Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.02.2004, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Guðjón var að mestu at-vinnulaus í um það bileitt ár, eftir að hannmissti knattspyrnu-stjórastarfið hjá Stoke City vorið 2002, og greip því tækifærið fegins hendi þegar hon- um stóð til boða sama starf hjá Barnsley síðastliðið sumar. Félagið var nálægt því að falla niður í 3. deild um vorið, en Guðjón hefur náð að rétta skútuna við og nú – rúmum sex mánuðum eftir að hann tók við stjórninni – er Barnsley í toppbaráttu 2. deildar og virðist eiga möguleika á að komast í úr- slitakeppni um sæti í 1. deild næsta vetur. Það er geysilega mikið að gera hjá Skagamanninum, en starfið er jafnframt afar skemmtilegt, segir hann. Farsíminn og bíllinn leika mik- ilvæg hlutverk í lífi Guðjóns þessa dagana, rétt eins og boltinn. Á meðan Morgunblaðið staldraði við var hann mikið í símanum – mest umboðsmenn leikmanna á hinum enda línunnar – og hann hefur ekið rúmlega 20.000 kílómetra síðustu þrjá mánuði! Guðjón býr enn í bænum Stone, steinsnar frá Stoke, ásamt eigin- konunni Hrönn og tveimur sonum þeirra, Atla 15 ára og Tjörva, sem er 13. Flesta daga ekur hann á milli heimilis og vinnu, er um það bil eina og hálfa klukkustund norður eftir til Barnsley, sem er skammt norðan við Manchester, en gistir reyndar stundum á hóteli í Barnsl- ey þegar horfa þarf á leik að kvöldi og stjórna æfingu strax að morgni. Samningar 17 leikmanna Barnsl- ey renna út í vor og stjórinn hyggst gera talsverðar breytingar á hópn- um. Hefur í vetur fylgst með fjölda leikmanna í leikjum 2. deildar, og með varaliðum úrvals- og 1. deild- arfélaga. „Ég er byggja upp gagna- grunn með þessu og það skiptir líka miklu máli að komast í kynni við aðra knattspyrnustjóra. Suma þekkti ég frá því ég var með lands- liðið en hef kynnst mörgum nýjum. Svo þekkja þeir aðra sem ég kemst þannig í tengsl við. Ef mig vantar upplýsingar er gott að geta hringt í þá. Og menn eru heiðarlegir; þótt við keppum grimmt er góður andi meðal þeirra sem starfa innan fót- boltaheimsins. Alex Ferguson, stjóri Manchest- er United, hefur til dæmis mikið að gera en hann er samt einn þeirra sem svara alltaf skilaboðum. Gefur sér tíma til að hringja ef maður þarf að ná í hann. Og Ferguson veit allt um leikmannamarkaðinn hér. Allt!“ Barnsley var í miklum fjárhags- vandræðum síðasta árið og var í greiðslustöðvun allt þar til 12. des- ember, þannig að fram að þeim tíma voru hendur stjórnenda fé- lagsins verulega bundnar; það gat t.d. ekki keypt nýja leikmenn. Fékk reyndar eina fimm að láni og nokkrir fóru, en annars hefur Guð- jón notað sama mannskap og var með liðinu á síðustu leiktíð. Nýt fulls trausts Eigendaskipti urðu á Barnsley í byrjun síðasta sumars og var Guð- jón þá ráðinn knattspyrnustjóri – Manager, eins og það er kallað í Englandi. Félagið var síðan aftur selt í byrjun september, þá eignaðist það Peter nokkur Ridsdale, sem áður var stjórnarformaður nágrannal- iðsins Leeds United, en auðmaður í Barnsleyborg eignaðist hins vegar svæði félagsins og mannvirki þess. Ridsdale er núverandi stjórnarfor- maður. Með honum starfar náið David Walker, fyrrverandi íþrótta- fréttamaður, sem einnig var með Ridsdale hjá Leeds. „Ridsdale er bæði hataður og dáður í Englandi, en ég hef ekkert nema gott að segja af samstarfinu við hann,“ sagði Guðjón við Morg- unblaðið. „Það kom mér reyndar á óvart að ég skyldi halda starfinu eftir að hann eignaðist félagið en staðan var þó þannig að það hefði verið glórulaust að láta mig fara. Hér voru miklar sögusagnir í gangi um að ég yrði látinn fara eftir að Ridsdale og hans menn tækju við en ég var fullvissaður um það strax að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Þeir sögðust hafa fylgst með liðinu og væru ánægðir með hvernig ég hefði „tekið til“ og hvað hefði breyst, og þegar þeir gætu farið að starfa af alvöru ætti ég að setja fram óskir um ferðatilhögun, aðbúnað, aðstöðu, leikmannamál og ýmislegt fleira. Það var alveg ný reynsla fyrir mig og annað vinnu- umhverfi en ég var vanur hjá Stoke. Ég er því afslappaður í starfi; mér líður vel, og það er mik- ilvægt. Munurinn hér og í Stoke er sá að hér er ekki efast um það sem ég hef fram að færa. Ég nýt fulls trausts.“ Ég spyr hvort sú hafi ekki verið raunin í Stoke. „Nei, ég fann fljótlega fyrir því að svo var ekki. Þeim, sem þekkja til þeirra manna sem ég vann með Afslappaður í starfi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Guðjón Þórðarson tók í sumar við stjórn Barnsley sem leikur í ensku 2. deildinni í knattspyrnu. Skapti Hallgrímsson heimsótti Guðjón á Oakwell- leikvanginn og fylgdist með liðinu í einum leik – 1:1 jafntefli gegn Colchester á útivelli – og komst að því að íslenski knattspyrnustjórinn skemmtir sér vel í vinnunni um þessar mundir. Guðjón Þórðarson ræðir við blaða- og fréttamenn eftir 1-1 jafnteflið við Colchester á útivelli laugardaginn 10. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.