Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ LÖG UM SAMÞJÖPPUN Danmörk og Ísland eru einu lönd- in á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem engin ákvæði eru í lögum sem miða að því að takmarka sérstaklega samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Í þessum tveimur löndum yrði því að beita almennum samkeppnislögum til að stemma stigu við einokun og fákeppni, segir í grein eftir Pál Þór- hallsson, lögfræðing hjá Evr- ópuráðinu. Lýðheilsa ekki batnað Lýðheilsa Íslendinga hefur ekki batnað þrátt fyrir að sala á geð- deyfðarlyfjum á Íslandi hafi marg- faldast á árunum 1975–2000. Örorka vegna þunglyndis og kvíðaröskunar hefur ekki minnkað á sl. 25 árum og innlögnum á sjúkrahús vegna sjúk- dómanna hefur fjölgað á tímabilinu 1989–2000. Kosningar í tvísýnu Mohammad Khatami Íransforseti sagði í gær að ekki væri ljóst hvort fyrirhugaðar þingkosningar í land- inu 20. febrúar geti farið fram. Þrá- tefli sé komið upp í deilu stjórnvalda og æðstu leiðtoga landsins vegna banns þeirra síðarnefndu við fram- boði fjölda manna í kosningunum. Margir umbótasinnaðir þingmenn kváðust í gær staðráðnir í að segja af sér og hætta við þátttöku í kosning- unum. Hætta við læknisheimsóknir Ungt fólk á aldrinum 18–24 ára, foreldrar barna og fráskildir fresta eða hætta við heimsóknir til lækna umfram aðra hópa eða 28–33% ein- staklinga í þessum hópi. Þetta kem- ur fram í rannsókn sem leiddi í ljós að fjórði hver þátttakandi frestaði eða hætti við heimsókn til læknis. Óðurinn að hætti unglinga Evrópuráðið hefur ákveðið að láta útsetja Óðinn til gleðinnar eftir Beethoven, hinn óformlega þjóðsöng Evrópu, með ýmsum nýstárlegum hætti í því augnamiði að höfða til ungs fólks. Verður tónverkið t.d. sett í djass-, hipp-hopp- og teknó- búning. Bréf úr bankahólfi Bréf Hannesar Hafstein til Klem- ensar Jónssonar, þar sem hann ósk- aði eftir því að Klemens tæki að sér embætti landritara, voru geymd í bankahólfi sonar Klemensar áratug- um saman. Bréfin sem eru í eigu af- komenda Klemensar eru birt í grein Önnu Agnarsdóttur í Morgun- blaðinu í dag en þau hafa ekki áður komið fyrir almenningssjónir. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 58 Af listum 32 Myndasögur 58 Listir 32/39 Auðlesið efni 61 Forystugrein 38 Staksteinar 62 Reykjav.bréf 29 Dagbók 62/63 Minningar 40/46 Leikhús 64 Heilsa 37 Fólk 64/69 Kirkjustarf 47 Bíó 66/69 Þjónusta 47 Ljósvakamiðlar 70 Skoðun 30 Veður 71 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@- mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@- mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is GUÐJÓN Bjarnason á Ísafirði átti ekki von á viðlíka viðbrögðum þegar hann sendi litla fyrirspurn á erlenda spjallrás á Netinu á síðasta ári um afdrif skipverja á flutningaskipinu S.S. Induna sem sökkt var við Múr- mansk 30. mars 1942. Faðir Guð- jóns, Haraldur Íshólm Sigurðsson, var einn skipverjanna sem létu lífið af um 50 manna áhöfn; en tuttugu og þremur var bjargað, þar af létust nokkrir af sárum sínum. Guðjón hitti aldrei föður sinn og vissi sáralítið um árásina eða afdrif þeirra sem komust lífs af. Málið vatt upp á sig og fyrirspurnin barst víða og m.a. í Stjórnarráð Íslands með bréfi til Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra. Í bréfi til forsætisráðherra segir breskur maður að nafni Austin Byrne sem komst lífs af, að hann hafi 19 ára gamall verið í áhöfn flutn- ingaskipsins S.S. Induna sem var í skipalest á leið til Murmansk þegar kafbátur gerði árás á skipið. „Þeir sem lifðu af voru fjóra daga í björg- unarbátum og dóu margir úr kulda og vosbúð eða misstu útlimi vegna kals. Ég var mjög heppinn og lifði af án áverka,“ segir hann. Austin segist í bréfinu gjarnan vilja komast í samband við íslenskan ættingja sem missti föður sinn í árásinni en hann hafði haft spurnir af honum frá konu sem missti ætt- ingja á sama skipi og vissi af fyr- irspurn Guðjóns á Netinu. Málið vatt upp á sig og áður en til kom að íslensk stjórnvöld hefðu uppi á hon- um var Austin kominn á slóðir Guð- jóns og 8. desember í fyrra fékk hann bréf frá honum og annað bréf 29. desember. Meðal annars fékk Guðjón senda ljósmynd af veggskildi í London til minningar um þá sem hvíla í votri gröf en nafn föður hans er ritað þar. Guðjón hefur síðan fengið fjölmörg gögn um skipið, m.a. áhafnarlista og lýsingar skipverja auk ljósmynda frá fleiri aðilum. Fékk ekki að fara frá borði „Þetta var mjög svo ánægjulegt því að þetta er búinn að vera langur tími, þannig séð. Ég vissi lítið um þetta skip þar til fyrir stuttu og eins hvernig þetta atvikaðist. Ég skrifaði inn á þennan spjallvef í Noregi og þar rákust menn á fyrirspurn mína og ég fékk eiginlega ótrúleg við- brögð.“ Þess má geta að Haraldur hafði starfað sem kyndari á flutningaskip- inu S.S. Induna um fimm mánaða skeið þegar árásin var gerð. Á leið sinni frá Skotlandi gerði skipið stutt- an stans í Hvalfirði áður en haldið var til Múrmansk. Að sögn Guðjóns ætlaði faðir hans að fara frá borði og vildi hætta siglingum en fékk ekki leyfi til þess þar eð skipið var að flytja hergögn sem ekki mátti segja frá. Alls voru 19 skip í svonefndri PQ 13 lest frá Íslandi til Múrmansk en þar af fórust fimm skip. Fyrirspurn á Netinu rataði í Stjórnarráðið Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Kannaði afdrif skipverja sem fórust við Múrmansk 1942 ÍSLENSK erfðagreining stefnir á að bjóða foreldrum barna sem greind hafa verið með athyglisbrest með of- virkni, ADHD, að taka þátt í rann- sókn á erfðafræði einkennanna. Rannsóknin mun ná yfir fimm ára tímabil og er stefnt að því að rann- saka auk annars erfðaefnið úr börn- um og ungmennum sem fengið hafa greiningu og skima fyrir einkennum meðal nánustu ættingja. Talið er að um eða yfir 2.000 einstaklingar séu greindir með athyglisbrest með of- virkni hér á landi og eru 150–200 ný tilfelli greind á hverju ári. Reynt að skilja líffræðilegt ferli ADHD Að sögn Kristleifs Kristjánssonar, læknis og forsvarsmanns rannsókn- arinnar hjá Íslenskri erfðagreiningu, er markmiðið að leita erfðavísa sem tengjast einkennum ADHD með því að leita tengsla milli einkenna og breytileika í erfðaefninu á grundvelli skyldleika þátttakenda. Víðtækar rannsóknir hafi verið gerðar í heim- inum á ADHD innan fjölskyldna bor- ið saman við þýðið almennt sem stað- festi að orsakirnar séu líffræðilegar fremur en uppeldislegar. „Það hefur sýnt sig að ADHD er miklu algengari meðal ættingja og það höfum við staðfest með ættfræði- könnun.“ Kristleifur segir að sjúk- dómurinn svari mjög ákveðið lyfja- meðferð auk þess sem sýnt hafi verið fram á að hægt sé að greina mun í ákveðinni gerð tölvumynda af heilan- um á einstaklingum með ADHD bor- ið saman við þá sem ekki hafa ADHD. Síðastliðinn áratug hefur athyglis- brestur með ofvirkni einkum verið meðhöndlaður með lyfinu Rítalín hér á landi. Að sögn Kristleifs eru ný lyf hins vegar óðum að koma á markað. Kanna erfðafræði athyglisbrests „ÞESSI viðbrögð viðskiptaráðherra koma mér óneit- anlega á óvart,“ segir Jón G. Tóm- asson, stjórnar- formaður Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis vegna athugasemda í bréfi viðskiptaráðuneytisins til stjórnar SPRON-sjóðsins en stjórn SPRON-sjóðsins vill að svo stöddu ekki tjá sig í fjölmiðlum um athuga- semdir í bréfi viðskiptaráðuneytsins. Jón tekur fram að hann eigi ekki sæti í stjórn sjóðsins, sem bréfið er stílað á, og það sé stjórnarinnar að svara athugasemdunum. Inntur eftir viðbrögðum viðskipta- ráðuneytsins segir Jón ástæðu til að minna á að sumarið 2002 þegar Bún- aðarbanki Íslands hafi boðið stofn- fjáreigendum fjórfalt verð, eða 2,2, milljarða og síðan 5,5-falt verð eða 2,7 milljarða fyrir stofnfjárbréf þeirra eftir að starfsmannasjóður SPRON hafi gert tilboð, og hafi ætl- að að innlima SPRON í bankann, þá hafi viðskiptaráðherra ekki séð ástæðu til neinna viðbragða. Greip ekki inn í árið 2002 „Þessi sami ráðherra skipaði þá meirihluta bankaráðs Búnaðarbank- ans og hefði getað gripið inn í það mál en það var ekki gert. Nú þegar þetta er hins vegar gert með vilja og að frumkvæði stjórnar SPRON og verið að stofna sex milljarða króna sjóð, sem ekki var til í áformum Bún- aðarbankans, til að styrkja góð mál í Reykjavík og nágrenni, þykir mönn- um ástæða til þess að grípa inn í. Mér þykir því eðlilega ekki mikið samræmi í viðbrögðum viðskipta- ráðuneytisins,“ segir Jón. Jón tekur og fram að í þessu máli hafi stjórn SPRON lagt áherslu á það að farið væri fullkomlega eftir lögum. Telur að ósamræmis gæti í viðbrögðum viðskiptaráðherra Jón G. Tómasson IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra segist nú bíða eftir svörum frá stjórn SPRON-sjóðsins. Hún segir ljóst að ráðuneytið hafi lagaheimildir til þess að grípa til aðgerða ef þurfa þykir en ekki sé ástæða að svo komnu máli til að útlista í hverju þær aðgerðir gætu verið fólgn- ar. Þá segir Val- gerður að í sínum huga hafi verið svo augljóst að áform Búnaðarbank- ans um kaup á SPRON á sínum tíma gætu ekki gengið eftir og því hafi ekki verið sent bréf með athugasemdum líkt og viðskiptaráðuneytið hefur gert nú. Enda hafi sýnt sig að áform Bún- aðarbankans hafi ekki staðist lög. Nú horfi málin hins vegar öðruvísi við. Heimildir í lögum til aðgerða Valgerður Sverrisdóttir NÍTJÁN ára piltur var tekinn á 161 kílómetra hraða á Hafnarfjarðar- vegi, laust fyrir miðnætti á föstu- dagskvöld. Ók hann litlum fólksbíl og voru farþegar með honum í bílnum. Var ökumaðurinn sviptur ökurétt- indum á staðnum og mun að öllum líkindum verða leiddur fyrir dóm. Í lögum segir að sé ökumaður tek- inn á meira en 150 kílómetra hraða þar sem 70 er hámarkshraði fái hann 70 þúsund króna sekt og sé sviptur ökuleyfi í þrjá mánuði. Tekinn á 161 km hraða ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.