Morgunblaðið - 03.02.2004, Síða 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Látið þið nú sjá að þið kunnið almenna borðsiði, hákarlarnir ykkar.
Réttur barna til öryggis á Netinu
Stilla þarf sam-
an strengina
Réttur barna til ör-yggis á Netinu eryfirskrift ráð-
stefnu sem haldin verður í
Borgarleikhúsinu nk.
föstudag. Það eru for-
eldrasamtökin Heimili og
skóli sem standa að ráð-
stefnunni, en í forsvari
fyrir hana er Sigurþór
Gunnlaugsson. Morgun-
blaðið ræddi við Sigurþór
á dögunum.
– Hver er tilurð þessar-
ar ráðstefnu?
„Tilurðin er sú að verk-
efninu SAFT er að ljúka
núna í apríl. SAFT stend-
ur fyrir Safety, Aware-
ness, Facts and Tools og
er verkefni sem Evrópu-
sambandið stendur fyrir
og miðar að því að koma á
öruggri netnotkun barna. Alls
hafa fimm lönd í Evrópu verið
þátttakendur í SAFT-verkefninu,
Ísland, Noregur, Svíþjóð, Dan-
mörk og Írland.“
– Og hver er tilgangurinn með
ráðstefnunni?
„Tilgangur hennar er að kynna
stöðuna í þessum málum í dag og
koma af stað umræðu um mál-
efnið. Varpa fram spurningunni
hvernig viljum við hafa þessi mál
á Íslandi?“
– Hvað mun vega þungt á ráð-
stefnunni?
„Það, að við höfum fengið upp á
yfirborðið hvað er að gerast hjá
börnunum á Netinu. Ég get nefnt
að við munum leggja nokkuð út af
tveimur könnunum sem við létum
gera fyrir okkur í tilefni af verk-
efninu. Í öðru tilvikinu voru for-
eldrar spurðir hvað þeir teldu að
börn sín væru að gera á Netinu
og í hinni könnuninni eru börnin
sjálf spurð hvað þau séu að gera á
Netinu. Þarna fengust athyglis-
verðar niðurstöður sem verið er
að vinna úr og er stefnt að því að í
haust verði grunnskólunum af-
hent kennsluefni byggt á þessum
könnunum.“
– Reyndist vera mikill munur á
því sem foreldrar álitu og börnin
sögðu?
„Já, það var ansi mikill munur
þar á og ein helsta niðurstaðan
eftir þessa athugun er einmitt sú
að það er svo sannarlega grund-
völlur fyrir því að opna umræður.
Krakkar eiga helmingi fleiri
tölvupóstföng en foreldrar gerðu
sér grein fyrir, þeir skoða það
sem við getum kallað óviðeigandi
efni mun oftar en foreldrar hafa
gert sér grein fyrir og það hefur
farið vaxandi að krakkar hitti
ókunnuga eftir samtöl á Netinu,
svo dæmi séu tekin.“
– Er ekki hætta á að börn leyni
foreldra upplýsingum?
„Það virðist ekki vera vanda-
mál. Athugunin bendir til þess að
börnin séu tilbúin að sýna for-
eldrum sínum hvað þau eru klár
og ennfremur kemur fram að þau
óska þess að fá meiri leiðsögn
varðandi Netið frá foreldrum sín-
um en þau fá nú þegar. Það virð-
ist því ljóst að það að
tala við börnin er full-
komlega raunhæf
staða.“
– Hvað erum við að
tala um gömlu börn?
„Könnunin náði til 9
til 16 ára, en rannsóknir sýna
okkur að börn eru í flestum til-
vikum að byrja að skoða sig um á
Netinu 8–9 ára gömul, en dæmi
eru um það hér á landi að allt nið-
ur í 5 ára börn eru að fikra sig þar
áfram. Þau er heldur yngri hér á
landi heldur en þekkist ytra og
börn eru tiltölulega fljót að læra á
Netið.“
– Og hvernig eiga foreldrar að
koma að málinu?
„Könnunin leiðir í ljós að
krakkarnir eru mest að fara á
Netið heima hjá sér og þess
vegna er ábyrgðin mjög á herðum
foreldra þó að aðrir aðilar beri
einnig ábyrgð, t.d. stofnanir, skól-
ar og aðilar sem koma að Netinu.
En heima fyrir þurfa foreldrar að
sýna aðhald og veita ráðgjöf. Eitt
sem þarf t.d. að huga að er sið-
ferðið, hvað má og hvað má ekki,
t.d. verður að gera börnum það
skiljanlegt að það sem sagt er um
aðra á Netinu getur sært þá jafn-
mikið og jafnvel meira heldur en
þegar það er sagt augliti til aug-
litis. Einelti á Netinu hefur því
miður aukist mjög og þá skákað í
skjóli nafnleyndar.“
– Hvað tekur svo við?
„Það hefst nýtt framhaldsverk-
efni í maí og Evrópusambandið
hefur þegar auglýst það. Við höf-
um áhuga á því að halda áfram á
þessari braut og verðum með.
Hins vegar liggur ekki ljóst fyrir
hvaða stefna verður tekin í nýja
verkefninu. Í þeim efnum bíðum
við þess að Evrópusambandið
setji eitt land yfir verkefnið og
þegar það liggur fyrir mun við-
komandi land skipuleggja vinn-
una og þá fara hjólin að snúast.“
– Hvernig sérð þú fyrir þér
framhaldsvinnuna hér á landi?
„Ég sé hana þannig fyrir mér
að í ljósi fenginna upplýsinga úr
rannsóknunum sem ég nefndi hér
áðan liggi beinast við að leiða
saman þá aðila sem
eiga að axla ábyrgð í
sameiningu, þ.e.a.s.
foreldra, skóla, stofn-
anir og þá sem koma
tæknilega að Netinu.
Fá þessa aðila til að
stilla saman strengina.“
– Nokkur orð um ráðstefn-
una …
„Hún verður í Borgarleikhús-
inu á föstudaginn klukkan 13 til
16.30. Hún er öllum opin og kost-
ar ekkert. Þarna verða afar at-
hyglisverð erindi. Dagskrána
geta menn kynnt sér á vefnum og
skráð sig á www.saft.is.“
Sigurþór Gunnlaugsson
Sigurþór Gunnlaugsson er
fæddur í Reykjavík 1968. Lauk
viðskiptafræðinámi í Bandaríkj-
unum árið 1994 og er nú að ljúka
MBA-námi við Háskólann í
Reykjavík. Hefur mest unnið við
markaðsstörf, var t.d. kynning-
arstjóri hjá Sjóvá-Almennum og
markaðsstjóri Kringlunnar, auk
starfa hjá Háskólanum í Reykja-
vík. Samhliða náminu hefur hann
starfað fyrir Heimili og skóla og
er m.a. í forsvari fyrir ofan-
greinda ráðstefnu. Maki Sig-
urþórs er Roald Viðar Eyvinds-
son.
Sýna for-
eldrum sínum
hvað þau
eru klár
NEYÐARLÍNAN hefur nú form-
lega tekið að sér að taka við tilkynn-
ingum til barnaverndanefnda á öllu
landinu og hefur samtals borist 71
tilkynning frá áramótum, jafnvel
þótt verkefnið hafi ekki hafist form-
lega fyrr en um mánaðamótin jan-
úar-febrúar.
Nú geta þeir sem þurfa að til-
kynna barnaverndaryfirvöldum eitt-
hvað hringt í eitt númer, 112, í stað
þess að hringja í númer viðkomandi
barnaverndarnefndar. Starfsmenn
Neyðarlínunnar sjá svo um að koma
málunum áleiðis til réttra aðila.
„Almenningur í landinu er til-
kynningarskyldur, það er að segja
fólki ber að gera barnaverndaryf-
irvöldum viðvart verði það þess
áskynja að velferð barna sé ekki
gætt eða að uppeldisaðstæðum sé
áfátt. Einnig ef grunur er um að
börn sæti illri meðferð eða van-
rækslu af einhverju tagi,“ segir
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu.
Samtals eru 34 barnaverndar-
nefndir hér á landi, og segir Bragi
að áður en þetta samstarf hófst hafi
fólk oft átt í erfiðleikum með að átta
sig á því í hvaða nefnd ætti að
hringja og hvaða númer ætti að
nota. Eins væru fæstar nefndirnar
með bakvakt og því aðeins hægt að
hringja í meirihluta þeirra á dag-
vinnutíma.
Vonast eftir fjölgun
tilkynninga
„Markmiðið með þessu er að
skapa skilyrði til þess að unnt sé að
grípa fyrr inn í mál barna sem eru í
hættu. Það getur skipt sköpum. Því
fyrr sem unnt er að koma til hjálpar
barni, því meiri líkur eru á að við
drögum úr þeim skaða sem af því
hlýst þegar um er að ræða barn í að-
stæðum sem ógna velferð þess,“
segir Bragi.
Vonast er til að eftir að Neyð-
arlínan tekur að sér símsvörunina
muni tilkynningum fjölga, og er þá
sér í lagi horft til tilkynninga frá al-
menningi og jafnvel börnunum sjálf-
um, segir Þórhallur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Neyðarlínunnar.
Samtals berast um 75% af öllum til-
kynningum til barnaverndarnefnda
frá opinberum aðilum, svo sem lög-
reglu, skólum og heilbrigðisstofnun-
um, en vonast er til að með þessu
samstarfi muni almenningur í aukn-
um mæli tilkynna mál til barna-
verndaryfirvalda.
Frumkvöðulsstarf í Evrópu
Þetta samstarf Neyðarlínunnar
og Barnaverndarstofu er hið fyrsta
sinnar tegundar í Evrópu, og þótt
víðar væri leitað, og því spennandi
að sjá hver árangurinn verður, segir
Bragi. Hann segir að verkefnið
verði kynnt fyrir þjóðum í Eystra-
saltsráðinu, en í því eru Norðurlönd-
in, Eistland, Lettland, Litháen,
Þýskaland, Pólland og Rússland, og
segist hann eiga von á því að það
verði til eftirbreytni víða ef vel
gengur hér.
Kristján Hoffmann, sviðsstjóri
hjá Neyðarlínunni, segir að ekki hafi
þurft mikla vinnu við að koma þessu
samstarfi inn hjá Neyðarlínunni,
enda falli þetta vel að starfseminni.
Hann segir að starfsfólk hafi farið á
námskeið hjá Barnaverndarstofu og
það sé tilbúið í starfið.
Neyðarlínan tekur við tilkynningum um barnaverndarmál
Komin 71 tilkynning
það sem af er árinu
Morgunblaðið/Sverrir
Samstarfsverkefni Neyðarlínunnar og Barnaverndarstofu var kynnt fjölmiðlum í húsnæði Neyðarlínunnar í gær.