á nýtt“ „Sagan minnti mig á það þegar ég flutti að heiman 16 ára til að hefja nám í leiklist.“ „Alltaf liðið sem útlend- ingi í eigin heimalandi“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.