Morgunblaðið - 01.02.2004, Page 34
LISTIR
34 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þorgerður Katrín Gunn-arsdóttir mennta-málaráðherra opnaði áföstudag sýninguna Berl-
in North í nútímalistasafninu
Hamburger Bahnhof í Berlín. Að
sögn Auðar Eddu Jökulsdóttur,
sendiráðunauts í íslenska sendi-
ráðinu í Berlín, er Berlin North
stærsta samnorræna samtíma-
listasýning sem haldin hefur verið
í Berlín.
„Á sýningunni má sjá um 26
verk sem rúmlega 40 norrænir
listamenn koma að. Allir eiga lista-
mennirnir það sammerkt að tengj-
ast Berlín með einum eða öðrum
hætti, hafa ýmist verið þar í skóla,
búa þar og starfa eða heimsækja
borgina með reglulegu millibili og
setja þannig svip sinn á listalíf
hennar. Þannig má segja að sýn-
ingin sé nokkurs konar „óður“
listamannanna til borgarinnar,“
segir Auður Edda.
Sýningarstjóri er Dr. Gabriele
Knapstein og stendur sýningin
fram til 12. apríl nk. Frá Íslandi
var boðið til þátttöku þremur að-
ilum, þau eru Ósk Vilhjálmsdóttir,
Egill Sæbjörnsson og Gjörn-
ingaklúbburinn/ The Icelandic
Love Corporation sem skipaður er
Eirúnu Sigurðardóttur, Jóní Jóns-
dóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur.
Gestaþátttakandi í opnunargjörn-
ingi hópsins er Ragnar Kjart-
ansson. Agli Sæbjörnssyni var svo
boðið að taka með sér unga ís-
lenska listamenn sem eru þau Sig-
urður Guðjónsson, Ásdís Sif Gunn-
arsdóttir, Elín Hansdóttir og Sara
Riel. Að sögn Auðar Eddu hafa
sendiráð Norðurlandanna í Berlín
verið í samstarfi við aðstandendur
Hamburger Bahnhof við fram-
kvæmdirnar á sýningunni síðustu
þrjú árin. Í okkar sendiráði segist
hún nýtekin við verkefninu úr
hendi Elínar Flygenring sendifull-
trúa.
„Það þurfa auðvitað margir að
koma að undirbúningi og fjáröflun
svona stórrar sýningar til að gera
þetta kleift. Á Norðurlöndunum
hafa ýmist utanríkis- eða mennta-
málaráðuneytin lagt sýningunni
lið, í tilfelli Íslands veitir mennta-
málaráðuneytið veglegan styrk til
verkefnisins. Auk þessa hafa t.d.
Norræna ráðherranefndin, Nor-
ræni menningarsjóðurinn og
margir aðrir sjóðir, þýskir og nor-
rænir, styrkt sýninguna.“
Aðspurð um Hamburger Bahn-
hof-safnið segir Auður Edda það
einstaklega glæsilegt og sérstakt.
„Safnið er staðsett á mörkum aust-
urs og vesturs, steinsnar frá múrn-
um. Það var upphaflega byggt sem
lestarstöð árið 1846 en varð síðan
um tíma upp úr 1900 að samgöngu-
safni. Eftir síðari heimsstyrjöldina
komst það aldrei í gagnið á ný
vegna fjárskorts. Eftir samein-
inguna var því fundið nýtt hlut-
verk og tekið í notkun sem nútíma-
listasafn árið 1997. Safnið er án efa
eitt glæsilegasta samtímalistasafn
Þýskalands og á mjög verðmæt
listaverk, sem dæmi má nefna að
auðjöfurinn Ernst Max gaf safninu
einkasafn sitt þar sem er að finna
verk heimsfrægra listamanna eins
og t.d. Dieter Roth og Joseph
Beuys.
Safn sem eftir er
tekið í listheiminum
Við opnunina var Gjörninga-
klúbburinn, í samstarfi við Ragnar
Kjartansson, með opnunargjörn-
ing. „Í stuttu máli má segja að
gjörningurinn gangi út á að reyna
að ná sambandi við fortíðina og at-
huga hvort hún geti ef til vill kom-
ið okkur að einhverju gagni í nú-
tíðinni. Við förum t.d. í andaglas
og fremjum mjög áhættusöm at-
riði, bæði andlega og líkamlega,“
sagði Eirún Sigurðardóttir þegar
hún var beðin að lýsa gjörn-
ingnum. „Það má í raun túlka
gjörninginn á marga vegu þar sem
hann er hlaðinn alls kyns symból-
isma.“
Auk opnunargjörningsins verður
Gjörningaklúbburinn með teikni-
myndina Sympathy og nýja inn-
setningu. „Innsetningin er samsett
úr þremur verkum sem við vorum
líka með á sýningu okkar í Ný-
listasafninu sl. haust. Þetta eru
verk sem hafa verið að þróast,
enda breytast verk alltaf milli sýn-
inga og lifa þannig nánast sjálf-
stæðu lífi.“ Aðspurð hvernig þátt-
takan leggist í hópinn segir Eirún
að þeim lítist mjög vel á að sýna í
Hamburger Bahnhof þar sem
þetta sé safn sem tekið er eftir í
listaheiminum.
Egill Sæbjörnsson hefur í sam-
vinnu við Sigurð Guðjónsson, Ás-
dísi Sif Gunnarsdóttur, Elínu
Hansdóttur og Söru Riel, unnið
innsetningu sem nefnist Brjálrl.
„Þegar Gabriele Knapstein sýning-
arstjóri leitaði til mín og bauð mér
að taka þátt í sýningunni spurði
hún mig hvort ég hefði áhuga á að
setja saman hóp listamanna sem
Berlínarborg suðupottur lista
Sýningin Berlin North
var opnuð í samtíma-
listasafninu Hamburger
Bahnhof á föstudag
og er þetta stærsta
samnorræna samtíma-
listasýningin sem
haldin hefur verið í
Berlínarborg.
Verk á sýningunni í samtímalistasafninu Hamburger Bahnhof.
Ljósmynd/Ingólfur Guðmundsson
Berlin North mun vera stærsta samnorræna samtímalistasýning sem hald-
in hefur verið í Berlín. Þar má sjá um 26 verk eftir rúmlega 40 listamenn.
Skírnir, hausthefti 2003, er nýlega
kominn út í ritstjórn Svavars Hrafns
Svavarssonar og Sveins Yngva Eg-
ilssonar. Í ritinu
er efni af ýmsum
toga, allt frá rit-
gerðum um
fræðileg efni til
ljóða og umfjöll-
unar um mynd-
list. Flestar grein-
ar þessa heftis
fjalla á einn eða
annan hátt um
stöðugar tilraunir mannsins til að
finna eða skapa samhengi á milli
fortíðar og samtíðar. Jón Ma. Ás-
geirsson skrifar um Lúkasarguð-
spjall, hvernig höfundurinn ljær efni
sínu sögulegt samhengi, en Sig-
urjón Árni Eyjólfsson færist í fang
að lýsa langvinnri leit manna að hin-
um sögulega Jesú. Þriðji guðfræð-
ingurinn, Sólveig Anna Bóasdóttir,
skrifar um kristna siðfræði hjóna-
bandsins og ofbeldi gegn konum.
Vilhjálmur Árnason fjallar um sið-
fræði og rökgreiningu. Grein Ró-
berts H. Haraldssonar nefnist End-
urreisn mikillætis og
stórmennskan. Árni Bergmann
fjallar um stöðu rússneskra bók-
mennta. Einar Már Jónsson ræðir
skilgreiningu Ernests Renan á þjóð-
erninu og gagnrýnir m.a. notkun ís-
lenskra fræðimanna á henni. Annar
sagnfræðingur, Loftur Guttormsson,
svarar gagnrýni Sigurðar Gylfa
Magnússonar á söguritun sína.
Myndlistarmaður Skírnis, Auður
Ólafsdóttir listfræðingur, skrifar um
verk Ólafar Nordal. Álfrún Gunn-
laugsdóttir ræðir um doktorsrit
Birnu Bjarnadóttur, Holdið hemur
andann, en Dagný Kristjánsdóttir
fjallar um lesbískar bókmenntir.
Skáld Skírnis er Klopstock sem lést
fyrir réttum tveimur öldum. Hannes
Pétursson fylgir ljóðaþýðingu sinni
úr hlaði með formálsorðum.
Útgefandi er Hið íslenska bók-
menntafélag. Skírnir er 525 síður.
Rit