Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 43 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA BÁRÐARDÓTTIR frá Ísafirði, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Rúnar Þ. Grímsson, Jóna Magnúsdóttir, Sigurður Grímsson, Angelika Andrees, Jón Grímsson, Linda Grímsson, Sigrún Grímsdóttir, Magnús Már Kristinsson, Ása Grímsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Bárður Jón Grímsson, Aðalheiður S. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir og kveðjur til allra þeirra fjölmörgu, sem aðstoðuðu okkur og styrktu á ýmsan hátt vegna fráfalls, minningarathafnar og útfarar elsku- legra foreldra okkar, tengdaforeldra, afa, ömmu, langafa og langömmu, GUÐGEIRS GUÐMUNDSSONAR og KATRÍNAR SIGRÚNAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, Kirkjuvegi 1, Vík í Mýrdal. Sú vinátta og samúð, sem okkur var sýnd á þessum erfiðu tímum, er mikils virði. Guð blessi ykkur öll. Bryndís Guðgeirsdóttir, Birgir Jónsson, Egilína S. Guðgeirsdóttir, Eyjólfur Árni Rafnsson, Guðmundur Pétur Guðgeirsson, Þorgerður Einarsdóttir, Ragnar Þórir Guðgeirsson, Hildur Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGMUNDA KOLBRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Furugrund 44, Akranesi, lést á heimili sínu sunnudaginn 18. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andlátsins. Guðmundur Bernharð Sveinsson, Hulda Ingibjörg Benediktsdóttir, Haraldur Jónsson, Erling Ómar Guðmundsson, Viktoría Loftsdóttir, Guðrún Þóra Guðmundsdóttir, Sigurjón Jósefsson, Hafdís Dagmar Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Margrét Ólöf Bjarnadóttir, Hólmfríður Dröfn Guðmundsdóttir, Sigurður Grétar Davíðsson, Magndís Bára Guðmundsdóttir, Reynir Sigurbjörnsson, Bryndís Guðmundsdóttir, Geir Valur Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. Bóndinn situr í rökkvuðu fjósinu og mjólkar kýrnar. Barnahópur situr þétt saman eins nálægt bóndanum og hægt er með galopin augu, eyrun sperrt og hlusta á draugasögur. Þetta er sama fjósið og landsfrægur Móri hafði haldið til í. Mórinn var með eindæmum hrekkj- óttur og gerði usla með reglulegu millibili, en það gerðu líka frændinn og frænkan sem dvöldu á bænum sumrin löng. Þegar Móri hélt sig til hlés of lengi, særðu þau hann upp, eða ímynduðu sér það. Frændinn og frænkan voru miklir könnuðir, ekki var til ókannaður fjallstindur, þúfa, lækur eða fjörusteinn þar sem þau fóru um. Tækifæri til rannsókna voru næg. Alltaf mátti tefja og slóra þegar beljurnar voru sóttar eða hestarnir, ef veður var of gott, sem var alltaf, var hoppað út í á og synt í hylnum, riðið berbakt heim, kletta- belti nágrennisins könnuð eða öslað yfir mýrina skólaus í margskonar er- indagjörðum. INGVAR ÞÓR HALLDÓRSSON ✝ Ingvar Þór Hall-dórsson fæddist í Reykjavík 6. desem- ber 1956. Hann lést á heimili sínu í Mið- vangi 16 í Hafnar- firði 26. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 7. janúar. Hjá pöntunarfélag- inu, sem var rekið á staðnum, var í ýmsu að snúast, sérstaklega á rigningardögum. Þar gegndu frændinn og frænkan veigamiklum hlutverkum. Lyktin af nýrri vörusendingu lokkaði og drjúgur tími gat farið í að vigta upp glænýjar rúsínur, sveskjur, sykur og kex, merkja bæjunum og setja í kassa. Klístrið á trégólfinu hélt eflaust lengur en verkið tók en ómótstæðilegur ilmurinn hélt frænd- systkinunum við efnið sem að laun- um fengu nýtt matarkex og appelsín. Hálfkassinn var farartækið sem far- ið var á í útkeyrslu með vörur á milli bæja, ferðirnar gátu verið langar en aldrei leiðinlegar, ekki fyrir unga landkönnuði sem fengu að fara með og hjálpa. Þau höfðu ekki síður gam- an af að hitta skrítið fólk, klikkaða ketti og fá gotterí á leiðinni. Lánið lék við unglingana, sem héldu sig í sveitinni á sumrin, jafnt við heyskap og gleðskap, þau fengu að selja miða inn á böllin sem voru haldin í félagsheimilinu, ábyrgðar- stöðu í fatahenginu, afgreiða gos og vindla og hitta skemmtilegt fólk. Ekki eins gaman að þrífa daginn eft- ir, en hollt og partur af lærdómnum. Frændinn og frænkan fullorðnast, halda áfram lífsins könnunarleið- öngrum, sitt í hvoru lagi, koma sér upp fjölskyldum, heyrast reglulega, bera saman bækur sínar og taka út stöðuna. Þannig var frændinn bú- settur í Osló þegar frænkan var þar við nám í Oslóar-Kunstakademíunni veturinn sem ólympíuleikarnir voru haldnir, búið að loka skólum, stela Ópinu, og ekkert sjálfsagðara fyrir frænkuna annað en að slást í för með frændanum sem hafði komið sér upp nýtísku hálfkassa, og var á leið til Frakklands með 24 tonn af laxi. Eft- ir að hafa skilað laxinum var trukk- urinn sendur til Spánar að sækja 28 tonn af appelsínum handa Norð- mönnum og þar var hinkrað í þrjá daga, á meðan verið var að tína og pakka appelsínunum. Þetta sinn tókst frænda og frænku að toppa fyrri sameiginlega könnunarleið- angra og leggja að baki um 8.000 km á 11 dögum. Vegalengdir styttust á milli frænda og frænku næstu árin og símtöl dugðu oftar en ekki til að rækta sambandið, leiðangrar í Hafn- arfjörð eða á Snæfellsnes ekki um- talsverðir, en ferðalögunum langt frá því að vera lokið þótt mismun- andi séu og ekki allir samferða. Myndbrot minninga, andrúmsloft og angan fylla hugann og fara ekkert. Frænkan þakkar frændanum samfylgdina og allar fallegu perlurn- ar sem hann stráði á leiðinni. Sigríður Gísladóttir. Kæri vin. Nú er komið að leiðarlokum hjá þér, Baldur, nú ert þú genginn götuna og kominn þangað þar sem við öll för- um að lokum. Í náðarfaðm Guðs. Þar bíða margir eftir þér og verða eflaust fagnaðarfundir. Þegar ég hugsa til baka, til þess tíma þegar ég man fyrst eftir mér, kemur þú alltaf upp í hugann, þú og Bidda. Við vorum þá orðnir fjórir bræðurnir, ég, Keli, Baldur og Sverrir. Til að- greiningar þá kölluðum við þig stóra Baldur, og svo sannarlega varstu stór bæði líkamlega og andlega. Þegar þið Bidda komuð til Sigló á Hlíðarveginn var nú lítið um svefn hjá okkur guttunum dagana fyrir komu ykkar, við vorum svo spenntir að hitta þig. Svo komuð þið og þá varð allt vitlaust. Við vorum jú svo- lítið feimnir í fyrstu en svo bræddir þú okkur með brosinu þínu og þá réðumst við allir á þig og svo var slegist og þú kitlaðir okkur þar til við stóðum á öndinni af hlátri. Svo BALDUR KRISTINSSON ✝ Baldur Kristins-son fæddist í Vestmannaeyjum 13. desember 1927. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vest- mannaeyja 25. jan- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 31. janúar. sagðir þú „komið nóg“ og aldrei þessu vant þá hlýddum við. Og allir bíltúrarnir, maður minn, með til- heyrandi nammi í gogginn. Þessar minn- ingar eru mér og bræðrum mínum mjög kærar og þær eru vel geymdar. Svo þegar ég fór að fara í sveitina til heið- urshjónanna Magga og Siggu á Úlfsstöðum á sumrin, en þau urðu nú tíu talsins, þá komuð þið Bidda yfirleitt viku – hálfan mánuð til að hjálpa til við heyskap- inn og bústörfin. Þar naut maður til- sagnar þinnar í ríkum mæli, Baldur, og þú kynntir mig fyrir leyndarmál- um vélanna. Alltaf hafðir þú tíma til að segja manni til og aldrei kom maður að tómum kofunum hjá þér, hvorki í veraldlegum vandamálum né hollráðum andans en þau urðu jú nokkur heilræðin þín sem skiptu máli. Það var jú einhvern veginn þannig ef maður þurfti ráð þá leitaði maður alltaf fyrst til þín. Það varst þú sem bjargaðir mér um pláss þegar ég kom til Eyja á vertíð 1989. Mér er minnisstætt þegar ég kom til Eyja þá og Bidda var uppi á landi og eitthvað þurfti nú að gefa drengnum að éta. Þá bauðstu mér á Skútann í alvörumál- tíð með rauðvíni og allt. Þetta var þín leið að bjóða mig velkominn og svo bjó ég hjá ykkur á Brekkugöt- unni fram á vor, eða þangað til ég hafði konuna á að koma líka til Eyja til reynslu í eitt ár. Árin eru nú orðin fimmtán og á þessum fimmtán árum hefur maður oft leitað í smiðju þína og svikalaust fengið það sem maður hefur leitað eftir. Ákveðni þín og ýtni hjálpaði oftar en þig grunar og þegar þú tókst eitthvað í þig þá var því fylgt eftir til loka, ekkert hálf- kák á neinu og enginn komst upp með moðreyk gagnvart þér. Og allar sögustundirnar og spjall- ið sem við áttum saman, þær gleym- ast ekki, Baldur, og verða oft rifj- aðar upp. Þó að við gætum tekið rimmur í pólitíkinni var það alltaf fljótt úr okkur og ég held að það sé það eina sem ég hef ekki hlýtt þér í, sumsé pólitíkin. En þú sagðir nú líka að þú hefðir verið eldrauður kommi á yngri árum en hefðir komist til vits og ára með tímanum og glottir út í annað. Nafnið Baldur í Gúanó heyrði ég fyrst sem smápatti en það varstu kallaður af öllum hér í Eyjum. Ég velti oft fyrir mér hvað þetta Gúanó þýddi. Fyrst hélt ég að þetta væri nafnið á húsinu þínu og mikið hló hún tengdamóðir þín og hún amma mín þegar ég bar þetta undir hana. Það var gaman þegar þú hringdir í þá gömlu, þá kom hún brosandi út að eyrum úr símanum og sagði: ,,Hann Baldur er nú alveg met.“ Og einhvern tímann hafði hún á orði að það ættu fleiri konur að eiga mann eins og Baldur fyrir tengdason. Oft var glatt á hjalla og mikið hlegið á Hlíðarvegi 16 í þá gömlu góðu. Oft var nóg að þú glottir eitt- hvað smá og allt varð vitlaust í hlátri. Niðjamótin á Hóli voru ógleym- anleg og mikið var stolt gömlu hjónanna, afa og ömmu, að sjá allan afkomendaskarann og nokkuð mörgum þeirra höfðuð þið hjónin komið nálægt að ala upp og siða til. Ég man þegar við bræður, mamma og Siggi Benni komum á þjóðhátíð árið 1980. Var það ekki þá þegar Eygló gat ekki búið til hring- lótta sósu í ferköntuðum potti? Þá var nú gaman, Baldur. Þá reddaðir þú hlutunum fyrir mig, þú veist hvað ég meina, og ekki orð um það meir. Já, kæri vin, árin okkar hér á jörð líða hratt, miklu hraðar en maður vildi, en nú ert þú kominn til nýrra landa og örugglega er þar gúanó handa þér að grúska í. Það er sárt að fá ekki að sjá bros- ið þitt oftar og stríðnisglampann í augunum þínum en minningin um þig lifir hjá okkur. Þakka þér fyrir öll þín ráð og að vera til staðar þeg- ar á þurfti að halda. Elsku Bidda mín, megi Guð styrkja þig og hjálpa í sorginni, kæra frænka. Valmundur og Björg. Nú kveð ég þig hinni hinstu kveðju, elsku Baldur. Alltaf var svo gott að heimsækja þig og Biddu á Brekkugötuna og nú síðari ár Foldahraunið. Oftar en ekki sastu við stofuborðið að leggja kapal. Tókst alltaf á móti manni með bros á vör, andrúmsloftið alltaf létt og ófáir voru brandaranir sem að þú lést fjúka. Alltaf tilbúinn til að gantast og leika við okkur krakkana. Í seinni tíð var gott að geta komið og spjall- að, maður kom aldrei að tómum kof- anum, þú hafðir skoðanir á öllu og gast alltaf fundið björtu hliðar mál- anna. Elsku Baldur, ég kveð þig með söknuði en samt þakklát fyrir að hafa þekkt þig og tel líf mitt ríku- legra fyrir vikið. Þú átt sérstakan stað í hjarta mínu, stað þar sem ég veit að ég mun alltaf finna hlýju og gleði. Elsku Bidda mín, þér votta ég mína dýpstu samúð, minn hugur er hjá þér. Jóna Sveins. Okkur langar með nokkrum fá- tæklegum orðum að minnast elsku- legs vinar og félaga Baldurs Krist- inssonar. Baldur var góður vinur sem gaf ríkulega af hjálpsemi sinni og elsku. Það var gott að leita til hans því að með einstaklega skýrri lífssýn sá hann leið út úr öllum vanda og gat jafnframt séð spaugi- legu hliðina á þeim vandamálum sem við var að etja. Baldur var alla tíð mikill prakkari og hafði mikið gaman af allri stríðni, ekki síst þeirri sem var skotið á hann sjálfan. Að tala um Baldur án þess að minn- ast á Biddu er eins og að tala um heiðan himininn án þess að minnast á sólina. Bidda amma og Baldur afi eiga nafnbótina svo sannarlega skil- ið, þau hafa veitt okkur öllum þá skilyrðislausu ást og umhyggju sem ömmur og afar gera. Þau voru alveg einstaklega samheldin hjón sem nutu þess að eyða deginum saman, ekki síst í dásamlega sumarbústaðn- um Brekkukoti. Elsku Biddu send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur með von um að góður Guð sendi henni styrk í þessum sára söknuði. Magnús og Elísa. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.