Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN SOFFÍA HANSEN lést á dvalarheimilinu Fellsenda, Dalasýslu, miðvikudaginn 14. janúar. Útförin hefur farið fram. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Fellsenda, sem annaðist Guðrúnu Soffíu. Fyrir hönd aðstandenda, Óskar S. Gíslason. Elskuleg móðir mín og amma, ÓLÖF ÁLFSDÓTTIR, Háagerði 37, Reykjavík, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík mánudaginn 2. febrúar kl. 15.00. Guðrún Stefánsdóttir, Lóa Auðunsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi, sonur, bróðir og mágur, ERLENDUR JÓNSSON, Hraunbæ 99, Reykjavík, lést laugardaginn 10. janúar. Útför hans var gerð frá Laugarneskirkju þriðju- daginn 27. janúar. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug. Anna Jóna Hauksdóttir, Jón Erlendsson, Eva Úlla Hilmarsdóttir, Ísak Jónsson, Kristófer Jónsson, Jón Erlendsson, Ingileif Jónsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Kristín Jónsdóttir, Þórarinn Eyfjörð og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN FREYR ÁSGEIRSSON, Kambaseli 64, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 25. janúar. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Guðrún Jóhannesdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÍSAK ELÍAS JÓNSSON tónlistarkennari, Bollebygd, Svíþjóð, lést á heimili sínu fimmtudaginn 15. janúar. Bálför hefur farið fram. Kveðjuathöfn verður frá Hveragerðiskirkju miðvikudaginn 4. febrúar klukkan 14.00. Jarðsett verður frá Ísafirði. Atli Ísaksson, Steinunn Ólafsdóttir, Margret Ísaksdóttir, Guðný Ísaksdóttir, Jón Reynisson og afabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN LAXDAL JÓHANNESDÓTTIR, Hrafnistu í Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 29. janúar sl. Jóhanna Sæmundsdóttir, Árni Guðmundsson, Ingvi Hrafn Magnússon, Herdís Berndsen og barnabörn. Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FANNEYJAR GÍSLADÓTTUR. Helga Sigríður Ingólfsdóttir, Lára Sigrún Ingólfsdóttir, Ólafur Ingólfsson, Emelíta O. Nocon, Sigurður Valur Ingólfsson, Margrét K. Hreinsdóttir, Egill J. Stardal, Hörður Ágúst og Inga Rún Harðarbörn, Helga Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Látin er móðursystir mín, Sigurlaug Jónas- dóttir frá Öxney á Breiðafirði. Eins og fleiri konur í hennar ætt varð hún langlíf en hún varð níræð þ. 4. júlí sl. Lífshlaup Sigurlaugar var um margt merkilegt. Hún fæddist og ólst upp við Breiðafjörðinn sem var gnægtarbrunnur þeim sem hann byggðu í upphafi síðustu aldar. Systkinahópurinn var stór, systkinin sem upp komust voru 10 en tvær systur létust í bernsku. Sigurlaug var næstelst systkinanna en foreldr- ar hennar voru Elín Guðmundsdótt- ir og Jónas Jóhannsson. Mikill harmur var kveðinn að fjölskyldunni er móðirin Elín, lést af barnsförum fyrir aldur fram 1928. Þurftu systk- inin þá að treysta hvert á annað og hjálpa til á heimilinu. 18 ára fór Sigurlaug til Reykjavík- ur og vann þar ýmis störf. Hún stundaði nám við Héraðsskólann að Laugarvatni og hálfan vetur í hús- stjórnarskóla á Ísafirði. Síðan fór hún til Noregs og hugðist stunda nám við virtan hússtjórnarskóla þar en vegna stríðsins var skólanum lok- SIGURLAUG JÓNASDÓTTIR ✝ Sigurlaug Jónas-dóttir, hússtjórn- arkennari og listmál- ari, fæddist í Öxney á Breiðafirði 4. júlí 1913. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 30. desem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 8. janúar. að og hún sjálf innlyksa í Noregi. Hún sat þó ekki auðum höndum heldur lærði garðyrkju á meðan á stríðinu stóð. Eftir stríðið tókst henni þó ætlunarverk sitt og kom til Íslands menntuð sem hús- stjórnarkennari. Heim- komin hóf hún störf við Hússtjórnarskóla Reykjavíkur en veikt- ist þá af berklum. Sig- urlaug var lögð inn á Vífilsstaði en fór þaðan á berklahæli í Dan- mörku þar sem hún dvaldist í þrjú ár. Náði hún þokkalegri heilsu og kom heim til Íslands þar sem hún sinnti kennslu heimilisfræða á með- an hún hafði aldur til. Leifur, bróðir Sigurlaugar, lést 1959 og erfði Sigurlaug olíuliti hans en hann hafði fengist lítillega við að mála. Sigurlaugu fannst alltaf að henni væri ætlað að nota litina og fór því á myndlistarnámskeið. Þar fann hún farveg fyrir frásagnargáfu sína og telst hún meðal bestu næfurlista- manna sem Ísland hefur átt. Sótti hún efnivið sinn ávallt í minningar frá Breiðafirðinum og eru myndir hennar lifandi minnisvarði margra genginna Breiðfirðinga svo og ein- stök lýsing á vinnuháttum sem fyrr tíðkuðust en eru nú með öllu horfnir. Munu komandi kynslóðir eflaust verða henni þakklátar fyrir það. Sigurlaug var lengi framan af ein- hleyp. Spurðum við frændsystkinin hana stundum hvort hún ætlaði ekki að gifta sig og sagði hún þá að ekk- ert lægi á, hún myndi gifta sig um sjötugt. Stóð hún við orð sín því rúmlega sextug hóf hún sambúð með gömlum vini sínum, Snorra Tómas- syni úr Grindavík. Þau giftu sig 1982 og áttu saman tæp tuttugu ham- ingjurík ár eða þar til Snorri lést 1995. Sigurlaug frænka var mikil heimskona í sér. Hún ferðaðist víða en vildi ekki vera fáfróður ferðamað- ur. Hún, kennarinn, vissi að svo lengi lærir sem lifir. Hún fór á enskunámskeið í Englandi og lærði spænsku af sjálfsdáðum en til Spán- ar fór hún oft hin síðari ár. Einnig dvöldu þau hjónin tæpt ár í Ástralíu hjá Hildi systur Sigurlaugar og fjöl- skyldu hennar. Lauga frænka var spaugsöm og finnst mér eftirfarandi saga sýna vel að hún brá frekar fyrir sig glensi en gefast upp. Hún kenndi mágkonu minni matreiðslu á sínum tíma og ekki fannst ungu stúlkunum í bekkn- um næringarfræðin skemmtileg. Þær fóru því að spjalla saman og hlustuðu ekki á kennarann. Sigur- laug frænka mín sá að hún varð að bregða á eitthvert ráð og tók sig til og söng næringarfræðina fyrir bekkinn. Að sjálfsögðu fékk hún undir eins óskipta athygli alls bekkj- arins og segir mágkona mín að þess- um tímum í gagnfræðaskóla hjá frænku minni gleymi hún aldrei. Sigurlaug varð þeirrar gæfu að- njótandi að halda reisn sinni alla tíð. Hún bjó ein í íbúð sinni á Hjarð- arhaga eftir fráfall Snorra og hugs- aði að mestu leyti um sig sjálf. Heilsu hennar hrakaði heldur undir lokin en það var alltaf gaman að koma til hennar, nóg af veisluföng- um í ísskápnum og viðmótið hlýtt. Mjög kært var með þeim systrum, Sigurlaugu og Kristínu móður minni. Hefur mamma nú misst mikið en þær systur gátu setið langtímum saman og rifjað upp gamla tíma, tíma sem eru svo fjarlægir að við sem erum um fimmtugt í dag eigum erfitt með að skilja þá. Sigurlaug eignaðist ekki börn en Alda, systurdóttur hennar, var henni mjög náin. Annaðist Alda og fjölskylda hennar Laugu frænku síð- ari árin og voru henni mikill styrkur. Eiga þau bestu þakkir skildar fyrir. Sigurlaug frænka mín var stór- merkileg kona sem kaus að láta lítið fyrir sér fara. Hún ólst upp í þá tíð er fólk þurfti að leggja mikið á sig til komast áfram. Hún fylgdi ávallt sannfæringu sinni og náði settu marki. Þannig varð hún okkur yngra fólkinu hvatning og góð fyrirmynd. Þakka ég henni það af heilum hug. Blessuð sé minning Sigurlaugar frænku minnar. Sigríður Anna Guðbrandsdóttir. ✝ Álfheiður Lauf-ey Guðmunds- dóttir fæddist á Siglufirði 24. febr- úar 1922. Hún lést á Droplaugarstöðum 16. nóvember síðast- liðinn og var útför hennar gerð í kyrr- þey. Páll Árdal Guð- mundsson fæddist á Siglufirði 29. apríl 1923. Hann lést í Sví- þjóð 2. desember síð- astliðinn. Eiginkona Páls var Æsa Karls- dóttir, látin. Þau skildu. Sambýlis- kona Páls til margra ára var Maja Lisa. Börn Páls eru Otur Karl, Hulda Dúa, Æsa Guðrún og Kar- en. Foreldrar Álfheiðar og Páls voru Theódóra Pálsdóttir Árdal og Guðmundur Hafliðason hafn- arstjóri á Siglufirði. Útför Páls var gerð í Svíþjóð. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast. – Það er lífsins saga. Við kveðjum þau systkin með ljóði eftir Pál J. Árdal, móðurafa þeirra. Þuríður og Ida. ÁLFHEIÐUR LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR OG PÁLL ÁRDAL GUÐMUNDSSON AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.