Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 66
66 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Kvikmyndir.com
Tilnefning til
óskarsverðlauna1
TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE-VERÐLAUNA
M.A. SEM BESTA MYNDIN OG BESTI AUKALEIKARI
Sannkölluð kvikmyndaperla
í nda Forrest Gump. Í leikstjórn Tim Burtons.
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 ára.
Svakalegasti spennu-
tryllir ársins frá leik-
stjóra Face/Off og
Mission Impossible 2.
Sýnd kl. 6.
Stórskemmtileg gamanmynd
með Brittany Murphy
(8 Mile og Just Married)
sem fer að passa ríka litla
stelpu eftir að hún stendur
uppi peningalaus. Með hinni
frábæru Dakotu Fanning.
Yfir 85.000 gestir
4 GOLDEN GLOBEverðlaun
Tilnefningar til
óskarsverðlauna
M.a. besta mynd og besti leikstjóri
11
Sýnd kl. 4.
Sýnd kl. 3.45, 8 og 10.20.
HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.30
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 1.40, 3.45, 5.50 og 8.
Stórskemmtileg gamanmynd
með Brittany Murphy
(8 Mile og Just Married)
sem fer að passa ríka litla
stelpu eftir að hún stendur
uppi peningalaus. Með hinni
frábæru Dakotu Fanning.
Kvikmyndir.com
Tilnefning til
óskarsverðlauna1
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 12.
kl. 2, 6 og 10.
„Besta mynd ársins.“
SV MBL
Yfir 85.000 gestir
4 GOLDEN GLOBEverðlaun
TILNEFND TIL GOLDEN
GLOBE-VERÐLAUNA
M.A. SEM BESTA MYNDIN
OG BESTI AUKALEIKARI
Tilnefningar til
óskarsverðlauna
M.a. besta mynd og besti leikstjóri
11
Sýnd kl. 2. Með ísl. tali.
Sannkölluð kvikmyndaperla
í anda Forrest Gump.
Í leikstjórn Tim Burtons.
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 2.30, 5.20, 8 og 10.40.
Sýnd kl. 10.15. B.i. 10 ára.
Fado-tónlist kalla sumir portú-galskan blús, enda er þaðtónlist sem uppfull er aftrega og söknuði, tilfinn-
ingum sem erfitt er að tjá nema
með söng, saudade kalla menn það
á portúgölsku og þekkja bæði í
Portúgal og Brasilíu. Blómaskeið
fado-söngva var þriðji og fjórði ára-
tugur síðustu aldar en formið lifir.
Ekki er svo langt síðan söngkonan
mikla Amália Rodrigues lést í hárri
elli, en hún var með fremstu söng-
konum Evrópu þegar hún var upp á
sitt besta eins og heyra má á göml-
um upptökum. Nú er fundinn arf-
taki hennar, Mariza.
Mariza, sem verður þrítug á
árinu, er fædd í Mósambík en ólst
upp í Lissabon þar sem foreldrar
hennar ráku veitingahús helgað
fado-söng. Fyrir henni var fado því
ekki þjóðlegt tónlist eða gömul, hún
drakk hana einfaldlega í sig með
móðurmjólkinni og hefur alltaf sagt
að þó að hún þekki til annarrar tón-
listar sé fado meira en bara tónlist
fyrir henni.
Hún lærði að syngja hjá for-
eldrum sínum og fimm ára gömul
var hún farin að syngja fado, en fað-
ir hennar teiknaði
myndir til að hjálpa
henni að læra textana.
Sem táningur fór hún að
syngja blús, djass og
fönktónlist, en um tví-
tugt kviknaði aftur hjá
henni fado-áhuginn.
Lífið er ekki bein lína
Ég hitti Marizu í
Cannes fyrir stuttu og
spjallaði við hana um
fado. Hún er ekki bara
fræg fyrir röddina,
heldur einnig fyrir
glæsilega sviðs-
framkomu, klæðaburð
og hárið sem klippt er
snöggt, litað nánast
hvítt og greitt í öldur
með mikilli nákvæmni. Í
viðkynningu er hún öllu
óöruggari, ekki beint
kvíðin en virðist ekki
kunna við umstangið
sem er í kringum hana
og biður til að mynda
um að lækkað sé í tón-
listinni sem leikin er í
bakgrunni, ekki vegna
hávaða heldur vegna
þess að það er verið að spila plötu
með henni, „æ, mér finnst ekkert
gaman að hlusta á mig“, segir hún
afsakandi.
Á fyrstu plötu Marizu, Fado Em
Mim, sem kom út 2001, var tónlistin
nokkuð hefðbundinn fado-söngur,
þar á meðal fimm lög sem Amália
Rodrigues gerði fræg, en á nýrri
plötu henar, Fado Curvo, sem kom
út á síðasta ári, er tónlistin fjöl-
breyttari og fjörugri og bara eitt
Amáliu Rodrigues-lag í nýstárlegri
útsetningu, en heiti plötunnar vísar
einmitt til þess að ekki sé verið að
fara troðna slóð. Curvo þýðir bogið
eða hlykkjótt og hún skýrir nafnið
svo: „Fyrir mér er lífið ekki bein
lína og ekki heldur ástríðan eða tón-
listin.“
Sorgarsöngvar og gleði
„Fado er sorgarsöngvar,“ segir
Mariza, „en líka söngvar gleði og
það var talsvert um að fado væri
sungið fyrir dansi,“ segir hún spurð
um tregann sem gegnsýrir fado-
sönginn. Hún er ekki alveg sátt við
greiningu mína á uppruna fado-
söngs, segir menn gleyma því að
fado var verkamannatónlist þó að
það hafi verið miðstéttar- og
menntamenn sem hljóðrituðu mest.
„Ég er að skifa bók um sögu fado og
hef verið að því í nokkurn tíma,
klára hana þegar ég fæ frið frá því
að syngja fado,“ segir hún og kímir.
Líkt og vill verða hvarf fado-
söngur nánast þegar einræð-
isstjórninni var steypt 1974, unga
fólkið vildi ekki vera portúgalskt, að
vildi vera evrópskt og innbyrti evr-
ópskt popp sem mest það mátti.
Mariza segir að á síðustu árum hafi
fado aukist fylgi að nýju, ekki síst
fyrir atbeina Marizu segi ég en hún
gerir lítið úr því. Hún getur þó ekki
neitað því að fyrsta skífa hennar var
fyrsta fado-platan sem komst inn á
portúgalska vinsældalista í áratugi
og náði tvölfaldri platínusölu í
Portúgal, er reyndar á listanum enn
með nýju plötunni.
Mariza vakti fyrst at-
hygli í Portúgal þegar
hún söng í sjónvarps-
þætti helguðum Amáliu
Rodrigues 1999. Margir
hafa og orðið til að líkja
henni við Amáliu og
kalla hana arftaka söng-
konnuar miklu en hún
brosir bara þegar það er
nefnt. „Ég ætla ekki að
syngja úr gröf Amáliu,
ég er bara að syngja
mína tónlist,“ segir hún
en bætir svo við af meiri
alvöru: „Líkt og önnur
tónlistarform þarf fado
að breytast, að þróast,
ef það á að halda velli.
Ég vil ekki syngja tón-
listarform sem er dautt,
ekki syngja á safni,
heldur vil ég að tónlistin
fái að þróast án þess þó
að missa sjónar á upp-
runa sínum.“
Síðar um kvöldið hef-
ur Mariza síðan tónleika
á Midem-tónlistar-
kaupstefnunni. Á undan
henni hafa þrjár söng-
konur slakar sungið, afrískan bræð-
ing, svefnpilludjass og tilbrigði við
rokkað soul. Mariza er síðust og
áheyrendur þreyttir, búnir að
standa í á fjórða tíma og þegar
hjómsveit hennar byrjar að spila
eins konar inngang að tónleikum
hennar taka gestir ekki við sér,
skvaldur í salnum og fólk á rölti.
Þegar hún byrjar að syngja aftur á
móti þagna allir og staðnæmast,
heillaðir og dolfallnir, og fyrir aftan
mig segir maður stundarhátt við fé-
laga sinn: „my goodness …“
Svo er það alla tónleikana, Mar-
iza heillar áheyrendur gersamlega
og stjórnar þeim og hljómsveitinni
eins og drottning á sviðinu, ákveðin
en hlý, segir sögur, útskýrir tónlist-
ina, kennir fólki fado. Röddin er þó
það sem dáleiðir, sterk og tilfinn-
ingarík, ótrúlega tilfinningarík og
þarf ekki að skilja textana til að
nema tilfinninguna. Tvímælalaust
ein af mestu söngkonum Evrópu nú
um stundir.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Drottning
fado-söngvanna
Portúgalska söngkonan Mariza er ekki bara
drottning fado-söngvanna, hún er ein af mestu
söngkonum Evrópu nú um stundir.