Morgunblaðið - 03.02.2004, Page 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
DJÚPIVOGUR
EFTIR SÓLNÝJU PÁLSDÓTTUR
FRÉTTARITARA
Nú er janúar liðinn og dagarnir orðnir
lengri og bjartari. Hér á Djúpavogi er janúar
dálítið sérstakur mánuður því hann nota
bæjarbúar til að undirbúa hið árlega þorra-
blót. Þorrablót sem hver einasti maður með
mönnum mætir að sjálfsögðu á. Um leið og
jólaljósin slokkna tekur fólkið til starfa sem
árinu áður hefur verið kosið í nefnd. Það er
mikil ábyrgð að vera í þorrablótsnefnd, þetta
er jú hápunktur skemmtanalífsins á staðnum
og því mikilvægt að vel takist til. Nú og svo
verður auðvitað að toppa blótið frá því í fyrra
þó svo að þeir sem að því stóðu telji það ekki
hægt svo frábært hafi það verið.
Ákaffihúsunum sitja menn og rifja upp at-
burði síðasta árs. Keppast við að muna eftir
einhverju sem einhver lenti í. Einhverju
fyndnu og jafnvel neyðarlegu sem hægt er
að taka fyrir á blótinu. Muna samt að fara
ekki yfir strikið, bannað að særa svo grann-
inn fari ekki í fýlu. Passa að taka ekki neinn
sérstakan fyrir en mikilvægast er þó að
gleyma ekki neinum. Það er nefnilega það
versta sem hægt er að lenda í. Að enginn
muni eftir manni og minnist ekki á mann
þegar hátíðin hefst.
Um síðustu helgi rann svo stóra stundin
upp. Troðfullt hús og mikil stemning. Ótrú-
legasta fólk söng og dansaði á sviðinu við
mikinn fögnuð áhorfenda. En auðvitað tókst
nefndinni ekki að toppa síðasta þorrablót.
Það fannst Jónasi allavega. En það er
kannski ekki að marka. Hann var formaður í
fyrra.
Já, það er gaman að vera til á Djúpavogi.
Hér búa um 500 manns en samt er hér mikil
kaffihúsamenning. Ef mig langar í kakó og
heimabakaðar kökur fer ég í Löngubúð, ef
mig langar í humar og flottheit fer ég á Hótel
Framtíð og ef mig langar í hamborgara og
kók fer ég á Við Voginn en þar slær hjarta
bæjarins. Þar ræða menn atvinnumálin.
Ástandið hefur verið ágætt og flestir haft
vinnu.
Loðnan berst að landi og fullt af fiski.
Framundan eru endurbætur við báðar hafn-
irnar á staðnum og tjaldstæðið á að taka í
gegn með vorinu. Og það á að fara að byggja
nýjan leikskóla. Ekki eru allir sammála um
hvar hann eigi að rísa en búið er að skipa
byggingarnefnd sem tekur endanlega
ákvörðun. Leikskólinn á að vera 220 fer-
metrar og rúma 30 börn. Það er því nóg að
gera í litla þorpinu undir hömrunum háu.
Hér þarf engum að leiðast. Og það er um að
gera að taka þátt í því sem er um að vera.
Garðyrkjuskólinn,Félag blóma-skreyta og Félag
blómaverslana standa að
Íslandsmeistarakeppni í
blómaskreytingum laug-
ardaginn 28. febrúar í
tengslum við sýninguna,
„Matur 2004“, sem fer
fram í Smáranum í Kópa-
vogi helgina 26.–29. febr-
úar. Keppnin er öllum op-
in en þetta er annað árið í
röð sem hún er haldin.
Keppt verður í frístand-
andi skreytingu og blóm-
vendi. Line Christiansen,
danskur blómaskreyt-
ingameistari verður yf-
irdómari í keppninni.
Tilkynna þarf þátttöku í
Íslandsmeistarakeppnina
fyrir 10. febrúar og greiða
þarf 10.000 króna þátt-
tökugjald við skráningu.
Skreyting
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi MyndlistarfélagsÁrnessýslu sem haldinn var í Listasafni Árnes-inga í Hveragerði um helgina. Kristján Finns-
son var kjörinn formaður í stað Kára Jónssonar og
Kristín Konráðsdóttir var kjörin gjaldkeri í stað
Ellisifjar Bjarnadóttur. Í skýrslu stjórnar kom fram að
námskeiðahald hefði legið niðri allt síðasta ár vegna
húsnæðisleysis og fjárskorts en félagið hélt þó tvær
sýningar á árinu. Fyrir dyrum stendur að halda olíu-
málunarnámskeið sem haldið verður á tíu laug-
ardögum fram til vors og mun kennslan fara fram í
vinnustofu Listasafnsins í Hveragerði.
Morgunblaðið/Kári Jónsson
Ný myndlistarstjórn
Jón Ingvar Jónssonlenti í því á dög-unum að buxurnar
blotnuðu og fékk hann
lánaðar buxur hjá Hjálm-
ari Gíslasyni.
Mikið eru málin röng,
mér finnst allt of lítill básinn,
hægri skálmin helst til
þröng,
hef því opinn rennilásinn.
Í framhaldi af vísum um
Smjörvatnsheiði var bent
á að Heljardalsheiði, gam-
all fjallvegur milli Svarf-
aðardals og Heljardals,
hefði einnig þótt erfið yf-
irferðar og menn lent þar
í hrakningum:
Heljardals er heiðin níð
haldin með allskyns lýti.
Fjandinn hefur á fyrri tíð
flúið þaðan í Víti.
Einar Kolbeinsson hvetur
hagyrðinga til dáða.
Yrkið ljóðin, glæðið glóð,
geymið slóða háttinn.
Styrkið móðinn, eflið óð,
egnið fróða máttinn.
Básinn lítill
Akranes | Fæðingum á Sjúkrahúsi
Akraness fjölgaði um 50 milli áranna
2002 og 2003, en á nýliðnu ári fæddust
þar 208 börn, 103
stúlkur og 105 drengir,
á móti 158 börnum árið
2002. Það ár fæddust
reyndar færri börn á
sjúkrahúsinu en að
jafnaði. Fjölgunin á
milli áranna 2002 og
2003 nemur ríflega
30%.
Framkvæmdir við nýja kvennadeild á
Sjúkrahúsi Akraness eru nú á lokastigi
en þær hafa staðið yfir undanfarna 12
mánuði. Gert er ráð fyrir að starfsemi á
deildinni hefjist í mars nk. Nýja deildin
fær nú aukið rými til afnota sem skap-
aðist við flutning skurðdeildar í aðra
álmu stofnunarinnar haustið 2000.
Deildin skiptist í fæðingardeild, þar sem
rými verður fyrir sex sængurkonur í
senn, og kvensjúkdómadeild, þar sem
rúm verða fyrir fjóra sjúklinga.
Fæðingum
fjölgar á
Sjúkrahúsi
Akraness
BÆJARÁÐ Árborgar tók fyrir erindi frá
Tónlistarskóla Reykjavíkur 29. janúar.
Um var að ræða beiðni um endurskoðun
ákvörðunar varðandi
greiðslu fyrir tónlistar-
nám í Reykjavík. Á
fundinum voru lagðar
fram nýjar upplýsingar
í málinu.
Með tilvísun til
þeirra samþykkir bæj-
arráð áframhaldandi
stuðning við þá nem-
endur sem nú eru í
námi, og uppfylla skilyrði reglnanna.
Ákvörðunin gildir til loka yfirstandandi
skólaárs og miðar að því að nemendurnir
geti lokið önninni.
Endurskoðun á vinnureglum um út-
hlutun lóða í Árborg var tekin fyrir á
sama bæjarráðsfundi. Á fundinum sam-
þykkti bæjarráð nýjar vinnureglur með
þeirri breytingu að fulltrúi sýslumanns
verði viðstaddur útdrátt á lóðum.
Stuðningur
við tón-
listarnám
♦♦♦
Mývatnssveit | Veiði er heim-
iluð í Mývatni frá 1. febrúar. Þá
er sumum orðið mál að komast á
vatn með netin sín og þann bún-
að sem til þarf að koma þeim
undir ís. Þeir frændurnir Jón
Ingi Hinriksson og Jakob Stef-
ánsson, bændur í Vogum, eru
með þeim fyrstu til að leggja að
þessu sinni og ferðast þeir á vél-
sleða því ekki er bílfært um
vatnið nú vegna snjódyngju.
Þeir sögðu ísinn um 40 cm þykk-
an sem telst ekki mikið. Febr-
úar heilsaði með fegursta veðri í
Mývatnssveit í 11° frosti. Sveitin
öll þakin mjöll svo betra getur
það ekki orðið.
Morgunblaðið/BFH
Heimilt að hefja veiðar
Mývatn
NÝLEGA heimsótti áhöfn björg-
unarbátsins Ásgríms S. Björnssonar
og sjóflokkur björgunarsveitar Ár-
sæls flugdeild Landhelgisgæslunnar
og kynnti sér starfsemi hennar og
tækjakost. Góð samvinna hefur verið
milli Landhelgisgæslunnar og áhafn-
ar björgunarbátsins og sjóflokksins.
Daginn sem heimsóknin átti sér
stað hafði áhöfn björgunarbátsins að-
stoðað áhöfn TF-LÍF við þjálfun í
notkun björgunarnets. Björg-
unarbáturinn var hafður tiltækur
ásamt áhöfn ef eitthvað færi úrskeiðis
en það er nauðsynleg örygg-
isráðstöfun við slíkar aðstæður.
Í heimsókn hjá flugdeild