Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 49
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 49 EIÐISTORG, 6. HÆÐ Í LYFTUHÚSI - EINSTAKT ÚTSÝNI Opin og björt 147 fm íbúð með tvennum svölum og stæði í bílageymslu. Íbúðin skipt- ist í hol, tvö svefnherbergi, stofu, borðstofu, sjónvarpsherbergi (sem hægt er að breyta í svefnherbergi), eldhús og baðh. Einstakt út- sýni er úr íbúðinni yfir Faxaflóasvæðið og suður yfir allt frá Bessastöðum til Garð- skaga. Hús er nýlega viðgert og málað og sameign hefur verið endurnýjuð, skipt um teppi og málað. V. 24,8 m. 3871 KVISTHAGI - MEÐ BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu glæsilega 100 fm neðri hæð í 4-býlishúsi. 31 fm bílskúr fylgir. Íbúðin hefur öll verið standsett. Parket og flísar á gólfum. 3880 EFSTALEITI - BREIÐABLIK Glæsileg íbúð á 2. hæð í þessu vinsæla fjöl- býlishúsi. Íbúðin, sem er 4ra herb., er um 145 fm auk bílastæðis í bílageymslu. Glæsi- leg stofa, borðstofa, bókastofa og sólstofa. Vandaðar innréttingar. Sérþvottahús er í íbúðinni. Glæsilegt útsýni. Mikil sameign m.a. sundlaug og heitir pottar. V. 29 m. 3809 HRAUNTEIGUR- GLÆSILEG ÍBÚÐ Mjög falleg og mikið endurnýjuð ca 70 fm íbúð á 2. hæð í 6-býli á rólegum og góðum stað. Íbúðin skiptist í hol, stofu, eldhús, svefn- herbergi og baðherbergi. Í kjallara er sér- geymsla með hillum og sameiginlegt þvotta- hús. Íbúðin hefur verið endurnýjuð nánast frá grunni, m.a. gluggar og gler, gólfefni, innrétt- ingar, rafmagn, lagnir og baðherbergi. Veggja- klæðningar, skápar, listar, gereft o.fl. er sér- smíðað og sérsniðið að þessari íbúð, á mjög vandaðan og glæsilegan hátt. Suðvestursvalir. V. 12,9 m. 3872 URRIÐAKVÍSL - GLÆSILEGT Stórglæsilegt um 294 fm einbýlishús í fallegri lokaðri götu. Húsið stendur á hornlóð sem er gróin og mjög falleg m. stórum pöllum og skjólveggjum. Frábært útsýni. Á neðri hæð- inni eru m.a. stórar stofur m. arni, eldhús, herb., þvh., snyrting o.fl. Á efri hæðinni er stórt alrými, 3 mjög stór herb. og bað. Í kj. er um 40 fm tómstundaherb. V. 35 m. 3712 VESTURGATA - GLÆSILEGT EINBÝLI Eitt elsta steinhús í Reykjavík sem hefur ver- ið endurnýjað frá grunni. Eignin skiptist m.a. í hol, stofu, eldhús, sjónvarpsherbergi, her- bergi, snyrtingu, baðherbergi, þvottahús, fataherbergi og vinnuaðstöðu. Nýtt gler, nýtt rafmagn, lagnir, skólp, einangrun o.fl. en segja má að húsið sé nánast nýtt. Timbur- pallur í garði. Tvö upphituð bílastæði á lóð. Byggingarréttur fyrir öðru, u.þ.b. 240 fm húsi á lóð. Eign í sérflokki fyrir þá sem vilja eiga lítið einbýli í vesturbænum. V. 21 m. 3868 BARMAHLÍÐ - STANDSETT 2ja herb. mikið endurnýjuð íbúð í lítið niður- gröfnum kjallara. Nýtt bað, eldhús, gólfefni, skápar, gluggar og gler o.fl. Mjög góð íbúð. 3801 FLÉTTURIMI Falleg u.þ.b. 95 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð sem skiptist í hol, stofu, 2 svefnherb., geymslu/þvottah. í íb., eldhús og bað. Stæði í bílageymslu fylgir en innang. er í bílag. úr sameign. Sérgeymsla í kjallara. Mjög falleg og vel skipulögð íbúð. 3875 MELÁS - ALLT SÉR Góð 111 fm neðri sérhæð (jarðhæð) með innbyggðum bílskúr og fallegu útsýni. Allt sér. Íbúðin skiptist í stofu, 3 svefnherbergi (eitt lítið), eldhús, baðherbergi og bílskúr sem er notaður sem þvottahús og geymsla (getur verið svefnherbergi). Opið er út á stóra suðurverönd úr stofu. V. 15,2 m. 3873 GVENDARGEISLI Falleg, ný 4ra herbergja íbúð á 3. hæð með sérinngangi í litlu fjölbýlishúsi ásamt stæði í bílageymslu. Eignin skiptist m.a. í stofu, þrjú herbergi og baðherbergi. Geymsla og þvottahús í íbúð. Innréttingar eru mahóní. Íbúðin er án gólfefna. V. 18,5 m. 3865 HRAUNBÆR - STANDSETT Vorum að fá í sölu mjög góða 95 fm 4ra herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi sem hefur nýlega verið standsett. Íbúðin skiptist m.a. í stóra stofu og þrjú herbergi. Parket og flísar á gólfum. Endurnýjað eldhús. V. 13,4 m. 3857 SÁ grunur hefur læðst að mér að forsætisráðherrann og vinir hans séu komnir í harða sam- keppni við Spaugstofuna. Grínið miði að því að kanna þanþol þjóð- arinnar og hversu langt megi leiða sauðtrygga fylgismenn með að segja eitt en gera svo bara allt annað: – Þjóðin tók undir með forsætis- ráðherranum þegar hann brást við kaup- réttarsamningum for- stjóra Kaupþings sem hefði fært þeim hundruð milljóna króna kaupauka. Fólk horfði síðan dolfallið á Alþingi samþykkja hundruð milljóna króna kaupauka fyrir hann sjálfan strax á eftir með stjórnarand- stöðuna sem viðhlæj- endur þó að sumir væru í þykjustunni á móti. Formenn stjórnarand- stöðuflokkanna fengu 50% launa- hækkun í þóknun fyrir að sam- þykkja sérsniðinn kaupaukasamning forsætisráð- herrans og hlógu dátt en gættu þess að skella ekki upp úr framan í þá sem skildu ekki gamanið í sjálf- töku þeirra og mannsins úr vasa þjóðarinnar. Það væri mikið grín öllu hugsandi fólki ef þjóðin lætur alþingismennina komast upp með þetta. – Spaugið verður þó ennþá skemmtilegra ef hugsað er til lang- stærsta kaupréttarsamnings Ís- landssögunnar, sem ekki virðist hafa truflað forsætisráðherrann. Þarna er átt við kaupréttarsamn- ing Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem fékk að kaupa 2 milljóna stofnhluti í deCODE fyrir 2000 $ eða sem svarar 140.000 krónum á núverandi gengi. Sniðugt fyrir Kára að borga aðeins 7 aura (0.001$) fyrir hvert bréf og snjallt þegar ríkisbank- arnir greiddu sautjánfalt nafnverð (17 $) fyrir bréfin út á loftkennda og glannalega viðskiptahugmynd. Þetta var 17 þúsundfalt verðið sem Kári borgaði. Skopskyn ríkisbank- anna dugði til að kaupa bréf í de- CODE fyrir 7 milljarða króna. Hver er skýringin á því að Bún- aðarbankinn, Landsbankinn og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins urðu svona kaupglaðir í þessu fyr- irtæki sem hafði ekki einu sinni verið skráð á markaðinn? Tóku þeir þetta upp hjá sjálfum sér? – Og skemmtilegt var þegar landsfaðirinn lék hlutverk í Perl- unni á deCODE-sýningu, sem virt- ist gerð til að fá almenning til þess að trúa því að mesta fjármála- ævintýri allra alda væri að renna upp með starfsemi deCODE og bréfin fóru í 65 $ (4.550 kr.), sem er 65 þúsundfalt hærra verð en Kári greiddi. Ef Kári hefði selt all- an þennan hlut sinn á milliverði t.d. 40 $ hefði hann fengið sem samsvarar 5.600.000.000 krónur fyrir 140.000 króna kaup- réttasamninginn, fjórar milljónir króna fyrir hvern 100 kall, – fjöru- tíu milljónir króna fyrir þúsund kallinn!. – Kári hefur viðurkennt að hafa selt nokkur hundruð þúsund bréf á þessum tíma en seldi síðast fyrir stuttu 100 þúsund bréf. Hann á engu að síður núna á fjórðu milljón bréfa í deCODE (hann hefur gert fleiri kaupréttarsamninga) og hef- ur hagnast um milljarða króna, sennilega mikið af sparifé lands- manna og af ógæfu fjölda Íslend- inga sem sumir misstu allt sitt. Forsætisráðherrann sá til þess að Kári og allir áhættufjárfestarnir í deCODE skemmtu sér vel. Þeir gengu af vettvangi með feiknaleg- an gróða þrátt fyrir stórkostlegan taprekstur fyrirtæksins alla tíð og er drepfyndið ef maður hefur svo- leiðis húmor. Þarna átti málshátt- urinn eins dauði er annars brauð kannski svo sjúklega skemmtilega við. Hlutur forsætisráðherrans í deCODE ævintýrinu er svo ótrú- lega fyndinn að þjóðin öll fær að skellihlæja þegar brandarinn verð- ur allur sagður. Hjá Kaupþingi var ekki svona gaman enda bara verið að skipta húmorslausum ofsagróða. – Rosalega var hann líka fyndinn fundur forsætisráðherrans í Lond- on með formanni einkavæðing- arnefndar. Formaðurinn, sem hafði setið í heilan áratug, sagðist ekki hafa boðið forsætis- ráðherranum 300 milljóna króna mútur fyrir hönd Baugs. Hann sagðist hafa sagt forsætisráðherra að altalað væri að hann hefði þegið mút- ur hjá deCODE; það væri fyrirmyndin, sem Baugsfeðgar áttu að hafa. Forsætisráð- herrann sagðist hins- vegar hafa fengið boð um mútur frá Baugi. Hvorki forysta Fram- sóknarflokkssins né Sjálfstæð- isflokksins hafa hins vegar svarað spurningum um greiðslur frá de- CODE nema því að þeir hafi ekki fengið greiðslur í kosningasjóði flokkanna. Hvað með aðra sjóði flokkanna eða aðila tengda þeim? – Fyndni forsætisráðherrans er lyginni líkust. Hann kallar þá götu- stráka sem honum finnast leið- inlegir og kastar drullukökum í þá og fyrirtæki þeirra að hætti götu- stráks. Hann segir ekki unnt að vitna í tveggja manna tal en gerir það svo sjálfur vegna þess að þó að þeir hafi verið tveir hafi þeir samt verið þrír en sá þriðji hafi bara ekki verið til staðar þegar mút- urnar voru boðnar. Eða þannig! – Hann og vinur hans gerðu handrit að kvikmynd þar sem var- að er við eftirlitsáráttu hins op- inbera á sama tíma og hann boðar að nú eigi einmitt að herða þetta sama eftirlit hjá sumum. Athuga þanþolið! – Í sama kvikmyndahandriti grínaranna kemur við sögu ólög- legur gagnagrunnur sem kerf- isófreskjan hefur komið sér upp um hagi fólks. Forsætisráðherrann sjálfur fékk léttlynda alþingismenn til að samþykkja einmitt sams kon- ar gagnagrunn (á heilbrigðissviði) í andstöðu við m.a. stjórnarskrána, sjúkralög, mannréttindasáttmála og Helsinki sáttmálann, alþjóða- samþykkt lækna um grundvallar- siðgæði í rannsóknarstarfi. – Hann fordæmir meinta mis- notkun andstæðinga á fjölmiðlum á sama tíma og þjóðin horfir upp á vini hans hreiðra um sig í sjón- varpi allra landsmanna með enda- lausa athygli og ausa að auki tug- um milljónum króna úr sjóðunum þar, m.a. fyrir afar slaka sjón- varpskvikmynd og hlálegan kynn- ingarþátt (auglýsingu) um al- ræmda bók. Kvikmyndasjóður var látinn styrkja kynningarþáttinn (auglýsinguna) sem heimildarmynd og sjónvarpið borgaði svo fyrir að birta auglýsinguna í stað þess að fá auglýsinguna greidda. Allir gátu hlegið að því. – Þegar forstöðumaður kvik- myndasjóðs neitaði vini hans um styrk úr kvikmyndasjóði til þess að gera mynd eftir sögu hans höfðu menn í flimtingu að nú yrði for- stöðumaðurinn látinn fjúka eins og þjóðhagstofustjórinn á undan hon- um fyrir óþekktina. Áður hafði hann hótað fyrrum útvarpsstjóra með frægu bréfi fyrir að vera ekki skemmtilegur við einkavininn. Og forstöðumaður kvikmyndasjóðs fauk eins og útvarpsstjórinn áður. Nema hvað? – Auðvitað fékkst svo ekki að- eins styrkur úr kvikmyndasjóði heldur var hann hærri en veittur hefur verið fyrir sjónvarpsmynd, – 22 milljónir króna. Sjónvarp allra landsmanna greiddi svo 10 millj- ónir króna fyrir að sýna þessa grínaktugu mynd sem fagmenn segja að kosti mest 10–15 milljónir króna að gera (venjulega eru greiddar 2–3 milljónir fyrir að sýna íslenskar myndir) og nánast engin nema klíkan nennti að sjá í bíó. Auk þess fékk styrkjahöfðinginn (einkavinurinn) tugi milljóna króna til viðbótar til myndarinnar – bara svona til gamans. Athygli vakti þegar hann fékk nýlega 10 milljóna króna styrk frá umhverfisráðu- neytinu og þótti sérkennilegur rausnaskapur ráðherrans. – Forsætisráðherrann talar fjálglega um gildi frelsis fyrir alla en ekki fáa útvalda. Þegar hæsti- réttur kvað upp þann dóm að fisk- veiðistjórnunin stríddi gegn jafn- ræðis- og atvinnufrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar skildi hann strax grínið og lét málaliða sína snúa út úr dómnum og gerðist þar með gerandi og verjandi mesta óréttlætis, eignatilfærslu og frels- isskerðingar a.m.k. í nútímasögu Íslands ef ekki frá upphafi – allt til að skemmta nokkrum vinum. Við gátum öll skellihlegið þegar hann sagði dóminn hefði verið aðeins um 5. grein laganna af því að dóm- ararnir hefðu aðeins verið 5. Ef dómararnir hefðu verið 7 hefði dómurinn einnig tekið til 7. greinar laganna sem fjallar um útdeilingu kvótans. Margir virtir lögmenn og um 70% allra prófessora Háskóla Íslands töldu ástæðu til að lýsa op- inberlega yfir sérstakri aðdáun sinni á skrýtlu mannsins auk fjölda annarra mætra manna! Vinur hans í hinum brandaraflokknum sagði líka góðar skrýtlur um stjórn- arskrána og mannréttindi við þetta tækifæri. – Skopskyn forsætisráðherrans fær hvergi að njóta sín jafn vel og í umræðunni um lénsgreifaveldið í sjávarútvegi (og raunar landbúnaði einnig) þar sem frjálsri samkeppni hefur verið úthýst um leið og flokkur hans segist einmitt hafa frjálsa samkeppni að leiðarljósi. Hann segir lénsgreifaveldið vera gert fyrir landbyggðina vegna þess að það hefur valdið hruni hennar. Hann segir kvótakerfið byggja upp fiskstofnana vegna þess að þeir hafa hrunið eftir að kerfið var inn- leitt. Hann segir kerfið svo hag- kvæmt vegna að það hefur valdið stórkostlegri skuldasöfnun hjá út- gerðinni og olíueyðslan á hverja aflaeiningu hefur meira en tvöfald- ast og nú þarf fleiri hestöfl í fleiri brúttólestir til að ná í minni botn- fiskafla! Fiskarnir hafa fögur hljóð! – Svo hlægilegur finnst honum eignarrétturinn að þegar erfingjar skáldsins á Gljúfrasteini stöðvuðu notkun annars einkavinar á bréfa- safni skáldsins vegna efasemda um fræðimennsku og heiðarleika einkavinarins lét hann samstundis afþakka þjónustu dóttur skáldsins við að gæta Gljúfrasteins. Í hennar stað var ráðinn eiginkona annars einkavinar á grundvelli notaleg- og skemmtilegheita. – Svo heitt elskar hann mál- frelsið að hann lét reka ritara Kristnihátíðarnefndar vegna rit- starfa í frítíma, sem féllu í kramið hjá lesendum Lesbókar Mbl. enda þeir með skrýtinn húmor. – Til þess að undirstrika spaugið í yfirlýsingunum um nauðsyn einkavæðingar hefur hann látið ráðast í langstærstu ríkisfram- kvæmd allra tíma austur við Kára- hnjúka. Það verður sko enginn fimmaura brandari fyrir þjóðina þá yfir lýkur. Maðurinn hefur lengi staðið vaktina með félögum sínum að skemmta okkur – þjóðin búið við mikið grín og mikið gaman. Spaug- ið og þjóðin eru þó farin að þreyt- ast. Er ekki ráð að losa spaug- arann og fylgistrúða hans senn af vaktinni? Mikið grín – mikið gaman Eftir Valdimar Jóhannesson ’Er ekki ráð að losaspaugarann og fylgis- trúða hans senn af vakt- inni?‘ Valdimar Jóhannesson Höfundur er leigusali og seljandi fast- eigna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.