Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 48
FRÉTTIR
48 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
Vesturhlíð 7
Skrifstofu- og þjónustuhúsnæði
til sölu eða leigu
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14.00-16.00
Til sölu eða leigu skrifstofu-, þjónustu- og lagerhúsnæði í þessu
nýlega og glæsilega húsi við Vesturhlíð. Um er að ræða samtals
976 fm húsnæði, sem er innréttað á afar vandaðan og smekk-
legan hátt. Eignin býður upp á fjölbreytta nýtingarmöguleika og
gæti því nýst fleirum en einu fyrirtæki sem gætu samnýtt ýmsa
aðstöðu. Fullkomnar tölvu- og símalagnir. Frábær staðsetning
í fögru umhverfi. Fjöldi bílstæða. Laust til afhendingar strax.
Eign sem gæti hentað vel, t.d. undir hvers konar skrifstofu-
rekstur, félagasamtök eða auglýsingastofur.
Eignin er til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14.00-16.00.
Verið velkomin.
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Kelduland 1 - Opið hús
Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali.
Góð 97 fm og vel staðsett 4ra her-
bergja íbúð á annarri hæð (fyrstu frá
aðalinngangi). Íbúðin skiptist í parket-
lagt hol, snyrtilegt eldhús með borð-
krók, parketlagða stofu með stórum
suðursvölum, 3 parketlögð svefnher-
bergi, fallegt baðherbergi ásamt
geymslu og þvottahúsi í kjallara.
Verð 15,2 millj.
Viktor Elvar, sími 864 2559, sýnir milli kl. 14.00 og 16.00 í dag.
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Álfatún 23 - Opið hús milli kl. 15 og 17
Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali.
Mjög góð 4ra herbergja 102,4 fm íbúð með 23,2 fm
bílskúr á besta stað í Kópavogi. Íbúðin er á þriðju
hæð með glæsilegu útsýni. Íbúðin skiptist í 3
herbergi, hol, eldhús, baðherbergi, stofu, ca 8 fm
sérgeymslu og sameiginlegt þvottahús og
þurrkherbergi. Innangengt í bílskúr úr sameign.
Nánari lýsing: Komið er inn á parketlagt hol með
fataskáp. Rúmgóð stofa með parketi og glæsilegu
útsýni yfir Fossvoginn. Eldhús með viðarinnrétt-
ingu, flísar milli efri og neðri skápa, góður borð-
krókur. Baðherbergi með flísalögðu gólfi og flísum
upp á miðja veggi, góð innrétting, baðkar, sturta
og tengi fyrir þvottavél. Hjónaherbergi með parketi,
stórum skápum og útgengt á góðar svalir. Tvö
barnaherbergi, annað með parketi og hitt með kork
á gólfi. Sér ca 8 fm geymsla á jarðhæð sem ekki er
skráð hjá FMR. Mjög góður bílskúr með hurðar-
opnara og innangengt úr sameign. Garðurinn er
mjög fallegur og hefur húsið fengið verðlaun fyrir
hann.
Sigurður Karl sýnir sími 866 9958.
Hrafnhildur Bridde - s. 899 1806
Netfang: hrafnhildurh@remax.is
Fasteignasala: RE/MAX Suðurlandsbraut
Til mín hafa leitað hjón sem eiga hæð
á svæði 101. Þau langar að komast í
sérbýli helst í Garðabæ, á Seltjarnarnesi
eða á svæði 107. Verð ca 26 millj.
Átt þú réttu eignina fyrir þau ?
Óska eftir einbýli,
par- eða raðhúsi
Netfang: kjoreign@kjoreign.is
Heimasíða: www.kjoreign.is
Sími 533 4040 • Fax 533 4041
Opið í dag frá kl. 12-14
TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA
Ármúla 21 • Reykjavík
jöreign ehf
Dan V.S. Wiium hdl.,
lögg. fasteignasali
Erlendur Davíðsson,
lögg. fasteignasali
Hákon R. Jónsson,
sölumaður
Ólafur Guðmundsson
sölustjóri,
2JA HERB.
SÖRLASKJÓL Gullfallega innréttuð kjallaraíbúð á þessum vinsæla stað í vestur-
bænum. Sérinngangur í íbúðin, húsið er tvíbýlishús og er nýmálað og viðgert að utan.
Stærð íbúðar er 72 fm. Verð 11,9 millj.
4RA HERB.
MIÐLEITI - BÍLSKÝLI Vorum að fá í sölu á þessum vinsæla stað 111 fm íbúð
ásamt 10 fm sólskála. Rúmgóðar stofur, tvö svefnherbergi, sérþvottahús. Bílageymsla.
Suður verönd. Mikil og góð sameign, þ.e. húsvarðaríbúð, matsalur, hár og snyrtistofa,
líkamsræktarsalur og sauna.HÚSVÖRÐUR. nr. 3627
LJÓSHEIMAR/LYFTUHÚS Mikið endurnýjuð og falleg 4ra herb. íbúð á 8.
hæð í lyftuhúsi. Glæsilegt útsýni. Vandaðar innréttingar og ný standsett baðherbergi.
Parket. Suðvestur svalir. Áhv. húsbréf 5,8 millj. Verð: 13,5 millj. nr. 3679<B>
EINBÝLI
BUGÐUTANGI Glæsilegt hús, vel staðsett í Mosfellsbæ. Innbyggður bílskúr. Fal-
legur garður með heitum pott. Hús í góðu ástandi. Verð 37,0 millj.
Hrafnhildur Bridde s: 899 1806
Netfang: hrafnhildurh@remax.is
Fasteignasala: RE/MAX Suðurlandsbraut
Heimilisfang: ÁLFHEIMAR 31
Stærð heildareignar: 173 fm
Stærð sérhæðar: 140 fm
Bílskúr: 33 fm
Byggingarár: 1960
Brunab.mat: 17,6 millj.
Verð: 21 millj.
LAUS ! Skemmtileg og björt sérhæð -
1.hæð, auk bílskúrs í þessu fallega húsi.
Tvær mjög rúmgóðar stofur með útgangi
út á stórar suður svalir. 3-4 svefnherb.
og rúmgott eldhús. Sér geymsla/herb. í
kjallara. Frístandandi bílskúr. Uppruna-
legar innréttingar og gólfefni.
Hrafnhildur Bridde,
löggiltur fasteignasali
RE/MAX tekur á móti gestum
í dag á milli kl.14-16
OPIÐ HÚS Í DAG Sérhæð+bílskúr, 104 Rvk.
Norræn siðferðisgildi í lífvís-
indum Námsstefnan „Norræn
vídd í líftækni og löggjöf um sið-
ferði í lífvísindum“ verður haldin á
morgun, mánudaginn 2. febrúar
kl. 14–17 á Hótel Nordica, sal A.
Meðal þátttakenda á námsstefn-
unni verða nokkrir af helstu sér-
fræðingum Norðurlanda á sviði líf-
tækni og siðferðis í lífvísindum.
Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, ræðir
um jafnvægið milli friðhelgi ein-
staklingsins og möguleika vísinda-
manna á að ná árangri í barátt-
unni gegn sjúkdómum. Gisela
Dahlqvist, prófessor við háskólann
í Umeå í Svíþjóð, ræðir um sið-
ferðismörk í erfðavísindum og
erfðalækningum og um hvernig
hægt er að lækna eða draga úr
einkennum sjúkdóma með líf-
tækni. Framkvæmdastjóri Nor-
rænu nefndarinnar um siðferði í
lífvísindum fjallar um löggjöf
Norðurlanda á þessu sviði, sem er
ólík að ýmsu leyti. Prófessor Jan
Fridthjod Bernt veltir fyrir sér
frelsi vísindamanna annars vegar
og tilrauna samfélagsins til að
hafa stjórna á líftæknirannsóknum
hins vegar.
Fundur hjá Aglow Reykjavík
Aglow Reykjavík, kristileg samtök
kvenna, halda fund mánudaginn 2.
febrúar kl. 20 í Skipholti 70, efri
hæð.
Samfylkingin Garðabæ fundar
Fundur í bæjarmálaráði Samfylk-
ingarinnar í Garðabæ verður hald-
inn á morgun, mánudaginn 2.
febrúar kl. 20 í Safnaðarheimilinu
Kirkjuhvoli.
Ávörp halda: Guðmundur Árni
Stefánsson, Rannveig Guðmunds-
dóttir, Katrín Júlíusdóttir og Ás-
geir Friðgeirsson. Fundarstjóri:
Björn Rúnar Lúðvíksson, formað-
ur bæjarmálaráðs.
Á MORGUN
AutoCAD - fjarnám hjá Endur-
menntun HÍ Boðið verður í fyrsta
sinn upp á AutoCAD námskeið í
fjarnámi hjá Endurmenntun Há-
skóla Íslands. Boðið verður bæði
upp á grunnnámskeið og fram-
haldsnámskeið í AutoCAD. Nú
verður eingöngu hægt að sækja
AutoCAD námskeiðin hjá Endur-
menntun í gegnum fjarnám. Til
þess að geta tekið þátt í nám-
skeiðinu þurfa þátttakendur að
hafa aðgang að AutoCAD forritinu
og Netinu.
Grunnnámskeiðið verður haldið
frá 10. feb. til 2. mars. Kynning
fyrir skráða þátttakendur á
kennslufyrirkomulagi, námsefni og
verkefnum er í húsnæði Endur-
menntunar 10. febrúar kl. 10.15–
12.15.
Framhaldsnámskeiðið verður
haldið frá 30. mars til 15. apríl.
Kynning fyrir skráða þátttak-
endur á kennslufyrirkomulagi,
námsefni og verkefnum er í hús-
næði Endurmenntunar 30. mars
kl. 10.15–12.15.
Nánari efnislýsingar á námskeið-
unum má finna á vef Endurmennt-
unar www.endurmenntun.is
Samband íslenskra námsmanna
erlendis (SÍNE) stendur fyrir
fundi í Norræna húsinu um gildi
náms erlendis miðvikudaginn 4.
febrúar kl. 12–13.15. Markmiðið
með fundinum er að koma af stað
almennri umræðu um gildi náms
erlendis, mikilvægi þess fyrir
þjóðfélagið og þá reynslu sem
námsmenn afla sér með slíku
námi.
Meðal þeirra sem taka til máls á
fundinum eru: Þórólfur Árnason
borgarstjóri, Ólafur Þ. Stephensen
aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins,
Guðmundur Steingrímsson rithöf-
undur og blaðamaður, Bjarni
Benediktsson, alþingismaður.
Fundarstjóri verður Dagur B.
Eggertsson, borgarfulltrúi.
Síminn heldur málþing um skrif-
stofu framtíðarinnar í höf-
uðstöðvum Símans í Ármúla 25
fimmtudaginn 5. febrúar kl. 13.45–
17.15. Framtíðarskrifstofuna
munu einkenna opin rými, mikið
er um gegnsæi og gler og starfs-
menn hafa ekki endilega fastan
samanstað. Þetta kom fram í
könnun sem Síminn lét fram-
kvæma síðari hluta haustsins. Nið-
urstöður könnunarinnar í heild
sinni verða kynntar á málþinginu.
Hvatinn að málþinginu er þátttaka
Símans í Norrænu verkefni, DEK-
AR, sem snýr að framtíð-
arskrifstofunni. Í verkefninu er
verið að skoða þá þætti sem stuðla
að samvinnu, nýsköpun og yf-
irfærslu á þekkingu meðal starfs-
manna. Verkefnið er unnið í sam-
vinnu við Telnor, KTH (Svíðþjóð),
HUT (Finnlandi) og Alexandra
Instituttet A/S (Danmörku) og
IMG á Íslandi.
Jóhannes S. Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Starfsmannasviðs
Símans, setur málþingið. Erindi
halda: Sigrún Gunnarsdóttir,
rannsóknardeild Símans, Tómas
Bjarnason frá IMG Deloitte,
Valdimar Jónsson, forstöðumaður
Fasteignadeildar Símans, Hall-
grímur Snorrason, forstjóri Hag-
stofunnar, Sturla J. Hreinsson,
starfsmannastjóri Nýherja og Sæ-
mundur E. Þorsteinsson, for-
stöðumaður Rannsóknardeildar
Símans.
Skráning með tölvupósti edd-
ar@siminn.is eða í síma. Ekkert
þátttökugjald.
Á NÆSTUNNI
ATVINNA mbl.is
FÖSTUDAGINN 30. janúar var ek-
ið á bifreiðina SF-366, Ford Ka, blá
að lit, þar sem hún stóð á bifreiða-
stæði við verslunina Bónus í Holta-
görðum (IKEA húsið). Atvikið átti
sér stað á tímabilinu kl. 18:00 - 18:45.
Þeir sem gætu gefið upplýsingar um
bifreið tjónvalds eru beðnir um að
hafa samband við umferðardeild lög-
reglunnar í Reykjavík í síma 569
9014.
Lýst eftir
vitnum