Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 39
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 39
Streita - forvarnir og viðbrögð
Morgunverðarfundur á Grand Hóteli
3. febrúar kl. 8:30-10:30
Dagskrá:
Heilsuvernd og heilsuefling á vinnustað:
Svava Jónsdóttir og Ása G. Ásgeirsdóttir,
sérfræðingar hjá Vinnueftirlitinu.
Hámörkun árangurs og vellíðunar á vinnustað:
Stefnumiðuð nálgun við streitustjórnun.
Dr. Valerie J. Sutherland, ráðgjafi hjá Sutherland
Bradley Associates í Bretlandi.
Panelumræður með þátttöku fulltrúa
Vinnueftirlitsins, Sjúkrasjóðs Eflingar, geðlækna,
Tryggingastofnunar og Marel.
Fundarstjóri er Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri
Lýðheilsustöðvar.
Aðgangseyrir er kr. 2.500 (morgunverður innifalinn).
Skráning á netfangingu: asa@ver.is eða í síma 550 4653
Fundurinn er haldinn á vegum Vinnueftirlitsins -
Landsnets um heilsueflingu á vinnustöðum,
Landlæknisembættisins og Starfsleikni.is
Snyrtifræði er 12 mánaða nám ásamt 10 mánaða
starfsþjálfun á snyrtistofu.
Nám við Snyrtiskólann er lánshæft hjá LÍN.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 7900.
www.snyrtiskolinn.is
HJALLABREKKU 1, KÓPAVOGI
Vorönn hefst í mars
Vetrarönn hefst í ágúst
SÍÐUSTU þrjú sumur hefur Ár-
mann Örn Ármannsson haft veg og
vanda af íslensk-franskri tónlist-
arhátíð í þorpinu Esparron de Verd-
on í Provence-héraði. Forsagan er
sú að fyrir fimm árum keyptu Ár-
mann og kona hans heitin sér hús
rétt utan við þorpið til að hafa þar
vetursetu. „Fljótlega uppgötvuðum
við að þó þessi staður væri paradís á
jörð, þá var þetta alveg músíklaus
paradís. Við höfðum verið svo rík á
Íslandi að margir góðir vinir okkar
eru meðal fremstu tónlistarmanna
þjóðarinnar og þess vegna kom eig-
inlega af sjálfu sér að við reyndum
að fá þá til að koma út og að spila
fyrir franska samsveitunga okkar
sem margir hverjir höfðu aldrei far-
ið á tónleika áður,“ segir Ármann og
bendir á að vissulega sé Frakkland
ekkert einsdæmi hvað þetta varði,
því í öllum löndum megi finna fólk
sem aldrei hefur heyrt lifandi flutn-
ing hvorki á rokktónlist né klass-
ískri.
„Í Frakklandi er það því miður
svo að margir líta á lifandi tónlist-
arflutning sem hástéttarneysluvöru.
Venjulegum bóndakarli eða almenn-
ingi dettur hreinlega ekki í hug að
fara á tónleika.“ Að sögn Ármanns
hafa þorpsbúar hins vegar tekið tón-
listarhátíðinni mjög vel og eru nú
farnir að ganga að henni sem vísri á
hverju sumri. „Margir samsveitunga
minna hafa tjáð mér að þeim þyki af-
skaplega vænt um þetta framtak og
vildu endilega að þessu yrði fram
haldið og auðvitað þykir mér mjög
vænt um þessar góðu viðtökur.“
Flytja aðeins tónlist í háum
gæðaflokki
Tónlistarhátíðin, sem ber yfir-
skriftina Provence – Islande, er
haldin í upphafi ferðamannatíma-
bilsins, þ.e. um mánaðamótin júní/
júlí. „Á þeirri viku sem hátíðin
stendur bjóðum við að jafnaði upp á
5 til 7 tónleika. Allt frá upphafi höf-
um við haft það að leiðarljósi að
flytja aðeins tónlist í háum gæða-
flokki, auk þess sem við höfum haft
það að markmiði að blanda saman
þessum ólíku, en um leið líku menn-
ingarheimum sem heita Efra-Prov-
ence og Ísland, enda hefur dagskrá-
in tekið mið af því. Við höfum því
verið jafnt með íslenska og franska
tónlistarmenn, auk þess sem við höf-
um lagt áherslu á að bjóða íslensk-
um tónlistarmönnum sem búa og
starfa í Frakklandi að koma hér
fram.
Venjulega höfum við verið með
eina til tvær litlar hljóðfæragrúppur,
t.d. strengjatríó eða kvartett, og oft
höfum við boðið upp á annaðhvort
salon- eða tangósveit. Ég hef alltaf
lagt mikla áherslu á að fá íslenskan
söngvara til að koma fram á hátíð-
inni, því við eigum svo óskaplega
mikið af góðum söngvurum. Auk
þess sem ég hef alltaf haft hlut pí-
anósins mikinn,“ segir Ármann sem
sjálfur er píanóleikari í frístundum.
Meðal tónlistarmanna sem komið
hafa fram á hátíðinni má nefna pí-
anóleikarana Vovka Stefán Ashken-
azy og Eddu Erlendsdóttur, sem
búa og starfa í Frakklandi, Kristin
Sigmundsson bassasöngvara, Berg-
þór Pálsson barítonsöngvara, Jónas
Ingimundarson píanóleikara, Víking
Heiðar Ólafsson píanóleikara, Eyjólf
Eyjólfsson tenórsöngvara og Dalton
Baldwin píanóleikara, auk Tríós
Reykjavíkur sem skipað er Guðnýju
Guðmundsdóttur fiðluleikara, Gunn-
ari Kvaran sellóleikarar og Peter
Máté píanóleikara.
Tónlistarhátíðir verða ekki
haldnar án styrkja
Að sögn Ármanns hefur tekið tals-
verðan tíma að byggja upp Provence
– Islande-hátíðina, enda tekur tíma
fyrir tónlistarhátíð á borð við þessa
að festa sig í sessi. „Við höfum notið
styrkja frá ýmsum fyrirtækjum at-
vinnulífsins og hinu opinbera, bæði
menntamálaráðuneytinu heima á Ís-
landi og frönskum yfirvöldum, enda
ekki hægt að halda svona hátíð án
styrkja þar sem stilla verður miða-
verðinu í hóf. Af einstökum fyrir-
tækjum verð ég að minnast á Flug-
leiðir, sem styrkt hafa okkur á
rausnarlegan hátt með því að flytja
íslensku listamennina fyrir lág-
marksfargjöld á háannatíma, Ís-
landsbanka og Sjóvá, auk þess sem
ég má til með að þakka Ríkisútvarp-
ið fyrir þann styrk sem það veitti í
fyrra til tónsköpunar þegar frum-
flutt var verk eftir Þórð Magnússon
tónskáld.“
Greinilegt er að fransk-íslenska
tónlistarhátíðin hefur verið að spyrj-
ast út í héraðinu á síðustu árum og
þannig hafa yfirvöld í nágranna-
þorpum óskað eftir einhvers konar
samstarfi við skipuleggjendur Prov-
ence – Islande. „Á síðasta ári var
gerð tilraun með að fara með tón-
leikaprógramm í tvö nærliggjandi
þorp, annars vegar var spilað í dóm-
kirkjunni í Riez og hins vegar í
kirkju frá elleftu öld í þorpinu Mous-
tiers Sainte-Marie. Væntanlega
verður hátíðin í sumar þó fyrst og
fremst í okkar þorpi. Hins vegar
hafa yfirvöld í nágrannaþorpinu Val-
ensole sýnt hátíðinni mikinn áhuga
og óskað eftir því að njóta krafta ís-
lenska tónlistarfólksins, þannig að
það verður spennandi að sjá hvað
kemur út úr því,“ segir Ármann að
lokum.
Tónlistin ómar í
sveitum Provence
Morgunblaðið/Ásdís
„Fjöldi samsveitunga minna hefur tjáð mér að þeim þyki afskaplega vænt um þetta framtak og vildu endilega að
þessu yrði fram haldið og auðvitað þykir mér mjög vænt um þessar góðu viðtökur,“ segir Ármann Örn Ármanns-
son sem haft hefur veg og vanda af fransk-íslenskri tónlistarhátíð í Provence-héraði.
Fyrir flottar konur
Bankastræti 11 • sími 551 3930
SMS
tónar og tákn